Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 27
bRTD.TTTnAfilJR 8. NÓVEMBER 1994 27 X>v Fjölmiðlar Kastljós, klámog ofbeldi Kastljós Sjónvarps hóf göngu sína á ný með vetrinum. Ef ég man rétt hafa fimm þættir verið sýndir það sem af er og á Sjón- varpið og starfsmenn fréttastofu lirós skilið fyrir hvem og einn. Hver þátturinn er öðrum áhuga- verðari og hafa fréttamenn verið einstaklega naskir við að finna sér áhugaverð umfjöllunarefni. í gærkvöld var Kastljós, í um- sjón Loga Bergmans Eiðssonar, endursýnt. Umfjöllunarefniö var tölvur, klám og ofheldi. Þar var sýnt fram á hve nútímatækni ger- ir fólki og börnum auðvelt að nálgast það sem orðið cr viðtek- inn vandi í okkar nútímaþjóðfé- lagi. Klám og ofbeldi er svo sem ekki nýtt af náhnni en eins raun- verulegt og hið síðarnefnda er orðið i leik og hið fyrrnefnda að- gengilegt veldur óneitanlega áhyggjum. Berlega kom i ljós hve andvaralaus löggjafinn og al- menningm’ er gagnvart þessu og hve erfitt er að koma i veg fyrír aö fólk hafi aðgang að þessu. Hef- ur tæknin, sem oft er þó til góðs, stigið mörg skref fram úr þeim möguleikum sem fýrir hendi eru til að takmarka hana. Þrátt fyrir góða þætti hefur þó mátt finna það að Kastljósþáttun- um hve sjaldan umræðuefnið hefur verið tæmt til fullnustu. Hæglega mætti fylgja þáttunum betur eftir með frekari umíjöllun. Meðal annars um viðbrögð fólks úti í þjóðfélaginu eða jafnvel umræðuþáttum. Pétur Pétursson Andlát Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Berg- staðastræti 40, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 7. nóv- ember. Jarðarfarir Ragnheiður Sölvadóttir, sem lést á vistheimilinu Seljahhð 30. október sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Stefanía Þ. Lárusdóttir Schram, Dal- braut 27, sem lést á Droplaugarstöð- um 1. nóvember, verður jarösungin frá Fossvogskirkju á morgun, mið- vikudaginn 9. nóvember, kl. 15.- Guðmundur Ernir Guðmundsson vélstjóri, Hörgsholti 3, Hafnarfirði, sem lést í Landakotsspítala fostudag- inn 4. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnarfiarðarkirkju fimmtudag- inn 17. nóvember kl. 13.30. ©KFS/Distr. BULLS (&1993 King F«atures Syndicala, Inc. Worid rights reservod. é K I Vegna fjárhagsstöðunnar vorum við gift af dómara á eftirlaunum. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvihö og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkviliö 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 4. nóv. til 10. nóv., að báðum dögum meötöldum, veröur í Holtsapó- teki, Langholtsvegi 84, simi 35212. Auk þess veröur varsla í Laugavegsapóteki, Laugavegi 16, simi 24045, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opiö mánud. til fímmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið ki. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 1 síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnés og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustööin er opin virka dagakl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í sima 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 Og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífllsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyriniiigar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er simi samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og fóstud. 8-12. Sími 602020. Sö&iin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fostud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Vísir fyrir 50 árum Þriðjud. 8. nóvember: 3.000 flugvélar réðust á Þýskaland í gær. Spakmæli Skemmtanir eru hamingja þeirra sem geta ekki hugsað Alexander Pope Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaöir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffl- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsallr í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud, fimmtud, laugard. og sunnudaga kl. 12-17. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagaröi viö Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opiö kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðurnes, sími 13536. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766, Suðurnes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamarnes, simi 27311. Kópavogur, sími 985 - 28078 Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Ketlavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, simi 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekiö er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 9. nóvember Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Láttu alla gagnrýni eiga sig í dag. Gagnrýnin borgar sig ekki og gæti valdið skaða. Gættu þín á þeim þröngsýnu og vanþakklátu. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Gerðu aðra tilraun þótt þér hafi mistekist í ákveðnu máli í fyrsta skiph. Leggðu áherslu á bætt samskipti milli manna. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú notar tima þinn í dag til þess að aðstoða aðra. Þú reynir að ná þeim upp úr þeirri lægð sem þeir eru í. Álit annarra á þér eykst. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú missir af góðu tækifæri til þess að leysa úr vandamálum. Búast má við deilum milli manna. Þú gætir nýtt tíma þinn betur. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Dagurinn býður upp á Qölbreytta starfsemi. Vandinn verður að- eins sá að velja það úr sem mestu máli skiptir. Vegna anna skaltu skipuleggja tíma þinn vel. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú ert rólegur í tíðinni. Þú virðist sætta þig við málin eins og aðrir leggja þau fyrir. Láttu ekki of mikið uppi um framtíðará- form þín. Happatölur eru 2,16 og 25. Ljónið (23. júli -22. ágúst): Þú ert athafnasamur og kraftmikill núna. Þeir sem í kringum þig eru eru heldur hægari og þurfa uppörvun ef þú vilt ná einhveiju út úr þeim. Allt lendir meira og minna á þér. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú ert fljótur að greina aðalatriði mála. Það eykur álit annarra á þér. Lítið er að græða á öðrum. Þú verður því að treysta á sjálf- an þig. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú ert ekki ánægður með gang mála um þessar mundir. Reyndu að fmna þér ný áhugamál. Gættu þín á slúðri. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú skalt ekki treysta öllum fréttum sem þú heyrir. Þú skalt því kanna allt vel sem berst til þín. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú verður fyrir vonbrigðum með viðbrögð annarra við hugmynd- um þínum. Þú skilur afstöðu annarra þó betur síðar. Vertu ekki of bjartsýnn. Happatölur eru 8, 19 og 30. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Vertu ekki of örlátur. Það getur orðið þér fullkostnaðarsamt. Sumir eru fljótir að nýta sér góðsemi eða mistök annarra. Víðtæk þjónusta fyrir lesendur og auglýsendur! Aðeins 25 kr. mín. Satna verð fyrir alla landsmenn. 99*56* 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.