Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Fréttir Heilbrigðisráðherra um sjúkraliðadeilima: Mat ríkisins að til- ef ni sé til kjarabóta Þjófaríóðagoti gleymdu bílnum Lögreglan í Reykjavik gómaöi tvo innbrotsþjófa aðfaranótt sunnudags sem höfðu brotist inn í bílskúr viö Kaplaskjólsveg. Þegar lögreglan kom á vettvang hlupu þjófarnir í burtu en gleymdu bílnum sínum í óðagot- inu. Eftir skamma stund kom annar þjófurinn til baka og gaf sig fram við lögregluna. Félaginn náðist skömmu síðar. Viö eftirgrennslan í bílnum kom margvíslegur varningur í ljós sem þeir höfðu tekið úr bíl- skúmum og víðar. Máhð var sent til rannsóknar RLR en ekki er um góðkunningja lögreglunnar að ræða. Falsaðurseðill Ungur drengur kom inn í versl- un í Rimahverfi í Reykjavík um miðjan dag á laugardag og reyndi að versla með þúsund króna seðli. Verslunareigandinn sá strax að hér var um falsaðan seð- il að ræða og kallaði til lögreglu. Drengurinn gaf þær skýringar að hann hefði fundið seðilinn. Að sögn lögreglu þótti seðilhnn nokkuð vel gerður en þó var auð- veldlega hægt að sjá að hann væri falsaður. Bflstolið íHraunbæ Bíl var stoUð frá Hraunbæ 6 í Reykjavík milU klukkan sjö og hálftóU' á laugardagskvöld. Um er að ræða vínrauðan Daihatsu Applause, árgerð 1988, með skráningamúmerið JF-645. Þeir sem telja sig vita eitthvað um máUö em beðnir aö hafa sam- band við lögregluna í Reykjavik. Peningumstolið úrstrætisvagni Peningatunnu var stoUð úr strætisvagni þar sem hann stóð við Hlemm í Reykjavík síðdegis á laugardag. Um var að ræða nokk- ur þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu í gær hafði ekki tekist aö hafa hendur í hári þjófsins eða þjófanna. „Eg hef þungar áhyggjur af verk- faUi sjúkraliða og hef rætt við þá og fengið að fylgjast með framgangi verkfaUsins. Mér sýnist því miður ekki-hUla undir það að samningar séu að takast. Ég hef rætt við fjárr málaráðherra og lýst áhyggjum mín- um yfir þessu ástandi en forræðið er náttúrlega í höndum samninga- nefndar ríkisins og fjármálaráðu- neytisins. Mér sýnist því miður að lítiö þokist ef eitthvað er,“ segir Sig- hvatur Björgvinsson heUbrigðisráð- herra um verkfaU sjúkrahða. „Samninganefnd ríkisins segist hafa gert tilboð og bíði eftir gagntU- boði. Sjúkraliðar segja að tílboðið sem þeir hafa fengið sé svo langt frá þeirra hugmyndum að þeir sjái ekki ástæðu til annars en að ítreka sínar kröfur. Ég trúi ekki öðru en aö þaö gangi saman með þessum aðUum því að báðir gera sér grein fyrir hve núk- ið er í húfi. Það er mat samninga- nefndar ríkisins aö það sé tUefni til kjarabóta fyrir þennan láglaunahóp og þá er bara spurningin hvar menn geta mæst,“ segir heilbrigðisráö- herra. Landspítalinn: Áhrifa fer að gætaílok vikunnar -ágöngudeild „Áhrifa verkfallsins er í raun og veru ekki farið að gæta svo mikið vegna þess að allar inn- lagnir nema bráðaimUagnir voru stoppaöar og sjúkUngar útskrif- aðir aðeins fyrr en ella. Það eru helst þeir sem bíða eftir innköll- un sem finna fyrir verkfalhnu til lengri tíma litið en sú pressa er ekki komin strax. Þörfin er lengi að myndast. Við finnum ekki fyr- ir áhrifum verkfaUsins fyrr en í lok þessarar viku,“ segir Guörún Karlsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri á öldrunarlækn- ingadeildum Landspítalans, um áhrif verkfaíls sjúkraUða á starf- semi spítalans. „Bráðavaktin hefur verið mjög róleg þannig að starfsemin geng- ur ótrúlega vel. Fólk er ekki farið að finna fyrir verkfallinu að neinu ráði því að við höfum bara dregið innlagnir og fólk er vant að þurfa að bíða. Fyrir verkfaUiö útskrifuðum við tiu sjúkUnga og tæmdum þannig hálfa deUd með því að taka ekki inn nýtt fólk. Sama gerðist á lyflæknis- og handlækningadeildum. Mesta álagið er á hjúkrunarfræðingana og auðvitað kemur að því að þeir ráða ekki lengur við ástandið," segir hún. Vonasteftir dimi í dag Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í Félagsdómi í dag eða á morgun í máU Landakots- spítala og Sjúkraliðafélags ís- lands vegna ágreinings um neyð- arUsta. Lögmaður Sjúkraliöafé- lagsins leggur fram greinargerð í máU Hrafnistu i Hafnarfirði í dag og fær að öllum líkindum frest tU að vinna greinargerð vegna neyö- arlista á Sunnuhlíð í Kópavogi. Ágreiningur er um hvort gerðir hafi veriö neyðarUstar sem leggja ætti til grundvallar í þessum málum. Kristin Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags ísiands, hitti Sighvat Björgvinsson heilbrigðisráðherra fyrir helgi og skýrði honum frá helstu kröfum sjúkraliða. Engin skýr niðurstaða fékkst á fundinum en heilbrigðisráð- herra hefur rætt málið viö fjármálaráðherra og telur aö tilboð samninganefndar ríkisins upp á þriggja prósenta launahækkun sýni aö ríkið telji ástæðu til kjarabóta fyrir sjúkraliða. DV-mynd ÞÖK í dag mælir Dagfari Guðmundur góði Það fór svo sem þjóðin vUdi. Guð- mundur er hættur. Tók hnakk sinn og hest og kvaddi kóng og prest. Nú hefur verið hamast í því í marga mánuði að Guðmundur Árni segði af sér. Þar hefur maður gengið undir manns hönd. Sam- starfsmenn hans í Alþýðuflokkn- um hafa lagt að honum, á Alþingi hefur verið þrýst á hann og siða- postular þjóðarinnar hafa ekki unnt sér hvíldar við að bola Guð- mundi Áma úr embætti. Guömundi Áma er boriö á brýn aö hann hafi verið siðlaus í emb- ættisfærslum sínum. Hann var hjálpsamur við frænkur sínar sem er auðvitað hið alvarlegasta mál. Guðmundur Árai borgaði mönn- um laun sem vitaskuld var höfuö- synd. Ráðherrann leyföi aðstoöar- manni sínum að sitja í nefndum sem vom þar að auki launaðar. Það hefur aldrei gerst áður að því er skiija má af umræðunni. Alvarlegasti glæpur Guðmundar Árna er þó sá að hafa staöið fyrir hstahátíð í Hafnarfirði sem ekki bar sig fjárhagslega. Það er ægileg- ur verknaður og hefur verið til umíjöllunar í bæjarstjórn Hafna- fjarðar og í fjölmiðlum nær látlaust undanfama daga. Guðmundur sat ekki í stjórn þessarar listahátíðar og var ekki framkvæmdastjóri hennar og hann kom heldur ekki fram á listahátíðinni, nema sem hver annar gestur. Það breytir hins vegar ekki því að Guðmundur er talinn bera fuha ábyrgð á þeirri fjármálaóreiðu, sem hann kom hvergi nærri, og þetta getur þjóöin ekki fyrirgefið Guðmundi, frekar en önnur góð- verk og óviljaverk sem hann hefur drýgt. Ríkisstjómin hefur algjörlega verið lömuð vegna nærveru Guð- mundar Árna og Alþýðuflokkur- inn er að hrynja saman í ekki neitt. Þessir menn eru hættir að geta mætt á fundum þar sem Guðmund- ur Ámi sést. Það sem er þó sýnu verst er sam- viska þjóðarinnar sem er að naga hana í sundur. Þjóðin þolir ekki að horfa upp á að Guðmundur Ámi skuh hafa verið ráðherra með allar þessar syndir á bakinu. Þjóðin er góðu vön. Hún hefur haft heiðar- lega, samviskusama og siðprúða stjórnmálamenn um langan aldur og veit ekki til þess að þeir hafi nokkru sinni gerst brotlegir gagn- vart almennu siðgæöi. Þjóðin vih heilsteypta og grandvara ráðherra sem aldrei gera neinum greiða og aidrei koma nálægt fjármálaóreiðu og því er það sem hin íslenska þjóö, með dyggri hjálp fjölmiðla, hefur látið reiði sína og hneykslan bitna á Guðmundi Áma Stefánssyni. Það er þessi þjóðarkrafa, þessi þunga alda réttlætis og siðgæðis, sem nú hefur knúið Guðmund Árna til afsagnar. Nú hlýtur Alþýðuflokkurinn að ná sér á strik. Þegar varaformaður flokksins er ekki lengur til trafaia fyrir flokkinn og hefur dregið sig í hlé frá pólitíkinni er von til þess að kratar nái vopnum sínum. Vara- formenn em ágætir ef þeir skipta sér ekki af póhtík. Ef þeir sitja ekki í ríkisstjóm. Ef þeir sneiða hjá því að draga flokkinn sinn niður í svað- ið. Þá eru þeir ágætir. Þetta hefur Guðmundur Ami gert og nú má telja öruggt að hann verði endur- kjörinn varaformaöur á næsta flokksþingi, vegna þess aö hann hlýtur að afla sér mikilla vinsælda meöal flokksmanna með því að hætta að skipta sér af pólitík. Ríkistjórnin hlýtur líka að ná sér á strik eftir að hún losnaöi viö skemmda ephð. Nú sitja siðprúðir og silkihreinir ráöherrar eftir í rík- isstjóm Davíös Oddssonar, ráð- herrar, sem enginn blettur hefur falhð á og geta þvegið hendur sínar af syndum og afglöpum Gumúndar Áma. Svo ekki sé nú talaö um Guð- mund Áma, sem hefur gert stjóm- inni, flokknum og þjóðinni þann greiða, að hætta sem ráðherra. Hér eftir verður hann kallaður Guð- mundur góði. Það er góður maður sem tekur tilht til þjóðarinnar og játar af iðrandi yfirbót. Sá maöur hefur hreina samvisku enda hefur Guðmundur alltaf haldið því fram að hann hafi hreina samvisku. Hann hefur ekkert gert af sér. Hann er bara að gera það fyrir flokkinn og þjóðina að segja af sér. Höfðinglegra getur það ekki ver- ið. En hvað gerir maður ekki fyrir málstaðinn? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.