Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Stuttar fréttir Utlönd Uppgjöf flugræningja Alsírskir flugræníngjar gáfust í gærkvöldi upp á flugvéllinum á Mallorca. Engan sakaði. ÞakkarReaganallt Mikhail Gorbatsjov, fyrrum Sovét- fprseti.sagðiað án Ronalds Reagans og síð- ar Georges Bush í Hvíta húsinu hefði kalda stríðinu ekki lokið svo farsællega sem raun bar vitni. Gorbatsjov sagðl þetta á friðarfundi méð Bush á ítalíu í gær. Serbarskammaðk : Örygglsrað SÞ skoraði í gær á Serba í Króatíu að halda sig utan átakanna í Bosníu. SlaguriLíbanon PalestinsMr skæruhðar börð- ust við ísraelska hermenn í Suð- ur-Líbanon í gær. Nokkrir féilu úr hvoru hði. FríðartónnfráHamas Einn leiðtogaHamas-skærukða mæltí í gær gegn vopnuðum átök- um á Gaza-svæöínu. Stjórnfærgálgafrest írska rikisstjórnin fékk í gær tyeggja sólarhringa gálgafrest. Ösættí er mikið í stjórninni. Tekjuskatturinn stendur Bandarískir repúblikanar eru tíættir við að afnema tekjuskatt eins og lofað var í kosningunum. Berlusconlíhættu Ríkisstjórn Berlusconis á ítaliu gæti fall- ið í dag i kosn- ingutn á þingi um fjárlaga- frumvarpið. í frumvarpinu ergertráðfyrir mikl- um niðurskurði og hefur komiö tíi fjbldamótraæla áítalíu. Grammforseti? Phil Gramm, öldungadeildar- þingmaður repúblikana fyrir Texas, ætlar í forsetaframboö ár- ið 1996. ClintonýtiráGATT Bill Clinton Bandarikjaforseti segir að öllu skiptiað þingið sam- þykki GATT-samningínn. Hættaþróunarhjálp Norðmenn hafa hætt þróunar- hjálp við Tansaníu vegna spDl- ingar í landinu. ESB-merkiáfjallinu Já-og nei-menn í Noregj berjast um aðkoma merkjum sínum fyr- ir á fjalii við Tromsö. Verðstöðvunáolíu? Innan ÖPEC er nú rætt um sex mánaða verðstöðvun á oiíu. Kohlekkiöruggur Ekki er enn víst hvort Helmut Kohl verður áfram kanslari Þýskalands. Ekkierbúiðað semja um frainhald stjórnarsamstarís kristUegra demókrata og frjálsra demókrata. Kóngur talar viðpresta Haraldur Noregskonungur ávaipaði í gær kirkjuþing og mæltí með ðflugra starfi kirkj- unnar. Beuter,NTBpgEit«a(j Margareta Winberg, ráðherra í sænsku ríkisstjórninni, ók sigurviss með mann sinn, Jörn Svenson þingmann, til kjörfundar í Stokkhólmi í gær. Hún og annar ráðherra í stjórn Ingvars Carlsson voru á móti ESB-aðild en varð ekki að ósk sinni. Sviar samþykktu að ganga í sambandið með nokkrum mun en þó minni en fylgismenn aðildar vonuðu í gær. Simamynd Reuter Svíar samþykktu naumlega í þjóðaratkvæði að ganga í Evrópusambandið: Þetta er stór dagur í sögu þjóðarinnar - sagði Ingvar Carlsson en leyndi vonbrigðum með hve naumur sigurinn var „Þetta er stór dagur í sögu sænsku þjóðarmnar," sagði Ingva Carlsson, fosætisráðherra Svíþjóðar, þégar fyrir lá í gærkvöldi að landsmenn hefðu samþykkt að ganga í Evrópu- sambandið, ESB. Ursht þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í gær urðu að 52,2% sögðu já en 47,8% nei, skiluðu auðu eða gerðu ógilt. Carlsson fór þó ekki dult með að hann vonaðist eftir stærri sigri. Það hafði og áhrif á stemninguna á sigur- stundinni að fyrstu spár sjónvarps- stöðva bentu til að úrslitin yrðu af- gerandi. Lengst komust spámennirn- ir í að fmna út að 60% kjósenda hefðu sagt já. Það reyndist ekki á rökum reist. Sigurinn er líka ótrúlega lítill þegar haft er í huga að ráðandi öfl á öllum sviðum þjóðfélagsins beittu sér mjög ákveðið fyrir inngöngu. Þá vöru margir forystumenn andstöðunnar hikandi og töluðu um að fresta aðild en mæltu ekki alhr eindregið gegn henni. Því höfðu srjórnmálaskýrend- ur á orði í gærkvöldi að Svíar hefðu ákveðið að ganga í ESB gegn vilja þjóðarinnar. Þegar í gærkvöldi bárust sænsku I Urslitin Svíþjóö Andvigir ái|lynntir 46,9% 52,2% Auöirog ógildir 0,9% ríkisstjórinni heillaóskir frá leiðtog- um fjölmargra ESB-ríkja. Voru Svíar boðnir velkommr í sambandið og mikilli ánægu lýst með að þessi skyldi niðurstaðan. Þá hafa forystumenn í sænsku at- vinnulífi lýst ánægju sinm en mál- flutningur þeirra vó þungt í kosn- ingabaráttunni. Þeir hótuðu að flytja rekstur fyrirtækja sinna úr landi ef Svíar ætluðu að hafna aðild. Var þá spáð vaxandi atvinnuleysi með hækkandi vöxtum og verðbólgu. Þetta sló m.a. vopnin úr höndum launþegahreyfingarinnar. tt Þjóðaratkvæðagreiöslan í Svíþjóð: Hræðsluáróðurinn hreif á síðasta degi Sænskir kosningasérfræöingar eru sammála um að hræðsluáróður stjórnvalda, atvinnurekenda og fjölmiðla hafi ráðið úrshtum í þjóðar- atkvæðagreiðslu Svía um ihn- gönguna í Evrópusambandið, ESB. Ingvar Carlsson forsætisráðherra sagði í gær að ekki hefði mátt vænta sigurs ef kosið hefði verið nokkrum dögum fyrr. Á lokasprettinum sýndu skoðanakannanir að fylgjendur að- ildar voru komnir í nauman meiri- hluta. Sá munur var enn á þegar tal- ið var upp úr kjörkössunum í gær. Allir helstu fjölmiðlar Svíþjóðar studdu inngönguna og í þeim voru afleiðingar þess að standa utan ESB ítarlega raktar dagana fyrir kosning- ar. Þetta virðist einkun hafa haft áhrif á gamla fólkið því kannanir sýna að það studdi aðudina í ríkari mæk' en lengi var tahö. Sýndi sig þar að Svíar eru varkárir og niðurstaða margra var að minnst áhætta fylgdi því að ganga í ESB. TT Komandi þjóðaratkvæðagreiðsla í Noregi: Sænska já-ið er eina haldreipi Gro Harlem „ESB-sinnar munu nú hefja gríð- arlegt áróðursstríð. Sænska já-ið er eina haldreipi Gro Harlem," seg- ir Erik Solheim, formaður Sósíal-' íska þjóðaröokksins í Noregi og einn fremsti leiðtogi andstæðinga Evrópusambandins. Norðmenn eru almennt sammála um að þetta mat sé rétt.Til þessa hefur rikisstjórn Gro Harlem ekki náð að sannfæra meirihluta lands- manna um að rétt sé að ganga í sambandið, Síöustu daga héfur straumur kjósenda meira að segja legiö til andstæðinganna. Skoðanakannanir hafa þó ítrekað sýnt að Norðmenn láta sig miklu varða hvað Sviar gera og nú liggur fyrir aö þeir verða koranir í ESB um áramót. Gro getur þá hamrað á því næstu tvær vikurnar aö Nor- egur einangrist utan ESB. Norskir andstæðingar ESB sögðu í gær að úrslitín í Svíþjóð væru vissulegamikil vonbrigði en kæmu þ6 ekki á óvart. NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.