Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Soffía Jónsdóttir Sörensen. Geta ekkert farið „Ég fer út á götu ef hjúkrunar- deildinni hér verður lokað því að íbúðin min stendur tóm og ég get ekkert farið. Vinkona mín hjálp- ar mér og systur minni við að kaupa utan á okkur, annars erum við hér og borðum hér. Allir ætt- ingjar okkar og vinafólk er löngu dáið. Ég er 90 ára og Lúlla systir mín er eldri en ég og meiri sjúkl- ingur. Hún getur heldur ekkert farið,“ sagði Soffía Jónsdóttir Sörensen, tæplega níræður sjúkl- ingur á Landakoti, við DV vegna yfirvofandi verkfalls sjúkraliða. Ummæli Þarf að jafna sig „Ég þarf að skoða mína stöðu eftir þessa hríð alla og jafna mig þannig að ég get ekki gefið neinar afdráttarlausar yfirlýsingar," sagði Amór Benónýsson við DV. Of margir tannlæknar „Tannlæknafélagið hefur lengi bent á að það sé óeðlilega mikil fiölgun á tannlæknum. Ég geri ráð fyrir að það væri nægilegt að útskrifa fjóra tannlækna á ári. Það er engum greiði gerður með því að vera í löngu og dým námi og koma beint út í atvinnuleysi," sagði Sigurður Þórðarson, vara- formaður tannlæknafélagsins, við DV. Kvennaiistinn heldur opinn fund um konur og Evrópusam- bandiö á Kornhlöðulottinu í kvöld kl. 18.00. Fundargjald er 900 krónur og er kvöldverður innifal- inn. Framsögukonur verða Sig- þrúöur Helga Sigurbjarnardóttir félagsfVæðingur, en hún hefur starfað með andstæðingum Evr- ópusambandsins í Noregi, og Lára Margrét Ragnarsdóttir al- þingismaður. Við pallhorðiö verða Birgir Bjöm Sigurjónsson hagfræðingur, Bima Hreiðars- dóttir lögfræðíngur, Kristín Ein- arsdóttir alþingismaöur og Ólaf- ur Þ. Stephensen stjómmála- fræðingur. Fundir Nærhópur unglinga Fyrsti fundur nærhóps fyrir unglinga verður í Ytri-Njarðvík- urkirkju í kvöld kl. 20.00. Leið- beinandi verður Baldur Rafn Sig- urðsson, sóknarprestur í Njarð- víkurprestakalli. Fundurinn er öllum opinn. Foreldravandamál „Foreldravandamál - unghnga- vandamál" er yfirskrift fræðslu fundar í Hjallakirkju í Kópavogi i kvöld kl. 20.30. Þar mun séra Þorvaldur Karl Helgason ræða þessi vandamál. Fundurinn er öilum opinn. Sagtvar: Jón er heldur ekki kominn. Gætumtungunnax Betra þætti: Jón er ekki heldur koroinn. Áfram austlægar áttir I dag verða áfram austlægar áttir, víðast gola eða kaldi en sums staöar stinningskaldi við suðurströndina. Veðriö í dag Léttskýjað verður með köflum mn vestanvert landið, annars skýjað og þokubakkar eða súld sums staðar norðanlands og austan. Hiti verður á hiiinu 0-9 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður austangola eða kaldi og bjart veður að mestu. Hiti verður 4-8 stig. Sólariag í Reykjavík: 16.43 Sólarupprás á morgun: 9.42 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.34 Árdegisflóð á morgun: 13.09 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri þokumóða 2 Akurnes hálfskýjað 3 Bergsstaðir þoka -1 Bolungarvík skýjað 4 Keflavíkurflugvöllur léttskýjað 3 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 3 Raufarhöfn alskýjað -2 Reykjavík léttskýjað 4 Stórhöfði mistur 6 Bergen súld 5 Helsinki snjók.ásíð. klst. -3 Kaupmannahöfn alskýjað 6 Stokkhólmur skýjað 0 Þórshöfn skúrásíð. klst. 5 Amsterdam rigningog súld 10 Berlín þokumóða 4 Chicago léttskýjað 6 Feneyjar súld 12 Frankfurt rigningog súld 9 Glasgow rigning 10 Hamborg þokumóða 6 London lágþoku- blettir 10 LosAngeies alskýjað 15 Lúxemborg þokumóða 8 Madríd léttskýjað 10 Mallorca léttskýjað 12 Montreal skýjað 3 Nice skýjað 12 Paris skúrásíð. klst. 10 Róm rigning 15 Agnar Kofoed-Hansen, forstöðumaður upplýsingaskrifstofu Verslunarráðs: „Þjónusta okkar felst í að miðla upplýsingum til erlendra aðila mn íslensk fyrirtæki. Þetta eru upplýs- ingar um lánshæfi ogfjárhagslegan styrkleika íslenskra fyrirtækja sem sendar eru til erlendra aðiia vegna fyrirspurna frá þeim. Árlega berast um 2000 fyrirspurnir til okk- ar um íslensk fyrirtækí. Nú er ver- ið að gera átak í því að auka við skipti við erlendar upplýsingakrif í Massachussetts, nám í lánshæfis- mati viö Manufacturers Hannover Trust 1988 og tók próf í verðbréfa- miðlun á vegum viðskiptaráðu- neytisins 1991. Áðuren Agnarréðst til Verslunarráðsins var hann frarokvæmdastjóri Greiðslumats stofur auk þess sem við erum að reyna að hasla okkur vöil á inn- lendum markaði. Þaö er gert með þeim hætti aö bjóða íslenskum fyr- irtækjum aðgang að upplýsingum um erlend fyrirtæki. Þessi mögu- leiki hefur verið mjög lítið nýttur og menn verið að tapa stórum fjár- hæðum viö að flýfjá vörur út til einhverra aðila sem þeir þekkja ekkert,“ segir Agnar Kofoed-Han- sen, nýráðinn forstöðumaöur Upp- lýsingaþjónustu Verslunarráðs ís- lands. Agnar er 38 ára gamall, vélaverk- fræðingur frá HÍ1981 og frá Dan- marks Tekniske Hojskoie 1983. Hann stundaði framhaldsnám í sfjórnun og öármáluro 1984 við Sloan School of Management MIT Agnar segir upplýsingar um ís- lensk fyrirtæki misaðgengílegar. „Hluti upplýsinganna er opinber, úr opinberum skrám og frá hlutafé- lögum sem eru á opinberum hluta- bréfaraörkuðum. En það þarf líka leita til viðkomandi félaga um upplýsingar og eru þau misfús tii að veita þær. En upplýsinganna er aflað meö því skilyrði að þær verði ekki nýttar hér ínnanlands nema með leyfi viðkomandi aöila. Þegar nýtt frumvarp um hlutafélög verð- ur samþykkt á Alþingi á upplýs- ingaöflun að verða mun auðveldari þar sem hlutafélögum verður gert að skila upplýsinguro ura rekstur og afkomu undangengið ár til Hlutafélagaskrár.“ Myndgátan Leggja saman tölur Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. ÍH fær KA í heimsókn Síðasti leikur 9. umferðar Niss- andeildarinnar i handbolta fer fram í kvöld. Þá tekur HK á móti KA. Hefst leikurinn ki. 20.00. í annarri deild eigast við Fjölnir íþróttir og Keflavík. Hefst leikurinn í Fjölnishúsi kl. 20.30. í unglingaflokki karla í körfu- bolta munu Breiðablik og ÍR eig- ast við kl. 20.00. Skák Skákþing ísraels verður sterkara með ári hverju, enda flykkjast rússneskir nýbúar til landsins fyrirheitna. í ár sigr- aði Leorúd Júdasín með yfirburðum, hlaut 9 v. af 11 mögulegum. Lev Psakhis, Alexander Khusman og Boris Alterman deildu 2. sæti með 7,5. Á mótinu tefldu 24 skákmenn, þar af 10 stórmeistarar. Þessi staða er úr skák Khusmans, sem hafði hvítt og átti leik, og Lev. Hvitur var fljótur að innbyrða vinninginn: 44. Da6 Kf7 Eina leiðin til að valda e6. 45. Da7+ Kg6Eða 45. - KfB 46. Rd4 og tjaldið fellur. 46. Da4! og nú er hrókur á dl í uppnámi, auk þess sem hvítur hótar 47. De8 +. Svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Stundum er sagt að það sé tvíeggjað vopn að dobla andstæðingana til refsingar. Doblið vekur þá til umhugsunar um að spihð liggi illa og í mörgum tilfellum er dobhð eins slags virði fyrir sagnhafa því í doblinu felast yfirleitt upplýsingar um legu spilanna. Hér er eitt dæmi úr sveita- keppni í Noregi, norður gjafari og enginn á hættu: * 84 V G62 ♦ KD104 + 10532 ♦ KG107 V 1075 ♦ Á93 + G86 ♦ 3 V ÁD984 ♦ 865 + D974 ♦ ÁD9652 ¥ K3 ♦ G72 + ÁK Norður Austur Suður Vestur Pass Pass 1+ Pass 1 G 2» 34 Dobl p/h Vestur spilaði út hjartatiu sem austur drap á ásinn. Austur spilaði síðan laufi til baka. Sagnhafi gerði sér grein fyrir því, eftir dobUð, að vestur átti annað hvort fjögur eða fimm tromp og ákvað að haga úrspilinu með hliösjón af þvi. Sagnhafi drap á laufás og spilaði lágum tigU. Vestur drap á ás og spilaði aftur laufi sem sagnhafi átti á kónginn. Hann lagði nú niður spaðaás, spilaði tígU á kóng og trompaði lauf heim. Nú var hjartakóngur tekinn, tiguU á drottningu og hjartagosinn trompaður. í þriggja spila endastöðu var sagnhafi með D96 og vestur með KG10 í trompi og sagnhafi hlaut að fá níunda slaginn. Sagnhafi gat þannig fengið níu slagi sem hatm hefði semúlega aldrei fengið ef vestur hefði látið það vera að dobla. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.