Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Fréttir Framboðsmálin í Norðurlandskjördæmi eystra: Samkrull Þjóðarf lokks og Jóhönnu gæti valdið usla Framboösmál stjórnmálaflokk- anna á Norðurlandi eystra vegna kosninganna til Alþingis eru mjög mislangt á veg komin. Þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir að breytingar verði miklar í efstu sætum á listum flokkanna í kjördæminu er ýmis- legt sem veldur því að á sumum bæjum fara menn sér hægt. Þar spilar ýmislegt inn í, og e.t.v. ekki síst hvað Þjóðarflokkurinn muni gera, hvort hann býður fram einn og sér, hvort hann verður í slagtogi með Jóhönnu Sigurðardóttur og óvissan tengist vissulega því ástandi sem nú ríkir í Alþýðu- flokknum. Arm' Steinar Jóhannsson, form- aður Þjóðarflokksins, verst allra frétta af hugsanlegu framboöi með Jóhönnu. Vitað er að viðræður þeirra hafa átt sér stað og mun engum dyrum hafa verið lokað varðandi sameiginlegt framboð. Árni Steinar skipaði efsta sæti á lista Þjóðarflokksins í kjördæminu við kosningarnar 1991. Hann fékk góða kosningu og vantaöi ekki nema herslumuninn að komast inn á þing. Vitað er að hann hefur per- sónufylgi í kjördæminu og með öflugan lista þar.sem sterkir „Jó- hönnumenn" væru í baráttunni ásamt honum gæti slíkur listi náð góðri útkomu. Þá hefur Svanfríður Jónasdóttir, alþýðubandalagsmað- ur og forseti bæjarstjórnar á Dal- vík, verið sterklega orðuð við þetta framboð en hún hefur hvorki viljað játa né neita því að slíkt standi til. Kratar í vanda Mál Þjóðarflokksins og Jóhönnu tengjast ekki síst framboðsmálum Alþýðuflokksins í kjördæminu og þeir kratar sem DV hefur rætt við eru á einu máli um að flokkurinn sé í mjög miklum vanda. „Ég get ekki séð að það sé neinn áhugi meðal flokksmanna á því að gefa kost á sér á lista flokksins eins og ástandið er í dag. Þaö er ekki ein- ungis óvissa vegna hugsanlegs framboðs Jóhönnu, heldur vilja Sigríöur Stetánsdóttir. Tekur hún 2. sætið á lista Alþýöufaandalags? Fréttaljós menn sjá hvernig málefni flokksins þróast áður en þeir fara að gefa upp hugsanlegan áhuga sinn á fram- boði," sagði einn af forsvarsmönn- um kratanna í kjördæminu. Ekki er annað vitað en að Sigbjörn Gunnarsson, eini þingmaður flokksins í kjördæminu, fari í fram- boð að nýju og án efa verður ekki hróflað viö honum þar. Vandamál kratanna verður fyrst og fremst að fullmanna lista sinn. Halldór sterkur Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo þingmenn við kosningarnar 1991, Halldór Blöndal og Tómas Inga Olrich. Þeir munu áfram skipa efstu sæti listans og Svanhildur Árnadóttir verður áfram í 3. sæt- inu. Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrir nokkrum árum í nokkrum vanda í kjördæminu, sem opinberaðist ekki síst er kom að sveitarstjórnar- málunum. Það er hins vegar stað- reynd aö Halldór Blöndal þykir hafa staðið sig vel í embættum samgöngu- og landbúnaðarráð- Arni Steinar Jóhannsson. Fram- boð Þjóóarflokksins og „Jóhönnu- manna" með hann í 1. sæti gæti orðið sterkt. Jóhannes Geir Sigurgeirsson er sagöur vilja tryggja sig í sessi og fá 2. sætið hjá Framsókn. Halldór Blöndal er talinn hafa staðið sig vel og geta seilst ettir atkvæðum inn í raðir framsóknar- rríánna. herra og hefur vaxið mjög í áliti margra fyrir þau störf. Er jafnvel talið að Halldór gæti seilst eftir at- kvæðum inn í raðir framsóknar- manna. Þá gekk „hávaðalaust" að koma saman framboðslistanum nú og rennir það frekari stoðum undir bjartsýni sjálfstæöismanna um gott gengi í vor. Prófkjöri hafnað Framsóknarmenn voru sigurveg- Sigbjörn Gunnarsson. Erfiðleikar Alþýðuflokksins á landsvisu vaida erfiðleikum heima í héraði. arar kosninganna 1991 á Norður- landi eystra og fengu þrjá menn á þing, Guðmund Bjaroason, Val- gerði Sverrisdóttur og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Meðal fram- sóknarmanna er ekki eining um hvernig skuli staðið að röðun á lista flokksns nú. Fulltrúar Akur- eyringa á kjördæmisþingi flokks- ins lögðu fram tillögu um prófkjör en sú hugmynd hafði ekki fylgi og var kolfelld. Þess í stað var ákveðið að standa að rööun í 7 efstu sætilistans með sama hætti og fyrir kosningarnar 1991, að fulltrúar á aukakjördæm- isþingi kjósi frambjóðendur í efstu sætin, og verður það gert í janúar. Guðmundur Bjarnason er öruggur með 1. sætið áfram en heyrst hefur að Jóhannes Geir, sem skipaði 3. sætið síðast, vilji tryggja sig í sessi og freista þess að ná 2. sætinu sem yrði þá á kostnað Valgerðar. Sigríður í 2. sætið? Alþýðubandalagið gengst nú fyr- ir skoðanakönnun meðal félags- manna sem tilnefna hugsanlega frambjóðendur. Að því loknu mun uppstillmgamefnd ger'a tillögu um skipan lista flokksins á aukakjör- dæmisþingi sem ekki hefur verið dagsett. Það verður ekki séð að hróflað verði við Steingrími J. Sigfússyni í efsta sæti listans, enda hefur hann mikið fylgi í kjördæminu. Stóra spurningin varðandi lista allaballa er hins vegar sú hvort Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Ak- ureyri, muni gefa kost á sér í 2. sætið en fast mun að henni sótt að gera það. Sigríður hefur mikið per- sónufylgi og má telja fullvíst að með hana í 2. sætinu yrði listi flokksins mjög sterkur. Sigríður hefur ekkert gefið upp um það hvort hún verður við óskum um að hún helli sér í slaginn. Verða óvænt úrslit? Það eru greinilega ýmsar blikur á lofti í framboðsmálum á Norður- landi eystra og ýmsum spurning- um er ósvarað áður en framboðs- hstar flokkanna verða lagðir fyrir kjósendur. En fari svo sem horfir, t.d. að Þjóðarflokkurinn og Jó- hanna bjóði fram saman, er ekki að efa að kosningabaráttan verður hörð og spennandi og óvænt úrslit gætu orðið þegar tahð verður upp úr kjörkössunum á kosninganótt- ina í apríl. Gagnrýni á útgerðir „hentifánaskipanna": Við tökum þessa gagn rýni ekki til okkar - segir Friðrik Guðmundsson, útgerðarmaður Hágangs I. og n. „Viö stefnum að því aö gera þær breytingar, sem þarf til aö fá íslenska skráningu á þau, í því stoppi sem verður á veiðum skipanna í janúar og febrúar. Við höfum unnið mikið í málinu og átt gott samstarf bæði /við ráðuneytið og Siglingamálastofn- un," segir Friðrik' Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðar togar- anna Hágangs I. og JJ. sem gerðir eru út frá Vopnaflrði en sigla undir er- lendum fána. Friðrik segist ekki hafa neinar áhyggjur af þeirri gagnrýni sem fram íslands um að íslenskir kjarasamn- ingar gildi ekki um borð í þessum skipum, vegna þess að útgerð Há- gangsskipanna falli ekki undir þessa gagnrýni. Hágangarnir báðir hafa verið á veiðum í Smugunni og aflinn er salt- aður um borð. „Það er enginn sam- þykktur heildarkjarasamningur til fyrir saltflsk, en við tókum skipta- kjör þau sem LÍÚ lagði til að yrðu í slíkum samningi og ekki náðist sam- staða um og notumst við þau kjör. Við höfum líka lýst því yfir að takist -x —„ u„;u---------:.-- ..—aitfisk séum við tilbúnir að ganga inn í hann." Friðrik leggur áherslu á að útgerð skipanna þurfi reyndar ekki að vera með íslendinga um borð í þessum skipum eða fara að íslenskum samn- ingum en samt séu sjómennirnir með sambærilega samninga. Sjómennirn- ir fái orlof, greiði í lífeyrissjóði á móti útgerðinni og greiði öll sín gjöld hér á landi. „Það væri auðvitað ódýr- ast fyrir okkur að hafa á skipunum íslenska yfirmenn og erlenda undir- menn sem ekki þyrfti að greiða sam- kvæmt íslenskum samningum. En það sem er öðruvísi hjá okkur en íslenskum útgeröum varðandi launa- og réttindamál er svo lítilfjörlegt að það tekur því ekki að tala um það." Friðrik segir að útgerð Hágang- anna greiði 424 þúsund krónur í slysa- og áhafnatryggingu á ári fyrir hvort skip, eins og um íslenskt skip sé að ræöa. Komi hins vegar upp veikindi fái viðkomandi greidda tryggingu en ekki hlut og það sé öðruvísi en á íslensku skipunum. „Það er það eina sem er öðruvísi og svo fatapeningamál sem er upp á ein- hveijar krónur á dag. Við höfui ' ekki áhyggjur af gagnrýni Sjó- mannasambandsins vegna þess að hún á ekki við okkar skip," segir Friðrik. Til að fá „hentifánaskipin" skráð hér á landi þurfa þau m.a. að upp? fylla ýmsar kröfur Siglingamála- stofnunar. Friðrik segir að hluti þeirra breytinga, sem gera þarf á Hágöngunum tveimur, sé kostnaðar- samur en samningsdrög við Siglinga- málastofnun geri ekki ráð fyrir að þær breytingar verði allar unnar á einu bretti áður en skipin verði skráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.