Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 39 Fréttir Utanríkisráðherra um úrslitin í Svíþjoð: Þetta er bylting í sænskri sögu „Naumur sigur ennægur, sagði Carlsson. Ég er sammála honum um þaö. Hinar eilífu skoðanakannanir að undanfórnu bentu til þess að þetta væri í járnum, jafnvel að nei-hliðin væri að styrkjast. Þessar niðurstöður eru hins vegar talsvert á annan veg. Þetta er sögulegt því að Svíar hafa rekið hlutleysispólitík og verið utan bandalaga. Innganga Svía í fjölþjóð- legt, pólitískt bandalag um fríversl- unarsvæði og sameiginlega utanrík- is- og öryggispóUtík er bylting í sænskri sögu," segir Jón Baldvin Ólætiogölvun Nokkuð bar a ólátum og ölvun j Snæfelisbæ um helgina. Lög- reglan í Ólafsvík hafði tnikið að gera vegna dansleiks á laugar- dagskvöld. Bíl yar ekið upp á gangstétt og á steinvegg í Ólafsvík um mið- nættið. Tveir voru í bílnum, grunaðir um ölvun, og voru þeir fluttir á heilsugæslustöðina með brotnar tennur og skrámur. BíU- inn er að öllum likindum ónýtur. Unglingameist- ariískák Magnús Örn Úlfarsson bar j; gær sigur úr býtum á Unglinga- meistaramóti íslands 1994 í skák fyrir 20 ára og yngri. Magnús, sem er 18 ára gamall, hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Þetta var annar títill hans á nokkrum dögum því nýlega varð- hann Skákmeistari Taflfélags Reykja- vfitur. Næstur á eftir Magnúsi kom hinn þrettán ára gamii Bragi Þorfinnsson meö 5:V4 vintiing og í þriöja sæti varð Sigurbjörn Björnsson, 18 ára. GuðjónA. færðurniður Guðjón A. Kristjánsson, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var færður úr þriðja sæti í það fjóröa á lista flokksins á Vest-, fjörðum á kjördæmisþingi um helgiha. Guðjón hlaut kosníngu í þriðja sætið í profkjöri. Einar K. Guðfmnsson er í fyrsta sætinu, Einar Oddur Kristiánsson í öðru en Ólafur Hannibalsson mun skipa þriðja sætið. Rannveigíráð- herrastól Rartnveig Guðmundsdóttir al- þingismaður var sMpuð féiags- málaráðherra í ríkisstiórn is- lands á fundi ríkisráðsá Bessá- stöðum sL laugardag. Á fundin- um voru jafnframt staðfest lög; um Lýðveldissjóð og endurstað- festar ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið utan rikisráðs- fundar. Sldps^óri Hólmahess: 350þúsundísekt Varðskipiö Týr stóð togarann Hólmanes frá Eskifirði að ólög- legum karfaveiðum suðaustur af landinu sl. fóstudagskvöld. Skip- stiórinn, sem var í sinni fyrstu ferð sem sMkur, var sektaður um 350 þúsund krónur pg afli og veið- arfæri voru gerð upptæk. Hannibalsson utanríkisráðherra um úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Svíþjóð. „Danir hafa veriö í evrópsku sam- starfi í rúma tvo áratugi og hafa af því góða reynslu. Ef Norðmenn fara inn í ESB telja margir íslendingar að þeir veröi að fara að hugsa sitt ráð í alvöru. Ég tek undir með nei-liðun- um norsku sem segja: Norðmenn kjósa fyrir Norðmenn. Burtséð frá úrslitunum í Noregi eiga íslendingar að taka afstöðu í þessu máli á eigin forsendum," segir hann. „Við þurfum að setjast niður, vega og meta okkar kosti miðað viö þessa niðurstöðu og fara af stað með mál- efnalega umræðu. Ég er ekki endi- lega að segja að við þurfum að sækja um. Það verður spennandi að fylgjast með ákvörðun Norðmanna og ég held að niðurstöðurnar úr þjóðarat- kvæðagreiðslunni í Noregi geri út- slagið um það hvernig við tökum á málinu. Ef Norðmenn samþykkja verðum við að hugsa okkur vel um," segir Lára Margrét Ragnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Jóhann Hjartarson eftir tap fyrir heimsméistarannm: Kasparov var í góðu skapi „Ég held að í dag séu allir sammála um að Kasparov sé hinn rétti heims- meistari. Hann var í mjög góðu skapi eftir skákirnar við mig eins og ævin- lega þegar hann er búinn að vinna. Ég spurði hann út í ólympíumótið sem hefst um næstu mánaðamót í Moskvú. Menn hafa haft áhyggjur af Rússlandsför vegna glæpa og skorts á nauðsynjavörum. Kasparov sagði að þetta yrði mjög gott mót. Það má segja að hann standi á bak við ólympíumótið sem verður haldið á risastóru hóteli," sagði Jóhann Hjartarson stórmeistari sem tefldi við Garrí Kasparov heimsmeistara í skák í París á laugardag. Viðureign Jóhanns og Kasparovs var í formi tveggja atskáka sem stóðu yfir í 25 mínútur hvor. Þetta var í 8 manna úrslitum á mjög sterku at- skákmóti í París. Áður en mótið hófst var Jóhann einn af fimm sem höfðu unnið sér þátttökurétt á móti þar sem þátttakendur voru á annað hundrað, þar af um 40 stórmeistarar. „Þetta var eiginlega ekki nógu gott," sagði Jóhann aðspurður um fyrri skákina við Kasparov á laugar- dag. „í þeirri fyrri fékk ég ágæta stööu og var með betra tafl. Eg ræddi við Kasparov eftir á og "við vorum sammála um hvar ég hefði leikið af mér í byrjun miðtaflsins. Ég fékk eig- inlega óteflandi stöðu og tapaði nokkuð fljótt. Ég þurfti því að jafna með svörtu en lagði allt of mikið á stöðuna þannig að hann náði mjög öflugri sókn og það er óhætt að segja aö ég hafi legið alveg kylliflatur. Það Jóhann Hjartarson: tapaði fyrir Ka- sparov. er skrýtið hyernig maður teflir á móti Kasparov, það er eins og ég nái oft ekki að sýna fullan styrk. í seinni tíð hef ég náð að jafna fyrir hvert tap," sagði Jóhann. Hann hefur sam- tals teflt á annan tug skáka við Garrí Kasparov. Jóhann sagði að heimsmeistarinn hefði átt dálítið erfitt uppdráttar á tímabh en að undanförnu hefði hann verið „í miklu stuöi". „Hann vann á sterku móti í Rússlandi og svo aftur á öðru móti í Sviss. En það var áfall fyrir hann þegar Karpov vann með miklum yfirburðum á geysisterku móti. Sú taflmennska var besti ár- angur skákmanns allra tíma. Þetta fór í taugarnar á Kasparov. En að undanfórnu hefur Karpov teflt illa og Kasparov vel," sagði Jóhann Hjartarson. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Opið próf kjör haldið í janúar „Það var samþykkt á aðalfundin- um á laugardaginn að viðhafa próf- kjör í síðasta lagi þann 14. janúar. Það er í raun og veru gefið tímabilið frá því í desember og þar til í jan- úar, það fer svolítið eftir því hvernig undirbúningur gengur. Mér er þó til efs að það verði fyrr en í janúar þar sem þetta þarf töluvert mikinn und- irbúning, það þarf m.a. að leita eftir framboðum," sagði Haukur Már Haraldsson, nýkjörinn formaður Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfé- laga í Reykjavík. A aðalfundinum var kosin ný stjórn og er Bryndís Hlöðversdóttir, lögfra?ðingur ASÍ, nýr varaformaður. Haukur sagði prófkjörið bæði verða opið félagsmönnum og þeim sem lýsa yfir stuðningi við flokkinn. „Það var skipuð sérstök kjörnefnd til að undirbúa prófkjörið, hana skipa þau Árni Þór Sigurðsson, Ást- ráður Haraldsson, Gísh Gunnarsson, Guörún Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Óskarsson og Stefanía Þorgrímsdótt- ir," sagði Haukur. ZANUSSI Uppþvottavél með þurk. ZW-826 ZANUSSI Pvottavél ZF-8000 800 sn./mín. ZANUSSI Kœll og Frystiskapur ZFC-20/8 200/80 L ZANUSSI Þurrkari, TD-220 ZANUSSI Kæli og Frystiskápur ZFC-18/7 K, 180 L kælir, 70 L frystir ZANUSSI Kœliskápur ZFC-140frá 120-160 L hæö 180 sm. Kupperbusch Innbyggbur Ofn EEB-612W, meö blæstri og klukku ZANUSSI Viftur Kupperbusch Eldavél EH-540-WN JQ MÍNUTUGRILL Kr. 7.990 NUDDTÆKI Kr. 2.890 V) SAMLOKUGRILL Kr. 2.990 KAFFIVÉL Kr. 2.690 0) RYKSUGA Kr.13.900 HÁRBLÁSARI Kr. 990 T5 BAÐVOG Kr. 990 BRAUÐRIST Kr. 2.890 3 GUFUSTRAUJÁRN Kr. 2.990 O.FL.O.FL..... TILBOÐ TÖKUM GÖMLU TLa-é-Jw a ^ VÉLINA UPP í NÝJA Eldhús- og baðinnréttingar DESIGN Láttu okkur gera þér tilboo í bæöi innréttinguna og tækin og viö komum þér þægilega á óvart. MÁNADARINS OPIÐ LAUGARDAG 10-16 & SUNNUDAG 10-15 SUÐURLANDSBRAUT16 - SIMI 880500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.