Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 Fólk í fréttum_ Ámi M. Mathiesen Ami Matthias Mathiesen, alþm. og dýralæknir, Lindarbergi 18, Hafnar- firöi, er sigurvegari í próíkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjaneskjördæmi en hann lenti í öðru sæti. Starfsferill ÁmifæddistíReykjavík2.10.1958 en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1978, prófi í dýralækningum frá Edinborgarháskóla 1983 ogM.Sc,- prófi í fisksjúkdómafræði frá há- skólanum í Stirhng í Skotlandi 1985. Ámi stundaði almenn dýralækn- isstörf 1983-85, var héraðsdýra- læknir 1984 og er dýralæknir fisk- sjúkdóma frá 1985. Hann var fram- kvæmdastjóri Faxalax hf. 1988-89 og er þingmaður í Reykjaneskjör- dæmifrál991. Ámi var oddviti Nemendafélags Flensborgarskóla 1977-78, formaður Stefnis, FUS í Hafnarfirði 1986-88, varaformaður SUS1985-87, sat í stjóm Dýralæknafélags íslands 1986-87, í launamálaráði BHMR 1985-87 og formaður handknatt- leiksdeildar FH1988-90, formaður Dýravemdarráös frá 1994, í banka- ráði Búnaðarbankans og í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins frá 1994 og formaður nefndar vegna reglugerðar um lyfjanotkun fyrir hestaíkeppni. Fjölskylda Eiginkona Áma er Steinunn Kristín Friðjónsdóttir, f. 27.4.1960, flugfreyja. Hún er dóttir Friðjóns Þórðarsonar, sýslumanns ogfyrrv. alþm. og ráðherra, og k.h., Kristínar Sigurðardóttur húsmóður sem lést 1989. Systkin Árna eru Halldóra, f. 16.12.1960, kerfisfræðingur í Hafn- arfirði; Þorgils Óttar, f. 17.5.1962, viðskiptafræðingur og fyrrv. lands- hðsfyrirliöi í handbolta, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Árna em Matthías Á. Mathiesen, f. 6.8.1931, fyrrv. alþm. og ráðherra, og k.h., Sigrún Þorgils- dóttir Mathiesen, f. 27.12.1931, hús- móðir. Ætt Matthías er sonur Áma, lyfja- fræðings í Hafnarfirði, sonar Matt- híasar, skósmiðs þar, sonar Áma Mathiesen, verslunannanns þar, bróður Páls, langafa Ólafs Bjöms- sonar, fyrrv. alþm., og Guðrúnar, móður Vilmundar, alþm. og ráð- herra. Árni var sonur Jóns, prests í Arnarbæli, Matthíassonar, stúd- ents á Eyri, bróður Markúsar, lang- afa Ásgeirs Ásgeirssonar, alþm. og forseta. Matthías var sonur Þórðar, ættfoður Vigurættarinnar, Ólafs- sonar, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns forseta; bróður Sólveigar, langömmu Sigríðar, langömmu Geirs Hahgrímssonar forsætisráð- herra, og bróður Jóns, afa Ragn- heiðar, langömmu Lúðvíks læknis, afa Davíðs Oddssonar forsætisráö- herra. Móðir Matthíasar, fyrrv. alþm., er Svava Einarsdóttir, alþm. í Hafnar- firði, Þorgilssonar og Geirlaugar Sigurðardóttur frá Pálshúsum á Alftanesi, Hahdórssonar. Móðir Geirlaugar var Guðlaug Þórarins- dóttir, systir Ingibjargar, langömmu Stefáns Júlíussonar rithöfundar. Sigrún er dóttir Þorghs, íþrótta- kennara í Reykholti, Guðmunds- sonar, b. á Valdastöðum í Kjós, Sveinbjörnssonar, b. í Bygggarði, Guðmundssonar, bróður Þórðar Sveinbjörnssonar háyfirdómara. Móðir Þorgils var Katrín Jakobs- dóttir, b. á Valdastöðum, Guðlaugs- sonar, bróður Bjöms, langafa Jór- unnar, móður Birgis ísleifs Gunn- arssonar seðlabankastjóra. Móðir Sigrúnar var Halldóra Sig- urðardóttir, b. á Fiskilæk, Sigurðs- sonar og Guðrúnar Diljár, systur 1 Árni Matthias Mathiesen. Þórunnar, langömmu Sigurðar Ör- lygssonar hstmálara. Systir Guð- rúnar samfeðra var Ingibjörg, móð- ir Péturs Sigurðssonar, fyrrv. for- stjóraLandhelgisgæslunnar. Guð- rún var dóttir Olafs, hreppstjóra í Mýrarhúsum, Guðmundssonarog Karítasar, systur Guðrúnar, langömmu Ragnars Arnalds alþm. Önnur systir Karítasar var Sigríð- ur, móðir Ágústs Flygenring, alþm. í Hafnarfirði, föður Ingólfs Flygen- ring, alþm. í Hafnarfirði. Bróðir Karítasar var Þórður, faðir Bjöms forsætisráðherra. Karítas var dóttir Runólfs, b. í Saurbæ, Þórðarsonar. Afrnæli Guðleif Margrét Þorsteinsdóttir Guðleif Margrét Þorsteinsdóttir húsmóðir, nú til heimihs að Dvalar- heimihnu Höfða á Akranesi, er átt- ræðídag. Starfsferill Guðleif fæddist á Löndum í Stöðv- arfirði og ólst þar upp til átján ára aldurs. Hún stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað 1933-34, var vinnukona hjá Þórhhdi systur sinni á Odda á Búðum í eitt ár, annað ár hjá Björgvini Vigfús- syni, sýslumanni á Efra-Hvoh, stundaði matreiðslunámskeið á Laugarvatni og vann síðan fjóra veturíReykjavík. Eftir að Guðleif gifti sig vom þau hjónin fyrstu þrjú búskaparárin í heimili tengdaforeldra hennar í Litla-Botni en fluttist síðan að Stóra- Botni þar sem þau bjuggu í þrjátíu og átta ár. Þau fluttu síðan á Akra- nes 1982 og hafa átt þar heima síðan. Fjölskylda Eiginmaður Guðleifar er Jón Þor- kelsson, f. 17.10.1915 á Litla-Botni, bóndi og lengi starfsmaður Essó í Hvalfirði. Foreldrar hans voru Þor- kell Pétursson, b. á Litla-Botni, og Kristín Jónsdóttir frá Brennu í Lundarreykjadal. Synir Guðleifar og Jóns eru Stein- þór, f. 13.10.1940, starfsmaður hjá Aðalverktökum, búsettur á Litla- Botni; ÞorkellKristinn, f. 10.9.1942, bensínafgreiðslumaður hjá Essó í Hvalfirði, búsettur á Litla-Botni. Systkin Guðleifar: Kristján, f. 19.2. 1905, látinn, útgerðarb. á Löndum, var kvæntur Aðalheiöi Sigurðar- dóttur sem einnig er látin; Guttorm- ur, f. 3.4.1906, nú látinn, b. á Lönd- um, eftirlifandi kona hans er Fann- ey Ólafsdóttir frá Skála á Berufjarð- arströnd; Þórhhdur, f. 25.5.1907, nú látin, húsfreyja á Odda á Búðum, var gift Einari Sigurðssyni skipa- smíðameistara sem einnig er látinn; Jón Nikulás, f. 30.10.1909, nú látinn, verkamaður á Stöðvarfirði, var kvæntur Auði Sólmundsdóttur; Einar Þór, f. 22.1.1929, prestur á Eiðum, kvæntur Sigríði Zóphónias- dótturhúsmóður. Foreldrar Guðleifar voru Þor- steinn Kristjánsson, b. á Löndum, og Guðlaug Guttormsdóttir hús- freyja. Ætt Þorsteinn var sonur Kristjáns, b. á Löndum, Þorsteinssonar, b. á Heyklifi, Sigurðssonar. Móðir Krist- jáns var Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Kelduskógi, Guðmundssonar, bróð- ur Guðmundar, langafa Finns hst- málara og Ríkharðs myndskera Jónssona. Móðir Guðbjargar var Guðrún Guðmundsdóttir, prests í Berufirði, Skaftasonar, bróður Áma, langafa Magdalenu, ömmu EllertsB.Schram. Móðir Þorsteins á Löndum var Margrét Höskuldsdóttir, b. á Þver- hamri í Breiðdal, Bjarnasonar, bróður Jóns, langafa Jóns, föður Eysteins ráðherra og Jakobs, prests ogrithöfundar, Jónssona. Bjarni var sonur Stefáns, b. á Þverhamri, Magnússonar, prests á Hahorms- stað, Guðmundssonar, toður Sigríð- ar, langömmu Benedikts, afa Þór- bergs Þóröarsonar. Móðir Margrét- ar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Skriðu í Breiðdal, Gunnlaugssonar, bróður Erlendar á Þorgrímsstöðum. Móðursystir Guðlaugar var Guð- ríður, móðir Péturs, sýslumanns í Búðardal, Skúla námsstjóra og Pál- ínu Þorsteinsdóttur, móður Bjöms Guðmundssonar lagaprófessors. Guðlaug var dóttir Guttorms, próf- asts á Stöð, bróður Páls, afa Hjör- leifs Guttormssonar alþingimans og Sigurðar Blöndal skógræktarstjóra. Annar bróðir Guttorms var Björg- vin, afi Helga Þorlákssonar sagn- fræðings. Guttormur var sonur Vig- Guðleif Margrét Þorsteinsdóttir. fúsar, prests í Ási, Guttormssonar. Móðir Vigfúsar var Margrét Vigfús- dóttir, systir Ingunnar, langömmu Þorsteins, skálds og ritstjóra, föður Gylfa, fyrrv. menntamálaráðherra, og Vhhjálms útvarpsstjóra. Móðir Margrétar var Bergljót Þorsteins- dóttir, systir Hjörleifs, langafa Ein- ars Kvarans. Bróðir Bergljótar var Guttormur, langafi Þórarins, föður Kristjáns Eldjárns. Móðir Guðlaug- ar var Þórhhdur Sigurðardóttir, b. á Harðbak á Sléttu, Steinssonar. afmæliö 9. nóvember ElnarJóhannsson, Ytra-Kálfsskinni, Árskógshreppi. Guðbjartur Jóhannsson, Miklagarði, Saurbæjarhreppi. Baldur Ingólfsson, Heiðnabergi 1, Reykjavík. Sigríður M. Haildórsdó ttir, Seljabraut 62, Reykjavik. Hrefna Smith, Urðarbakka 32, Reykjavík. Gunnar Jóhann Guðbjömsson, Akurbraut4,Njarðvík. Björg Aðalsteinsdóttir, Heíðvangi 3, Hafnarfirði. Óskar Guðmundsson, Geirastöðum. Tunguhreppi. Gróa Ólafsdóttir, Garðhúsum 4, Reykjavík. Jóhann Ágústsson, Goðheimum 3, Reykjavík. Unnar Ágústsson, Áhheimum 17, Reykjavik. Marinó Sigurpálsson, Steinaseli 6, Reykjavík. 50 ára Guðrún Jórunn Kristinsdóttir, Grænuhhð 3, Reykjavík. Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir, Háaleitisbraut 121, Reykjavik. Róbert Ólafur Grétar McKee, Klukkubergi 18, Hafnarfirði, Guðmundur Gils Einarsson, Auðsholti5,Flúðum. Guðmundur Einar Ingvason, Sæbakka 6, Neskaupstað. Magnús Sigurbjömsson, Austurgötu 28, Hofsósi. Jóhanna Ö. Þóra Högnadóttir, Kjarrhólma 28, Kópavogi. HilmarSmith, - Digranesvegi 38, Kópavogi. Jóhann B. Kristjánsson, . Starmýri 4, Reykjavík. Margrét L. Kjartansdóttir, Hlunnavogi 4, Reykjavík. Sæmundur Jóhannsson í grein um Sæmund Jóhannsson múrarameistara, Háaleitisbraut37, Reykjavík, sem birtist á sjötugsaf- mæh hans sl. föstudag, féh niður nokkur hluti greinarinnar. Greinin er því leiðrétt og endurbirt hér og Sæmundur beðinn velvirðingar á mistökunum. Starfsferill Sæmundim fæddist á Kleif í Ár- skógshreppi og ólst upp í Árskógs- hreppi og Arnameshreppi. Hann læröi múrverk á Akureyri, lauk þar sveinsprófi 1947 og öðlaðist meist- araréttindi 1953. Sæmundur stundaði múrverk á Akureyri th 1950 og í Reykjavík 1950-71 en var verkstjóri við bygg- ingu Búrfehsvirkjunar 1967-69. Hann var síðan múrarameistari á Vestfjörðum 1971-84 en stundaði múrverk í Reykjavík eftir það. Þá stundaði Sæmundur ahmikið sjó- mennsku af og th, á togurum, shdar- bátum og vertíðarbátum, sem háseti og matveinn. Fjölskylda Sæmundurkvæntist24.4.1957 Margréti Kristjánsdóttur, f. 11.6. 1930, verslunarmanni. Hún er dóttir Kristjáns Kjartanssonar, útgeröar- manns á Siglufirði, og k.h., Óhnu Kristjánsdóttur húsmóður. Sæ- mundur og Margrét skhdu. Börn Sæmundar og Margrétar eru Kjartan, f. 5.7.1957, húsasmiður í Svíþjóö, var kvæntur Guðrúnu Júl- íusdóttur en þau skhdu og er dóttir þeirra Lhja Björk, f. 8.10.1979; Ásta Kristín, f. 3.2.1959, hjúkrunarfræð- ingur í Noregi, en maður hennar er Lars Tommie Norrman matreiðslu- maður og eru dætur þeirra Maida Christina, f. 19.1.1990, og Sandra, f. 11.6.1991; Guðrún, verslunarmaöur í Hafnarfirði, en maður hennar er Kjartan Birgisson verslunarmaður og eru böm þeirra Margrét, f. 24.4. 1988, og Kjartan Helgi, f. 13.4.1992. Systkini Sæmundar: Gunnar, f. 2.12.1926, d. 7.11.1987,skipstjóri á Dalvik, var kvæntur Ástu Svein- bjarnardóttur; Sigrún, f. 4.3.1928, húsmóðir á Akureyri, var gift Bald- vini Helgasyni sem lést 1990; Bald- vin, f. 18.3.1931, d. 1.3.1944; Þórodd- ur, f. 3.7.1932, d. 2.7.1989, verslunar- maður á Akureyri, var kvæntur Margréti Magnúsdóttur banka- starfsmanni; Aðalsteinn, f. 23.8. 1934, verkamaður á Akureyri; Ás- laug, f. 16.2.1938, húsmóðir á Akur- eyri, gift Hans M. Jensen verslunar- manni; Snjólaug, f. 16.2.1938, hús- Sæmundur Jóhannsson. móöir á Akureyri, gift Þorláki Tóm- assyni sjómanni; Bryndís, f. 28.7. 1942, húsmóðir á Djúpavogi, gift Hjalta Jónssyni bifreiðastjóra. Hálf- systir Sæmundar, samfeðra, er Jó- hanna Bára, f. 12.6.1921, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Guðnasyni verslunarmanni. Foreldrar Sæmundar vora Jó- hann Sigvaldason, f. 29.10.1889, d. 19.2.1957, bóndi, ogÁstríður Sæ- mundsdóttir, f. 10.6.1898, d. 30.11. 1982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.