Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 18
-•-¦-• 26 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 Iþróttir unglinga Islandsmót KEA í handbolta fyrir 5. flokk karla: A-lið Vals vann aftur - FH-strákarnir bestir í keppni B-liða ogKA sigraði í keppni C-liða Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Valsmenn uröu sigurvegarar í keppni a-liða á íslandsmóti KEA í handknattleik fyrir 5. flokk karla sem fram fór á Akureyri síðustu helgi. Valsstrákarnir unnu einnig sigur í þessu móti á síðasta ári og hefur þessi flokkur Vals verið mjög sigursæll undanfarið ár. - í KEA- mótinu tóku þátt 47 lið frá 19 félög- um, leikir mótsins urðu alls 175 tals- ins og í þeim voru skoruð hvorki fleiri né færri en 3584 mörk. Umsjón Halldór Halldórsson I keppni a-liðanna voru 18 lið og léku fyrst í fjórum riðlum. Tvö efstu liðin komust í milliriðla sem voru tveir og að milliriðlunum loknum var leikið um sæti. Þar urðu úrslit þessi: l.-2.Valur-Fram.........................17-16 3.-4. Stjarnan-Grótta..................11-12 5.- 6. Víkingur-FH.....................13-17 7.-8.HK-Fjölnir...........................26-21 9.-10. KR-UMFA.............................5-0 11.-12. Völsungur-ÍR..................24-18 13.-14. Fylkir-Haukar.................23-27 15.-16. KA-Þór, Ak......................13-16 17.-18. UBK-Þór, Ve....................22-12 Hörku úrslitaleikur Úrslitaleikur Vals og Fram í keppni a-liðanna var mjög skemmtilegur og jafn. Mjög oft var jafnt í leiknum en Valsarar yfirleitt á undan að skora og þeir leiddu í leikhléi, 7-6. í síðari hálfleik komust þeir þremur mörk- um yfir en Framarinn Kristján Páls- son, sem skoraði 5 af 6 síðustu mörk- um Fram, sá til þess að framlengja þurfti leikinn eftir stöðuna 12-12. I framlengingunni var jafnt á öllum tölum upp í 16-16 en Valur ávallt á undan að skora. Sigurmark Vals skoraði svo Markús Michaelsson skömmu fyrir leikslok og úrslitin 17-16 fyrir Val. Besti maður Vals var markmaðurinn Ólafur M. Gíslason, en Markús Michaelsson og Snorri Guðjónsson áttu góðan leik. Kristján Pálsson var langbestur í liði Fram. Mörk Vals: Markús Michaelsson 10/2, Snorri Guðjónsson 4, Davíð Höskuldsson 2, Styrmir Hansson 1. Mörk Fram: Kristján Pálsson 7, Daði Guðmundsson 5/3, Níels Bene- diktsson 1, Hrafn Eyjólfsson 1, Brynj- ar Halldórsson 1, Hafsteinn Ingason 1 mark. FH best b-liðanna Sautján lið léku í keppni b-liðanna. Fyrst var leikið í fjórum riðlum, síð- an í tveimur milliriðlum og loks um úrslitasæti. Þar urðu úrslit þessi: 1.-2.KR-FH..................................12-16 3.-4. KA-ÍR......................................7-6 5.-6. Grótta-Valur.........................6-19 7.-8. Hvöt-Stjarnan.....................11-23 9.-10. HK-Þór,Ak........................24-19 11.-12. Völs.-Haukar...................15-11 13.-14. Fram-Fjölnir...................16-12 15.-16. UBK-Aftureld....:..............17-9. KA-sigur í C-liða keppninni Liðin í keppni c-liða voru 12 talsins og léku fyrst í þremur riðlum. Efstu lið riðlakeppninnar léku síðan um 1.-3. sætið, liðin í 2. sæti í riðlunum um sæti 4-6 og liðin í 3. sæti í riðlun- um um sæti 7-9. í leikjunum um efstu sætin sigraði • KA lið ÍR með 25-14 og síðan lið FH með 13-11. ÍR og FH gerðu síðan jafn- tefli 16-16. KA varð í 1. sæti, ÍR í 2. sæti með hagstæðara markanlutfall enFH. Stjarnanátti liðin sem höfnuðu í 4. og 5. sæti og Víkingur hafnaði í 6. sæti. í 7. sæti varð Fram, annað lið KA í 8. sæti og Valur átti lið í 9. sæti. Komumst ekki í stuð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Okkur hefur ekki gengið nógu vel í mótinu vegna þess að við kom- umst aldrei í stuð", sögðu þeir fé- lagarnir Róbert Árni Halldórsson og Bjarni Bjarkason úr Aftureld- ingu en þeir eru í b-liði félags- ins. Afturelding var búin að tapa fyrir FH, Fjölni og Stjörnunni þegar DV hitti þá að máÚ, og voru þeir þó hressir þrátt fyrir að þeim hefði ekki gengið vel. „Við erum á yngra árinu í flokknum og þegar við keppum í þessu móti á næsta ári verðum við miklu betri. Strákarnir í a-liðinu eru ári eldri en við en á næsta ári verðum við bestir, alveg örugglega," sögðu þeir félagarnir úr Mosfellsbænum. Róbert og Bjarni: betri á næsta ári." „Við veröum DV-mynd gk Körfiibolti: Björn í unglinganef nd FIBA A síðasta ársfundi FIBA á Gí- braltar í sumar var Bj örn M. Björg- vinsson tilnefndur af hálfu KKÍ til setu í unglinganefhd - FIBA (European Concil for Basketball for Young People) fyrir kjörtíma- bilið 1994-1998. Það er skemmst frá því að segja að Björn náði kjöri og var um leið fyrsti íslendingurinn sem kemst í nefnd hjá FIBA. Samkvæmt upplýsingum frá FJB A þá koma öU málefní sem geta oröiö unglingum til góðs viö iðkun körfuknattleiks, til dæmís breyt- ingar á reglum, heilbrigði og fleira, til umræðu á fundum nefndarinn- ar. Nefndin heldur einn til tvo fundi á hverju leíktímabili. Fund- imir fara fram í höfuðstöðvum FB3A í Miinchen. Islandsmeistarar Vals í keppni a-liða. Aftari röð f.v.: Jón Halldórsson þjálfari, Fannar Þorbjörnsson, Oavíð Hösk- uldsson, Jóhann Sigurðsson, Markús Michaelsson og Sigurður Sigurþórsson þjálfari. Fremri röð f.v.: Styrmir Hansson, Ólafur H. Gíslason, Snorri Guðjónsson fyrirliði, Birgir Birgisson og Gústaf Þorsteinsson. DV-mynd gk Sigruðum af því við erum bestir - sagöi Snorri Guðjónsson, fyrirliði Vals Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyii „Við unnum þetta vegna þess að við erum bestir, það er svo einfalt," sagði Snorri, fyrirliði a-liðs Vals, þeg- ar hann hafði tekið á móti bikarnum eftir úrslitaleikinn gegn Fram. Snorri var einnig fyrirliði Valsliðs- ins sem sigraði í þessu móti á síðasta ári, en í millitíðinni hefur Valur einn- ig orðið íslandsmeistari og Reykja- víkurmeistari. „Við erum aliir á eldra árinu í flokknum og fórum í 4. flokk eftir þennan vetur. í þessu móti var leikurinn við Fram erfiðast- ur, en við töpuðum samt fyrir Stjörn- unni og það var eini tapleikurinn. En þetta var gott mót," sagði Snorri. Þetta var sárt Framarinn Kristján Pálsson var áberandi besti maður Framliðsins og skoraði t.d. 7 mörk í úrslitaleiknum gegn Val þótt hann væri tekinn úr umferð. „Það er sárt að tapa svona úrslita- leik - en við vorum ekki nógu ein- beittir. Við höfum ekki æft mjög mik- ið að spila á móti liðum sem taka mig úr umferð. Ég er ánægður með 2. sætið þótt það hefði verið betra að vera í 1. sætinu," sagði Kristján, en hann var eini leikmaður Fram sem er á yngra ári í 5. flokki og er sannar- lega efnilegur handboltastrákur þar á ferðinni. Snorri Guðjónsson, fyrirliði Vals, t.v. og Framarinn Kristján Pálsson. Þeir áttu báðir mjög góðan leik. DV-mynd gk ikill handboltaáhugi á Húsavík Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er mjög mikill áhugi á handbolta á Húsavík, það er bara verst að það er enginn meistaraflokkur hjá Völsungi en það verður þegar við verð- um fullorðnir," sögðu Völs- ungarnir Gunnar Dlugi Sig- urðsson og G. Rúnar Jónsson sem kepptu með a-liði Völs- ungs frá Húsavík á KEA- mótinu á Akureyri. „Okkur gekk ekki nógu vel í mótinu. í fyrstu leikjunum töpuðum við fyrir Gróttu og Fram en við unnum Fylki. Þótt það séu 25 strákar sem æfa á Húsavík þá eru miklu fleiri strákar í liðunum í Reykjavík. En viðhöfum enga minnimáttarkehnd gagnvart þeim og verðum betri en þeir eftir nokkur ár," sögðu þeir félagar. Völsungarnir Gunnar og Rúnar, hressir strákar sem ætla i meistaraflokk. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.