Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 Ólafur Ragnar Grímsson. Liður í uppeldi „Mér hefur alltaf fundist það óskynsamlegt að taka blaða- og merkjasölu krakka og unglinga inn í hið opinbera skattakerfi með einhverri hörku. Hér á landi er það hður í uppeldi barna og unghnga að vinna sér inn pen- inga með því að selja blöð og merki,“ sagði ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður við DV. Ummæli Óþarfa skrifræðistilburðir „Það er margra áratuga heíð fyrir þeirri tilhögun sem er á happdrættis- og merkajsölunni. Að breyta þessari hefð er póhtísk ákvörðun sem ekki verður tekin nema af fjármálaráðherra. Mér sýnist það ekki skynsamlegt fyrir hið opinbera að draga úr sjálfs- bjargarviðleitni fólksins í land- inu með óþarfa skrifræðistil- burðum," sagði Helgi Hjörvar, framkvæmdastjóri Blindrafé- lagsins, við DV. Ekki á mínu valdi „Lögin ákveða hvernig skatt- leggja skuli. Þess vegna er það ekki á mínu valdi að ákveða hvort þessi skattheimta hefst um ára- mót eða ekki,“ sagði Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra við DV. Endurmenntun gagnrýnenda Félag islenskra fræða boðar í kvöld th fundar með Erik Sky- um-Nielsen, fyrrum sendikenn- ara hér á landi, í Skólabæ við Suðurgötu. Hefst fundurinn kl. 20.30. Þar mun hann fjalla um stöðu og hlutverk bókmennta- gagnrýni og lýsa víðhorfum sín- um tíl sambands gagnrýnenda og höfunda undir yfírskriftinni „Já- kvæö gagnrýni". Með því á hann ekki við umfjöHun sem höfund- um og útgefendum líki í auglýs- ingaskyni heldur vangaveltur Fundir sem sýni að gagnrýnandinn jækkir hugmyndasögu og þróun bókmenntanna og geti skrifað bæði persónulega og fræöilega í senn. Fundurinn er öllum opinn. Barnamenning f dag kl. 16.15 flytur Bryndís Gunnarsdóttir, stundakennari við Kennaraháskólann, fyrirlest- ur undir yfirskriftinni barna- menning. Þar mun Bryndís kynna rannsókn sem hún gerði meöal átta ára barna viðs vegar um landið. Fyrirlesturinn fer fram í stofu M-301 í Kennarahá- skólanum og er öllum opinn. ITC Melkorka Opinn fundir í ITC Melkorku verður í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld kl. 20 þar sem umræðuefnið verður konan. Ritað var: Oft hefur slegist í brýnu. Rétt væri: Oft hefur slegið í brýnu.______________________________ Áfram fremur hlýtt í veðri í dag verða austlægar áttir, yfirleitt kaldi en sums staðar allhvasst við suðurströndina. Þokusúld suðaustan- og austanlands, einkum úti við Veðrið í dag ströndina og einnig dáhth súld eöa rigning með köflum um norðanvert landið. Vestanlands verður skýjað með köflum og að mestu þurrt. Áfram verður fremur hlýtt í veðri. Á höfuðborgarsvæðinu verður austankaldi, skýjað með köflum og að mestu þurrt. Hiti á bhinu 7-10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.46 Sólarupprás á morgun: 9.39 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.16 Árdegisflóð á morgun: 11.50 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí alskýjað 4 Akurnes skýjað 8 Bergsstaðir skýjað 4 Bolungarvík léttskýjað 4 Kefla víkurflugvöllur skýjað 8 Kirkjubæjarkla ustur léttskýjað 7 Raufarhöfn rigning 4 Reykjavík léttskýjað 8 Stórhöfði léttskýjað 8 Bergen þokaí grennd 5 Kaupmannahöfn alskýjað 5 Stokkhólmur skýjað 1 Þórshöfn skýjað 8 Amsterdam Þoka 7 Berlín þokumóða 7 Chicago rigning 11 Feneyjar þokumóða 12 Frankfurt þokaásíð. kls. 7 Glasgow rigning og súld 11 Hamborg þokuruðn- ingur 1 London rigning 13 LosAngeles léttskýjað 14 Luxemborg þoka 6 Madríd rigning 13 Mallorca skýjað 14 Vilhjálmur Arason, sérfræðingur í heimilislækningum: „Það sem rak mig af stað þessa rannsókn var vitneskja um mun meiri notkun sýklalyfia hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. í meirihluta tilfella eru sýklalyf gef- in börnum vegna eyrnabólgu en mér fannst aö það væri oft verið að nota sýklaljf á tiltölulega lítið veik börn sem jafnvel voru ekki með hita heldur eymaverk. Ég fór að spyrja mig að þvi hvort þessi Maður dagsins sýklalyfianotkun væri nauösynieg á sama tíma og menn voru að halda að sér höndum með almenn kve- feínkenni veikari barna,“ segir Vil- hjálmur Arason, sérfræðingur í heimilislækningum. Hann hefur ásamt fleiri læknum rannsakað notkun sýklalyfia hjá böraum upp að sjö ár aldri, sérstaklega notkun súlfalyfia, og áhrif þeirra sem end- urspeglast þá í lyfiaónæmi. Fyrrnefndri rannsókn hefur Vil- Vilhjólmur Arason. hjálmur sinnt meðfram starfi sínu en hann er sérmenntaður í heimh- islækningum hér heima og hefur starfað sem sérfræðingur frá 1992. Eftir að Vilhjálmur lauk sérfræði- námi starfaði hann lengst af í Garðabæ og Hafnarflrði, þar sem sérfræðináminu lauk. Þá hefur Vh- Ifiálmur unnið hjá leítarstöð Krabbameinsfélagsins. í dag er hann í stöðu sérfræðings í heimilis- lækningum á slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans en það er ný staða þar. Vilhjálmur segir íslendinga treysta mjög á mátt lyfia. Fclk geri sér of sjaldan grein fyrir lækninga- mætti likamans sjálfs. „Bakteríur eru hluti af varnar- kerfi líkamans, okkar fyrsta vöm gegn sýkingu. Við göngum i gegn um ákveðna þróun þar sem bakter- íur koma og fara og myndum að hluta til eitthvert ónænh gegn þehn. Þetta geristí náttúrulegriröð sem þýðir að meðan ein baktería er til staðar komast ekki aörar að á meðan. En með því að gefa lyf, sérstaklega breiövirk sýklalyf, er- um við að drepa niður okkar eðli- legu bakteríuflóru og hleypa öðr- um bakteríum að, sem eru ekki endilega æskilegar. Við ættum al- mennt ekki að grípa til Iyfia nema bakteríurnar séu farnar að ná óeðlilegum vexti, valda sýkingu og veikindum," segir Vhhjálmur. Nágranna- slagur í Hafnarfirdi Heh umferð veröur leikín í Nissandeildinni í handbolta í kvöld. í Kaplakrika í Hafnarfirði mætast erkfiendurnir, FH og Haukar. KR-ingar taka á móti ÍR-ingum, Selfoss á móti HK, ÍH á móti KA, Afturelding á móti Val og Víkingur á móti Stjörn- unni. Allir leikimir hefiast kl 20. í l. deild kvenna mætast Fylkir og FH, Fram og Ármann, ÍBV og Stjarnan, Haukar og Valur og Víkingur og KR, Þrír fyrstnefndu leikirnir hefiast kl. 20 en tveir síðastnefndu kl. 18.15. Skák Smirin, Klialifman, Episín og Topalov deildu sigri á stórmeistaramóti af 15. styrkleikaflokki sem fram fór í Jelenite í Búlgaríu fyrir skömmu. Þeir fengu allir 5,5 v. af 9 mögulegum en Axmaiparas- hvíli, frá Georgíu, kom næstur með 5 v. í þessari stöðu frá mótinu hafði Smirin hvítt og átti leik gegn Greenfeld: 21. Rí5! Dxe5 Ef 21. - exf5 22. e6 Dxg3 23. exd7 + Kd8 24. hxg3 og staða hvíts er afar vænleg. 22. DR! Hc8 23. Rxe7 Rxe7 Eða 23. - Kxe7 24. Rd5 + exd5 25. Hhel og vinn- ur. 24. Re4 Rf5 Hvítur hótaði riddarag- afíli á d6 og f6. 25. g4 Bc6 26. Hhel Bxe4 27. Hxe4 og í þessari vonlausu stöðu gafst svartur upp. Jón L. Árnason Bridge Stundum er sagt að það sé tvíeggjað vopn að dobla andstæðingana til refsingar. Doblið vekur þá til umhugsunar um að spiiið liggi illa og í mörgum tilfellum er doblið eins slags virði fyrir sagnhafa þvi í doblinu felast yfirleitt upplýsingar um legu spilanna. Hér er eitt dæmi úr sveita- keppni í Noregi, noröur gjafari og enginn á hættu: * 84 V G62 ♦ KD104 <*■ 10532 ♦ 3 V ÁD984 ♦ 865 4* D974 * ÁD9652 V K3 ♦ G72 + ÁK Norður Austur Suður Vestur Pass Pass 14 Pass 1 G 2» 3* Dobl P/h Vestur spilaði út hjartatíu sem austur drap á ásinn. Austur spilaði síðan laufi til baka. Sagnhafi gerði sér grein fyrir því, eftir doblið, að vestur átti annað hvort fjögur eða fimm tromp og ákvað að haga úrspilinu með hliðsjón af því. Sagnhafi drap á laufás og spilaði lágum tígli. Vestur drap á ás og spilaði aftur laufi sem sagnhafi átti á kónginn. Hann lagði nú niður spaðaás, sphaði tígli á kóng og trompaði lauf heim. Nú var hjartakóngur tekinn, tíguU á drottningu og hjartagosinn trompaður. í þriggja spUa endastöðu var sagnhafi með D96 og vestur með KG10 í trompi og sagnhafi hlaut að fá níunda slaginn. Sagnhafi gat þannig fengið níu slagi sem hann hefði senrúlega aldrei fengið ef vestur hefði látið það vera að dobla. ísak Örn Slgurðsson rvvjiu/ V 1075 ♦ Á93 .1. riQG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.