Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 5 Fréttir Skattrannsóknarstjóri um bamaskattinn: Engar undanþágur í lögum - loforð flármálaráðherra um að hlifa sölubömum liknarfélaga stenst ekki lög „I lögunum eru engar undanþágur aö þessu leyti. Samkvæmt strangasta skilningi laganna er ekki hægt að undanþiggja ákveöinn hóp sölu- barna undan staðgreiðsluskatti," segir Skúh Eggert Þórðarson, skatt- rannsóknarstjóri ríkisins. Friðrik Sophusson íjármálaráö- herra sagði í sjónvarpsumræðum á þriðjudagskvöldið að ekki stæði til að innheimta staðgreiðsluskatt af börnum sem selja happdrættismiða fyrir líknarfélög, til dæmis Blindra- félagið. Á hinn bóginn stendur til að innheimta staðgreiðsluskatt af börn- um sem selja dagblöð frá og með ára- mótum. Samkvæmt skattalögum er hins vegar enga slíka heimild til mis- mununar að finna. „Menn verða hins vegar að velta fyrir sér hvort það eigi ekki að setja sér einhver skynsamleg mörk þarna. Ráðherra getur breytt reglugerð um undanþágu frá staðgreiðslu. Það hef- ur ekki verið gert og ég er ekki viss um að það mundi leysa vandamálið. Þegar aldrei er gert neitt þá eru eng- in vandamál. Ef menn fara að gera eitthvað kemur upp fullt af vanda- málum og þau eru til að leysa,“ segir Skúli Eggert. Skúli segist ekki kannast við að Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið gegn innheimtu staðgreiðsluskatts af sölubörnum í tíð hans sem fjár- málaráðherra. Á þeim tíma var Skúli Eggert vararíkisskattstjóri. „Á þeim tíma voru menn önnum kafnir við að bylta skattkerfinu, fyrst með upptöku staðgreiðslu og síðan virðisaukaskatti. Eg geri hreinlega ráð fyrir því að þetta hafi ekki verið eitt af þeim forgangsmálum sem menn höfðu sérstakan áhuga á.“ Helgar- tilboð Gildir frá fimmtud. tillaugard. Vi lamba- frampartar 500 ml Super uppþvottalögur ,29 500 g BKÍ lúxuskaffi ,285 2 kg Minel þvottaefni ,259 21 Frissi fríski til kl. 23.30 Brekkuval Hjallabrekku 2 Kópavogi HYunoni Aðeins fyrir þá yvn h/-y. *r? % Frábærir aksturseiginleikar Elantra hafa komið mönnum á óvart í reynsluakstri. Líttu við, taktu einn hring í rólegheitum og felldu þinn eigin dóm. 126 hestöfl • Vökva- og veltistýri • Rafdrifnar rúður og speglar O Samlæsing • Tölvustýrt útvarp, segulband • 4 hátalarar sem kjósa fallegan, kraftmikinn og rúmgóðan bíl með frábæra aksturseiginleika og á góðu verði Verð frá 1.379.000,- kr. á götunal ■ H • 11» HYUnoni ...til framtídar ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.