Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 5 Fréttir ■ ■ Banaslys sem varð við gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka 1993: Okumaður dæmdur fyrir manndráp af gáleysi - hlautsektogvarsvipturökuréttindmníhálftár Héraðsdómur Reykjavíkur svipti í liðinni viku 31 árs Reykvíking öku- réttindum í 6 mánuði og dæmdi hann til að greiða 40 þúsund króna sekt fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og „borið nokkra sök“ á dauðaslysi við gatnamót Vest- urlandsvegar og Höfðabakka í nóv- ember 1993. Maðurinn ók jeppabíl sínum, sem var með tengivagni aftan í, að gatna- mótunum snemma að morgni í myrkri og bleytu. 68 ára karlmaður gekk framfyrir kyrrstæðan bíl sem beið eftir grænu beygjuljósi við gatnamótin en jeppanum var ekið áfram á móti grænu ljósi. Ökumað- urinn sá manninn hlaupa af staö og síðan framfyrir bíl sinn sem var á talsverðri ferð, of mikilli að mati dómsins. Ökumaöurinn reyndi að beygja bíl sínum í burtu til að afstýra slysi en það tókst ekki. Roskni mað- urinn lenti meðal annars með höfuð- ið á bílnum, kastaðist upp og rann síðan á bakmu inn að gatnamótun- um. Maðurinn var talinn hafa látist nánast samstundis og hlaut hann mikla áverka. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ökumanninum hefði borið að draga úr hraða þegar hann sá manninn og bíll hans nálg- aðist gatnamótin. Hann hefði hins vegar ekið hiklaust áfram að gatna- mótunum, svo hratt að honum gafst ALLT fyrir GLUGGANN úrval, gæði, þjónusta Rúllugluggatjöld sérsniðin fyrir hvern glugga eftir máli. Margar gerðir af dúk í mögum litum. Sendum í póstkröfu um land allt Síðumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870 - 688770 Álnabær Keflavík Gluggatjaldaþjónustan Akureyri Lækjarkot Hafnarfjörður Báran Grindavík S.G. Búðin Selfoss Stoð Þorlákshöfn Brimnes Vestmannaeyjar Saumahornið Höfn Skagfirðingabúð Sauðárkrókur Torgið Siglufjörður Húsgagnaloftið ísafjörður Litabúðin Ólafsvík Málningarbúðin Akranes ekki ráðrúm til aö stöðva jeppann þegar hinn gangandi vegfarandi lagði af stað í veg fyrir bifreiðina. I málum sem þessum, þar sem um dauðaslys er að ræða, eru ökumenn sem hlut eiga að máli oftast ákærðir fyrir gáleysisakstur og þar með manndráp af gáleysi. í sumum tilfell- um er auk sektar og ökuleyfissvipt- ingar dæmd skilorðsbundin refsivist. í framangreindu tilviki kom slíkt ekki til álita þar sem dómurinn taldi ökumanninn ekki hafa borið nema takmarkaða sök á hinu hörmulega slysi. HYunnni Aöeins fyrir þá ,nn h,.. Frábærir aksturseiginleikar Elantra hafa komið mönnum á óvart í reynsluakstri. Líttu við, taktu einn hring í rólegheitum og felldu þinn eigin dóm. 126 hestöfl • Vökva- og veltistýri • Rafdrifnar rúður og speglar • Samlæsing • Tölvustýrt útvarp, segulband • 4 hátalarar sem kjósa fallegan, kraftmikinn og rúmgóðan bíl með frábæra aksturseiginleika og á góðu verði Verð frá 1.379.000,- kr. á götuna! NYunoni ...tíl framtidar ARMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um Iand allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.