Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 Neytendur DV ber saman verð í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu: 14% verðmunur á Bónusi, Fjarðarkaupum og 10-11 - en 31% verðmunur á Bónusi og Kjöti og fiski sem var dýrasta verslunin Lesendum DV til fróðleiks könnuð- um við verðið á nokkrum algengum vörum í sex stórmörkuðum á höfuð- borgarsvæðinu. Verslanirnar sem farið var í voru Bónus, Fjarðarkaup, Hagkaup, Garðakaup, Kjöt og fiskur og 10-11. í innkaupakörfuna á hverj- um stað var sett Colgate tannkrem (75 ml), Frón mjólkurkex, smjörvi (300 g), Coke (2 1), tómatar (1 kg), Royal vanillubúðingur, Libby’s tóm- atsósa (567 g), Cheerios (425 g), kota- sæla (200 g), ýsuflök (ófrosin, 1 kg), Emmess súkkulaðiskafís (1 1), Ora grænar baunir {'A d), appelsínur (1 kg) og SS pylsusinnep (200 g). Verulegur verðmunur R,étt er að taka fram að ýsuflökin í bæði Bónusi og 10-11 voru pökkuð en ófrosin. Þá var einungis hægt að kaupa tvö stykki af Colgate tann- kremi í Bónusi en ekki eitt eins og í hinum stórmörkuðunum fimm. Eins og kemur fram á meðfylgjandi kortum hér á síðunni er verulegur verömunur á milli verslana þegar innkaupakörfurnar eru bornar sam- an. Verðmunur á einstökum vörum getur líka í sumum tilfellum verið mjög mikill eins og sjá má. í könnuninni, sem var gerð fyrr í vikunni, var ekkert mat lagt á gæði. 31% verðmunur 2.056 1.995 1.743 ÍMllKHIpafeíJj'/íJJl? Q. 3 (0 JSC k- RS «o h. (0 o. 3 (0 JX (0 «o (C o könnuninni kom fram verulegur verðmunur á milli stórmarkaða. DV-mynd Brynjar Gauti =lí~ÍJ^M Mælingar RALA á nautahakki: Notum ekki lamba- kjöt í nautahakkið -segirframkvæmdastjóri S.Ö. kjötvara „Ég er gáttaður yfir þessu vegna þess aö þetta er ekld rétt. Þetta getur ekki gerst vegna þess að það er ekki notað lambakjöt í nautahakkið hjá okkur,“ segir Geir Ericsson, fram- kvæmdastjóri hjá S.Ö. kjötvörum. Við mælingar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á nautahakki úr nokkrum stórmörkuðum greindist lambakjöt í nautahakkinu hjá Bón- usi en það eru fyrmefndar S.Ö. kjöt- vörur sem sjá þeim fyrir þeirri vöru. „Það getur verið að það hafi verið skortur á hreinlæti við það að þrífa hakkavélina en nautið er hakkað á eftir lambinu. Ég talaði við Guðjón Þorkelsson hjá RALA og hann segir mér það að þetta hafi mælst líklega í 1-2% þannig að við erum að tala um verulega lítið magn,“ segir Geir Gáttaður á niðurstöðunni, segir Geir en hann er mjög gáttaður á þessari Ericsson, framkvæmdastjóri hjá niðurstöðu. S.Ö. kjötvörum. DV-mynd ÞÖK Dæmi um verðmun Hæsta Lægsta Hæsta Lægsta Skefís 329 195 Hæsta Lægsta Grænar baunir tn toz Hæsta Lægsta Hæsta Lægsta Hraðbank- ar áýmsum stöðum í kjölfar umfjöllunar DV um hraðbanka í Reykjavík, sem opn- ir em allan sólarhringinn, var haft samband við blaðið frá Sparisjóði vélstjóra í Síðumúla 1 og bent á að þar væri hraðbanki til staðar og er því hér með kom- ið á framfæri. í sömu umfjöllun kom fram að íslandsbanki er með flesta hrað- banka í Reykjavík, eða fimm tals- ins. Bankinn er einnig með hrað- banki á Eiðistorgi á Seltjarnar- nesi, Hamraborg 14a í Kópavogi, Hörgártúni 2 í Garðabæ, Reykja- víkurvegi 60 í Hafnarfirði, Kirkjubraui 40 á Akranesi, Skipagötu 14 á Akureyri, Austur- vegi 38 á Selfossi og Kirkjuvegi 23 í Vestmannaeyjum. Landsbankinn er með hrað- banka að Strandgötu 1 á Akur- eyri og Búnaðarbankinn á Garða- torgi 5 í Garðabæ. Þá er hrað- banki í Sparisjóðnum í Keflavík. Hráegg snúast illa í handbók heimilisins, 500 hollráð, er sagt frá því hvernig komast megi að því hvort egg sé hrátt eða soðið. Þar segir að ef vafi leiki á hvort eggin eru hrá eða soðin, leggjum við þau á borðið og snarsnúum þeim í hring. Hráu eggin snúast illa en soðnu eggin snúast óð- fluga. Verð á GSM símum og farsímum í tilefhi af verðkönnun neyt- endasíðunnar á GSM símum og farsímum má geta um verð á nokkrum stöðum til viðbótar. í Bónusi Radíó fást þessir GSM- farsímar: Hagenuk 2000 á 40.900 kr„ AT&T 3240 á 59.900 kr„ Bosch SC á 63.900 kr„ Bosch SL á 76.900 kr„ Pioneer PCC-D700 á 59.900 kr„ Pioneer PCC-D710 á 70.900 kr„ AT&T 3242 á 74.900 kr„ Siem- ens 3242 á 59.900 kr. og Panasonic á 49.900 kr. í Radíóbúðinni fást þessir GSM-símar: Ericsson 6H337 á 93.953 kr„ AT&T 3242 á 74.900 kr. og Hagenuk MT 2000 á 44.979 kr. Þá má geta um tvo GSM-síma sem Heimilistæki selja: Philips PR810 á 59.900 kr. og Philips PR747 á 89.900 kr. Með Philips PR 810 fylgir kveikjara- snúra og sleðafesting. Verðið miðast alls staðar við staðgreiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.