Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 Fréttir Landakot óskar eftir hjálp aðstandenda í verkfalli sjúkraliða: Hjúkrunardeildum lokað ffáist ekki undanþágur - aðstandendur beðnir um að taka fólkið sitt heim Búist er við að verkfall sjúkraliða, sem boðað hefur verið á miðnætti á fimmtudag, hafi gífurleg áhrif á starfsemi hjúkrunardeildanna tveggja á Landakotsspítala meðan starfsemi dagdeildarinnar á hjúkr- unarheimili fyrir aldraða í Hafnar- búðum verður næsta óbreytt. Hugs- anlegt er að loka verði hjúkrunar- deildunum á Landakoti verði ekki hægt að halda starfsemi deildanna gangandi með aðstoð ættíngja sjúkl- inganna og faist ekki undanþága hjá undanþágunefnd sjúkraliða. Enginn neyðarlistí er í gildi á Landakotsspít- ala. í Hafnarbúðum verður hætt að baða þá sem koma á dagdeildina. „Verkfallið bitnar mest á hjúkrun- ardeildunum og við erum eiginlega í stökustu vandræðum því að það eru einkum sjúkraliðar sem starfa þar. Sjúkraliðamir koma ekki til vinnu efitír að verkfalhð skellur á því að við fáum ekki undanþágu. Þess vegna höfum viö beðiö aðstandendur um að taka fólkið sitt heim en það er í mörgum tilfellum erfitt Við vonum að aðstandendur getí hlaupiö undir bagga með okkur og aðstoðað starfs- fólkið kvölds og morgna en það leys- ir ekki vandann því að það þarf að segja óvönu fólki til,“ segir Sigurður Bjömsson, yfirlæknir á Landakotí. Starfsmenn Landakotsspítala em þegar famir að hafa samband við fiölskyldur sjúklinga vegna verk- fallsins því að hugsanlegt er að sú staða komi upp aö aðeins einn hjúkr- unarfræðingur sé á vakt með riflega 20 sjúklinga. „Dagdeildin í Hafnarbúöum verður starfrækt áfram. Fólkið heldur áfram að koma til okkar á morgnana og fær þá þjónustu sem það hefur Helga Ásgelrsdóttir húsmóðir: Móðir mín bíður efftir aðgerð og getur ekki tekið föður minn heim - hryllilegt ástand ef verkfaUið skeílur á „Þetta verkfall kemur sér mjög illa fyrir okkur. Móðir mín hggur heima og bíður efitír að komast í sjöttu mjaðmaaðgerðina. Hún verður köll- uð inn um leið og það leysist úr þess- ari deilu. Hún getur ekki tekið á móti föður mínum sem hggur á hjúkrunardeildinni á Landakoti. Ég er langyngst og eina systkinið sem er heimavinnandi. Ég bý í lítilli íbúð með fullt hús af bömum og hef enga aðstöðu tíl að taka hann heim. Það er enginn til að hugsa um hann. Þetta er alveg hryllilegt ástand," segir Helga Ásgeirsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Talsvert hefur borið á áhyggjum ættingja sjúklinga á hjúkrunardeild- um Landakotsspítala að undanfömu því að stjórnendum spítalans hefur ekki tekist að fá undanþágu fyrir nokkra sjúkrahða hjá undanþágu- nefiid Sjúkrahðafélagsins. Hætta er á að loka verði annarri eða báöum hjúkrunardeildum spítalans fáist ekki sjúkrahöar á vakt. Sjúkrahðar em í miklum meirihluta af starfs- fólki deildanna og ekki hægt að ætl- ast til að örfáir hjúkrunarfræðingar haldi tveimur tæplega 25 manna deildum gangandi. „Það er alveg óljóst hvað verður um fóður minn þegar og ef verkfalhð hefst. Ég er að vonast til að hann komist inn á aðra deild en ég veit ekkert meir. Faðir minn getur gengið um en getur ekki bjargað sér sjálfur því að hann er orðinn svo mikill sjúklingm-. Móðir mín getur rétt staulast um á hækjum því að hún er með gervilið og fékk sýkingu eftir uppskurð í vetur. Hún er gjörsam- lega fótlama og getur ekki séð um hann, ekki einu sinni þótt hún fengi heimahjúkmn," segir Helga. Næstu daga skýrist líklega hvað gerist með sjúklingana á hjúkrunar- deildunum á Landakoti en viðræður eiga sér stað milh undanþágunefhd- ar sjúkrahða og forsvarsmanna Rík- isspítala og Borgarspítala. fengiö nema böðin, þau faha alveg niður,“ segir Guðbjörg Jóna Her- mannsdóttir, hjúkrunarforstjóri í Hafnarbúðum. Tvær hjúkrunardeildir með 23 sjúkrarúmum em starfræktar á Landakotí. Á dagdeildinni í Hafiiar- búðum koma 12 á hverjum degi. Stuttar fréttir Soffía Jónsdóttir Sörensen er barnlaus og á hvorki ættingja lífi aðra en eldri systur sem liggur á Landakotsspitala. né vinafólk á DV-mynd BG Soffia Jónsdóttir Sörensen: Get ekkert farid ef deildinni verður lokað allir ættingjar og vinir eru löngu dánir „Ég fer út á götu ef hjúkrunar- deildinni hér verður lokað þvi að íbúðin mín stendur tóm og ég get ekkert farið. Vinkona min hjálpar mér og systur minni við að kaupa utan á okkur, annars erum við hér og boröum hér. Allir ættingjar okkar og vinafólk er löngu dáið. Ég er bráð- um 90 ára og Lúlla systir mín er eldri en ég og meiri sjúkhngur. Hún getur heldur ekkert farið,“ segir Soffia Jónsdóttir Sörensen, tæplega níræð- ur sjúkhngur á Landakotí. Sofiía er ásamt systur sinni lang- legusjúklingur á annarri hjúkrunar- deildinni á Landakotsspítala. Syst- urnar em bamlausar og eiga enga ættingja á lífi. Soffia getur gengið um með göngugrind en systir hennar er rúmhggjandi. Sofiía á íbúð í miðbæn- um sem vinkona hennar hefur um- sjón með en íbúðin stendur tóm. Soff- ía segist hafa samúð með launakröf- um sjúkrahða en sér finnist slæmt að verkfall þeirra bitni á sjúkhngum áspítalanum. InríngOilvillóðir Kanadíska ohufélagið Irving Oil hefur sótt um lóðir undir 8 bensinstöðvar á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt Mbl. em engar lóðir í Reykjavík ætlaðar undir slíka starfsemi. Úrsögnúrflokki Helgi Pétursson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. RÚV segir Helga óánægöan með vinnubrögöin í flokknum. Fötiuðum úthýst Menntaskólinn viö Hamrahlíð hefur neitað 4 fötluðum nemend- um um skólavist eítir áramót. Ástæðan er aöstöðuleysi í skólan- um og fiárskortur. Auknir möguleikar Möguleikar ísiendinga til út- hafsveiða aukast nfiög með gildis- töku hafréttarsáttmálans í næstu viku. Sjónvarpiö greindi frá þessu. Halliásjúkrahúsunum Formaður Landssambands sjúkrahúsa segir að aht aö einn mihjarð vantí tíl að endar nái saman hjá sjúkrahúsum lands- ins. Flest húsanna séu rekin með 5 tíl 8% haha. RÚV greindi frá þessu. Launahækkun möguleg Heilbrigðisráðherra telur að eitthvað sé hægt að hækka laun. Sú hækkim getí þó ekki náð til ahra. Sjónvarpiö hafði þetta eftir ráöherranum. Rugmannadeilan i hnút I fyrradag shtnaöi upp úr við- ræðum Félags íslenskra atvinnu- flugmanna qg flugfélagsins Atl- anta. Skv. RÚV stefhir nú i verk- fahsátök á næstunni. Föram heim til okkar - segja Elín og Una á Landakoti Elfn Valdimarsdóttir og Una Ingimundardóttir eru meðal þeirra sjúklinga á Landakotsspítala sem geta farið heim til sin ef veridall sjúkraliða verður til þess að hjúkrúnardeildum Landakotsspítala verður lokað. DV-mynd BG „Við höfum ekki fylgst með því hvað sjúkraliðamir hafa í kaup. Það vih ekki segja manni það ef maður spyr en okkur finnst alveg sjálfsagt að hækka kaupið ef það er lágt Það er bara verst með sjúklingana héma, sumir þeirra eru svo veikir og verk- fahið má ekki bitna á þeim,“ segja Elín Valdimarsdóttir og Uha Ingi- mundardóttír, sjúklingar á hjúkrun- ardehd Landakotsspítala, þar sem þær sifia og spjalla í einni af setustof- unum á spítalanum. Elín og Una em báðar austan úr Ámessýslu og könnuðust hvor við aðra áður en þær komu á Landakot. Þær em meðal þeirra heppnu sem eiga heimih eða böm sem hægt er að leita th ef hjúkrunardeildimar á Landakoti loka vegna verkfahs sjúkrahða sem boðað hefur verið á miðnættí á fimmtudag. Báðar ætla þær heim th sín ef hjúkrunardehdin lokar. Una á tvö böm sem basði vinna úti og segir hún aö sem betur fer þurfi ekki aö passa sig eins og smá- bam. Mikið er af nfiög öldraðum rúm- liggjandi sjúklingum á hjúkrunar- dehdunum á Landakotí og er enn óvíst hvemig rekstri dehdanna verð- ur hagað ef og þegar verkfalhð hefst. Samkvæmt upplýsingum á spítalan- um veröur reynt að senda þá sjúkl- inga heim sem geta gengið en þeir era ekki svo margir. Ef nauösyn krefur verður reynt að flyfia hina sjúklingana mihi dehda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.