Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Þetta gera menn ekki Umræðan um barnaskattana tók dramatíska en ánægjulega kúvendingu á einni svipstundu. Davíö Odds- son forsætisráðherra kom á sjónvarpsskjáinn í fyrra- kvöld og sagði einfaldlega, aðspurður um skattlagning- una: Þetta gera menn ekki. í framhaldi af þessu snaggarlega svari barst fréttatil- kynning frá fjármálaráðuneytinu að skattlagning barna verði endurskoðuð á næstunni og frumvarp lagt fram á Alþingi nú í mánuðinum til að breyting geti tekið gildi um áramót. í fréttum DV á þriðjudaginn var frá því skýrt að inn- heimta á skatti af söluþóknuri barna sem selja dagblöð, merki og happdrættismiða, mundi hefjast um næstu ára- mót. Hér er annars vegar um að ræða börn og unglinga sem selja dagblöð og sem taka að sér sölu á merkjum og happdrættismiðum fyrir ýmis góðgerðar- og íþróttafé- lög hins vegar. Hvorutveggja til að ná sér í vasapeninga og létta undir með heimm^rekstrinum. Frá því 1988 hafa lög kveðið á um skattskyldu af slík- um tekjum en skattayfirvöld hafa ekki gengið eftir])eirri innheimtu og fyrrverandi fjármálaráðherra, Olafur Ragnar Grímsson, hefur sagt að hann hafi á sínum tíma gefið fyrirmæh um að skattheimtan yrði látin kyrr liggja. Aðspurður gaf núverandi fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, þau svör að hann hefði ekki haft nein áhrif á þessa framkvæmd skattalaganna en hann teldi hins vegar eðlilegt og sanngjarnt að skattar af söluþóknun væru innheimtir enda ætti jafnt yfir alla að ganga. Ráð- herrann bað síðan um utandagskrárumræðu á Alþingi til að ítreka þessa skoðun sína og spyrja Ólaf Ragnar hvort hann hefði með afskiptum sínum af málinu reynt að hafa áhrif á að lög væru ekki framkvæmd og skattur- inn innheimtur. í viðtali við DV kom og fram að Friðrik taldi öll tormerki á að breyta lögunum og fella niður skattheimtu hjá sölubörnum. Umræðan í þinginu snerist í höndum ráðherrans. All- ir þeir þingmenn sem til máls tóku voru þeirrar skoðun- ar að barnaskattar af þessu tagi væru óeðlilegir. Þing- heimur vildi breyta lögunum og það strax. Haft er fyrir satt að þingflokkur sjálfstæðismanna hafi tekið undir þá skoðun. Formaður flokksins og for- sætisráðherra afgreiddi síðan máhð endanlega með snaggarlegri yflrlýsingu sinni: Þetta gera menn ekki. Þegar þessi staða lá fyrir gaf fjármálaráðherra út til- kynningu sína um endurskoðun á lögunum. Þetta eru ánægjuleg sinnaskipti. Reynslan er því mið- ur sú að kerfið tekur alla jafna seint við sér og stjórn- málamenn geta verið afar svifaseinir og þverir þegar vakin er athygli á ranglæti eða seinheppnum ákvörðun- um stjórnvalda. Kemur þar bæði til að embættismenn hafa tilhneigingu til að festa sig í aukaatriðum og tækni- legum útfærslum og stjórnmálamenn eiga erfitt með að játa á sig mistök. í þessu tilviki vakti frétt DV réttláta hneykslan enda er löng hefð fyrir því hér á landi að börn vmni sér inn vasapeninga með blaðasölu án þess að skattakrumlan sé á eftir þeim smáaurum. Viðbrögðin í þinginu voru sömuleiðis sterk og eindregin og svör formanns Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra voru skjót og afdrátt- arlaus. Svona eiga formenn að vera/Engar vifilengjur, ekkert snakk. Hér hefur slysi verið afstýrt. Hér náði skynsemin að sigra- EUert B. Schram „Kjósendur hafa fengið sig fullsadda, skilja ekki neitt i neinu ..." segir m.a. i grein Gunnars Símamynd Reuter Uppreisn til hægri Það er ekkert nýtt aö bandarísk- ur almenningur missi traust á leiö- togum sínum. Allir þeir sex forset- ar sem setið hafa á undan Clinton síðan 1963 hafa glatað trausti al- mennings, og enginn nema Reagan hefur setið full tvö kjörtímabil. En í þetta sinn er óánægja kjósenda af öðrum toga. Hún beinist ekki fyrst og fremst að gerðum þess fiokks sem er við völd, hún beinist að valdhöfum yfirleitt. Kjósendur eru búnir að fá sig fullsadda af pólitíkusum, þykir þeir ekkert gera af viti, allt sé á niður- leið og pólitíkusar geri ekkert ann- að en skara eld að eigin köku milli þess sem þeir níða andstæðinga sína á rætinn og persónulegan hátt. Hafi einhvern timann verið barist í svaðinu í bandariskum kosning- um þá var það núna. Hugmyndafræði Þessi gríðarlega sveifla til hægri er ekki hugmyndafræðileg svo mjög sem tilfinningaleg og hún er ekki bundin við Bandaríkin ein. Minna má á að ráðandi flokkar hafa nær þurrkast út í Kanada, Frakklandi, á ítalíu, rétt héldu völdum í Þýskalandi og allt bendir til að íhaldsflokkurinn í Bretlandi tapi næstu kosningum. Alls staðar eru kjósendur að gera uppreisn gegn ríkjandi ástandi og kenna póhtíkusum um allt sem aflaga fer. Hluta skýringarinnar má rekja til þess að pólitísk hugmyndafræöi dó með kommúnismanum, heim- urinn skiptist ekki lengur í svart og hvítt, og hinn gráa raunveru- leika er ekki lengur hægt að fela á bak við stór slagorð og krossferðir gegn hinu illa. í Bandaríkjunum hefur aftur á móti komið upp ný tegund af hægri stefnu, afturhalds- stefna kristilegra bókstafstrúar- manna, sem hampa því sem þeir KjallariiHi Gunnar Eyþórsson blaðamaður loforði repúblikana nú að breyta stjórnarskránni, þannig að skylt verði að afgreiða hallalaus fjárlög. Öngþveiti Ekki svo að skilja að repúblikan- ar hafi ekki haft næg tækifæri til að koma sínum málum fram. Þeir hafa átt forseta í 20 af síðustu 26 árum og á þingi hafa þeir myndað bandalag með íhaldssömum demó- krötum, sem í raun hefur getað ráðið því sem það vildi. Samt féll Bush 1992. En nú munu þeir ráða öllu, öllum þingnefndum og verk- efnaskrá beggja þingdeilda. Það mun þýða að Clinton mun ekki geta komið neinu sinna stefnumála í framkvæmd, allt frumkvæði mun verða hjá repúblikönum og Clinton getur ekki annað en beitt neitunar- valdinu óspart. „Kjósendur eru búnir að fá sig fullsadda af pólitíkusum, þykir þeir ekkert gera af viti, allt sé á niðurleið og pólitíkusar geri ekkert annað en skara eld að eigin köku..." kalla biblíulegan sannleika á svip- aðan hátt og strangtrúarmenn múslíma hampa Kóraninum. Þetta er áhrifameira en ætla mætti á stórum svæðum, einkum í Suður- og Suðvesturríkjunum. Fjölskyldugildi svokölluð eru nýtt vígorð repúblikana, í því felast meðal annars andstaða gegn fóst- ureyðingum, dulin andstaða gegn jafnrétti kynjanna, meira og minna opinskátt kynþáttahatur og fjand- skapur við innflytjendur. Þessu fylgir eins konar púrítanismi í fjár- málum, eins og felst í því kosninga- Út úr slíku stjórnarfari hlýtur að koma öngþveiti, sem boðar ekki gott fyrir Clinton í kosningunum 1996. En í rauninni snýst þessi óánægja ekki fyrst og fremst um neinn einstakan mann eða leiðtoga. Þetta virðist vera uppreisn gegn sjálfu kerfinu. Kjósendur hafa fengið sig fullsadda, skilja ekki neitt í neinu og láta reiöi sina bitna á hverjum þeim sem er í skotlín- unni. Gunnar Eyþórsson Skoðardr annarra Útgerð og lögsaga „Norðmenn hafa nú eitt sinn sannað að þeir eru frekir til fjárins og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Ég tel að miklu eðlilegra væri að ef leyfa ætti annarri þjóð veiðar innan fiskveiðilögsögu ein- hvers ríkis að slík útgerð væri í því ríki. Ef t.d. Islend- ingar fá leyfi til veiða við Kamtsjatka, þá ætti slík útgerð að vera þar, en ekki á íslandi: Sama ætti að gilda um Norðmenn á Grænlandi." önundur Ásgeirsson, fyrrv. forstj., í Mbl. 10. nóv. Enginn gæðastimpill „Svo virðist sem bæði forráðamenn fyrirtækja og fjölmiðlar líti á skráningu á Verðbréfaþingi sem ein- hvers konar gæðastimpil á fyrirtækið. Ekkert er jafn fjarri lagi. Skráning hlutabréfa á þinginu hefur ekk- ert með það að gera hvort fyrirtækin standa vel eða illa, eða hvort hlutabréf í fyrirtækjunum þykja traust eða ekki. Það eina sem gerist er að tekin er upp opin- ber skráning á gengi hlutabréfanna um leið og fyrir- tækin skuldbinda sig til að uppfylla ákveðna upplýs- ingaskyldu." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 9. nóv. Fórnarlömb launapólitíkur „Oddvitar sjúkraliða fullyrða, að ríkisvaldið ætli að brjóta baráttu þeirra á bak aftur til þess að koma í veg fyrir að aðrir hópar setji fram of miklar kröf- ur. Sjúkraliðar séu þannig fórnarlömb launapólitík- ur ríkisins; þeir verði notaðir öðrum til viðvörunar. Framganga samninganefndar ríkisins á ótal árang- urslausum fundum uppá síðkastið styður þessa kenningu. Þannig ber ríkisvaldið ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast mun á sjúkrastofnun- Um." Úr forystugrein Alþbl. 10. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.