Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 14. NOVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka dága 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Toppurinn á ísjakanum Það blandast víst fáum hugur um að verkfall sjúkra- liða sé bæði viðkvæmt og voveiflegt. Ekki síst fyrir þá sök að verkfaUið bitnar á þeim sem síst skyldi i þjóðfélag- inu, fólki, sem vegna veikinda og elli, er nánast ósjálf- bjarga inni á sjúkrahúsum og stofnunum. Óvanaleg harka er í þessu verkfaUi á báða bóga. Sjúkrahðar hafa verið með lausa samninga í nítján mán- uði án þess að fá úrlausn mála sinna; án þess að viðsemj- endur þeirra hafi i rauninni virt þá viðlits. Deilan er sömuleiðis erfið vegna þess að sjúkraliðar bera sig saman við þá starfstétt, hjútomarfræðinga, sem starfar við hlið sjúkraUða á sama vinnustað, en hjúkrunarfræðingar fengu umtalsverða hækkun launa á síðastliðnu sumri og samanburðurinn því nærtækur. Ef sú afstaða samninganefndar ríkisins ræður ferðinni að samningar við sjúkrahða velti skriðu verðhækkana, launa og verðbólgu af stað, hlýtur það að vera áleitin spurning, hvers vegna samið var við hjúkrunarfræðinga í sumar á þann veg sem raun ber vitni. Var það ekki þá sem boðið var upp í þennan dans? Athyglisvert er að samnmgarnir við njúkrimarfræðinga voru undirskrifað- ir rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Það er pólitísk- ur fnykur af því máli sem stjórnvöld verða sjálf að svara fyrir. En fólk má heldur ekki gleyma því að efnahagsbatinn stafar meðal annars af þeim stöðugleika sem áunnist hefur. Viðleitni stjórnvalda nl að halda stöðugleikanum í skefjum, í anda þjóðarsáttar, er eðlileg. Hitt fer ekki miíli mála að kröfur sjúkraliða eru líka skiljanlegar. SjúkraUðar eru láglaunastétt, ein af mörg- um, sem nú rísa upp og gera kröfur um mannsæmandi Ufskjör. Hvað sem öUum prósentum Uður er staðreyndin samt sú að grunnlaun sjúkraUða eru rétt rúmlega fimm- tíu þúsund krónur á mánuði. Þetta eru auðvitað smánarlaun, langt fyrir neðan nauðþurftir. Það getur enginn búist við því að almennt launafólk sætti sig við sUka lús til langframa. Né heldur aðrar þær stéttir sem hafa sambærilegar tekjur. Það er deginum ljósara að aðrar láglaunastéttir munu fylgja samsvarandi kröfum eftir í þeim samningum á vinnu- markaðnum sem blasa við um áramótin. Forsætisráðherra hefur rhargsinnis tekið fram að kreppunni sé lokið. Emahagsbatinn er á næsta leiti, jafn- vel nú þegar tU staðar. Er óeðUlegt að launafólk vUji fá sinn skerf af þeim bata? Er við öðru að búast en fólk vUji fá raunhæfar launahækkanir þegar þjóðarkakan stækkar? Þetta er viðfangsefnið og þetta er veruleikinn. Stjórn- völd verða að horfast í augu við þá Ufsbaráttu sem þús- undir fjölskyldna búa við. Skuldir heinulanna hækka óhugnanlega, atvinna er stopul. Á sama tíma eru fyrir- tækin að sldla hagnaði í rekstri og þjóðartekjur að vaxa. Forsendan fyrir árangri í efnahagsstjórn er þjóðarsáttin og þoUnmæði launafólks í erfiðu árferði. Fólk hefur sætt sig við takmörkuð laun og skuldsett heimUin á meðan. Sú þoUnmæði er á enda og flóðgáttin hefur opnast. Stífl- an er brostin. SjúkraUðar og verkfaU þeirra kann að vera í sviðsljós- inu um þessar mundir. En þeir eru aðeins fyrstir til að ríða á vaðið. Aðrir munu koma á eftir. í raun og veru þurfa fleiri að koma að þessari launa- deUu sjúkraUða en sjúkraUðar einir. Hér er verið að tak- ast á um þann ramma sem launakjörum verður settur næstu misserin. EUert B. Schram „Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins hafa borið hróður íslands um víðan völl erlendis fyrir þrautseigju og dugnað," segir m.a. í greininni. Til forráðamanna Slysvarnafélags íslands: Heggur sá er hlífa skyldi Fullyröa má að allt frá því í ár- daga og til þessara daga, í tllvlst Slysavarnafélags íslands, hafi ver- iö litiö til félagsins og starfsmanna þess með trú, von og kærleika í huga af landsmönnum öllum. Váleg tíðindi Það hefur verið ein mesta gæfa þessarar þjóðar að hjá Slysavarna- félaginu hafa starfað í langri og giftusamlegri sögu þess hinir hæf- ustu menn. Um áratuga skeið var t.d. Hannes Þ. Hafstein, framkvæmdastjóri fé- lagsins, maður sem ég held að segja megi að allir til sjós og lands hafi Utið til með virðingu og þakklæti fyrir mikið og farsælt staif. Björgunarsveitir Slysavarnafé- lagsins hafa boriö hróður íslands um víðan völl erlendis fyrir þraut- seigju og dugnað. Björgunarstarfið - björgunaraf- rekiö við Látrarbjarg forðum daga verður t.d. ætíð í minnum haft. Hugsanir af þessu tagi koma upp þegar þessa daga berast váleg tíð- indi frá Slysavarnafélagi íslands. Þar á ég auðvitað við það þegar Hálfdani Henryssyni, einum hæf- asta manni sem fyrr og síðar hefur starfað hjá Slysavarnafélaginu, að öðrum algjörlega ólöstuðum, er sagt upp og vikið frá störfum á hrottafenginn hátt eftir áratuga farsælt starf hjá félaginu og í þjón- ustu í þágu slysavarna til sjós og lands. Tvær spurningar Upp í huga manns koma auðvitað í þessu máli ótal spurningar en hér verða aðeins lagðar fram tvær aö sinni til forráðamanna Slysavarna- félags íslands. 1. Hvernig stóð á því að Hálfdani Henryssyni, með alla sína kunn- áttu, reynslu og menntun á sviði björgunarmála til sjós og lands, var ekki veitt staða fram- kvæmdasrjóra Slysavarnafélags KjaUaiinn Jón R. Eyjólfsson skipstjórnarmaður, fyrrverandi skipstjóri á ferjum og strandferðaskipum sjónvarpinu, varðandi brottvikn- ingarmáhð, veð ég að viðurkenna að fyrir mér er málið nokkru flókn- ara eftir á heldur en áður. Það ætti hverju mannsbarni að vera ljóst sem komið er til vits og ára aö það geri sér grein fyrir því að Slysavarnafélag Islands er ekki flutningafyrirtæki og það er ekki verðbréfafyrirtæki og heldur ekki félagsmálastofhun af neinu tagi. Slysavarnafélagið er auðvitað fagfélag á sviði slysavarna og björgunarmála þegar lífi manna til sjós og lands er ógnað. Því er það auðvitað nauðsynlegt að ætíð séu starfandi hjá félaginu reyndir, traustir og vel menntaðir menn á sviði björgunarmála. Að lokum vil ég leyfa mér að segja þetta við ykkur forráðamenn Slysavarnafélagsins: - Það voru ánægjuleg tíðindi þegar fréttist að serja ætti sáttanefnd á laggirnar. „Við lestur greinargerðar Gunnars Tómassonar í blaði fyrir nokkru og eft- ir viðtal við hann í sjónvarpi, varðandi brottvikningarmálið, verð ég að viður- kenna að fyrir mér er málið nokkru flóknara eftir á heldur en áður." íslands, þegar Hannes Þ. Haf- stein lét af störfum? 2. Þegar núverandi framkvæmda- stjóri var ráðinn, fyrir um 2 árum, voru þá einhver önnur sjónarmið en fagleg kunnátta, reynsla og menntun á sviði slysavarna og björgunarmála á sjó og landi, látin ráða við val og ráðningu á framkvæmda- stjóra hjá Slysavarnafélaginu? Fagfélag á sviði slysavarna Við lestur greinargerðar Gunn- ars Tómassonar í blaði fyrir nokkru og eftir viðtal við hann í Þiö gerið ykkur vonandi grein fyrir því að þessi alvarlega uppákoma hjá félaginu er ekki einkamál ykk- ar að neinu leyti, heldur varðar það alþjóð - alla íslendinga og nærliggj- andi þjóðir í kringum okkur einnig. Viljið þið nú ekki gera það fyrir alla þá er áhyggjur hafa af þessu aö reyna að ná sáttum í málinu eins og til stóð í upphafi því annars hefur maður það illa á tilfinning- unni að alhr tapi og skaðist og Slysavarnafélagið sennilega allra mest. Þeim skaða má það ekki verða fyrir. Jón R. Eyjólfsson Skoðanir annarra Alþýðuflokkurinn " „Það er aðeins einn stjórnmálaflokkur á Alþingi íslendinga sem áratugum saman hefur fylgt þeirri starfsreglu að kjósa ekki þingmenn úr sínum hópi til að sitja í bankaráðum eða srjórnum opinberra sjóða, þar sem fjármagni er útdeilt. Hvaða flokkur er það? Það er Alþýðuflokkurinn... Alþýðuflokkur- inn hefur barist gegn einokun og fyrir viðskipta- frelsi. Því sem næst allar breytingar sem orðið hafa í frjálsræðisátt í verslun og viðskiptum eru að frum- kvæði Alþýðuflokksins." Jón Baldvin Hannibalsson í Alþ.bl. 11. nóv. Svigrúm til vaxtalækkana „Með hhösjón af haustskýrslu Seðlabankans má ætla að hagur hans og annarra barika og sparisjóða fari nú batnandi þannig að svigrúm skapist til vaxta- lækkunar á ný innan tíöar. A sama hátt má búast við að íslenska bankakerfíð aðlagi sig í ríkari mæh að vaxtastigi í nágrannalöndunum og auki enn vaxt- bihð á milli veðlána til fyrirtækja og einstaklinga Og neyslulána." KB i Viðskipti - atvinnulífMbl. 10. nóv. Yngstu affbrotamennirnir „Það er sérstaklega mikilvægt að grípa til aðgerða í málefnum yngstu afbrotamannanna. Við hjálpum þeim ekki með því að leyfa þeim að vera áfram í því ástandi sem þeir eru komnir í og við þær aðstæður sem þeir kjósa sér. Það er vís leið til að framleiða afbrotamenn. Við þurfum að geta tekið þessa ungu menn til hhðar og haft þá undir handleiðslu góðra manna sem leiðbeina þeim. Þannig náum við beint til þeirra og það er líklegra aö þeir taki tah en ef þeir fá tækifæri til að skemma sjálfa sig og aðra og enda jafhvel sem stofhanamatur." Ómar Smari Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþj. í Timanum 11. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.