Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 3 av______________________________________________________Fréttir Þrír menn viðurkenna sprengiefnaþjófnað: Sprengdu eyðibýli og bflhræ - hugðu ekki á frekari illvirki, segir RLR Rannsóknarlögregla ríkisins hefur upplýst þjófnað á 60 túpum af dína- míti, sem stolið var úr sprengiefna- gám við Korpúlfsstaði í júlí síðastl- iðnum. Einnig var stolið á annað hundrað kílóum af hvellhettum, sprengivír og sprengiknalli í innbrot- inu. Þrír menn á aldrinum 18 til 19 ára hafa viðurkennt þjófnaðinn, auk þess sem þeir viðurkenndú að hafa sprengt í síðasta mánuði margar túp- Veitustofhanir: Greiða millj- arð til borg- arinnar? Umræður eru um það innan meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að láta veitustofn- anir borga allt að einum milljarði króna meira í arð til borgarsjóðs Reykjavíkur á næsta ári en var á síðasta ári í stað þess að hækka útsvar á borgarbúa. Veitufyrir- tækin greiða hátt í milljarð í arð, samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs, og hafa arðgreiðslur aukist um helming síðustu árin til að mæta fjárvöntun borgarsjóðs. „Við höfum verið að vinna að fjárhagsáætlun næsta árs og haft þetta til skoðunar en það hefur ekki verið á dagskrá að tvöfalda arðgreiðslur frá veitufyrirtækj- unum á næsta ári. Við erum með- al annars að skoða lántökur, nið- urskurð og hækkun útsvars auk hækkunar arðgreiðslna. Það kemur í ljós síðar hvort og hversu mikið arðgreiðslurnar aukast," segir Alfreð Þorsteinsson, for- maður stjórnar veitustofnana. ur dínamits á eyðibýli skammt frá bænum Höfða við Langavatn fyrir ofan Reykjavík. Eigandi eyðibýlisins hafði ætlað sér að endurnýja býlið sem sumarhús en húsið var gjöró- nýtt eftir sprengingarnar. Þá viður- kenndu mennirnir einnig að hafa notað dínamítið til að sprengja bíl- hræ í Jósefsdal. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins, komst rannsóknar- lögreglan á sporið í kjölfar spreng- inganna í eyðibýhnu og leiddi það til handtöku piltanna. Þeir höfðu ekki haft uppi ráðagerðir um frekari ill- virki eða afbrot. Það sem talið var vera eftir af sprengiefninu er fundið og hefur því verið komið í hendur eigenda. Piltunum hefur verið sleppt en þeir hafa áður komið við sögu rannsókn- arlögreglu vegna minni háttar af- brota. TILB0DSDA6A8 i SPÖ8TU 4. TIL 12. NÖV. 15-25% AFSLÁTTUR AF VETRARVÖRUM. FULLT AF ÖÐRUM TILBOÐUM. VIÐ RÚLLUM BOLTANUM TIL ÞÍN ... Ulpa, teg. 833. 100% vatns- og vindþétt. Nr. 6-14. Tilboð kr. 4.990 Nr. XS-XL. Tilboð kr. 6.490 Úlpa, teg. Levigno. 3. litir: dökkblár, rauður, Ijósblár. Nr.2-14. Tilboðsverð aðeins kr. 3, 990 pÓSTS ENOUW Skautar, leður/vinyl nr. 30-34 kr. 3.990 nr. 35-42 kr. 4.490 nr. 43-46 kr. 4.990 hvítt og svart Kuldagalli barna úr Beauer næloni sem er ein- staklega slitsterkt efni og hentar mjög vel í leikskólann. Hlýr, vatns- og vindheldur galli. Litir: rauður og dökkblár. Nr. 1-5. Tilboðsverð aðeins lcr. 4.990 Fóðraðar fleece peysur. Litir: dökkblár og vínrauður. Nr. 6-14. Tilboð kr. 4.990 Nr. S-XL, tilboð kr. 5.990 íoiiaatdað2 SPORTVÖRUVERSLUNIN SPASTA op* »■ Skíðahanskar, allar stærðir, verð frá 690 kr Laugavegi 49 • Sími 12024. EUREKAHFER NÝTT FYRIRTÆKISEM SÉRHÆFIR SIC í FRAMLEIÐSLU AUCLÝSINÚAMERKINCA. EF ÞÚ VILT VITA MEIRA UM EUREKA, KOMDU ÞÁ i BORCARTÚN 29, EDA HRINCDU í 5ÍMA 91-21666

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.