Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 45 Sýningáör- yggistækjum fyrir heimili Sýning á öryggistækjum fyrir heimili verður haldin í Kringl- unni 7.-30. nóvember. Á sýnirig- unni verður álbrunastigi sem rúmast í tösku á stærö við skjala- tösku, reykskynjarar, slökkvi- tæki og tæki sem skynja vatns- leka og önnur sem skynja gasleka Sýningar auk kolsýrumælitækja. Innbrots- vamarkerfi fyrir heimili verða sýnd og ýmsar hentugar inn- brotsvamir, þjófavamir og fleira. Þá má nefna öryggistæki fyrir fólk sem geta komið að góðum notum ef ráðist er á það eða sem afgreiðslufólk í verslunum, t.d. sjoppum, getur notað til aö kalla á hjálp. Sýningin, sem er á fyrstu hæö Kringlunnar, verður opin á venjulegum verslunartíma. Það sem við köllum áróður fékk ekki opinbert hlutverk fyrr en 1792. Upphaf kosninga- áróðurs Það fyrirbrigði sem við köllum áróður er eflaust jafn gamalt mannkyninu en fékk ekki opin- bert hlutverk fyrr en 1792. Þá var stofnað „Bureau de l’espirit“ eða skoöanadeild í franska innanrík- isráðuneytinu. Borgari einn, Ro- land að nafni, tók að sér að ann- ast áróður byltingarmanna. Árið 1840 hefst kosningaáróður og auglýsingastarfsemi svipuð því sem tíðkast nú um stundir. Þá keppti William H. Harrison aö þvi að verða forseti Bandaríkjanna. Blessuð veröldin Hann lét dreifa hnöppum, borð- um, merkjum og veggspjöldum með slagorðinu „Tippercanoe and Tyler too“. Indíánar höfðu beðið ósigur í orrustu við Tip- percanoe og hafði Harrison tekið þátt í þeirri orrahríð. Tyler var hins vegar fyrirhugaður varafor- seti Harrisons. Skemmst er frá því að segja að Harrison sigraði glæislega í kosningunum. Auglýsingamunir Fyrirrennari allra auglýsinga- muna - eldspýtustokka, kúlu- penna, stuttermabola o.s.frv. - var dagatal sem tryggingafuiltrúi í Aubum í Bandaríkjunum lét prenta 1845. Þótti honum vænlegt að minna hugsanlega viðskipta- vini þannig á tilvist sína. Meg Ryan leikur áfengissjúka eiginkonu i kvikmyndinni í bliðu og stríðu. Áfengisvandi eiginkonunnar Sambíóin sýna um þessar mundir kvikmyndina „When a Man Loves a Woman" eða í blíöu og stríðu eins og myndin heitir á íslensku. Með aðalhlutverk fara Meg Ryan og Andy Garcia. Myndin fjallar um ung hjón með tvö börn sem virðast lifa ham- ingjuríku lífi. Fjölskyldan er samhent og ástin umlykur þau. En undir sléttu og felldu yfirborð- inu leynist vandamál. Eiginkon- an á við áfengisvandamál að stríða og reynir mjög á fjölskyld- una. En í stað þess að fjarlægjast hvort annað ákveða imgu hjónin að standa saman og vinna að lausn vandans. Maðurinn sinnir uppeldi dætranna á meðan eigin- konan reynir að koma lífi sínu á Tríó Ólafs Stephensens leikur á Kringlukránni í kvöld og munu fyrstu tónamir heyrast um kl. 22. Tríóið er skipaði þeim Tóraasi R. Einarssyni i ; bassaleikara, Guð- mundur R. Einarssyni trommu- leikara og Ólafi Stephensen píanó- leikara. Munu þeir félagar leika hefðbundinn jass frá fimmta og sjötta áratugnum í bland viö nýrri verk. Ólafur hefur verið ódrepandi að kynna íslendingum jasstónlist meö leik sinum gegnum árin ásamt því að vera ein aðalsprautan í að flytja inn erlenda hljóðfæraieikara. Trió Ólafs Stephensens. Búast má við hálku á fjallvegum Á Vestfjörðum er verið að moka Botnsheiði og var gert ráö fyrir að hún yrði opnuð fyrir hádegi. Færðávegum Breiöadalsheiði og Steingríms- fjarðarheiði em færar en þar er hins vegar töluverð hálka. Einnig má bú- ast við hálku á fjallvegum á Norður- landi. Að öðm leyti er færð á landinu yfirleitt góð. Ástand vega 0 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir V, fyrirstööu [J] þungfært (?) Fært fjailabílum____ Litla stulkan á á myndinni íædd- ist 30. október kL 14.57. Hún vó 3500 grömm þegar hún var vigtuð ogmældist52 sentímetrar aölengd. Forcldrar þessarar litlu hnátuem Rósa Gunnlaugsdóttir og Einar Grétarsson og er hún fyrsta barn þeirra. ¥ Kvikmyndahúsin rétta braut og finna sjálfa sig. Leikstjóri myndarinnar er Louis Mandoki. Nýjar myndir Háskólabíó: Þrír litir: hvítur Laugarásbió: Griman Saga-bíó: Forrest Gump Bíóhöllin: Villtar stelpur Stjörnubíó: Það gæti hent þig Bíóborgin: í blíðu og stríðu Regnboginn: Reyfari Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 257. 09. nóvember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 66,770 66,970 66,210 Pund 107,640 107,970 108,290 Kan.dollar 49,220 49,420 49,060 Dönsk kr. 11,2130 11,2580 11.3020 Norsk kr. 10,0630 10,1030 10,1670 Sænsk kr. 9,1150 9,1520 9,2760 Fi. mark 14,2840 14,3420 14,4730 Fra.franki 12,7860 12,8370 12,9130 Belg.franki 2.1338 2,1424 2,1482 Sviss. franki 52,5700 52,7800 52,8500 Holl. gyllini 39,1800 39,3400 39,4400 Þýskt mark 43,9500 44,0900 44,2100 It. lira 0,04271 0,04293 0,0432 Aust. sch. 6,2340 6,2650 6.283C Port. escudo 0,4302 0,4324 0,4325 Spá. peseti 0,5279 0,5305 0,5313 Jap. yen 0,68520 0,68730 0,6824 írskt pund 105,740 106,270 107,000 SDR 98,77000 99,26000 99,7400 ECU 83,5300 83,8700 84,3400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan r~ T~ T~ T~ n r ? 8 mam lö u H JT j /V TfT’ I 17 J □ H3 zr I W Lárétt: 1 hijóstur, 6 umdæmisstaflr, 8 espa, 9 fljótinu 10 hendir, 12 ræflar, 14 kjána 16 ílát, 18 uppspretta, 19 gelti, 21 kátur, 22 geymi. Lóðrétt: 1 efstar, 2 úrgangsefhi 3 ráðn- ingar, 4 glöð, 5 ónefndur, 6 fljótur, 7 ker, 11 fugl, 13 brún, 15 gróður, 17 hætta, 20 keyröi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 smetti, 8 lika, 9 æði, 10 ólykt, 12 KR, 13 ras, 14 klak, 15 af, 17 taumi, 19 rauf, 21 ijá, 23 strætó. Lóðrétt: 1 slórar, 2 míla, 3 ek, 4 takka, 5 tætlur, 6 iðka, 7 virki, 11 ystur, 18 mjó, 20 fæ, 22 ál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.