Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 31 Menning Þórdís Alda sýnir í Norræna húsinu: Þórdís undir merkjum Sýning Þórdísar Öldu Sigurðar- dóttur í Norræna húsinu er afar fjöl- breytt og þótt yfirskriftin sé „Undir merkjum" ber ekki aö túlka það sem svo að hún sé að helga sig einhverri ákveðinni stefnuskrá eða flokki - það væri nær að segja að hún kæmi bara fram undir eigin merkjum eða undir öllum merkjum í senn. Hún nýtir sér það frelsi sem felst í því aö raða fundnum hlutum - oft afgangsdrasli og ryðguðum vélapörtum - saman í ljóðrænar heildir sem studdar eru af lýsandi heiti og jafnvel einhverjum meðfylgjandi texta. Umfangsmesta verkið á sýning- unni er þó eins konar hugmyndaverk og minnir á sumar af uppátektum mail-art listamannanna. Þórdís hef- ur fengið sextíu manns til að senda sér skópar og láta því fylgja nokkrar línur af texta.sem tengist skónum og notkun þeirra. Skónum hefur hún síöan raðað upp á gólfið í sýningar- Verk Þórdísar Öldu Sigurðardóttur í Norræna húsinu. Draumkenndar sýnir Þau Marta Halldórsdóttir sópran, Brjánn Ingason fagottleikari og Örn Magnússon píanóleikari komu fram á tónleikum á Kjarvalsstöðum á veg- um CAPUT-hópsins í gærkvöldi. Tónleikarnir hófust á píanóverkinu Lit- any eftír japanska höfundinn Toru Takemitsu. Þetta er upphaflega gam- alt verk frá árinu 1950, þegar höfundurinn stóð á tvítugu, en handritið mun hafa glatast og tónskáldið skrifaði verkið að nýju eftir minni árið 1989. Þetta eru tvær nokkuð draumkenndar myndir sem í stíl minna á frönsku impressjónistana fyrr á öldinni. Örn Magnússon lék verkið af yfirvegun og öryggi og skilaði vel þeim dráumkennda heimi sem einkenndi bæði Tórúist Áskell Másson þetta verk svo og fyrsta verkið eftir hlé en það var eftir sama höfund og skrifað á sama ári, eða 1989. Þótt síðara verkið, Les Yeux Clos, væri nokk- uð á annan veg í stíl en það fyrra (byrjunin var sláandi lík Messiaens) var innihald þeirra svipaðar innhverfar íhuganir. Frumflutt var verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Ástarljóðið mitt, fyrir sópran og píanó, byggt á ljóði eftir Else Lasker-Schuler, í þýðingu Hannes- ar Péturssonar. Hér ræður einfaldleikinn ríkjum og er textinn látinn sitja í fyrirrúmi. Mikið er um dúr-þríhljóma í píanóverkinu og sönglínur fylgja textanum út í ystu æsar. Þetta er fallegt verk og var það mjög vel flutt af þeim Mörtu og Erni. Monolog fyrir einleiksfagott eftir Isang Yun frá Kóreu var flutt af Brjáni Ingasyni. Þetta verk er erfitt að leika á hljóöfærið en ekki að sama skapi ánægjulegt áheyrnar. Það er eins og vanti alla framvindu í þaö og spennu. Brjánn lék verkið hins vegar geysivel. Síðasta verk tónleikanna var eftir bandaríska höfundinn George Crumb. Það var Apparition, byggt á ljóði eftir Walt Whitman og skrifað fyrir sópran og píanó. Verkið er í mörgum þátfum og eru flestir mjög draumkenndir, eins og reyndar stærsti hluti verka þessa höfundar. Þau Marta Halldórsdóttir og Örn Magnússon fluttu verkið í einu orði sagt frábærlega í alla staði, þrátt fyrir að verkið sé bæði langt og mjög krefjandi. Þetta var eftirminnilegur flutningur. salnum og merkt, auk þess sem um- sagnir eigendanna fylgja á sérstöku blaði. Þetta er merkileg hugmynd og margrætt verk sem af henni sprett- ur. Skórnir eru þáttur í persónusögu hvers og eins og segja oft meira um mann en annar klæðnaður. Skór vekja hka myndir af ferðalögum, hvort sem það eru daglegar ferðir um nánasta umhverfi eða afdrifarík- ari reisur út fyrir túngarðinn. Sumir skór gegna aðeins ákveðnu hlutverki - eru dansskór, fjallaferðaskór eða íþróttaskór - meðan aðrir eru til dag- legs brúks og safna þannig á sig ryki Myndlist ^t Jínáftivi'^tœJlm* WÓÐSLSÚSIÐ Jón Proppé og minningum hversdagsins. Af öllu þessu mætti vissulega draga skemmtilega lærdóma og leggja út af þeim nýjar og frjóar hugmyndir en Þórdís virðist lítiö hirða um það og fyrir vikið verður verkið aðeins sniðug hugdetta - eins konar frum- drög - þótt það hefði gefið tilefni til virkilega góðrar útfærslu. Einfaldari verkin eru í raun mikið sterkari því þar nær Þórdís að reka einhvers konar endapunkt á hug- myndir sínar án þess þó að hún þurfi að njörva þær niður um of. Einfaldar og oft mjög fínlegar hug- myndir blandast hér við léttan húm- or svo úr verða verk sem ná því að vera einföld og óræð í senn, sniðug en ekki grunnhyggin. PÖNTUNARSÍMI 52866 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA MÉR SKAÐA! USE"*" g*m, ^ e™u™ LIRjfrÁ# stað S. 653544 Hjallahrauni 8 Hafnarf. snyrtistofa Sími 653331 Margrét Hrefna Lárus Halla v Bogga Opið alla virka daga frá 8.30-18.00 nema (£{}: AHA-GLY DERM ávaxtasýrumeðferð, fimmtud. til 20.00. Laugard. frá 10-14. Qy DERM' byltinS > húðmeðferð, góður árangur á hrukkum, ból'um, þurri húð, grófri húð Afmælistilboð - verðdæmi: °9fl Herrakl. 1.100 Lagn. 1.000 Dömukl. 1.200 Blástur 1.100 Bamakl. 900 Djúpnæring 1.000 Stríþur 1.750 Henakl. + Litanir 1.750 strípur 2.800 Pernian. stutt 2.200 Andlitsbað 1.900 Handsnyrt 1.200 Andlitsbað Gervineglur 3.500 m/maska 2.200 Vaxaðhné 1.300 Húðhr.-bakhr. 1.400 Vaxíandl. 800 Utunábæði 800 ¦ - Frábær tilboð fyrir árshátíðarhópa 10 edafleiri, hárgreiðsla + förðun 2.500. Ath. opið til 20.00 alla fímmtudaga. ±

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.