Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 7 Fréttir Meint verkfállsbrot á Landspítala og Borgarspítala: Hjúkrunarfræð- ingar taka vaktir á lokuð- um deildum - hýrudrattnr út 1 hött, segir forstjóri Ríkisspítala „Viö höfum orðið varar við verk- fallsbrot á sjúkrastofnunum, sér- staklega á sjúkrahúsum þar sem eru deildar meiningar um það hvort sjúkraliðar hafi átt að mæta á ákveðnar deildir eða ekki. Við teljum að stjórnendur spítalanna eigi að hafa samráð við okkur um val á opn- um deildum í samræmi við neyöar- Usta. Stjómendur Ríkisspítala og Borgarspítala hafa hins vegar tekið þá stefnu að sækja ekki um undan- þágu fyrir sjúkraliða og fá frekar hjúkrunarfræðinga á aukavaktir. Við túlkum þetta sem verkfaUsbrot og höfum farið fram á viöræður við stjórnendur Borgarspítala vegna þessa," segir Kristín A. Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkraliöafélags ís- lands. Ágreiningur er milU forráðamanna Ríkisspítala og Sjúkraliðafélags ís- lands um það hvernig túlka beri svo- kallaða neyðarlista þar sem fram kemur að tvær deildir af þremur í Hátúni eigi að vera opnar í verkfalU. Formaður Sjúkraliðafélagsins segir að stjómendur spítalanna taki ein- hliða ákvörðun um það hvaða deild er lokað auk þess sem þeir hafi ætlað að hafa 86 rúm opin á deild sem átti að vera lokuð. Sækja berium undan- þágu fyrir sUkt. „MáUn eru leyst með öðru starfs- fólki á defidum þar sem sjúkraliðar eiga að mæta en hafa ekki gert það. Við höfum alltaf verið afar gætin í því að fara að lögum og reglum í sam- skiptum okkar við starfsfólk í verk- föllum en báðir aöilar verða að fara eftir lögum. Sjúkraliðar kjósa að mæta ekki í vinnu á neinni deildanna í Hátúni þó að skýrt standi í lögum að tvær deildir eigi að vera opnar. Engu máU skiptir hvaða deildir það eru. Þá er það gjörsamlega út í hött að stærsti vinnuveitandi landsins hóti starfsfólkinu hýrudrætti fyrir vinnu í verkfalU," segir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala. Á samningafundum ríkisins og sjúkraliöa um helgina var ekkert rætt um launakröfur en nokkuð þok- aðist í nefndavinnu um réttindamál sjúkraliða á landsbyggðinni og menntunarmál sjúkraUða almennt. Nýr samningafundur hefur verið boöaður fyrir hádegi í dag. IPD ekki samið við Caterpillar Vegna fréttar í DV 26. október síð- astliðinn á bls. 11 um Sigurgeir Skímisson, véltæknifræðing og fyrr- um framkvæmdastjóra Bætis, sem hefur verið ráðinn af bandaríska varahlutaframleiðandanum IPD, Industrial Parts Depot, til að koma upp Evrópuumboöi í Danmörku, vill Sigurgeir koma eftirfarandi leiðrétt- ingu á framfæri: „Ég er ráðinn af IPD en ekki Bæti hf. Tölur um fjölda skipavéla, sem Bætir hefur komið upp varahlutum í, em á misskilningi byggðar og ekki réttar. Þá hefur IPD aldrei samið við bandaríska vélaframleiðandann Cat- erpillar um framleiðslu varahluta fyrir sig eða aðra vélaframleiðendur sem minnst er á í umræddri frétt. Einnig er rétt að undirstrika að IPD framleiðir eingöngu varahluti í dísfi- vélar." SqÓNvnRPsmiÐSTÖÐiN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 68 90 90 LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐfl VALDfl ÞÉR SKAÐfl! yujgERDAR „Heimilislínan býður upp á fjölbœyttar sparnaðarleiðir svo sem spariáskrift á verðbréf, Stjömubók, Húsnæðisspam- aðarreikning og margt fleira." Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur Þjónusturáðgjafar Búnaðarbankans aðstoða þig við að fínna bestu ávöxtunarleiðina. Stjörnubók og Húsnæðissparnaðar- reikningur gefa mjög góða ávöxtun og eru tilvaldir sparnaðar- reikningar fyrir þá sem vilja koma sér upp eigin lífeyrissjóði eða varasjóði. Pantaðu tíma hjá þjónusturáðgjafa í næsta útibúi eða hringdu ogfáðu upplýsingar í síma 91-603272 __ BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS HEIMILISLINAN - Einfaldar fjármálin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.