Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994. Fréttir Reglugerð í smíðum sem gerir ráð fyrir léttari nöglum: Gæti þýtt yf ir 2 milljóna sparnað á ári - spararviðhaldábun(musntlagienmLiinkarekkiöryggi Innan dómsmálaráðuneytisins er nú í smíðum reglugerð sem bannar notkun þeirra nagla sem nú eru not- aðir í hjólbarða. Reglugerðin verður innan skamms send til umsagnar en fyrirhugað er að hún taki gildi fyrir næsta verur. Þó er ætlunin sú að menn fái að nota þau nagladekk sem þeir eiga og slíta þeim út. Nýju nagl- arnir mega einungis vera úr áli eða harðplasti og verða þá léttari en þeir gömlu fyrir vikið. Með þessum breyt- ingum er hugsanlegt að hægt verði að spara rúmlega 200 milljónir í við- haldsframkæmdum á bundnu slit- lagi á gatnakerfi Reykjavíkur og þjóðvegum landsins. „Sænskar rannsóknir sýna fram á að léttari naglar spara viðhald á slit- lagi í þéttbýli um allt að helming. Enn fremur þýðir þetta minni slysa- hættu í kjölfar minni hjólfara í mal- biki vegna naglaslits. Þá eru um- hverfisáhrifin gífurleg. Tjara, sem losnar við naglaslit, verður ntinni í umhverfmu og loks minnkar þetta hh'óðmengun. Allt eru þetta kostir við að takmarka naglastærð," segir Þórhallur Ólafsson, umdæmistækni- fræðingur Vegagerðarinnar á Sel- fossi og formaður Umferðarráös. Hann bætir því við að rannsóknir sýni fram á að umferðaröryggi sé ekki minna þrátt fyrir minni nagla, sem muni verða á svipuðu verði og gömlu naglarnir. Samkvæmt upplýsingum hjá Vega- gerðinni var 440 milljónum varið til viðhaldsframkvæmda á bundnu slit- lagi á þjóðvegum landsins á þessu ári. Þórhallur fullyrðir að þann kostnað mætti lækka um 20 til 30 prósent eða um rúmlega 100 milljón- ir. Á þessu ári var varið að minnsta kosti 200 milljónum í viðhaldsfram- kvæmdir á bundnu slitlagi í Reykja- víki. Ef kostnaður við það lækkaði um helming myndu 100 milljónir sparast við það. Samtals yrði því um að ræða rúmlega 200 milljónir í Reykjavík og á þjóðvegakerfi lands- ins. Kunnugir telja þó að kostnaður við þjónusru myndi aukast eitthvað en ekkert í líkingu við það sem myndi sparast. Kópavogur: Lækkaðir ítignog Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið, að fenginni tillögu sýslu- manns í Kópavogi, að flytja að- stoðaryfirlögregluþjón og yfirlög- regluþjón lögreglunnar í Kópa- vogi til í starfi. Þetta er gert vegna þess óþolandi ástands sem skap- ast hefur vegna deilna tveggja umræddra manna. Báðir voru þeir lækkaðir í tign og mun aðstoðaryfirlögreglu- þjónninn gegna starfi rannsókn- arlögreglumanns hjá RLR en yf- irlögregluþjónninn mun gegna stöðu varðsrjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Mennirnir hafa báðir verið leystir frá störfum en þó verið veittur andmælafrestur. Stjóm Lögreglufélags Kópavogs harmar að til þessa hafi þurft að koma. Kanadíska olíufélagið Irving Oil: Vantar lóðir undir átta bensínstöðvar Kanadíska olíufélagið Irving Oil hefur lagt fram formlega beiðni hjá borgaryfirvöldum um svæði undir birgðastöð og a.m.k. 8 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar Ir- ving Oil áttu nýlega fund með borg- aryfirvöldum þar sem þeim var gerð grein fyrir að engar lóðir undir bens- ínstöðvar væru til samkvæmt nú- gildandi borgarskipulagi og 8 vikur tæki með auglýsingu að breyta land- notkun. Eins og sjá má á meðfylgj- andi korti eru olíufélögin þrjú, Olís, Skeljungur og Esso, með 41 bensín- stöð á höfuðborgarsvæðinu og vil- yrði er fyrir 3 lóðum til viðbótar undir bensínstöð í Reykjavík sam- kvæmt núverandi skipulagi. Nýju lóðirnar, sem hér um ræðir, eru við Gylfaflöt og Borgarveg í Graf- arvogi og í Norðlingaholti við Rauða- vatn. í Grafarvogi eru allar líkur á að Skeljungur verði með bensínstöð á báðum stöðunum og í NorðUnga- holti hefur Olís vilyrði um lóð eftir að félagið varð að víkja frá fyrirhug- aðri lóð við Vesturlandsveg. Irving Oil í Grafarvogi? Það kemur ekki fram á kortinu að Hagkaup hefur úthlutaða lóð við Borgarveg i Grafarvogi, í svokallaðri Spöng, þar sem auk verslunarmið- stöðvar er reiknað með aðstöðu fyrir bensínstöð. Eins og áður hefur komið fram hefur DV heimildir fyrir því að Hagkaup og Bónus séu í samstarfi við Irving Oil um starfrækslu bens- ínstöðva. Forráðamenn fyrirtækj- anna neituðu því ekki eða játuðu þannig að svo gæti farið að ein af bensínstöðvum Irving Oil verði í Spönginni í Grafarvogi. Á fundi með borgaryfirvöldum sögðu fulltrúar Irving Oil að þeir hefðu í huga meðalstórar bensín- stöðvar á bandarískum mælikvarða, stöðvar sem byðu upp á ýmsar vörur tengdar bílaþjónustu. í bréfi frá Ir- ving Oil kemur fram að ísland sé um margt líkt þeim norðlægu slóðum sem félagið starfi á í Bandaríkjunum og Kanada. í bréfinu segir ennfrem- ur: „Fyrirtækinu er nauðsynlegt að fá aðstöðu fyrir starfsemi sína. í því sambandi er rétt að benda á að nauð- synlegt dýpi nærri aðstöðunni er 13 metrar. Einu staðirnir sem sjáanleg- ir eru nú eru við Reykjavík og Helgu- vík. Ljóst er að Helguvík kemur ekki til greina vegna fjarlægðar frá mark- aðnum enda óvíst að sú aðstaða standi til boða. Fyrirtækið hyggst hefja starfsemi hægt og sígandi." Borgarráð fjallaði um áhuga Irving Oil á fundi sinum á þriðjudag. Ráðið vísaði málinu til borgarskipulags en þangað munu fulltrúar Irving Oil senda hugmyndir sínar um staðsetn- ingu bensínstöðva á höfuðborgar- svæðinu. Skemmdarvargar gengu berserksgang og lögðu tvo bílaí rúst: Óskiljanlegt athæf i - segir Gunnar Beinteinsson, handboltakappi og óánægður bíleigandi „Þetta er glænýr bíli Það er búið að keyra hann 14 hundruð kíló- metra. Ég skil ekM hvað fær menn til að gera svona lagað," sagði Gunnar Beinteinsson, handknatt- leiksmaður í FH, í saratali við DV en bíll sem hann hafði nýlega keypt sér var gjörsamlega lagður í rúst fyrir utan íþróttahús FH í Kapla- krika um síöustu helgi. ¦ Gunnar hafði skilið bílinn eftir fyrirutan íþróttahúsið á fostudag og farið með félögum sínum á Hót- el Örk 1 Hveragérði og ætlaði að ná í hann daginn eftir* Einhver eða einhverjir skemmdarvargar virð- ast hins vegar hafa orðíð fyrri til að komast í bfl Gunnars og annan bíí sem stóð fyrir utan húsið og er í eigu frægs stuðningsmanns FH. ABar rúður og bæði framljos á bíl Gunnars voru eyðilögð. Þávar gat stungið í vélarhlíf bflsins og topp, auk þess sera göf voru stungin á alla hjólbaroana, Sömu sögu er aö segja af íúnum bflnum Máflð er í rannsókn hjá lögr^l- unni iHafnarfiröL Lögreglan biður hvern þarni, sem telur sig geta gef- ið upplýsingar um mannaferðir við iþróttahúsið aðfaranótt laugardags að hafa samband við sig, en enginn ler grunaður um verknaðinn. Gunnar Gunnarsson, þiálfari Víkihss og starfsmaöur trysgingafélagslns Skandía, stendur hér vté bfl Gunnars sem elns og siá má er mjög illa farinn. DV-myndGVA Gunnar segir bflinn hafa verið í kaskó og því takmarkist beint fjár- hagslegt t|ón hans við sjálfsábyrgð- ina. Hins vegar tekur hann undir meö lögreglunni og biður alla þá sem geta gefið upplýsingar um verknaðinn að hafa samband við lögregiu. Bensínstöðvar á höfuöborgarsvæöinu • XX ,......^ Fyrirhiigað j Fyrirhugaö O Olís • Esso ® Skeljungur Mosfellsbær: ?Langitangi Bjarkarholt Hafnarfjöröur: # Reykjavíkurv. 54 # Lækjargata 46 O Vesturgata 1 O Reykjavíkurv. 58 © Kænan v/höfnina fEk&i Fasteignamarkaðurinn á Akureyri: Stærri eignir haf a lækkað um allt að 4A0 - mikið framboð á markaðinum „Það eru bara venjuleg markaðs- lögmál sem ráða. Það er mjög mik- ið af raðhúsum og einbýlishúsum í sölu á Akureyri og þegar framboð- ið er meira en eftirspurnin þá lækkar verðið. Þetta lögmál á alveg eins við um fasteignir og bila," seg- ir Pétur Jósefsson, sölustjóri hjá Fasteigna- og skipasölu Norður- lands á Akureyri, um verðlækkun sem orðið hefur á stærri fasteign- um á Akureyri að undanfórnu. Pétur segir að nú séu e.t.v. 70-80 einbýlishús og stærri fasteinir á söluskrá á Akureyri sem sé mjög mikið í ekki stærri bæ. Verðlækk- un þessara eigna er umtalsverð að undanfórnu og dæmi um að rað- hús, sem selst hefði á um 9 milljón- ir fyrir nokkrum mánuðum, fáist fyrir rúmlega 8 milljónir í dag. Pét- ur sagði e.t.v. ekki fjarri lagi að tala um 10% verðlækkun á stærri eignum. Hann lagði þó áherslu á aö öllu máli skipti hvernig húsbréf menn fengju sem væru að seh'a, en afföll á þeim væru mjög misjöfn. Pétur sagði að verðlækkunin ætti reyndar við um flestar fasteignir á markaðnum nema tveggja her- bergja íbúðir. Kaupendahópur slikra íbúða væri stærri, t.d. ein- staklingar og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í fasteigna- kaupum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.