Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 37 Þorsteinn Hannesson. fslenska einsöngs- lagið Sýningin íslenska einsöngslag- iö stendur nú yfir í listamiðstöð- inni í Gerðubergi. Á sunnudag man Þorsteinn Hannesson söngvari verða á sýningunni og rabba við sýningargesti um ævi og störf Bjarna Þorsteinssonar Sýningar tónskálds og þjóðlagasafnara. Bjarna er oft minnst sem tón- skálds og þjóðlagasafnara en hann vann íslenskri menningu mikið gagn með söfnun þjóðlaga í sveitum landsins á árunum 1880-1905. Bjarni var lengst af prestur á Siglufirði og er hans oft getið sem föður Siglufjarðar. Auk þess að hlýða á Þorstein má í þjóðlagastofu sýningarinnar sjá íslensk þjóðlög Bjarna Þor- steinssonar og heimildir um þjóð- lagasöfnun hans. Einnig er til sýnis handrit Hymnodiu Sacra sem Bjarni birti í þjóðlagasafn- inu, hluti af þjóðlagasafni danska tónskáldsins og organistans A.P. Berggreens, söngskrár og tón- leikaplaköt Göggu Lund o.fl. Frakkinn Descroisilles, lyfsali í Rouen, fann upp kaffivélina árið 1802. Hellt upp á könnuna Frakkinn Descroisilles, lyfsali í Rouen, fann upp kaffivélina árið 1802. Hún var tveggja hólfa, ann- að hóFið ofan á hinu og sía á milli Skömmu síðar bjó efna- fræðingurinn Ahtoine Cadet til kaffivél úr postulíni. ítalinn Gaggia er hins vegar höfundur svokallaðrar nýjungar í kaffigerð, en hann fann upp es- pressovélina árið 1946. Espresso- kaffi þykir hvarvetna hinn besti kaffidrykkur. Blessuðveröldin Kaffisían Árið 1908 langaði þýsku konuna Mehttu Benz til að bjóða fjöl- skyldu sinni betra kaffi en tíðkast hafði. Hún boraði smágöt á botn á iitlu íláti, klippti síðan út kringlu af rakadrægum pappír og setti á botninn á ílátinu. Að því búnu setti hún ílátið ofan á kaffikönnuna, lét kaffið í það og hellti sjóðandi vatni yfir. Kaffisía hennar þótti skila ágætum drykk og varð þetta upphafið að kaffi- síum sem kenndar eru við þessa konu. Feiti dvergurinri: Laddi og Fánar rokka og róla Þórhallur Sigurðsson, Laddi, mun troða upp ásamt hljómveit- inni Fánum á veitingastaðnum Feita dvergnum í kvöld. Er þetta í annað sinn sem Laddí treður upp með Fánum hjá „þeim feita". Það gerðist fyrst á föstudaginn var og Skemmtanir mæltist svo vel fyrir að ákveðið var að endurtaka uppákomuna. Ladda er óþarfi að kynna en hann er löngu landskunnur fyrir leik sinn, söng grín og glens. Mun Laddi mæta í rokkgallanum, meö munn- hörpuna og sólgleraugun og vænt- anlega leika á als oddi. Hjjómsveit- in Fáriar er skipuð gamalreyndum mönnum úr tónlistarbransanum og hafa þeir spilað á ýmsum skemmristöðum undanfarin miss- eri. Fánar með Ladda i broddi fylkingar. Víðast hálka á fjallvegum Á fjallvegum landsins er víðast hálka. Ófært er vegna snjóa á Lág- heiði, Öxarfjarðarheiði og Hellis- heiði eystri en fært þrátt fyrir snjó á veginum í Oddsskarði og á Fjarðar- Færðávegum heiði. Jeppaslóð er á Mjóafjarðar- heiði. Á veginum frá Kelduhverfi til Kópaskers er vegavinna svo sýna ber aðgát. Astand 13 HSIka og snjör H Vegavinna-aögát @ öxulþungatakmarkanir Annað barn Elínar og Hauks Arnar Drengurinn á myndinni fæddist . nóvember ki. 10.16. Hann vó Barn dagsins 3165 grömm þegarhann var vigtaö- ur og mæláist 49 sentímetrar að Jengd. Foreldrar dréngsins eru Elín Maria Donaldsdóttir og Haufcur Öra Aðalsteinsson. Sá litli á bróð- ur, Davið Má, sem er eins og háifs árs. í loft upp fjallar um óðan sprengjusérfræöing. Óður sprengju- sérfræðingur í loft upp, „Blown away", heitir nýasta mynd Háskólabíós og Sambíóanna. Myndin fjallar um baráttu sprengjusveitar Boston- borgar við kolklikkaðan sprengjusérfræðing sem heldur borginni í heljargreipum með hótunum sínum. Eftír eina sprenginguna gera menn sér fljótlega grein fyrir að sá sem stóð að henni er atvinnumaður, svo hrottaleg þykir aðkoman. Sér- sveitarmaðurinn Jimmy Dove kannast við handbragðið og þykir Kvikmyndahusin sýnt að sprengjunum sé ekki síst beint gegn sér. Hann hafði ungur maður á írlandi neitað að taka þátt í illverkum IRA og flúið vest- ur um haf. Sérsveitarmanninn leikur Jeff Bridges en Tommy Lee Jones leikur spengjusérfræðing- inn. Leikstjóri er Stephen Hopk- ins. Nýjar myndir Háskólabíó: í loft upp Laugarásbíó: Griman' Saga-bíó: Forrest Gump Bíóhöllin: Villtar stelpur Stjörnubíó: Það gæti hent þig Bíóborgin: í blíðu og stríðu Regnboginn: Reyfari Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 260. 11. nóvember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,050 67.250 66,210 Pund 107,430 107,760 108,290 Kan.dollar 49,350 49,540 49,060 Dönsk kr. 11,2240 11,2680 11,3020 Norsk kr. 10,0180 10.0580 10,1670 Sænsk kr. 9,2150 9,2520 9,2760 Fi. mark 14,4090 14,4660 14,4730 Fra. franki 12,7610 12,8120 12,9130 Belg.franki 2,1308 2,1394 2.1482 Sviss. franki 52,4200 52,6300 52,8500 Holl. gyllini 39.1400 39,3000 39,4400 Þýskt mark 43.9100 44,0400 44,2100 It. Ilra 0.04278 0.04300 0,04320 Aust. sch. 6,2300 6,2610 6,2830 Port. escudo 0,4301 0,4323 0,4325 Spá. peseti 0,5272 0.5298 0,5313 Jap. yen 0,68640 0,68850 0,68240 irsktpund 105.550 106,080 107,000 SDR 98,91000 99.41000 99,74000 ECU 83,5200 83,8500 84,3400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan W p5H w W W\ z \Æ1 VT 5 aóM\ W Lárétt: 1 oflofs, 8 þvingun, 9 tré, 10 blett, 11 hreysinu, 14 lyftitæki, 15 kyrrö, 17 handleggs, 19 gála, 21 truflaði. Lóðrétt: 1 blaorar, 2 svæla, 3 plantna, 4 einungis, 5 gisin, 6 meyr, 7 afturenda, 12 fugl, 13 híta, 16 reyki, 18 sjúkdómur, 20 leiðsla. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 lexia, 5 ká, 7 orms, 9 kul, 10 sjúkir, 12 hak, 13 usla, 15 vekring, 18 æfing, 20 ón, 21 siga, 22 gas. Lóörétt: 1 los, 2 erja, 3 ískur, 4 aki, 5 kurl, 6 ál, 8 múkki, 11 vagns, 12 hvæs, 14 sigg, 16 efi, 17 nóa, 19 na.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.