Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 25 íþróttir íþróttir EMíkörfubolta: Spánn komin í úrslitin Spánn og Slóvenia urðu í fyrra- kvöld fyrstu þjóðirnar til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts landsliða í körfuknattleik sem fram fer i Grikklandi næsta sumar. Þjóð- verjar leika þar sem Evrópu- meistarar og Grikkir sem gest- gjafar, en 20 lið leika þessa dag- ana, heima og heiman, um hin tíu sætin. Úrslit leikja í fyrrakvöld og stöður í riðlunum: A-riðill: Króatía - Slóvakía.... 83-60 Svíþjóð - Belgía...... 74-87 Svíþjóð 6 stig, Króatía 6, Belgía 2, Slóvakía 2. B-riðill: Eistland-Litháen.......65-67 Slóvenia - Lettland...104-73 Slóvenía 8 stig, Litháen 6, Eist- land 2, Lettland 0. C-riðill: Rússland -Finnland.....129-89 Úkraina - Bosnía...... 70-78 Rússland 6 stig, Finnland 6, Bosnia 4, Úkraína 0. D-riðill: Tékkland - Spánn...... 78-80 Ísrael-Tyrkland........83-71 Spánn 8 stig, ísrael 6, Tékkland 2, Tyrkland 0. E-riðill: Frakkland - Ungverjaland... 89-51 Búlgaría - Ítalía......65-70 Ítalía 6 stig, Frakkland 6, Búlgar- ía 4, Ungverjaland 0. Tveimur umferðum er ólokið i riðlakeppninni og á þriðjudag verður endanlega Ijóst hvaöa tvö lið fara áfram úr hverjum riðii. Yekinitil Everton? Everton, botnlið ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu, hefur gert tilboð í nígeríska miöherjann Rashidi Yekini, sem er á förum frá Olympiakos í Grikklandi. Spænsku félögin Atletico Madrid og Logrones falast einnig eftir þessum kröftuga leikmanni sem ekki náði sér á strik með Olymp- iakos og átti i útistöðum við þjálf- ara og leikmenn liðsins. Atkinson rekinn Ron Atkinson var í gær rekinn úr starfi sínu sem framkvæmda- stjóri enska knattspymufélags- ins Aston Villa, en hann hefur stýrt liðinu í þrjú ár. ViUa tapaði í fyrrakvöld fyrir Wimbledon, 4-3, í úrvalsdeíldinni og beið þar sinn áttunda ósigur í siðustu níu leikjunum. Sosatil Leeds Enska knattspymufélagið Leeds á í viðræðum við Inter Milano á Ítalíu um kaup á iram- herjanum Ruben Sosa frá Urugu- ay. HoweyfyrírAdams Tony Adams, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist i leik gegn Oldham i fyrrakvöld og getur ekki spiiað vináttuleikinn gegn Nígeríu á miövikudaginn. Steve Howey frá Newcastle hefur verið valinn i hópinn i hans staö. Royle sfjórí Everton Joe Royle var í gærkvöldi ráð- inn framkvæmdastjóri enska úr- vaisdeildarliðsins Everton. Hann tekur við starfinu af Mike Walker sem vikið var frá störfum fyrr í vikunni. Royle hafði áður stjórn- að Oldham sl. 13 ár. Hann lék á keppnsiferli sínum með Everton. Evrópukeppm bikarhafa: FH-ingar gegn Zlín FH-ingar leika tvo Evrópuleiki um helgina gegn HC Novesta Zlín frá Tékklandi i Kaplakrika. Fyrri leikur- inn verður á laugardag klukkan 16.30 en sá síðari á sunnudagskvöldið klukkan 20. FH-ingar renna nokkuð blint í sjóinn hvað mótherjann áhrærir en vitað er þó að liðið er nokkuð sterkt. Margir af bestu hand- boltamönnum fyrrum Tékkóslóvak- íu koma frá Tékklandi. Novesta Zlín er blanda af ungum og leikreyndari leikmönnum og það sem af er tímabilinu hefur liðinu vegnað sæmilega og er um miðja deild. Einn A-landsliðsmaöur kemur frá Novesta Zlín. Hann heitir Karel Hracha og á að baki 153 landsleiki. Að auki eru þrír unglingalandsliðs- menn í liðinu. í 32 liða úrslitum keppninnar lögðu FH-ingar lið Prevent að velli með eftirminnilegum hætti í Hafnarfirði. Töpuðu fyrri leiknum en unnu þann síðari með sannfærandi hætti og komu þannig liðinu áfram í 16 liða úrslitin. Á góðum degi eiga FH-ingar góða möguleika á að komast í fjórð- ungsúrslitin og skiptir þar miklu að liðið fái góðan stuðning frá áhorfend- um. Dómarar leikjanna koma frá Finn- landi en eftirlitsmaður verður Norð- maðurinn Öjvind Bolstad. Rúnar á leið til Örgryte Rúnar Kristinsson, KR-ingur og landsliðsmaður í knattspyrnu, skrif- ar væntanlega undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Örgryte fljótlega eftir landsleik Sviss og ís- lands í næstu viku. „Ég er að heita má ákveðinn í að fara til sænska hðsins og það standa yfir viðræður milli KR og Örgryte. Ég hef ekki trú á öðru en að þær gangi eðlilega fyrir sig og þá verði ekkert því til fyrirstöðu að ganga frá samningnum um aðra helgi,“ sagði Rúnar við DV í gær. Auðvelt hjá KA-mönnum Róbert Róberlsson skriiar: „Þetta voru tvö dýrmæt stig í safniö og kemur okkur í fimmta sæti. Við gerðum of mörg tæknimistök og eins var einbeitingin ekki nóg góð. Það er ljóst að við verðum að leika miklu betur gegn FH í næsta leik,“ sagði KA-maðurinn Patrekur Jóhannesson. Leikurinn var jafn framan af en KA-menn náðu undirtökunum í síð- ari hálfleik og unnu öruggan sigur. Leikurinn var aldrei mikið fyrir aug- að, til þess voru mistökin of mörg í leiknum. Bestur hjá KA var Patrekur Jó- hannesson en hjá ÍH var Guðmundur Jónsson markvörður. KA (11-14) 22-29 1-5, 4-5, 5-8, 7-12, 11-12, (11-14). 14-15, 15-19, 17-22, 18-26, 22-29. • Mörk ÍH: Sigurður 5, Jón Þ. 5/1, Ólafur 3, Guöjón 3, Ásgeir 2, Bragi 1, Gunnlaugur 1, Jón Berg 1, Jóhann 1. Varin skot: Guömundur 13, Revin 3. • Mörk KA: Patrekur 8/2, Jóhann 7, Alfreð 5, Valur 2, Erlingur 2, Atli 2, Þorvaldur 1, Helgi, Sverrir 1. Var- in skot: Björn 13. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, sæmilegir. Áhorfendur: Um 160. Maður leiksins: Patrekur Jóhannesson, KA. Stórsigur United Leikmenn Manhester United fóru á kostum í gærkvöldi þegar þeir sigruðu nágranna sina í Manchester City, 5-0, í ensku úrvalsdeildinni. Andrei Kanc- helskis skoraði þrennu í leiknum og hefur nú skorað níu mörk í 13 leikjum. Eric Cantona og Mark Hughes skoruðu sitt markið hvor. Paul Ince var útnefndur besti maður leiksins. Með sigrin- um komst United í annað sæti deildarinnar með 31 stig en Newcastle hefur 33 stig í efsta sæti. Grobbelaar lögsækir Bruce Grobbelaar tilkynnti í gær að hann ætlaði að lögsækja blaðið The Sun vegna fullyrðinga þess um að hann hefði þegið 4 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á úrslit leiks Liverpool og New- castle í fyrra. Eigendur The Sun hafa lagt gögn inn til enska knatt- spyrnusambandsins máli sínu til stuðnings. Blaðið segist hafa und- ir höndum samtal Grobbelaar við góðan vin sinn þar sem fram kemur að ekki er allt sem sýnist. Fjölnir vann Kef lavík Fjölnir vann Keflavík, 28-22, í 2. deildinni í handknattleik. Herrakvöld Fram Herrakvöld Fram verður í fé- lagsheimilinu í kvöld kl. 19.30. Stadan 1. deild karla Valur . 9 8 0 1 214-181 16 Víkingur.. . 9 7 2 1 228-209 14 Aftureld... . 9 6 0 3 230-199 12 Stjarnan... . 9 6 0 3 228-213 12 FH . 9 5 0 4 231-206 10 KA . 9 4 2 3 232-212 10 Haukar . 9 5 0 4 244-241 10 Selfoss . 9 4 2 3 203-214 10 ÍR . 9 4 0 5 206-216 8 KR . 9 2 0 7 191-212 4 HK . 9 1 0 8 202-221 2 ÍH . 9 0 0 9 170-245 0 Samningur undirritaður Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði í gær undir samning við hollenska stórliðið PSV Eindhoven. Samningur Eiðs Smára, sem varð 16 ára gamall í september, tekur gildi l. desember og gildir til 31. júní 1997. Eiður Smári mun dvelja í tíu daga hjá PSV fyrir jól og mun þá meðal annars gangast þar undir lækniskoðun. Eftir áramót byrja svo æfingar af fullum krafti. Ólöf R. Einarsdóttir, móðir Eiðs, var mjög ánægð fyrir hönd sonarins með samninginn. Hún sagði hann hafa verið ungan þegar hann gerðist atvinnuknattspyrnumaður en hún væri mjög bjartsýn fyrir hans hönd. Frank Arnesen, framkvæmdastjóri PSV, og sonarsonur umboðsmanns Eiðs Smára, Roger Prop, komu hingað til lands til að undirrita samninginn. Þeir dvöldu í Reykjavík á aðra klukkustund og héldu síðan rakleitt út á flugvöll aftur. Þeir voru einnig ánægðir með að samningar skyldu vera komnir í höfn og voru vissir um að Eiður Smári ætti eftir að spjara sig vel. Þess má geta að Eið Smára er ekkert að vanbúnaði að halda áfram skólagöngu sinni ytra ef svo ber undir. Á myndinni í aftari röð eru til vinstri Roger Prop og Frank Arnesen. Við borðið situr Eiður Smári á milii foreldra sinna, þeirra Ólafar R. Einarsdóttur og Arnórs Guðjohnsens. DV-mynd GVA Kvennaknattspyma: Laufey meistari í Danmörku Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar: Auður Skúladóttir varð um síðustu helgi danskur meistari í knattspyrnu með liði sínu Fortuna Hjörring. Deildarkeppninni er ekki lokið í Danmörku, ein umferð er eftir en Fortuna hefur íjögurra stiga for- skot á Hortshöj, sem er í ööru sæti. „Þetta er auðvitað mjög gaman. Liðið hefur ekki orðið meistari fyrr en síðustu tíu ár hefur það verið í toppbaráttunni og síðustu þrjú ár hafa stelpurnar fengið silf- ur,“ sagði Auður Skúladóttir í samtah við DV. „Það var gríðarleg stemning fyrir leik- inn gegn Hortshöj á sunnudag. Það voru fimm hundruð manns á vellinum, þar af komu 400 með rútum frá Hjörring. Þegar við komum til baka eftir 2-0 sigur þá var bein útsending í sjónvarpinu og mikil stemning." Auður fór til Fortuna í haust eftir að tímabilinu hér heima lauk, en hún lék með Stjörnunni. „Ég kem heim núna eftir að tímabilinu lýkur hér. Ég hef ekkert ákveðið um framhaldið en ef ég verð á íslandi næsta sumar þá leik ég með Stjörn- unni, annars er allt opið,“ sagði Auður Skúladóttir, nýbakaður danskur meistari í knattspyrnu. Knattspyrna: Ragnar í Grindavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Ragnar Margeirsson ákvað í gær- kvöldi að ganga til Uðs við 1. deildar Uö Grindvíkinga í knattspyrnu. Ragnar átti mjög gott tímabfi með Keflvíkingum á sl. sumri og er tví- mælaust nýliðunum í 1. deUd mikUl styrkur. „Mér líst mjög vel á allar aðstæður hjá Grindvíkingum og bíð spenntur eftir að hefja æfingar sem byrja aö vísu strax í dag. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í 1. deild á næsta tíma- NIÐURSTAÐA bili,“ sagði Ragnar Margeirsson í samtaU við DV. Lúkas Kostic, þjálfari Grindvík- inga, sagði viö DV að GrindavíkurUö- ið væri nú búið að fá til sín einn besta sóknarmann landsins. „Við erum ánægðir með að fá Ragnar i okkar raðir og er alveg ljóst að hann mun klára sinn feril hjá okkur. Við höfum misst Inga Sig- urðsson til Eyja og munum vinna að því að fá kantmann í stað hans,“ sagði Kostic. Hvernig fer leikur ,AÍ.feiíijf Keflavíkur ogGrindavíkur? FOLKSINS 99-16-00 Grindavík Keflavík Landsliðshópur fatlaðra í sundi kom heim frá heimsmeistaramótinu á Möltu í gærkvöldi þar sem keppendurnir stóðu sig frábærlega vel. Uppskera liðsins var 6 gullverðlaun, 9 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun. Sigrún Huld Hrafnsdóttir stóð sig vel að vanda og setti meðal annars tvö heimsmet. Myndin er tekin við komu íslendinganna í flugstöðina í Keflavík seint í gærkvöldi. DV-mynd Ægir Már Landsliðið valið fyrir leikinn á móti Sviss - Ásgeir valdi 17 leikmenn, þar af þrjá markverði Kristófer Sigurgeirsson úr BreiðabUki Markverðir: 21 árs og yngri mætast daginn áður í pg Friðrik Friðriksson, markvörður Birkir Kristinsson, Fram..30 Nyon. Sami 16 manna hópur og lék í ÍBV, voru í gær valdir í landsUðshóp Friðrik Friöriksson, ÍBV..25 Tyrklandi var valinn, og að auki bættist íslands í knattspyrnu, fyrir Evrópuleik- KristjánFinnbogason, KR...... 6 við Guðmundur P. Gíslason úr Þrótti inn gegn Sviss í Lausanne sem fram fer Aðrir leikmenn: R. Þórður Guðjónsson úr Bochum er í á miðvikudaginn. Þeir koma í staðinn Rúnar Kristinsson, KR........43 21-árs hópnum, hann var einnig valinn fyrir Sigurð Jónsson sem er í leikbanni Guöni Bergsson, Val..........58 fyrir Tyrkjaleikinn en dró sig síðan út og Arnór Guöjohnsen sem var skorinn Kristján Jónsson, Bodo.......35 úr hópnum. upp við kviðsliti á mánudaginn. Sigursteinn Gíslason, ÍA......10 Þessir fara til Sviss: Eggert Sigmunds- Asgeir Elíasson valdi 17 leikmenn, eins Hlynur Stefánsson, Örebro.17 son, KA (3), Atli Knútsson, KR (1), Pétur og fyrir Tyrklandsferðina, og þar af þrjá Þorvaldur Örlygsson, Stoke...35 H. Marteinsson, Fram (10), Sturlaugur markmenn. Birkir Kristinsson meiddist Eyjólfur Sverrisson, Besiktas.18 Haraldsson, ÍA (8), Auðun Helgason, FH eftir aðeins 2 mínútur í leiknum í Tyrk- Arnar Gunnlaugsson, Nurnberg.12 (3), Hákon Sverrisson, Breiðabliki (6), landi, eins og kunnugt er, og hefur ekki Arnar Grétarsson, Breiðabliki.21 Lárus Orri Sigurðsson, Þór (12), Pálmi jafnað sig fyllilega. Bjarki Gunnlaugsson, Nurnberg. 8 Haraldsson, IA (2), Eiður Smári Þrátt fyrir 5A) skellinn í Istanbul er Ólafur Adolfsson.ÍA.....3 Guðjohnsen, PSV Eindhoven (2), Ottó greinfiegt að Ásgeir treystir á að þeir Haraldur Ingólfsson, ÍA..........13 K. Ottósson, Stjömunni (1), Kristinn sem þar léku geti staðið sig í þessum Izudin Daði Dervic, KR...........10 Hafliðason, Fram (2), Guðmundur P. erfiða leik í Lausanne, en Svisslendingar Kristófer Sigurgeirss., Breiðabl. 2 Gíslason, Þrótti R. (1), Tryggvi Guð- unnu Svía, 4-2, á dögunum og hafa mundsson, KR (3), Kári Steinn Reynis- sennilega aldrei átt betra landslið en ein- Guðmundurbætistvið son, ÍA (3), Guðmundur Benediktsson, mitt nú. 21 -árs hópinn Þór (4), Þórður Guðjónsson, Bochum (9), Hópurinn er þannig skipaður: Landslið þjóðanna skipuð leikmönnum Helgi Sigurðsson, Stuttgart (8). Ewing hafði betur í einvígi „turnanna" Shaq skoraði 41 stig en NY Knicks fagnaði sigri „Víð vorum alveg að ná þessu í Iokin en þá kom lika þetta fallega skot frá Ewing,“ sagði Shaquille O’Neal, miðherji Orlando Magic, eftir að Orlando hafði tapað fyrir New York Knicks í NBA-deildinni í nótt. Risarnir Ewing og O’Neal mættust og eins og alltaf þegar þessir „tumar“ mætast var tekið vel á og i lokin var það Ewing sem fagnaöi sigri en hann skoraði sig- urkörfuna með langskoti þegar 10 sekúndur voru eftir af leiktíman- um. O’Neal skoraði 41 stig fyrir Or- lando og hefur nú skorað 87 stig fyrir lið sitt i tveimur leikjum. E wing skoraði 24 stig fyrir Knicks. í Los Angeles gerðust þeir merku atburðir i nótt að Atlanta Hawks vann fyrsta leik sinn á leiktíðinni í NBA er liðið mætti Clippers á útivelli. Gengi Atlanta hefur ekki verið verra í aldarfjórðung í upp- hafi leiktímabils í deildinni en nú kann að rofa til hjá liðinu eftir fjóra tapleiki í röð. • Úrsht i NBA-deildinni í nótt: NY Knicks-Orlando........101-99 Ewing 24, Harper 23 ~ O’Neal 41, Hardaway 27. Detroit-Indiana.........112-110 Hill 23, Mills 20/11 - Smits 23. Cleveland-Milwaukee.......108-88 Price 18, Phílls 17. Sacramento-Portland......84-104 Richmond 23 - Robinson 25, Strick- land 16. LA Clippers-Atlanta......91-108 Vaught 20 - Augman 25, Smith 23. Breytingarnar á Laugardalshöllinni fyrir HM '95 Útllt Stækkun stækkun Laugardaishallarinnar rúmast um 900 áhorfendur. Alls mun höllin rúma um 5000 áhorfendur eftir breytinguna. Snið Áhorfendapallar Austurhlið Austur- hlið Stækkun Grunnmynd A Búningsherbergi, vaktmenn B Færanleg sæti, boösgestir C Útdraganlegir bekkir D Útdraganlegir bekkir E Stæði F Færanleg sæti G Leikvangur H Nýtt andyri 20,40 m I Utgangar J Tímavöröur, ritari, varam. K Færanleg sæti L Stæöi M Sæti N Fréttamenn P Ljósvakamiðlar Q Andyri =TÍTOW Kostnaðaráætlun upp á 125 milljónir Framkvæmdir við stækkun Laug- ardalshallarinnar fyrir heimsmeist- arakeppnina í handknattleik eru hafnar. Jarðvegsvinna stendur yfir og lokað útboð fyrir viðbygginguna hefur farið fram. Fimm aðilar buðu í verkið en kostnaðaráætlunin hljóöaði upp á rúmar 125 milljónir. ístak var lægst með um 120 milljónir en Byggðaverk hæst með um 155 milljónir. Auk þeirra buðu Ármannsfell, Trésmiðja Snorra Hjaltasonar og Kristinn Sveinsson í verkiö. Ákvörðun um hvað tilboði verður tekið mun liggja fyrir í næstu viku. Á meðfylgjandi teikningum má sjá hvernig Laugardalshöllin mun líta út eftir stækkunina, en þá mun hún taka 900 áhorfendum meira en áöur, eða í kringum 5.000 manns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.