Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 Viöskipti Álverð erlendis Gottverðáþorski Gott verð hefur fengist fyrir þorsk á fiskraörkuðum innan- lands síðan á fimmtudag. Kilóið hefur að meðaltali selst á 140 krónur. Þingvísitala húsbréfa lækkaði lítUlega á mánudag eftir merkj- anlega hækkun í síðustu viku. Vísitalan var 133,38 stig á mánu- dag. Staðgreiðsluverð áls í London var komið niður í 1810 dollara tonnið í gærmorgun. Hæst var verðið tæplega 1880 dollara í síð- ustu viku. Sölugengi dollars fór yfir 67 krónur í síöustu viku en lækkaði aftur í 66 krónur eftir helgina. Frá því á fimmtudag hefur hlutabréfaverð í kauphölhnni í London verið að lækka ef marka má FT-SE 100 hlutabréfavísi- töluna. Hún stóð í 3054 stigum í gærmorgun. Forstjórar SH og íslenskra sjávarafurða: Hafa frest fram til föstudags - til að svara fyrir „heiðursmannasamkomulagið“ Samkeppnisstofnun hefur sent for- stjórum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, SH, og íslenskra sjávaraf- urða hf. bréf þar sem óskað er eftir skýringum á ummælum forstjóra SH, Friðriks Pálssonar, um að á milli fyrirtækjanna hafi verið í gildi „heið- ursmannasamkomulag" um að taka ekki viðskipti hvort frá öðru. Um- mælin féllu í kjölfar kaupa íslenskra sjávarafuröa á 30% hlut í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum, einum helsta viðskiptavini SH til fjölda ára. Að sögn Páls Ásgrímssonar, yfir- lögfræðings Samkeppnisstofnunar, hafa forstjóramir frest fram á föstu- dag til að svara erindinu. Erindið er sent til að ganga úr skugga um hvort „heiðursmannasamkomulag" hafi verið í gildi með formlegum hætti. Ef svo er mun Samkeppnisstofnun kanna hvort samkomulagið sé brot á nýjum samkeppnislögum. Ekki náðist í forstjórana í gær. Benedikt Sveinsson, forstjóri Is- lenskra sjávarafurða, verður í út- löndum fram að helgi þannig að óvíst er hvort honum tekst að svara Sam- keppnisstofnun á tilsettum tíma. Hann hefur látið hafa eftir sér í íjöl- miðlum að ekkert „heiðursmanna- samkomulag" sé í gildi við SH þann- ig að svar hans liggur nánast fyrir. Friðrik Pálsson var sagður væntan- legur heim frá útlöndum í dag þegar DV spurðist fyrir um hann í gær. Tilkynning Seölabanka í haustskýrslu: Vaxtabreyting án fyrírvara Haustskýrsla Seðlabankans um peninga, gengi og greiðslujöfnuð er komin út. í skýrslunni er gerð grein fyrir þróun efnahagsmála og áhersla lögð á að þótt nú sé meiri ástæða til bjartsýni en á síðasta ári sé ljóst að „við hagstjórn verði að fara með mikilli gát“. Fram kemur að bankinn geti hve- nær sem er þurft að grípa til stjóm- tækja peningamála eins og vaxta- breytinga til að mæta misvægi á pen- inga- og gjaldeyrismarkaði. Þetta geti gerst eftir áramót þegar íjármagns- flutningar milli landa verða gefnir frjálsir. Ef halda eigi genginu föstu verði innlendir vextir að ráðast af erlendum vöxtum og innlendum markaðsaðstæðum. Seðlabankinn hefur gefið út haustskýrslu sína um fjármál þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar Seðlabankans á að viðhalda stöðugleika sem ríkt líkurnar á að unnt verði að draga segja að höfuðáherslu verði að leggja hafi í efnahagslífinu, annárs minnki úr atvinnuleysi. Lægra f iskverð erlendis Fiskverð hefur verið að lækka á erlendum mörkuðum ef marka má fregnir af gámasölu í Englandi og skipasölu í Þýskalandi frá Aflamiðl- un LÍÚ. í gámasölunni seldust um 360 tonn fyrir 50 milljónir. Mest var selt af ýsu en meðalverð fyrir allar tegundir var 40 krónum lægra á kíló- ið en í vikunni á undan. Tveir togarar seldu í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu viku. Akurey RE seldi á þriðjudag 156 tonn fyrir 17 milljónir. Meðalverð var 108 krón- ur kílóið. Á fimmtudag fékk Haukur GK 95 króna meðalverð þegar hann seldi 141 tonn fyrir 13,6 milljónir. Sérfræðingar á álmarkaðnum telja að stöðugleiki sé að komast á álverð og það haldist á milli 1800 og 1900 dollara tonnið á næstunni. Ekki er búist við frekari verðlækkunum en orðið hafa síðustu daga. En fari verð- ið hins vegar yfir 1900 dollara er hætt við að kaupendur haldi að sér höndum og birgðir safnist upp á ný. Álbirgðir eru nánast engar um þess- ar mundir hjá framleiðendum heldur einungis hjá bönkum og fjárfestum. Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku námu rúmum 53 milljónum króna. Þar af skiptu hlutabréf íslenskra sjávarafurða hf. um eigendur fyrir 24 milljónir. Næstmest var keypt af hlutabréfum Þormóðs ramma, eða fyrir 7,3 milljónir, og viðskipti með Eimskipsbréf námu 6,6 milljónum. Af þeim 14 hlutafélögum sem við- skipti urðu með í vikunni hækkaði verð í 7 tilvikum og í 5 félögum lækk- aði verð milli vikna. Þingvísitala hlutabréfa breyttist ekki mikið. Gmilljarðavið- skiptiíoktóber Alls urðu viðskipti á Verðbréfa- þingi íslands íyrir rúmlega 9 milljarða króna í októbermánuði, þar af fyrir 8,4 milljarða á pen- ingamarkaði. Til samanburðar má'geta þess að heildarviöskipti á Verðbréfaþingi voru upp á tæpa 5 milljarða í október 1993. Mestu viðskipti á einum degi á Verðbréfaþingi áttu sér stað 6. október sl. eða fyrir 1,6 milljarða. Eins og komiö hefur fram rauf þingvísitala lilutabréfa 1000 stiga múrinn í október og fór hæst í 1009 stig. Mesta hækkun ein- stakra hlutabréfa frá áramótum hefur orðið á hlutabréfum OIis, eöa um 40,1 prósent. Lækkun á vísi- tölu framfærslu Vísitölur framfærslukostnaðar og vöru ogþjónustu lækkuðu um 0,1% frá októbermánuði, sam- kvæmt útreikningum Kauplags- nefndar. Miðað við verðlag í nóv- emberbyrjun reyndist fram- færsluvísitaian vera 170,7 stig og vísitala vöru og þjónustu 174,5 stig. Það sem helst olli lækkun frarn- færsluvisitölunnar var verð- lækkuná dilkakjöti og grænineti, einkum papriku sem lækkaði um 42% milli mánaða. Aðstoðvið út- flutningáráðgjöf og verkefnum Ötflutningsráð vinnur núna að uppbyggingu þekkingar á sviði verkefnaútflutnings og útflutn- ings á ráðgjafarþjónustu. Er það tilkomið vegna aukinna fyrir- spurna til ráðsins frá bæði verk- fræðmgum og fjölmörgum ís- lenskum fyrirtækjum sem hyggj- ast skoða nýja möguleika á þess- um markaði. Þetta kemur fram í fréttabréfi Útflutningsráðs, Út- skoti. Ötfiutningsráð er í þessu sam- bandi að undirbúa útgáfu á upp- lýsingariti í samvinnu við Iðn- lánasjóð. í ritinu verða upplýs- ingar um þá fjölmörgu sjóði og banka á alþjóðlegum vettvangi sem vinna að því að undirbúa verkefni í þróunarlöndum og fiármögnun á slíkum verkefnum. Alpanmeðraf- brynjaða potta ogpönnur Alpan hf. á Eyrarbakka hefur fest kaup á alsjálfvirkri sam- stæðu til rafbrynjunar á pottum og pönnum fyrirtækisins. Véla- samstæðan, sem um ræðir, kost- ar um 20 milfjónir króna og verð- ur tekin í notkun fyrir jól. Rafbrynjunin verður til þess að >rfirborð varanna endist betur og heftu’ þessi aðferð verið þraut- reynd, m.a. í veitingahúsum og í Þýskalandi. Rafbrynjunin þýðir að Alpan býður nú upp á allt það sem einkennir góðar pönnur og potta, varmaleiðni og hitadreifing er góð. Þá er botninn þykkur og verpist ekki og húðin þarf litla feiti og þolir vel þrif, Á vörunum eru hitaþolnar höldur sem þola bökunarofna og slitsterk húð sem ekki tærist. Amaro hf. á Akureyri er dreifmgaraðili Alpan-vai'amra á íslandi en helstu vörumerki eru Look, Gundel og Anodur. Rafbrynjuð panna frá Alpan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.