Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Frostafold 46, 2. hæð merkt 0201, þingl. eig. Guðrún Ágústa Einarsdótt> ir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 18. nóvember 1994 kl. 13.30. Hyijarhöfði 7, efri hæð, ca 240 fm, þingl. eig. Thailenska verslunarfél. hf., gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., 18. nóvember 1994 kl. 14.30. Kjarrvegur 3, ásamt öllu sem fylgir og fylgja ber, þingl. eig. Hús og hí- býh hf., gerðarbeiðendur Gjaldheimt- an í Reykjavík og Landsbanki ís- lands, 18. nóvember 1994 kl. 15.00. Logafold 92, efri hæð og vestari hluti bílskúrs, merktur 0202, þingl. eig. Helgi Valtýr Úlfsson, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður sjómanna og iifeyrissjóður verslunar- manna, 18. nóvember 1994 kl. 13.30. Njarðargata 9, þingl. eig. Bergljót Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Trygg- ingamiðstöðin hf., 18. nóvember 1994 kl. 16.30._________________________ Suðurgata _ 3, jarðhæð og kjallari, þingl. eig. Ámi Björgvinsson, gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Asdís Þorsteinsdóttir, 18. nóvember 1994 kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK BENZ 230 TE, ÁRG. 1989 Til sölu ekinn 90 þús. km, með flestum aukahlutum, s.s. ál- felgum, topplúgu (tvívirk), rafdr. rúðum, A.B.S. hleðslujafnara o.fl. 7 manna. Verð 2.950.000. TOPP- BlLL. Ýmis eignaskipti. Bílasalan Borfi Skcirunni 6 - s. 882080 Ath. Fullt hús af bílum. Opið 10-22 101 bíll í sal. Lausir badmintontímar: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. 12.00 12.00 12.00 12.00 12.00 09.20 16.50 16.50 16.50 16.50 10.10 18.30 11.00 19.20 11.50 20.10 21.00 21.50 21.50 21.50 21.50 21.50 Byrjendanámskeið á miðvikudagskvöldum. Hringið og pantið tíma Tennis- og badminton- ffélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1 - s. 812266 MEIRAPRÓF Meiraprófsnámskeið verður haldið í Reykjavík um miðjan nóvember, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið tekur rúmar fjórar vikur og kennt er á kvöldin og á laugardögum. Ökuskóli S.G. hefur átt því láni að fagna að nemendur skólans hafa náð mjög góðum árangri á lokaprófi og ber það reyndum kennurum skólans gott vitni. Aukin ökuréttindi gefa meiri atvinnumöguleika í nútímaþjóðfélagi. * Verö á námskeiðinu er kr. 94.500,- stgr. Þá bjóðum við mjög góð greiðslukjör með allt að 24 mánaða greiðsludreifingu. Sjáumst á námskeiði hjá Ökuskóla S.G. ] LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ j^^yLÍLLJ Sigurðar Gíslramar AUKIN OKURETTINDIHF. HÓPBIFREIÐ Sími 91 -811919 • Fax 91-888778 Menning Verk Birgis Andréssonar i Gallerii 11. Birgir Andrésson sýnir í 11: Birgir lokar listhúsi og nemur ný lönd Meö þessari sýningu Birgis Andréssonar er Usthús- inu, sem lengi hefur veriö opið neðst á Skólavörðu- stíg, lokað. Þarna stóð áður Gallerí Grjót sem rekið var sem samstarfsverkefni nokkurra listamanna en undanfarið hefur Hannes Lárusson rekið þarna gall- erí undir nafninu 11. Húsnæðið er ekki stórt og hefur fyrir vikið ofl reynt á hugkvæmni listamanna við að setja verk sín fram - þaö hefur kallaö á nýjar aðferðir við upphéngi og oft hafa listamenn beinlínis þurft að sníða verlt sín nákvæmlega að rýminu svo galleríiö og listín hafa runniö saman í eitt. Þama hafa margir sýnt og það oft á tíðum þeir sem lengst hafa teygt sig til aö rífa listina upp af svefni hefðarinnar og hins hversdagslega öryggis markaðs- þarfanna. Það er eftírsjá að þessu litla galleríi sem hefur náð að skipa sér meðal helstu og eftírsóttustu sýningar- plássa borgarinnar þrátt fyrir smæðina og þrátt fyrir að þar bjóðist mönnum ekki sú sjálfgefna kynning og upphefð sem fylgir því að sýna í „stóru“ sölunum. En eins og Hannes, eigandi staöarins, segir þá „getum við huggað okkur við eitt, og það er, að það sem gerist, gerist aftur.“ Þannig getum við verið viss um að þótt þessu galleríi verði lokað muni ekki þar með ljúka sýningum af því tagi sem þar hafa verið haldnar. Fyr- ir þeim hlýtur aö verða rýmt einhvers staðar annars staðar. Sýning Birgis Andréssonar og kveðjusýning Gallerís 11 stendur aðeins í tvo daga. Þama sýnir Birgir undir yfirskriftínni „Fundin ný lönd“ fimm verk sem í raun má segja að séu eitt - fimm ný lönd sem hann hefur fundið í sömu ferð. Verkin eru einfóld, upphleypt landakort sem við fyrstu sýn viröast öll sýna ísland, en reynast við nánari athugun vera því ansi frábrugð- Myndlist Jón Proppé in þótt strandlengjan sé sú sama. Hér sjáum við land sem svipar til íslands en þar sem Suðurlandsundir- lendið er orðið að hásléttu, annað þar sem Reykjanes- hryggurinn er orðinn á hæð við Himalayafjöll og enn annað þar sem suðurströndin öll er dregin sæbröttum klettum. Áhorfandinn skoðar þessi kort þar sem allt er svo kunnuglegt en þó framandi og hann hlýtur að velta því fyrir sér hvernig það væri að búa í landi þar sem Eyrarbakki væri fjallaþorp eða þar sem enginn kæmist beint frá Grindavík til Hafnarfiarðar nema fuglinn fljúgandi. Sýning Birgis er viðeigandi endapunktur á sögu þessa htla gallerís þar sem meira hefur verið gert en annars staðar til að fá fólk til að endurskoða hugmynd- ir sínar um landslag hugans og listarinnar - þar sem listamenn hafa svo oft siglt af stað út í óvissuna fil að leita nýrra landa. Söngkona mánaðarins Á næstunni mun Skifan ríða á vaðið með nýbreytni í kynningu sígUdrar tónlistar hér á landi. Ásetningur þeirra Skífumanna er sá að útnefna þekkt erlent tón- Ustarfólk, söngvara, hljóðfæraleikara eða hljómsveit- arstjóra, sem „Ustamenn mánaöarins“ og leika þá tón- Ust þeirra linnulaust í verslunum fyrirtækisins, hafa á boðstólum gott úrval geisladiska meö söng þeirra eða leik og dreifa upplýsingum um þá. Að sjáUsögðu ber að fagna þessari tilraun, sem er örhtið mótvægi við þá flóðbylgju auglýsinga sem heUist yfir markað- inn um leið og eitthvert poppgoðið lætur svo lítið að senda frá sér plötu. Einnig gleður það mig verulega að fyrsti „Ustamaður mánaðarins" hjá Skífunni skuU vera ítalska messó- Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson söngkonan CecUiá Bartoli sem sent hefur frá sér hveija úrvalsplötuna á fætur annarri á undanförnum misserum. BartoU, sem nú er aðeins rúmlega þrítug, hefur tekið þátt í tveimur óperuupptökum, Rakaran- um í SeviUa og Öskubusku eítir Rossini, hún hefur sungið Sálumessu Mozarts og þar aö auki sönglög, mest eftir Mozart og Rossini, inn á sex aðrar geislaplöt- ur. Bartoli er gefin sérstaklega aðlaðandi messórödd, þjál, kraftmikil og hlýleg, eins og sniðin fyrir Rossini, aö því er sérfræðingarnir segja. Þroski hennar og tján- ingarmáttur hafa vaxið með hverri plötu enda hefur hún notið aðstoðar bestu píanóleikara og hljómsveitar- stjóra, t.d. András Schiff og György Fischer. Sá sem þetta skrifar hefur haft einna mest yndi af plötunni Arie antiche, hrífandi upptökum á eldri sönglögum ítölskum, t.d. eftír Scarlatti, Vivaldi og Pergolesi. Á spánnýrri plötu, Mozart Portraits, þar sem Bar- toli syngur bæði óperuaríur og trúarlega tónfist meist- arans Qi.á m. Exultate, jubUate, K. 165) hefur rödd hennar öölast nýja dýpt, blæbrigði sem taka tíl göfug- ustu tilfinninga sem birtast í tónhst og texta. Þessi unga söngkona hefur þegar afrekað meir en margar stöUur hennar hafa gert á langri ævi - og á þó nær aUt ævistarfiö eftir. Cecilia Bartoli - Mozart Portraits Wiener Kammerorchester György Fischer Umboö á íslandi: Skifan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.