Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Side 15
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 15 Opið bréf til framsóknarmanna 1 Reykjaneskjördæmi: Ekki hlutverk stjórnarinnar Að undanförnu hafa orðið miklar umræður um framboðsmál Fram- sóknarflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Einkum hafa umræðumar snúist um frambjóðendur sem bú- settir eru á Suðurnesjum. Skrýtnar tilfinningar Fyrir fáeinum vikum síðan lýsti ég því yfir að ég sæktist eftir 1. sæti á bsta Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. í síðustu viku las ég hins vegar í dagblöðunum stuðningsyfirlýsingu stjórnar full- trúaráðs framsóknarfélaganna í Keflavík, Njarðvík og Höfnum við annan tveggja frambjóðenda til al- þingiskosninga á félagssvæði þess. Þingmaður okkar, Jóhann Ein- varðsson, hefur ekki lýst yfir opin- berlega hvort hann sækist eftir endurkjöri. Ég lít því á stuðnings- yfirlýsingu þessara fjögurra aðal- manna í stjórn fulitrúaráðsins og eins varamanns sem einkaskoðun þeirra. Það er ekki hiutverk stjómarinn- ar að velja þann frambjóðenda sem er þeim að skapi og mismuna þann- ig félagsmönnum á félagssvæði sínu. í lýðræðisríkjum er þegnun- um treyst til að kjósa sér flokk eða fólk eftir tiltrú hvers og eins, án fyrirskipana ofan frá. Það er því óeðlilegt að stjórnin noti vald sitt með þessum hætti. Rétt er að taka fram að ég hef gert stjórninni grein fyrir afstöðu minni vegna yfirlýsingar hennar. Þessi yfirlýsing hennar hefur hlot- ið mikla umíjöllun í útvarpi, sjón- varpi og blöðum, því tel ég mig knúna til að koma mínum skoðun- um á framfæri í blaðagrein. Ég vil, áður en lengra er haldið, þakka formanni fulltrúaráðsins í nýja bæjarfélaginu á Suðumesjum fyrir þau fallegu orð sem hann sagði, í viðtali á Brosinu (sem er útvarp á Suðurnesjum) um hæfni mína í starfi þ.e. sem oddviti flokksins og forseti bæjarstjómar. Þótt ég væri ein heima þá roönaði ég við allt þetta hól um hæfni mina og reynslu. í ljósi þessara orða hans vekur það skrýtnar tilfmningar að ég skyldi lenda úti í kuldanum hjá þeirri stjóm sem hann veitir for- ystu. Sjaldgæf rök Þau rök sem notuð eru gegn mér, Kjallarinn Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar nýja bæj- arins á Suðurnesjum og sækist eftir 1. sæti á lista framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi virðast vera að ég hafi náð góðri kosningu sl. vor og unnið vel að meirihlutasamningi sem leiddi til þess að ég er forseti bæjarstjórnar. Það er sjaldgæft að þau rök séu notuð gegn framboði einhvers að hann hafi staðið sig vel! Fyrir all- mörgum árum síðan ákvað ég að ljúka stúdentsprófi og vann ræst- ingavinnu með skólanum. Ég held að ég hafi staðið mig allþokkalega sem ræstitæknir. Með sömu rökum má segja að ég heföi átt að halda mig við ræstingastörf sem er í sjálfu sér ágæt vinna. Ég hef starfað að bæjarmálum í 12 ár og frá árinu 1986 hef ég skipaö 1. sætið á lista Framsóknarflokks- ins við bæjarstjómarkosningum. Síðan 1990 hef ég verið forseti bæj- arstjórnar og varabæjarstjóri og hef komið nálægt flestum baráttu- málum Suðurnesjamanna síðustu árin m.a. vegna setu minnar í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ég hef einnig unnið að landsmálum í gegnum Atvinnu- málanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, Atvinnuleysistrygg- ingasjóð, Atvinnutryggingasjóð út- flutningsgreina, miðstjórn og landsstjórn Framsóknarflokksins í stjórn Neytendasamtakanna. Ég hef setið í fjölda annarra nefnda og stjóma og er nú m.a. í stjóm Sparisjóðs Keflavíkur sem er næst- stærsti sparisjóður landsins. Ég hef aflað mér reynslu og þekkingar, sem ég tel að geti orðið að gagni fyrir okkar kjördæmi, nái ég kjöri á þing. Á undanförnum árum hafa marg- ir Suðurnesjamenn leitað til mín um aðstoð og fyrirgreiöslu. Ég hef reynt að liðsinna þeim í gegnum frumskóg stjórnkerfisins. Það er eðlilegt að þeir sem þekkingu hafa á þvi hvernig hægt sé að þoka mál- um áfram noti þekkingu sína til góðs fyrir umbjóðendur sína. Síðustu árin hef ég fundið fyrir vaxandi áhuga félaga minna í Framsóknarflokknum um að ég byöi mig fram til Alþingis. Þessi stuðningur hefur komið víða úr kjördæminu og vil ég þakka þeim fyrir traustið. Það hvetur mig einn- ig til að vinna að landsmálum að kjördæmi okkar hefur búið við skertan hlut í fjölmörgum málum um árabil. Drífa Sigfúsdóttir Óánægja meö samþykkt stjómar fulltrúaráðs framsóknarmanna á Suðumesjum: Mun skrífa bréf til stjórnarmanna - segir Drífa Sigfusdóttir sem stefhlr líka á fyrsta sætið „Ujálmar Áraason var búínn aö Drifu. Þetta er bara kalt stöðu- mynditakaviftaímérogþánefncli sinu félagssvcefti njóta jafmmftis. gefa kost á sér og lýsa því yfir aft mat," sagfti Öskar Þórmundsson, ég nukkur nöfn. Þar á meftal voru Og ég mun skrifa stjómarmönnum hann sæktist eftir 1. sætinu. Fyrr- formaftur stjórnar fulltrúaráfts HjálmarÁmason,DriiáSigfúsdótt. bréfvegnaþcssamáls,“sagftiDrifa um formaftur Ðokksins og Ieiðtogi framsóknárféiagauna í Kefiavík, í ir og Siv Friftleifsdóttir og raunar Sigfúsdóttir I samtali vifl DV. okkar og þingraaftur, Steingrimur samtali vift DV. fleiri. Ég neita því ekki aft mér leist Oskar benU á í sambandi vift Hermannsson, var búinn aft lýsa Þaðrikirraikilreiflimeftalstuftn- vel á þaft þegar Hiálmar gekk í Drifu aft hún hefði sóst eftir stuftn- þvi yfir í útvarpi aft hann teldi ingsraannaDrifúSigfúsdótturbæj- flokkinn og sagftist hafa áhuga á ingi í 1. sæti listans vift sveitar- Hjálmar æskiiegasta raanninn ti) arfulltrúa vegna stuftningsyfirlýs- 2. sætinu og sagftist fagna þvi, þaft stjómarkosningarnar í vor er leift. að .tflta yiftiKiörtisminu, Yift teli-—inearinnar sem yar gf.fin úl eftir_var áflur en bað kom ni að ér_ttnn fékk hann n» »r m, fnrsnti Framboðsmál Framsóknarflokksins i Reykjaneskjördæmi hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu. „í lýðræðisríkjum er þegnunum treyst til að kjósa sér flokk eða fólk eftir tiltrú hvers og eins, án fyrirskipana ofan frá. Það er þvi óeðlilegt að stjórnin notfæri sér vald sitt með þessum hætti.“ Ef maður ætti tvö skrúfjám Einu sinni átti ég þvottavél sem var álíka dýr og bíllinn minn. Eini munurinn á þessu tvennu var í rauninni sá að bíllinn var blár á Utinn en þvottavélin hvít. Þar að auki heföi mér trúlega reynst erfið- ara að komast hringveginn á vél- inni en bflnum. Þvottavélin var af heimsfrægri tegund og framleidd í útibúum um allan hinn siðmenntaða heim enda var hún með mörgum kerfum, tók inn á sig heitt og kalt vatn og vatt með sex hundruð snúninga hraða á mínútu, en það var hraðar en auga á festi. En þrátt fyrir mikla og góða kosti fór svo að lokum að þessi heims- fræga vél gafst upp á að taka inn á sig heita vatnið og hætti að snúast með ljóshraðanum og var send á sjötíu kílómetra hraða á haugana í Gufunesi. Síðan var keypt ný og ennþá full- komnari vél, sem snerist jafnhratt og siðvæddur atvinnupóhtíkus sem hefur óvart gert ömmu sína að ráð- gjafa sínum af því að hann hélt að’ hún væri fjarskyldur ættingi sinn, og með svo mörgum kerfum að manni fannst með ólíkindum hvað hugvit manna var komið á hátt stig í útibúum þvottavélaframleiðenda heimsins. KjaUaiinn Benedikt Axelsson kennari Svo bilaði vélin En þótt nýja véhn hafi haft marga góða kosti, til dæmis var hægt að þvo í henni þvott, haföi hún þann ókost að það var með hægu móti hægt að slíta af henni handfangið enda var það úr plasti eins og allt nú til dags nema kannski íslensku fjárlögin. Og þegar búið er að slíta af þvottavélum handfangið verður að hringja í viðgerðarmann því að það er ekkert hægt að gera við handfangslausa vél nema horfa á hana. Og það getur orðið dálítiö þreytandi til lengdar. Því var hringt í fyrirtækið þar sem vélin fræga var keypt og sendi það okkur mann um hæl sem var þrisvar sinnum fljótari aö gera við þvottavélina góðu með mörgu kerf- unum og snúningunum átta hundruð heldur en að skrifa reikn- inginn. Og þegar upp var staðið hljóðaði reikningurinn fyrir eitt handtak upp á fjögur þúsund sjö hundruð og fimm krónur og var þá að vísu allt innifalið nema fjög- urra vikna dvöl á Maflorca. Útkall og skattur Þrettán hundruö og fimmtíu krónur kostaði að kalla manninn út. Það nefnist útkall á reikningn- um og býst ég við að það sé gjald sem allir borgi jafnt svo framarlega sem þeir búa hérna megin grafar. Kaup mannsins var fjórtán hundr- uð og fimmtíu krónur og fannst mér það ékki ósanngjamt þar sem hann þurfti að keyra sig fram og til baka og hefði verið lengi að því ef hann hefði til dæmis keyrt út af. Pökkunarkostnaður var sex hundruð krónur, og reikna ég með að það sé svokaflað jafnaðargjald sem allir greiði hvort sem þeir eru að kaupa handfang eða veghefil. Síðan var auðvitað lagður virðis- aukaskattur á herlegheitin sem er ekki okkur að kenna. Og handfang- ið sjálft kostaði þrjú hundruð sjötíu og fjórar krónur. - Takk fyrir. AUt er þetta svo sem gott og bless- að. Þó fannst mér dálítið skítt að um leið og viðgerðarmaðurinn hvarf út um dymar hjá mér lét hann þess getið að ég heföi svo sem getað gert við véhna góðu sjálfur ef ég heföi átt tvö skrúfjárn. Benedikt Axelsson „Því var hringt 1 fyrirtækið þar sem vélin fræga var keypt og sendi það okk- ur mann um hæl sem var þrisvar sinn- um fljótari að gera við vélina góðu með mörgu kerfunum og snúningunum átta hundruð en að skrifa reikninginn.“ Fjórum fötluðum synjað um skólavist í MH Ekki „Það sem máli skiptir fyrir okkur er að við höfum ekki rúm fyr- ir fleiri fatl- aða nemend- ur í skólan- um. Við erum með verulega þjónustu við rektor Menntask. við nemendur Hamrahiffl. með margs konar fötlun. Við er- um með heymarlausa nemendur sem em með túlka með sér, fjöl- fatlaða nemendur sem þurfa mikla aöstoð, blinda nemendur sem þurfa aö komast i sérhæfö tæki og svo framvegis. Þannig að aðstaðan hjá okkur er algjörlega fullskipuö núna. Við höfum gert okkar yflrvöld- um grein fyrir þessu þannig að mér finnst að þetta þurfi ekki að koma neinum á óvart. Fyrsta til- kynningin fór frá okkur um þetta til menntamálaráðuneytísins fyr- ir árí. Ég veit að ráðuneytismenn em aflir af vilja gerðir til aö leysa málið en það er ekki hlaupið að því að koma upp viðunandi kennsluhúsnæði, hvorki hér né annars staöar. Þetta hefur hlaðið utan á sig. Um leið og viö byijuðum að taka við fötluðum nemendum kom þörfln í ljós. Hún er sívaxandi þannig að jafnvei þótt við gætum fundið einhverja smugu fyrir þessa íjóra nemendur þá yrði það engin lausn. Vitanlega er verið að bijóta á þessu fólki, það á rétt á kennslu við sitt hæii samkvæmt iögum. En það stendur hvergi að sú kennsla eigi að fara fram í Menntaskólanum við Hamra- hlíö.“ Gengur ekki „Svona mál eiga yflr höf- uð ekkí að þurfa aö koma upp. Við teflum auðvitað að aflir þegnar þjóðfélagsins, íátlaðir sem . Siguröur BJSrnsBón I Otatlaöir, eigl Iramkvæmdastjórn rétt á námi. S|áttsblargar. Það eru ekki bara lög heldur eitt af grundvaflarmannréttindum. Framhaldsskólarnir sérstaklega hafa veriö vandamál lengi. Fæstir þeirra hafa getaö boðið fötluöum nemendum upp á nám. Þetta með MH er mj ög leiðinlegt að skuli gerast en sýnir í raun við hvaða vanda er að etja. Ástæöan fyrir því að svona marg- ir fatlaðir nemendur, um 30 tals- ins, eru í MH er að hinir skólam- ir hafa vísað fötluðum frá sér og yfir í Hamrahlíð. Núna treystir MH sér ekki til að taka viö fleir- um þannig að þar er farið að vísa frá líka, Við í Sjálfsbjörg höfum líka haft þá stefnu að fötluðum sé ekki „lirúgaö" á einn staö þannig að aðstaða þyrfti að vera í fleiri skólum. Þetta mál er bara afleiöing þess hvað skólakerfið almennt hefur verið seint til að gera eitthvaö í málinu. Þróunin er sú að fötluð- um nemendum sem öðrum mun fjölga þannig aö þetta verður við- varandi vandamál ef ekkert verð- ur að gert. Þaö gengur náttúrlega ekki að fólki sé synjað um skóla- vist vegna fötlunar. Heildarlausn vantar hiö fyrsta."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.