Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 17 Fréttir ASI boðar nýja atvinnustefnu Alþýðusamband Islands, ASI, hefur kynnt nýja atvinnustefnu undir kjör- oröinu „ Atvinnustefna til nýrrar ald- ar". ASÍ telur að hér á landi verði að leggja áherslu á að framléiða vör- ur með mun hærra virðisaukastigi en verið hefur og því verði að gera grundvallarbreytingu á stefnu í efna- hagsmálum. í máh Benedikts Davíðssonar, for- seta ASÍ, kom fram að vinna þyrfti markvisst að því að fjölga vel launuð- um störfum samtímis því að bæta framleiðni og afkóst verulega. „ASÍ hafnar því alfarið að hér verði í fram- tíðinni lögð áhersla á framleiðslu á vörum sem byggjast á lágum laun- um. Tillögur ASI eru því raunhæfur valkostur við þá svartsýnu uppgjaf- Nýflotkvítil Akureyrar í vor Samningar hafa verið undirritað- ir um kaup Akureyrarbæjar á nýrri flotkví frá Litháen. Kaupverð kvíar- innar "hefur ekki verið gefið upp en talið er að hún muni kosta um 130 milljónir króna. _ Kvíin verður staðsett á athafna- svæði Slippstöðvarinnar Odda hf. og rekin af fyrirtækinu. Hún er 116 metrar að lengd, 24 metra breidd og tekur skip sem vega allt að 5 þúsund þungatonnum. Kvíín verður dregin í heilu lagi yfir hafið frá Litháen í maí en þá verður búið að grafa fyrir henni og koma upp sjóvarnargarði á svæðinu þar sem hún veröur. Hitaveitan: Semurumborun viðJarðboranir Forsvarsmenn Hitaveitu Reykja- víkur hafa komist að samkomulagi við forsvarsmenn Jarðborana hf. um að Jarðboranir taki að sér borun rannsóknarholna á Ölkelduhálsi næstu sex árin. Fyrirtækið borar fyrstu holuna á Öldukelduhálsi fyrir 58 milljónir króna en veitir 10 pró- senta magnafslátt af borleigu Jötuns við borun holu númer tvö, 15 pró- senta afslátt af borun holu númer þrjú og 20 prósenta afslátt við borun allra holna eftir það. „Ég vona að borunin hefjist strax í þessari viku. Við höfum verið að leggja veg upp eftir og það er á loka- stigi. Þegar því er lokið reynum við að koma bornum þangað eins fljótt og hægt er. Við höfum 10-15 ár til að vinna á þessu svæði. Fyrsta holan kemur til með að gefa vísbendingar um háhitasvæðið. Ef hún verður góð borum við sjálfsagt fleiri holur," seg- ir Gunnar Kristinsson hitaveitu- stjóri. Heildarkostnaður við borholu er um 90-100 milljónir króna með lagn- ingu vegar og efniskaupum. Aukning í af la á úthaf s- rækju og ýsu - annars samdráttur Mikil aukning var í afla á úfhafs- rækju fyrstu tvo mánuði fiskveiði- ársins. Aflinn var á síðasta fiskveiði- ári 8.620 tonn en fór nú í 14.116 tonn. Þá jókst ýsuaflinn úr 5.740 tonnum i 7.050 tonn. Afli í öðrum tegundum dróst saman og er þorskafli aðeins 18.748 tonn á móti 33.206 tonnum á síðasta ári. arstefnu sem t.d. kemur fram í frum- varpi til fjárlaga ársins 1995," sagði Benedikt. ASÍ telur að stjórnvöld og atvinnu- lífið hafi brugðist varðandi stefnu- mótun í atvinnumálum og að um- og á vuligötum. Forystumenn ASÍ benda á að atvinnumálasaga þjóðar- innar undanfarin ár hafi verið „sam- felld hrakfallasaga". Lánastofnanir hafi afskrifað 54 milljarða á síðustu árum vegna rangra ákvarðana í fjár- ræður um þessi mál séu bæði litiar festingu í atvinnulífinu. Forystumenn ASÍ kynna nýja atvinnustefnu. Frá vinstri Ari Skúlason hag- fræóingur, Benedikt Davíðsson forseti, Ingibjörg Guðmundsdóttir varafor- seti og Gylfi Arnbjömsson hagfræðingur. DV-mynd BG Aðalstöðin -þœgileg ogfjölbreytt Hjörtur Howser og Guöríöur Haraídsdóttir stjórna morgunútvarþi Aðalstöðvarinnar „Drög að degi" frá kl. 9:00 - 12:00 alla virka daga. Valgeröur Matthíasdóttir er á Ijúfu nótunum á laugardögum kl. 13:00 -16:00 íboði Visa íslands. .Það gerir enginn betur en Albert Ágústsson þegar gullaldartónlistin er annars vegar. Hlustaðu á Albertfrá kl. 12:00 - 16:00 alla virka daga á Aðalstöðinni. X-Domino 's listinn er á dagskráX-ins áfimmtu- dögum kl. 16:00 og endurfluttur á laugardögum kl. 14:00. EinarÖrn Sykurmoli sér um'ann t boðiDomino's Pizza. Guðrún Bergmann færir hlustendum Aðalstöðvarinnar Ijós og hlýju íþœtti sínum Betra Líf á miðviku- dögumkl. 18:00. Andlegu málefnin öðlast nýjan skilning í höndum hennar. Sigmar Guðmundsson er með áhugaverð viðtöl og góða tónlist á Aðalstöðinni daglega frá kl. 16:00 -18:30. Siggi Sveins er með Sigmari áföstudógum og sþá þeirfélagar í komandi helgi. X tv, vær. .fyrir eina sími 62 12 13 AÐALSTÖÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.