Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 5
; FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 « : » » Fréttir Greiðslurnar hærri en sektin Samt. 3.600.000 300.000 3.000.000 Sekt v. skattsvika Aætlaðir vextlr Greiðsla v/skýrslu Greiöslav. uppsafnaös námsleyfis Œ=^ Umdeildar greiðslur til Björns Önundarsonar: Opinberar greiðsl- ur hærri en sektin f yrir skattsvik Athygli vekur aö opinberar greiðslur til Björns Önundarsonar, fyrrverandi yfirtryggingalæknis hjá Tryggingastofnun ríkisins, eftir að hann hætti störíum hjá Trygginga- stofnun vegna skattarannsóknar eru mun hærri en sú sekt sem hann var dæmdur til að greiða samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í seinustu viku. Björn var dæmdur í þriggja mán- aða skilorðsbundið varðhald fyrir að svíkja á sjöundu milljón undan skatti árin 1988 til 1990. Þá var hann dæmd- ur til að greiða samtals 3 milljónir króna í sekt. Á seinasta ári fékk Björn hins veg- ar umdeildar greiðslur frá ríkissjóði, samtals 3,3 milljónir. Um var að ræða um 2,9 milljónir úr ríkissjóði vegna námsferða sem hann fór ekki í á meðan hann starfaði hjá Trygginga- stofnun. Fjárhæðin náði til greiðslu launa og dagpeninga í sex mánuði og kostnaðar við eina utanlandsferð. Frá samningnum var gengið í tíð Guðmundar Árna Stefánssonar í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu. Greiðslan er mjög umdeild í Ijósi þess að kjarasamningur lækna gerir ráð fyrir því að þeir geti ekki safnað upp ónotuðum rétti til námsferða, nema til tveggja ára. Uppi eru raddir meðal fjölda lækna, sem ekki hafa átt þess kost árum saman að nýta sér umsamin námsorlof, að gera kröfur til hins opinbera um að njóta sömu vildarkjara og Björn. Guðmundur Árni fékk enn fremur Björn til að vinna skýrslu um áht hans á skýrslu Ríkisendurskoöunar um laun lækna. Fyrir það verkefni fékk Björn greiddar samtals 400 þús- und krónur. Samtals er því um að ræða 3,3 millj- ónir króna en um 3,6 milljónir ef tek- ið er mið af raunávöxtun greiðsln- anna á einu ári. Umdeildar greiðslur frá ríkissjóði, auk vaxta, eru því um 600 þúsund krónum hærri en sektin sem Björn var dæmdur til að greiða til ríkissjóðs fyrir skattsvik. Björn var einnig fenginn til að vinna skýrslu um sérfræðiþjónustu við landsbyggðina og skilaði hann inn reikningi til heilbrigðisráðuneyt- isins upp á sjöunda hundrað þúsund krónur fyrir það verkefni. Sighvatur Björgvinsson, sem kom til starfa í ráðuneytinu á ný eftir að Guðmund- ur Árni hafði úthlutað verkefninu til Bjórns, stöðvaði hins vegar greiðslu reikningsins til Björns og hefur hann enn ekki verið greiddur. Ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un um hvort dómi héraðsdóms í máh Björns verður áfrýjað til Hæsta- réttar. (hmmmrtil » Nvr br .wvx^1?';, rsíýr breyttur og tr°ns* ^ 949 u-.«iWoraori; betri staður *<*kl?*» franskarogCoKe meðnyjum b. 44* ' u. 349 ***£***•¦ 44p t#*&& sósu og so\a^ kr.399 býöur enn heturl^ \tf. 349 eigendum! SNK|r^ Ætoo* Aimiiii 42 - sími nmíií 11 iti tt\m mmfm skv. verökönnun Nlbl. 10.n6v.'94 irivnd Jc...,.,A}\\ - rotl, lunarþiótu$ta mmm^&\LM3M m 1-38 myndir á ¦} I \ I nSP (sama verö fyrir 24 og 36 mynda framköllun) §m§s MÓTTAKA: -ffftw fcr.399 aJ2*™!°»oglramkamt >er Austurstrætí - Krínglunni -Hallarmúla *3-7 vlrkum dögum eftir að fílmu er skllab í verslanlr Pennans ÚTSALAjJ Mazda 323F 1992, ek. 66 þús. Aðeins 990.000 stgr. kr. Ford Resta 1989, ek. 110 þús., einn eig. Verö 'kr. 250.000 stgr. Ford Escort 1987, ek. 97 þús. Kr. 240.000 stgr. BÍSaUmbOÓÍÖ hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, simi 876633 Bí 133319?! KrÓkflálSI, Krókhálsi 3, Sími 676833 Lada 1500 st. RenaultH Ford Sierra VWGolf FiatUno45S Hyundai Pony BMW520ÍA Mercedes Benz 230E AudMOOCC Euro og Visa raðgreiðslur. Skuldabréf til allt að 36 mánaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.