Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Fréttir Bamaskatturinn ræddur utan dagskrár á Alþingi að ósk flármálaráðherra: Ólaf ur Ragnar Grímsson stöðvaði skattheimtuna - með munnlegum fyrirmælum í ráðherratíð sinni - flármálaráðherra og forseti Alþingis gagnrýnd Sá fáheyrði, en ekki einstæði at- burður, gerðist á Aiþingi í gær að ráðherra bað um utandagskrárum- ræðu. Það var Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sem vildi ræða barnaskattinn til þess að bera fram fyrirspum til óbreytts þingmanns. Samkvæmt þingsköpum er gert ráö fyrir að biðji ráðherra um utandag- skrárumræðu sé hann með skýrslu sem hann þurfi að gera þinginu grein fyrir. Svo var ekki í gær. Margir tóku til máls um barna- skattinn. Allir voru honum andvígir nema Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. Hann var algerlega einn á báti. Hvað gerði Ólafur Ragnar? „Ástæðan fyrir því að ég bið um þessa utandagskrárumræðu og nota þetta form er sú að ég hef í fréttatil- kynningu vikið að meintum embætt- isverkum fyrirrennara míns, þáver- andi íjármálaráðherra, Ólafs Ragnar Grímssonar. í fréttum blaða og sjón- varps í gær og í dag hefur verið gefið sterklega í skyn að fyrrverandi fjár- málaráðherra hafi beitt sér gegn skattlagningu blaðburðarbarna og tekið ákvörðun um að láta hjá líða að skatturinn sé tekinn með stað- greiðslu. í tilefni af þessu hef ég látiö athuga gaumgæfilega í ráðuneytinu og embætti skattkerfisins hvort fyrr- verandi íjármálaráðherra hafi með beinum eða óbeinum hætti, formleg- um eða óformlegum, beitt sér í þessu máli. Enginn embættismannanna kannast við að svo hafi veriö gert. Þvert á móti hafa starfsmenn í skatt- kerfinu áfram unnið að þessum mál- um á grundvelli bréfa sem send voru frá ríkisskattstjóra á þeim tíma þegar Ólafur Ragnar var fjármálaráð- herra,“ sagði Friðrik Sophusson fjár- Friðrik Sophusson stóð einn í um- ræðunni um barnaskattinn á Alþingi í gær. DV-myndir BG málaráðherra meðal annars í ræðu sinni utan dagskrár í gær. Hann sagði að ástæða þess að mál- ið var tekið upp af skattyfirvöldum í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars hafi verið sú að kæra hafi borist frá einum blaðaútgefenda og umboðs- maöur Alþingis skrifaði skattayfir- völdum í því tilefni. Síðan sagði Frið- rik að sér þætti eðlilegt að Ólafi Ragnari gæfist kostur á hinu háa Alþingi að gera grein fyrir því hvort hann hefði beitt sér í þessu máli og í hvaða formi það var gert. Til hverra fyrirmælin beindust og á hvaða laga- grunni það var gert. Hann sagði nauðsynlegt að ræða þetta. „Vegna þess að því er haldið fram að pólitísk ákvörðun Ólafs Ragnars hafi ráðið því að dagblaðafyrirtæki héldu ekki eftir lögboðnum sköttum starfsmanna sinna,“ sagði Friðrik Olafur Ragnar sagóist hafa tekið ákvörðunina um að skattleggja ekki tekjur blaðasölu- og merkjasölu- barna. Sophusson. Hann sagði að það væri alfarið ákvörðun skattayfirvalda en ekki sín aö nú ætti að taka upp skatt á blað- sölubörn og í fullu samráði við blaða- útgefendur. Góðmennska við Ólaf Ragnar „Fjármálaráðherra óskar eftir því að fá aö tala hér utan dagskrár til þess aö ég fái tækifæri til að fjalla um eitthvað sem ég á hugsanlega að hafa gert eða ekki gert og bera fram fyrirspurnir til þingmanns," sagði Olafur Ragnar í upphafi ræðu sinn- ar. Hann sagði þetta fáheyrt. Hann sagði að forseti hefði átt að.tilkynna það þegar tilkynnt var um þessa ut- andagskrárumræðu að hún væri til- komin af góðmennsku við sig en ekki til þess að ráðherra gæti gefið þing- inu skýrslu. Ólafur sagði málið einfalt. Þegar hann varð fiármálráðherra í sept- emberlok árið 1988 hefði verið í gangi vinna sem Jón Baldvin hafði stýrt um upptöku staðgreiðslukerfis skatta. í desember það ár hefði verið skrifað bréf þar sem tilkynnt var að nú ætti að fara að taka upp stað- greiðslu skatta af blaða- og merkja- sölubörnuym. Þeir aðilar sem málið snerti hefðu rætt málið við sig sem fiármálaráðherra þegar þeir fengu bréfin. Ákvað að hætta við skattinn „Ég tók þá ákvörðun að þetta ætti ekki að gerast og sagði starfsmönn- um ráðuneytisins og öðrum þeim sem máhö snerti frá þessari ákvörð- un minni í samtölum mínum við þessa aðila. Enda tala verkin sínu máh. Skattkerfið gerði ekkert í mál- inu 1989, ekkert 1990, ekkert 1991, ekkert 1992, ekkert 1993 og gerir ekk- ert í málinu 1994. En nú hefur því tekist að fá fiármálaráðherra til að breyta um afstöðu. Gamla máltækið „verkin tala“ á hér við. Verkin eru þau, eins og ég hef hér skriflega stað- fest frá yfirmanni hjá DV, að í ráð- herratíð Ólafs Ragnars var þetta ekki framkvæmt. Við vitum að hér tíðkast tekjuöflun barna með því að bera út blöð og selja merki. Það er ekki venjuleg atvinnustarfsemi. Oft er þetta tekjuauki hjá fátækari heimil- um í landinu. Ég skora á fiármálráð- herra að framfylgja áfram sömu framkvæmd í þessu máli og var gert ahan tímann sem ég var fiármálaráð- herra og er búið að gera fyrstu þrjú árin sem Friðrik Sophusson hefur verið í embætti," sagði Ólafur Ragn- ar. Hann lagði mikla áherslu á að þetta hefði verið óbreytt í 6 ár, þrjú hjá sér og þrjú hjá Friöriki Sophussyni. Hvers vegna þá að ætla að breyta þessu nú, spurði Ólafur Ragnar. „Ekki að eltast við blessuð börnin“ Jóhannes Geir sagði meðal annars að rétt væri að breyta lögunum um skattlagningu tekna barna og ungl- inga. Lögum samkvæmt bæri að taka af þeim skatt. Hann sagði það al- menna venju að börn og unglingar vinni sér inn einhveijar tekjur. Hann taldi það hafa mikið uppeldislegt gildi. Kristin Ástgeirsdóttir sagði að skattsvikin í landinu væru 11 mhlj- arðar, það væri verið að fella niður hátekjuskatt. Það mætti ekki nefna fiármagnstekjuskatt en þá væri allt í einu farið að eltast við blaðburðar- böm. Finnur Ingólfsson sagði skatta- stefnu þessarar ríkisstjórnar skýra: „Nú á að hækka barnaskattana th viðbótar við sjúklingaskattana og til viðbótar við lyfiaskattana, sem lagðir hafa verið á sjúkhnga og þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Er ekki nóg komið, hæstvirtur fiármála- ráðherra, við að elta uppi í þjóðfélag- inu einstakhnga sem verst eru stadd- ir og skattleggja þá alveg sérstaklega. „Verið ekki að eltast við blessuö börnin," sagði Finnur Ingólfsson. Friðrik Sophusson svaraði síðan ræðumönnum en fleiri tóku ekki til máls í þessari umræöu þar eð tíminn var út runnin. Aftur á móti fóru margir upp undir hðnum sfióm þingsins og þar var karpað um fund- arsfióm og margt fleira. Vegna þess hve fáir komust að í umræðunum boðaði Ingi Björn Albertsson aðra umræð utan dagskrá um barnaskatt- inn. I dagmælir Dagfari Börnin skattlögð Það er sagt að íslendingar svíki fimmtán mihjarða króna undan skatti. Þetta er engin smáupphæö og ekki nema von að skattayfirvöld hafi nóg að gera og skattrannsókn- arsfióri segist hafa mörg mál á borðinu hjá sér. Fjármálaráðherra er áreiöanlega sömu skoðunar um að skattsvik þurfi að uppræta, enda veitir ekki af peningunum í ríkis- sjóð og ástæðulaust að láta svikara komast upp með undanbrögð. Skattsvik eins hækka skattana hjá öðmm og hvers á heiðarlegt fólk að gjalda, ef yfirvöld láta hjá hða að fletta ofan af skattsvikum og láta skattsvikara lifa í vehysting- um praktuglega, meðan annað og skhvíst fólk borgar sína skatta og gott betur. Það em þess vegna gleðitíöindi þegar DV segir frá því í fyrradag að skattayfiröld séu að taka þessi svikamál fostum tökum. Skatt- sfiórar og skattrannsóknarsfióri hafa einbeitt sér að stærsta verk- efninu. Þeir hafa lagt th atlögu við blaðsölubömin, þúsundir bama og unglinga sem hafa svikið söluþókn- anir sínar undan skatti af ótrúlegri ósvífni. Hér er ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur og þar sem fiöldinn er mestur. Hér er ráðist að rótum vandans því það sem ungur nemur gamall temur. Fjármálaráðherra má vera stolt- ur af þessu framtaki skattayfir- valda enda segir hann í DV aö það sé mikið sanngimismál að skatta sölubörn. Og ráðherrann bendir á að þetta sé ekki á sínu valdi heldur er skattheimtan á söluþóknun barnanna samkvæmt lögum. Lög gera ráð fyrir að ahir borgi skatta af tekjum sínum og böm verða að læra að borga skatt og þau eigi ekki að komast upp með það að fá tekjur án þess að skatturinn fái sitt. Skattayfirvöld hafa legið yfir þessu vandámáh lengi. Þau hafa skrifað mörg bréf og gert árangurs- lausar thraunir til að fá börnin th aö borga. Nú mun kné fylgja kviði og enginn griður gefinn. Hvert eitt bam á að greiða 6% í skatt. Barn sem til dæmis selur fimm dagblöð og fær þóknun upp á 132 krónur þarf að greiða tæplega átta krónur í skatt. Þessum skatti hefur ekki verið skhað og sú sphhng gengur ekki. Allt réttlæti og öh sanngimi mæhr með þri að bamið borgi átta krónumar, enda segja lögin að þessar átta krónur eigi að greiða ef börnin vhja vera heiðarleg gagn- vart lögum og skattayfirvöldum. Fjármálaráðherra ber að lofa og prísa fyrir þetta mikla og djarfa átak. Það þarf kjark og stefnufestu th að leggja til atlögu við þann hóp í þjóðfélaginu sem helst og mest hefur sniðgengið skattheimtuna. Það eru rosalegir tekjumöguleikar fyrir ríkissjóð ef það póhtíska hug- sjónamál nær fram að ganga að bamaskatturinn innheimtist. Það má jafnvel búast við straumhvörf- um á hag ríkissjóðs og siðvæðingu meðal yngri kynslóðarinnar. Enda hggur ljóst fyrir að þar er siðleysið í hámarki og alþingismenn og ráð- herrar em fuhtrúar siögæðisins og mennirnir með hreina skjöldinn og geta auðvitað ekki horft upp á það þegjandi að bömin og unghngarnir komist upp með það sem yfirstétt- inni í landinu hðst aldrei. Átta krónur hjá einu blaðsölu- barni kann svosem ekki að sýnast há upphæð. En skattsvikin meðal barnanna sem bera út blöð og selja happdrættismiða fyrir líknarfélög- in eru svo grasserandi að þegar allar þessar átta krónur safnast saman og skha sér í ríkissjóö eru skattayfirvöld komin langleiðina með að ná í þá fimmtán mihjarða sem nú er skotið undan skatti. Önnur skattsvik geta beðið á meðan. Þetta mál með börnin hlýt- ur aö hafa forgang. Það er auk þess sanngimismál að mati fiármála- ráðherra því það er ekki hægt að eltast viö aðra meinta skattsvikara meðan bömin eru látin óáreitt. Skattrannsóknir og skattheimta veröur aö hafa forgangsröð og lögin segja að börnunum beri að borga skatt og þá verður að framfylgja lögunum. Fjármálaráðherra getur ekki að því gert þótt lögin segi að börnin eigi að borga skatt. Hann ber ekki ábyrgð á lögunum. Hann getur að- eins séö um framkvæmd þeirra og hvatt skattayfirvöld th að fram- fylgja þeim. Fjármálaráðherra hefur fundið hina einu og sönnu sökudólga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.