Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1994, Blaðsíða 32
^ sm Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR ~ ÁSKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-B UUGARDAGS- 0G MÁNUDAGSMORGNA FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994. Verkfáll sjúkraliða: Neyðará- stand getur skapast Verkfall sjúkraliða hófst á mið- nætti í nótt eftir að sjúkraliðar höfn- uðu boði ríkis, borgar og sjálfseign- arstofnana um þriggja prósenta launahækkun eftir fimm ára starf á félagsfundi sínum í gær. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkral- iðafélags íslands, segir ekki hafi ver- ið komið meira til móts við kröfur sjúkraliða en í tilboði ríkisins í vor. SjúkraUðar búi sig því undir langt verkfall. Undanþágunefnd sjúkrahða veitti í gær stjórnendum Landakotsspítala undanþágur fyrir sjúkrahða á næt- urvöktum en ekki hafði verið sótt um undanþágur fyrir daginn í dag og áttu því engir sjúkraliðar að koma á vakt í morgun. Málflutningur verð- ur í máli Landakots fyrir félagsdómi á morgun en ekki er búist viö að úrskurður verði kveðinn upp fyrr en eftir helgi. Enginn neyðarlisti er í gildi á Landakoti. Sjúkraliðar gengu út af Borgarspít- ala og Ríkisspítölum í gærkvöld eftir að ágreiningur kom upp um það hvernig túlka bæri neyðarlista í verkfallinu. Formaður Sjúkraliðafé- lagsins segir að stjórnendur spítal- anna hafi viljað nýta starfsfólk sem best með því aö flytja sjúklinga á lok- aðar deildir án þess að sækja um undanþágu. Um verkfallsbrot sé að ræða og því fari máhð fyrir félags- dóm. „Við berum mikið traust til sjúkra- liða að þeir komi hlutunum þannig fyrir að algjört neyðarástand skapist ekki og sjúklingarnir bíði heilsustjón af því. Áhrif verkfallsins koma ekki fram af fullum þunga allra fyrstu dagana en auðvitað getur það ekki dregist til eilífðar. Ástandið verður mjög erfitt þó að 611 brýn neyðarþjón- usta fái undanþágu," segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Sjúkrahðar funda með Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra í dag. Hafrannsóknastofhun: Úthafsrækjukvóti endurskoðaður Hafrannsóknastofnun vinnur nú að endurskoðun á tillögum um há- marksafla af úthafsrækju. Sú krafa hefur komið fram hjá forsvarsmönn- um í rækjuvinnslu að rækjukvótinn verði stóraukinn og í þvi ljósi er Hafró nú aö endurmeta ástand stofnsins. Að sögn Guðmundar Skúla Braga- sonar er að vænta niðurstöðu um helgi. LOKI Gildirnú hiðfornkveðna: Aldreiaðvíkja! Mikið gekk á í málum Guðmundar Arna Stefánssonar í gærkvöld: Tekist á um hvort hann segi af sér - auknar líkur á að hann segi af sér sjálíviljugur Á fundi tíu nánustu samstarfs- manná Guðmundar Árria Stefáns- sonar félagsmálaráðherra í gær^ kvöld var rætt um hvort ráðherr- ann ætti að segja af sér sjálfviljugur eða láta víkja sér úr embætti, Meirihiuti hópsins var þeirrar skoðunar aö Guðmundur ætti að segja af sér sjálfvfljugur. Það myndi bjarga miklu fyrir Alþýðu- flokkinh og auðvelda Guðmundi áframhald í pólitíkinni. Þessum fundi lauk þó án þess að Guömund- ur gæfi það upp hvað hann ætiar aðgera. Heimildir DV herma að eftir þennan fund, ogekki síður samtöl við helstu forystumenn Alþýðu- flokksins í gær, íhugi Guðmundur Arni mjög alvarlega að segja af sér í stað þess að láta víkja sér úr emb- ætö. Ráðherrar og þingmenn Alþýðu- flokksins leggja líka mjög hart að Guðmundi Árna að segja af sér sjálfvihugur og leggur Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur flokksins, hreinlega ofurkapp á það. Þeir benda honum á að ef hann láti víkja sér úr embætti rusti þaö fiokkinn og Guðmundur sjálfur sé búinn að vera í politík. Ýmsir af ættmennum Guðmund- ar leggja hins vegar hart að honum að segja ekki af sér en lata heldur víkja sér úr embætti. Skýrsla Ríkisendursköðunar verður gerð opinber í dag. Sam- kyæmt heimildum DV eru í henni þrjú atriði sem gagnrýnd eru hart. Alvarlegasta gagnrýmn er á starfs- lokasamninginn við Björn Önund- arson lækni. Guðmundur Árni mun hafa vitað um að enga nauð- syn bæri til að gera þann samning. Þá er gagnrýnt hve mikið Sten Jo- hansen fékk greitt fyrir bæklings- gerð fyrir ráðuneytíð. Loks er gagnrýnt að Guðmundur léitaði til frænda síns, Hafnkels Ásgeirsson- ar lögfraeðings, um skýrslugerð. Ríkisstjórnarfundur verður hald- inn fyrir hádegi í dag, en ekki er víst að ákvörðun í þessu máli verði tekin á þeim fundl Guómundur Árni Siefánsson. Sunna Þorsteinsdóttir og Tryggvi Björnsson urðu sigurvegarar í unglingamódelsamkeppninni 1994 í Tunglinu í gærkvöld. Á þridja tug þátttakenda kepptu til úrslita. Sunna og Tryggvi fá tveggja ára samning hjá Módel 79 en þau fengu auk þess ýmsa vinninga. DV-mynd ÞÖK Verkfall hjá Atlanta: Ókleiftað hafastarf- semi hér - segir forstjóri Atlanta „Ef heldur fram sem horfir er með fullu ljóst að félaginu er ókleift að hafa starfsemi sína hérlendis vegna stöðugra hótana Félags íslenskra at- vinnuflugmanna og verkalýðshreyf- ingarinnar um stöðvun á starfsemi félagsins. Það er því næsta skref að flytja starfsemina úr landi," segir Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atianta-flugfélagsins, í tilefni af verkfallsboðun FÍA á öllu flugi Atlanta frá hádegi fbstudagsins 18. nóvember nk. Sex félagsmenn FÍA starfa hjá Atlanta. Stjórn og trúnaðarráð FÍA ákvað á fundi sínum í gærmorgun að boða til verkfallsins. Þá hggur fyrir að verka- lýðsfélög á Suðurnesjum hafa rætt um að grípa til samúðaraðgerða í verkfallinu en ákvarðanir um það hggja ekki fyrir. í tilkynningu frá Atlanta segir að þjóðarbúið verði af tæplega 900 millj- óna króna tekjum ef starfsemi flugfé- lagsins fari úr landi. Veðrið á morgun: Hlýjastá Suðaustur- landi Á morgun verður austlæg átt, allhvóss víða við suðurströndina en annars gola eða kaldi. Suð- austanlands verða skúrir eða dá- lítil súld én léttskýjað annars staðar. Hiti -5 til +5 stig, hlýjast suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 / Merkivélar / Tólvuvogir / Pallvogir / Pökkunarvélar ROKRAS HF. Bíldshöfða 18 B" 671020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.