Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Síða 9
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 9 Utlönd VERO mODA bjargað í dýrri „Hann verður farinn að hlaupa um og gelta eftir nokkra daga,“ sögðu skurðlæknar á háskóla- sjúkrahúsinu í Saskatchewan i Kanada þegar þeir litu upp frá sjúkrabeði flækingshundsins Bohbys að lokinní sex klukku- tíma skuröaðgerð í gær. Fimm læknar unnu verkið en Bobby var nær dauða en lífi vegna hjartagalia. AHri nýjustu tækni var beitt og eru vonir góðar um að Bobby, sem er ársgamall, haldi lifi. Uppátæki þetta befur þó vakið meiri reiöi en hrifningu í Kanada. Hundavinir fundu Bobby á flæk- ingi fyrir skömmu og komust að því að hann var eini svissneski smalahundurinn í gjörvöllu rík- inu. Því var lögð svo rík áhersla á að bjarga lifl hans, Gagnrýnendum þykir lúns veg- ar yfirgengilegt að eyða orku fær- ustu sérfræðinga í hund þegar útigangsböm deyja dag hvem á götum sórborga landsins. Fékkekkifrið fyrirbónorðum „Carlos hringdi í mig á hverjum degi og bað mig að giftast sér,“ segir hryðju- verkakonan Sami Andrews sem nú er í fangelsi í Noregi eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni i sautján ár. Andrews segir að Carlos hafi frétt af sárum hennar í frægu flugráni sem endaði í skotbar- daga í Sómalíu. Eftir það var hún flutt á sjúkrahús í Tékkóslóvakíu og þar haíði Carlos uppi á henni. Ekki tókust ástir raeð þeim hryðjuverkahjúunum en örlögin hafa hagað því svo að þau lentu bæði bak viö lás og slá nú síðla árs bg bíða dóms. Tölvujöfurinn keypti dýrasta handritið Nú er upplýst að það var Will- iam Gates, stjórnarformaður og aðaleigandi tölvufyrirtækisins Microsoft, sem keypti handrit með teikningum Leonardos Da Vincis á uppboði um helgina fyrir rúma tvo milljarða íslenskra króna. Gates er einn af ríkustu mönn- um veraldar. Hann hyggst lána handritið á söfn svo almenningur fái notið dásemdanna. í handrit- inu er m.a. að fmna teikningar Leonardos af kafbát og gufuvél, Sameinuðu þjóðirnar eru leppurKananna Það á að leggja Samcin- uðu þjóðirnar niður. Þessi stofnun er ekk- ert annað en leppur fyrir bandaríska ut- anrikisráðu- neytið," sagði rússneski þjóðem- issinninn Vladimír Zhíiinovski i heimsókn í aðalstöðvar samtak- anna í gær. Kappinn hefur átt í erfiðleikum með að draga að sér atíiyglina í Bandaríkjaferð sinni og hefur nú gripið til stóryrða effir að engiim viidi heyra álit hans á alþjóðamálum. Díana prinsessa staðfestir ítök sín í Buckhinghamhöll: Prinsafóstran dæmd í skírlvf i - fóstran má ekki eiga samneyti við karla á meðan hún passar Díana prinessa hefur fengið því framgengt að konan sem gætir prins- anna, sona hennar, meðan þeir eru hjá Karh föður sínum má ekki eiga samneyti við karla á meðan hún gegnir þessu starfi. Stríð hefur staðið síðustu daga milli Karls og Díönu um störf kon- unnar og er nú loks fengin niður- staða í máhð; skírlífi eða atvinnu- missir. Þetta þykir ýmsum harður dómur én sannar að Díana hefur enn sterk ítök í Buckhinghamhöll og get- ur sett skilyrði sem embættismenn drottningar fara eftir. Kona þessi heitir Tiggy Legge- Bourke. Hún er 29 ára að aldri og ógift. Hún hefur fallist á hinn kon- unglega úrskurð og ætlar ekki að líta karla hýru auga á meðan hún er í fórstrustarfinu. Hefur hún m.a. flutt úr íbúð sinni til að koma í veg fyrir Díana prinsessa óttast að prinsarnir verði henni fráhverfir. gróusögur og óþarfa eftirlit fjöl- miðlamanna. Breskir fréttaskýrendur eru sam- mála um að mál þetta eigi ekki rætur í meintu karlafari Tiggy heldur finni Díana til afbrýðisemi vegna þess hve hændir prinsamir eru að fóstru sinni. Hún ber hina konungbomu ungsveina á höndum sér þegar Karl á í raun og vem að annast þá. Prins- arnir em aðeins með föður sínum stutta stund hvern dag. Þá mun Díönu hafa mislíkað að Tiggy hefur kallað prinsana ,;babi- es“ þótt þeir séu tíu og tólf ára. Það telur Díana óþarfa og vill að synir hennar fái karlmannlegra uppeldi. Harður heimur bíður þeirra á ungl- ingsárunum og því eins gott að venja þá strax við nokkra harðneskju. Reuter flyturfrá ^ « Laugavegi 8j|;§ að Laugavegi 95 ftmmtuá p. nóy. ■ ÓfrulegíS§ opnunqtiilboð!!! VERONÍODA Laugavegi 95 s. 21444 William skal hann heita. Hillary Clinton forsetafrú hefur vakið óskipta að- dáun í Indónesiu og láta mæður börn sin heita í höfuðið á forsetanum. Simamynd Reuter Bill og Hillary Clinton í umdeildri Asíuferð: Börnin heita í höfuðið á forsetanum góðlega Alþýða manna í Indónesíu hefur tekið bandarísku forsetahjónunum, Bill og Hillary CUnton, með kostum og kynjum í Asíuferð þeirra. Ungar mæður láta böm sín heita í höfuðið á þeim og segjast ekki hafa séð gæða- legra fólk. Hrifningin nær þó ekki svo langt sem stjómvöld í ríkinu \dldu. Stúd- entar hafa notaö tækifærið til að minna á margendurtekin mannrétt- indabrot á eyjunni Tímor þar sem stjóm Indónesíu fer með völd í skjóh hersins. Fjöldi stúdenta hefur hreiðrað um sig á lóð bandaríska sendiráðsins í Jakarta og krefst þess að Clinton beiti áhrifum sínum til að andófs- mönnum verði sleppt úr fangelsun- um. CUnton haföi og vonast til að öll athyglin beindist að efnahagssam- vinnu á austurhveli jarðar. Það var tilefni ferðarinnar til Indónesíu. Nú verður hann að standa í ströngu við að móðga ekki gestgjafann Suharto forseta en muna samt mannréttinda- brotin. Reuter VIRKA Nýkomið Þykku flísefnin margeftirspurðu, dúkkubókin frá Goose- berry, bútasaumsefni, fondurtroó, tölur, bútasaumsreglu- stikur o.fl. o.fl. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní kl. 10-14. f VIRKA Mörkinni 3, sími 687477 (við Suðurlandsbraut) Mjódd og Lynghálsi 10 Reykjavik Furuvöllum 1 Akureyri Stillholti 16 Mjallargötu 1 Akranesi ísafirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.