Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 11 Fréttir Landspítalinn: 200sjúkraliðar fara í verkfall Helmlngur sjúkraliða á Landspítal- anum leggur niður vinnu hefjist verkfall sjúkraliða sem boðað hefur verið á miðnætti annað kvöld. Um 400 sjúkraliðar eru starfandi á Landspítalanum. Búast má við að neyðarlistinn svokallaði nái til helm- ings þeirra þannig að 200 sjúkraliðar verða í vinnu meðan á verkfallinu stendur og aðeins 200 leggja niður vinnu náist ekki samkomulag hjá ríkissáttasemjara í dag. Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Ríkisspítala, segir að komið geti til lokana á nokkrum langlegudeildum á Landspítalanum í verkfallinu með- an full starfsemi verður á flestum bráðadeildum. Þannig er líklegt að loka verði taugalækningadeild og flytja sjúklingana annað. Tveimur af fimm lyfjadeildum verður að öll- um líkindum lokað, einni til tveimur deildum af sex handlækningadeild- um og einni geðdeild verður lokað. Kristin Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, og Geir Gunnarsson sáttasemjari fara yfir stöðu deilunnar í hléi frá fundum í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Borgarspítalinn: Heimsfrægir listamenn! OQ PHILLIP GANDEY KYNNA; < SAMVINNU VW THE CHINA PERFORMINQ ARTS AGENCY 50 KlNVlRSKA TIL STYRKTAR: t UMSJÓNARFÉLAGI EINHVERFRA I ' ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN VESTMANNAEYJUM Miðasala á staðnum og í Turninum. Sími 98-12400 ’L"! HÁSKÓLABÍÓ ^4 Miðasala í Háskólabíó og núvimur í Kringlunni. Sími 91 -12140 im I 22 ÍÞRÓTTAHÚSIÐ SELFOSSI Miðasala í Vöruhúsi K.Á. Sími 98-21000 . ÍÞRÓTTAHÖLLIN 23 AKUREYRI Miðasala I Leikhúsinu Akureyri Simi 96-24073 26 HÁSKÓLABlÓ Miðasala (Háskólabíó og í Kringlunni. Sími 91-12140 háskólabíó Miðasala í Háskólabíó og í Kringlunni. Sími 91-12140 Kaupið miða núna! - Miðaverð kr. 2.500 Bnni deild lokað „Við sendum þá heim sem hægt er að senda heim. Við erum hættir að taka inn nýja einstaklinga og mér sýnist að heildarfækkunin verði um 13 af 40 sjúklingum þannig að við verðum með 27 sjúklinga áfram inni á spítalanum," segir Pálmi Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Borgar- spítala. „Mesti vandinn skapast um leið og verkfallið skellur á því að þá er hætta á að stífla myndist og vandamál fari að hlaðast upp. Fólkið fær ekki þá aðstoð sem það þarf á að halda þó að viö teljum okkur hafa nokkurt svigrúm og reynum að bregðast við því sem er áríðandi," segir hann. Yfirmenn á Borgarspítala hafa fengið undanþágu fyrir 60 prósentum af sjúkrarúmum á öldrunardeildum og verður því aðeins einum gangi lokað á spítalanum hefjist verkfall sjúkraliða á miðnætti í nótt en það sama gildir um öldrunardeildir Borgarspítala eins og annarra sjúkrahúsa að sjúkraliðar eru þar stór hluti starfsfólks. Félagsmálastofnun Heldur sínu striki Hallur Páll Jónsson, starfsmanna- stjóri Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar, segir að flestir sjúkra- liðar sem starfa hjá stofnuninni séu undanþegnir verkfallsboðun Sjúkra- liðafélagsins og því hafi verkfallið tiltölulega óveruleg áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Þrír sjúkraliða- menntaðir deildarstjórar í félags- og þjónustumiðstöðvum í borginni muni væntanlega leggja niður vinnu hefiist verkfallið á miðnætti í nótt. „Sóknarkonur sjá um heimaþjón- ustu við aldraöa. Þær fara eftir fastri rútínu og halda sínu striki þrátt fyr- ir verkfallið. Ég reikna með að áhrif verkfallsins á starfsemi stofnunar- innar verði svipuð og áhrif sumar- lokana sjúkrahúsanna. Eftirspurn eftir þjónustu við aldraða eykst og ég sé ekki alveg hvernig við getum orðið við því. Ég reikna með að for- stöðumenn neyðarþjónustu kanni neyðartilvik og meti hvað verði gert,“ segir Hallur Páll. Original Beaver Laust loðfóður Bláir/Rauðir Rauðir/Bláir i 89 • Reykjavík • Sími 10610 Nælonútigallar með PVC-gúmmíi á bakhluta, hnjám og ermum Verð kr. 6.290,- kr. 5.660,- stgr. tUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 MetsöluMljur ■ >nVlichael CrichtonfN. Y Disclosure. r2. V.C. Andrews: > Pearí in the Mist. Rit aimenns eðlis: -1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light, 2. Howard Stern: Private Parts. 3. Thomas Moore: Care of the Soul. J kt. Karen Armstrong: / |NwA History of God./^ l rSScott Peck>^a',on 8. Ann Rule: You Belong to Me. 9. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 10. Susanna Kaysen: Girl, Interrupted. 11. Bailey White: „Ahrifamesta dauóareynslan fyrr og síóar“ eftir B. J. Eaclie & C. Taylor L.I i á vinsældalistuiKii I NÆSTL) BOKABUÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.