Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning. umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Barnaska ttmann Um nokkurt skeið hefur Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra verið skattakóngur þeirrar stéttar. Sérstaklega hefur hann verið duglegur við að finna upp og hækka ýmis gjöld, sem hann telur sjálfum sér trú um, en engum öðrum, að séu ekki skattar, heldur þjónustugjöld. Skattakóngurinn hefur með ýmsum hætti komið skatt- heimtu ríkisins töluvert upp fyrir það, sem var í tíð Ól- afs Ragnars Grímssonar, fyrirrennara hans. Nýjasta uppfmning Friðriks er bamaskatturinn, sem nú leggst á sölulaun, sem böm fá fyrir ýmiss konar sölumennsku. Fyrir þetta afrek verður Friðrik hér eftir réttnefndur Bamaskattmann. Hann ber ábyrgð á þessum nýja skatti, þótt hann reyni í hugleysi að skjóta sér á bak við ónafn- greinda embættismenn í kerfinu. Það er póhtísk ákvörð- un, en ekki embættisleg, að taka upp nýja skattheimtu. Bamaskatturinn á sér stoð í lögum frá 1988. Þá vildu embættismenn túlka lögin á þann hátt, sem nú hefur verið gert. Þá var tekin póhtísk ákvörðun um að túlka lögin öðruvísi. Þegar nú er tekin ákvörðun um að breyta þeirri túlkun, er það ekkert annað en póhtísk ákvörðun. Bamaskatturinn er ekki greindarlegur skattur. Hann kostar mjög mikla skriffinnsku, en gefur htið í aðra hönd. Skriffinnskukostnaður ríkis og fyrirtækis á hvert barn nemur 2.015 krónum á ári. Það er herkostnaðurinn við hugsjón Bamaskattmanns í embætti íjármálaráðherra. Dæmi verða til um böm, sem skráð verða í bókhald fyrirtækis með sölulaun upp á 26 krónur á árinu fyrir sölu á einu eintaki. Af þessari upphæð á bamið að greiða eina krónu og fimm tíu og sex aura til Bamaskattmanns og fyrirtækið átta tíu og þrjá aura til viðbótar. Samtals fær ríkið tvær krónur og þrjátíu og níu aura í tekjur á móti 2.015 króna kostnaði málsaðila í pappírs-, póst- og launakostnaði vegna skattsins. Þetta er án efa langmesti taprekstur, sem þekkist í þjóðfélaginu um þess- ar mundir, verðugur minnisvarði um lélegan póhtíkus. Embættismenn, sem hafa htið að gera, em sambands- htlir við umheiminn og gætu raunar tæpast unnið fyrir sér úti í lífinu, mega láta sér detta ýmislegt vitgrannt í hug, af því að þeir verða aldrei dregnir th ábyrgðar, þótt þeir hugsi ekki formsatriði sín th leiðarenda. Ráðherrann vissi vel, að fyrirrennari hans hafði hafn- að þessari skattheimtu, af því að hann sá, að hún borg- aði sig ekki. Bamaskattmann getur því ekki kennt öðru um en eigin greindarskorti að hafa byrjað skattheimtu, sem er svona dýr í rekstri og gefur svona htið í aðra hönd. Það þarf óvenjulega menn th að efna th kostnaðar upp á meira en tvö þúsund krónur th að ná í tekjur, sem nema í sumum thvikum aðeins rúmlega tveimur krón- um. Það íslandsmet Friðriks Sophussonar í taprekstri á skattheimtu verður sennilega aldrei slegið. Bamaskattmann hefur reynt að skýla sér á bak við embættismenn. Það kemst hann ekki upp með, því að hann einn tók hina póhtísku ákvörðun um að breyta fyrri póhtískri ákvörðun fyrirrennarans. Með flóttanum bætir hann hugleysi ofan á önnur sjálfskaparvíti. Barnaskatturinn er aðeins nýjasta dæmið af mörgum um lélega frammistöðu Friðriks 1 embætti fjármálaráð- herra, aht frá einstæðri skuldasöfnun ríkissjóðs yfir í vanefndir á undirskrifuðum samningum, svo sem hl- ræmt er orðið í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Bamaskattmann verður augljós myhusteinn um háls flokks síns og ríkisstjómar, þegar kjósendur hta fyrir kosningar yfir feril hans í fj ármálaráðuneytinu. Jónas Kristjánsson „Það var því harður dómur yfir störfum forseta Alþingis sem forsætisráðherra kvað upp með því að vísa tillögunni um vantraust frá,“ segir Finnur í greininni. Vantraust á ríkisstjóm og einstaka ráðherra Sá einstæði og sögulegi atburður átti sér stað á Alþingi fyrir skömmu að forsætisráðherra treysti sér ekki til að leggja störf ríkisstjórnar sinnar í dóm Alþingis. Hann vísaði vantrausti á eigin ríkisstjórn og eigin verk frá og koma þannig í veg fyrir að afstaða Aiþingis til ríkis- stjómar hans og einstakra ráð- herra hennar kæmi í ljós. Því leik- ur nú vafi á hvort ríkisstjómin nýtur meirihlutatrausts á Alþingi. Yfirlýsingar um vantraust Nokkrir þingmenn stjórnar- flokkanna höfðu í ijölmiðlum lýst vantrausti á störf og verk einstakra ráðherra í ríkisstjóminni. Það var því mjög alvarlegt af forsætisráð- herra að koma í veg fyrir að þessir menn gætu í atkvæðagreiðslu á Alþingi sýnt það með atkvæði sínu að þeir styddu ekki einstaka ráð- herra. Þessir þingmenn greiddu atkvæði með frávísunartillögu for- sætisráðherra um vantraust á rík- isstjómina og lögðu þingmenn Sjáífstæðisfiokksins því um leiö blessun sína yfir störf ráðherra Alþýðuflokksins og þingmenn Al- þýðuflokksins blessun sína yfir störf ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins. Tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust var að því leyti óvanaleg að hún gaf þeim þing- mönnum, sem lýst höfðu van- trausti á störf félagsmálaráöherra og utanríkisráðherra, tækifæri til að biðja um atkvæðagreiðslur um einstaka ráðherra í ríkisstjórninni og láta þannig á það reyna hvort þeir nytu meirihlutastuðnings á Alþingi. Harður dómur Sá rökstuðningur sem forsætis- ráðherra vísaöi til þegar hann lagði KjaUarinn Finnur Ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík yfir þingmanni úr eigin stjórn- málaflokki. Mikil ábyrgö Forsætisráðherra gerði htið úr vantrauststillögu stjómarandstöð- unnar þar sem hún gæti ekki sýnt fram á að einstakir ráðherrar hefðu brotið af sér. Það þarf ekki alltaf afbrot til til þess aö vantraust sé flutt á ráðherra. Það kemur fram í bók Ólafs heitins Jóhannessonar, Stjórnskipun íslands, en Ólafur heitinn var einn okkar fremsti stjómlagaprófessor. í bók sinni segir hann að ráðherrar geti glatað trausti Alþingis þó að þeir hafi ekki framið nein lögbrot. Þeir beri auð- vitað siðferðilega ábyrgð á verkum sínum eins og aörir menn og njóti trausts og virðingar eftir því. Þeir beri póhtíska ábyrgð athafna sinna eða athafnaleysis gagnvart Alþingi. „Forsætisráöherra gerði lítið úr van- trauststillögu stjórnarandstöðunnar þar sem hún gæti ekki sýnt fram á að einstakir ráðherrar hefðu brotið af sér Það þarf ekki alltaf afbrot til þess að vantraust sé flutt á ráðherra.“ til að vantrauststillögu stjórnar- andstöðu yrði vísað frá var mjög hæpinn. Hann fullyrti að tillaga stjórnarandstööunnar væri ekki þingtæk. Forseti Alþingis hafði úr- skurðað þingsályktunartillögu um vantraustið þingtæka þar sem hún var tekin á dagskrá. Það var því harður dómur yfir störfum forseta Alþingis sem forsætisráðherra kvað upp með því að vísa tihögunni um vantraust frá. Það var ekki síð- ur harður dómur forsætisráðherra Það er nefnilega ekki síður at- hafnaleysið sem getur verið tilefni til þess aö vantraust sé flutt á ríkis- stjórn og einstaka ráðherra. Forsætisráöherra tók þá ákvörð- un að vísa vantrausti frá og um leið þá ákvörðun að bera ábyrgð á verkum og gjörðum allra ráðherra í ríkisstjórninni. Það var djörf ákvörðun, ekki síst í ljósi þeirra upplýsinga sem nú berast af störf- um og gerðum einstakra ráðherra. Finnur Ingólfsson Skodanir annarra Væntingar og verðbreytingar „Verömyndun á peninga- og gjaldeyrismörkuðum ræðst af væntingum um þróun í framtíðinni. Ef væntingar myndast t.d. um veikingu bandaríkjadoll- ars þá leiðir það af sér aukið framboð af dollurum og minnkandi eftirspum eftir þeim og þar með lækk- andi gengi. Sama má segja um vexti. Auknar vænt- ingar um vaxtahækkanir í náinni framtíð leiða af sér aukið framboð af skuldabréfum og þar með lækk- andi verð á þeim. Það eru því einkum væntingar sem valda verðbreytingum." Sverrir Sverrisson hagfr. í 43. tbl. Vísbendingar. Prófkjörin lýðræðislegust „Hugmyndin á bak við prófkjörin er að þau séu lýðræðislegasta leiðin til þess að velja frambjóðendur á hsta við núverandi kosningafyrirkomulag. Þau hafa sína kosti og sína gaha og það hafa einnig aðrar aðferðir til uppstillingar. Gamla aðferðin að hafa uppstillingarnefndir sem raða upp og gera tillögur, að „bestu manna yflrsýn“ eins þar stendur, gengur ekki upp lengur og þykir ekki samrýmast nútíma- hugmyndum um lýðræði í stjómmálum og opnara kerfi.“ Úr forystugrein Timans 8. nóv. Framtíðarsýn „Það er vonhtiö að mörg ný störf veröi th í sjávarút- vegi. Aðrar atvinnugreinar verða að taka við þessum tjölda. Því er óábyrgt að fara fram á að einangruö sjónarmið útgerðar verði í öndvegi hér eftir sem hingað til, að það eina sem máh skipti sé að hlúa að útgerð... Það þarf aö taka upp hagvaxtarstefnu sem úthokar mismunun mihi atvinnugreina og bygg- ist á stöðugleika og jöfnum starfsskhyrðum. í því efni fara hagsmunir allra atvinnugreina saman. Það er framtíðarsýn sem auðvelt ætti að vera að ná sátt- um um.“ Þorsteinn M. Jónsson hagfr. í Mbl. 9. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.