Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Spunungin Ætlar þú að baka fyrirjólin? Erla Björk Þorgeirsdóttir: Já, já, ætla að baka. eg Þuríður Guðjónsdóttir: Já, ég baka alltaf fyrir jólin. Hrönn Ásgeirsdóttir: Já, já, endilega, ég á eftir að baka. Sesselja Jónsdóttir: Já, það ætla ég að gera. Unnur Jónatansdóttir: Já, en ekki 'mikið. Elías Ólafsson: Já, ég ætla að baka skinkuhorn fyrir jólin. Lesendur Fjárfestingarn- ar fóru í súginn Jóhannes Guðmundsson skrifar: Undanfarið hafa fjölmiðlar flutt þær fréttir að fjárfestingar sem lagt hefur veriö í hér á landi á undanförn- um áratugum hafi ekki skilaö þeim arði sem vænst var. Þetta er nú svo sem engin sprengifrétt fyrir íslend- inga. Öll höfum við heyrt af fisk- eldinu, ekki síst laxeldi, sem bókstaf- lega kollvarpaði öllum hugmyndum um frekari ráðagerðir á því sviði. - Það eru undantekningar, en þær má telja á fingrum annarrar handar. Þá minnast menn loðdýraræktun- arinnar sem stjómmálamenn bók- staflega ráðlögðu þeim bændum, sem ekki höfðu lengur jarðnæði eða bú- stofnskvóta samkvæmt nýjum regl- um, að taka upp. Þessi rekstur brást herfilega hjá flestum. En þar, líkt og í fiskeldinu, eru undantekningar og þeir sem þraukuðu á annað borð hafa getað litið til sólar á allra síö- ustu misserum vegna verðhækkunar á loðskinnum. Erfitt hefur þessum mönnum þó reynst að afla lána þar til afurðir skila söluverði. Og þá er það þriðja fjárfestingin sem fór alveg úr böndunum; nefni- lega fjárfesting í verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Reyndar líka iðnaðar- húsnæði. Allt þetta „húsnæði" stend- ur meira og minna autt eöa hálfnýtt og arðurinn yfirleitt minni en eng- inn. Og það þýöir skuldir, afborganir Fjármagn til fjárfestinga hefur farið í súginn og skiptir það milljörðum króna á nokkrum árum. og vaxtahauga, sem bankar safna upp, en ekki skráðir eigendur fast- eignanna því þeir geta ekkert borgað. - Bankar eru því komnir í sam- keppni við fasteignasalana að þessu leyti og falbjóða nú húsnæði í takt við ríkisvíxla og verðbréf. Staðreyndin á borðinu er því þessi: Fjárfestingar hafa farið í súginn og andvirðið skiptir milljörðum króna. Einhver hefur reiknað út að talan sé um 80 milljarðar króna á sl. sjö árum! Hvar hefðu þessir fjármunir, sem eru jú runnir frá ríkinu mestan part, verið betur komnir? í togurum eða öðrum fiskiskipum? Auðvitað ekki. í verulegum styrkjum til Háskólans eða menntakerfisins alls? Auðvitað ekki. Þaðan skilar sér ekki gjaldeyrir og það er gjaldeyrir sem við þurfum og ekkert annað. - Þessir fjármunir hefðu veriö best komnir áfram í rík- issjóði til að greiða niður erlendar skuldir ríkisins. Hefði sú stefna verið tekin og allt annað látið bíöa væri staðan önnur og glæsilegri en nú er raunin. Vanþekking á bandarískum stjórnmálum Magnús Pétursson skrifar: Það hefur verið mikið að gera hjá fjölmiölum hér í sanibandi við þing- kosningarnar í Bandaríkjunum í sl. viku. Demókratar áttu undir högg að sækja og tókst ekki að ná meiri- hluta á bandaríska þinginu. Allt var þetta sagt veikja núverandi forseta Bandaríkjanna, sem er auðvitað ekki nema satt og rétt. En hér er ekki allt sem sýnist. - Bandarísk stjórnmál eru um margt gjörólík þeim íslensku þótt pólitík sé alltaf pólitík hvar sem er. í Banda- ríkjunum segja menn gjarnan er þeir eru inntir eftir skoðunum á stjórn- málum: „Pohtics and poker" (stjórn- mál eru pókerspil) og segja ekki meir. Utanaðkomandi vilja því meina að bandarískur almenningur hafi ekki mikið vit á stjórnmálum. Bandarískur almenningur hefur þó það vit á stjórnmálum (og meira en við íslendingar) að þeir fara ógjarnan á kjörstað og segja að það skipti ekki nokkru máli, þeirra atkvæði skipti engum sköpum hvort eð er. Allt sé ákveðið af þinginu. Skyldum við þekkja það hér! Annað má svó minna á. - Forset- inn, hver sem hann annars er, hefur miklu meiri þýðingu þar í landi en margir ókunnugir halda. Forsetinn er ógjarnan niðurlægður þar í landi með því t.d. að hann fái ekki að koma í gegn þeim málum sem hann leggur ofurkapp á. Flest eru þau samþykkt um síðir og andstæðingar gefa eftir, fremur en að láta óorð falla á þjóð- höfðingjann og þjóöina alla. Þetta er þroskað lýðræði og þar veldur mestu um bandaríska stjórnarskráin, sem er enn það plagg sem bandarískir stjórnmálamenn viröa, og það er hún sem heldur Bandaríkjamönnum saman sem þjóð. Þetta vanmeta aðr- ar þjóðir oftast af þekkingarskorti, og vanþekking á bandarískum stjórnmálum er útbreidd í mörgum löndum. Fyrirneytendur: Betra bensín, lægra verð Skarphéðinn Einarsson skrifar: Það voru sannarlega nýjar fréttir þegar við heyrðum um að til stæði að Hagkaup og Bónus hygðust selja eldsneyti, í samkeppni við hérlend olíufélög. - Bensín hefur lengi verið alltof dýrfhér á landi og þó svo að innflutningur á því hafl verið gefmn frjáls, hefur sú frjálsa samkeppni ekki skilað sér í vasa neytenda. Olíufélögin hafa bryddað upp á ýmsu nýju, blandað bætiefni í bensín og boðið upp á fjölbreytt úrval af smurningsolíum. Nú hefur Jóhannes í Bónusi ásamt Hagkaupi boðið há- gæða smurolíur frá Bandaríkjunum á helmingi lægra verði. Ég yrði ekki undrandi þótt lítrinn hjá þeim yrði svo sem 10-15 kr. ódýrari en hjá hin- um söluaðilunum. Þarna verður sjálfsagt, líkt og ég hef séð á ferðum mínum um Bret- landseyjar og Bandaríkin, svokölluð „self-service" eða sjálfsafgreiðsla. Þeir sem kjósa að fara út í kuldann og dæla sínu bensíni sjálfir eiga líka að fá umbun fyrir það. Fáum við hins vegar bensín frá Irv- ing Oil fyrirtækinu í Kanada finnst mér ekki nema eðlilegt að við beinum viðskiptum í eldsneytiskaupum og ööru til Bandaríkjanna og Kanada. Ég býð spenntur eftir aö geta afgreitt mig sjálfur með ódýrt bensín hjá þessum verslunum. Og ég hvet þessa menn til að halda áfram að hjálpa til við að halda hinum vondu vágestum, verðbólgu og kreppu- í skefjum. - Ekkert kemur neytendum betur en lágt vöruverð. Hringið í síina 63 27 00 miilikl. 14 og 16 -eðaskrifið Na fn og stmanr. verður að fylgja bréfum „Býð spenntur eftir að geta afgreitt mig sjálfur með ódýrt bensín," segir bréfritari. Kaupmenná Laugavegi Ármann hringdi: ... Nú er Biskupsstofa komin á Laugaveginn til þess að vera. Sniöugt bragð hjá biskpi. Nú get- ur hann haft alla kaupmennund- ir kontröl hvað varðar jólaversl- unina, og skráð allaþá sem byría að auglýsa jólavörurnar fyrir að- ventu. - En hvaö segja kaup- menn? Ætía þeir að láta valta yfir sig í þessu máli? Er kannski skipulögð opínber herferð í gangi gegn Laugaveginum sem versl- unargötu? R-listinn íuppfausn? Pétur Árnason hringdi: Ég sé ekki betur en að R-listinn sé í upplausn eftir áð Helgi Pét- ursson hefur sagt sig úr Fram- sóknarflokknum. Þaö er máia sánnast að þegar borgarfulltrúi er ekki lengur fulltrúi ákveðins flokks sem bauðfram til borgar- stjórnar er hann heldur ekkifull- trúi i nefndurn og ráðum þess sama flokks. - Ég tel Helga hins vegar enn einn verðugan fulltrúa á listá Jóhönnu Siguröardóttur þegar þar að kemur. Ogsennilega verður núbrátt fullskipað á þann íista ef heldur fram sem horfir með úrsagnir úr gömlu flpkkun- um. Hvarfæst kátfafifur? Guðrún Jóhannsdóttir skrifar: Ég hef alls staðar komið að tóm- um kofunum í matvöruverslun- um hér i Reykjavík þar sem ég hef spurt um kálfalifur. Hún er hreinlega ekki seld lengur, aðþvi er virðist. Á Akureyri fékk ég keypta kátíalifur i versluninni Sunnuhlíð ogþað voru góð kaup, eitthvað milli 80 og 90 kr. kg. Kálfalifur er hinn besti matur og mun betri en lambalifrín sem er harðari pg bragðminrii. Alls stað- ar í Evrbpulöndum er kálfaiifur mikið notuö, bæði á heimilum og á veitingahúsum. - Nú vil ég aug- lýsa eftír því hvar káifalifur kann að vera seld eða hvort hún er horfin af markaðnum og spyrja þá um leið hvað um hana verður? Enginnsveitur áStröndum Regina Thorarensen skrifar: Sú ríkisstjórn sem við væntan- lega fáum í vpr ætti að koma fólki, sem í neyð sinni tínir úr ruslatunnum, tíl hjálpar með því aö kaupa handa því iát og byssu og láta serjast að í Árneshreppi og fleiri stöðum á landsbyggðinnl í stað þess að vísa hinum atvinnu- lausum á guð og gaddinn, Það sveltur enginn á Ströndum, gagn- stætt því sem sumir halda. Nema auðvitað að náttúruverndararnir komi frá ríkisjötunum í Reykja- vík til að stinga mönnum í svart- hohö fyrir að skjóta sér fugl tíl matar eða fyrir að draga bein úr sjó. „Sigla himinf ley" Ánægður áhorfandi skrifar: Ég vil biðja fyrir þakkir fyrir sjónvarpsþættína „Sigla himin- fley" eftir Þráin Bertelsson sem Sjónvarpíð sýndi nýverið. Þetta var skemmtilegt og gott sjón- varpsefni og veitti mörgum ánægju. Því miður sést allt of lít- ið í fjölmiðlum um álit fólks á þessum þáttum, sennilega voru þeir of góðir til að fólkiþætti taka |>ví að tjá sig. Það er galli á okkur Islendingum hvað við tökum því sera sjálfsögðum hlut ef eitthváð er vel gert og þökkum ekki fyrir það en erum svo óspör á skamm- ir og npldur ef eítthvað er ekki eftir okkar höföi. - Hjartans þakkir, Þráinn og Sjónvarp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.