Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Afmæli Guðmundur R. Guðmundsson Guðmundur R. Guðmundsson, MHOVfyrrv. slökkviliðsstjóri á Reykjavík- urflugvelli og Flugmálastjórnar, Hvassaleiti 46, Reykjavík, varð sjö- tíu og fimm ára í gær. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Fishersundi 1. Hann stundaði nám við Civil Aeronautics Administration í Bandaríkjunum 1954 og við Fire Service Traimng SchoolíBretlandil972. Guðmundur var slökkviliðsmað- ur hjá Slökkvihðinu í Reykjavík 1939-46, hóf þá störf hjá Slökkvilið- inu á Reykjavíkurflugvelli og varð þar varaslökkviliðssrjóri 1946 og slökkvmðsstjóri þar 1948-89. Guðmundur var formaður Óðins, verkamannafélags Sjálfstæðis- flokksins, stofnaði Byggingasam- vinnufélag verkamanna og sjó- manna og var formaður þess um skeið, var formaður Félags flug- málastarfsmanna, formaður í Krummaklúbbnum, sat í stjórn Stangaveiöifélags Reykjavíkur og starfaði í flugráði í tuttugu og fjögur ár. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Elín Guðmundsdóttir, f. 12.7.1923, hús- móðir. Hún er dóttir Guðmundar Halldörssonar, b. á Breiðabólsstað, og Margrétar Björnsdóttur hús- freyju. Börn Guðmundar og Elínar eru Rut, f.6.2.1939, kennari á Flúðum, gift Bjarna Ansnes, skólastjóra þar, og eiga þau tvö börn; Bima Margr- ét, f. 6.11.1943, búsett í Flórída, formaður íslendingafélagsins í Suð- ur-Flórída og á hún tvö börn; Stef- anía, f. 13.8.1945, skrifstofumaður, gift Georg Halldórssyni húsasmið og eiga þau tvö börn; Edda, f. 2.10. 1946, læknaritari, gift Þorsteini Þor- steinssyni skólastjóra og eiga þau fjögur börn; María Sigrún, f. 2.4. 1948, skrifstofumaður, gift Jóhanni H. Jónssyni framkvæmdastjóra og eiga þau eitt bam; ívar, f. 10.8.1952, viðskiptafræðingur og endurskoð- andi, kvæntur Kristínu Kristjáns- dóttur hárgreiðslumeistara og eiga þau tvö böm; Gunnlaugur, f. 13.9. 1956, flugumferðarstjóri, kvæntur Ingu Ingólfsdóttur framkvæmda- stjóra og eiga þau tvö börn; Auður, f. 13.9.1960, flugfreyja, gift Gunn- laugi K. Jónssyni lögreglufulltrúa og eiga þau eitt barn; Björn Valdi- mar, f. 7.7.1966, tölvufræðingur, kvæntur Helenu Líndal lyfjafræð- ingi og eiga þau eitt barn. Sýstkini Guðmundar: ívar, f. 19.1. 1912, fréttastjóri við Morgunblaðið og síðar forstjóri hjá Sameinuðu þjóðunum; Kristín Guðrún, f. 13.9. 1913, húsmóðir í Reykjavík; Hans Andrés Nielsen, f. 24.10.1914, nú látinn, fiskmatsmaður í Reykjavík; Guðfinna, f. 15.3.1917, húsmóðir í Reykjavík; Jóna Guðbjörg, f. 13.12. 1920, húsmóðir í Reykjavík; Magn- úsína Guðrún, f. 1.4.1922, húsmóðir í Reykjavík; Amdís, f. 17.6.1924, húsmóðir í Reykjavík; Jón, f. 7.8. 1926, nú látinn, búsettur í Reykja- vík; Susie Bachmann, f. 21.2.1929, húsmóðir í Reykjavík. Þá átti Guðmundur tvo hálfbræð- ur, samfeðra, sem báðir eru látnir. Foreldrar Guðmundar voru Guð- mundur Jónsson, f. 5.6.1884, d. 14.9. 1929, verkstjóri í Reykjavík, og k.h., Sesselja Stefánsdóttir, f. 29.4.1890, d. 2.1.1965, húsmóðir. Ætt Guðmundur verkstjóri var sonur Jóns, sjómanns í Tjarnarkoti í Vog- um og síðar verkamanns í Reykja- vík Teitssonar, b. í Tumakoti og í Götu í Vogum, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Salvor Guðmunds- dóttir, b. í Kópavogi, Árnasonar. Sesselja var dóttir Stefáns, b. í Þrándarkoti í Rjós, Hannessonar, smiös á Brekku á Hvalfjarðar- strönd, Jónssónar, b. þar, Ólafsson- ar, b. á Snorrastöðum í Laugardal, Þorkelssonar. Móðir Stefáns var Ragnhildur Einarsdóttir, b. á Arn- arfelli í Þingvallasveit, Ólafssonar, Guömundur R. Guömundsson. b. á Efri-Brú í Grímsnesi, Jónsson- ar. Móðir Einars var Ragnhildur Beinteinsdóttir, hreppstjóra í Þor- lákshöfn, Ingimundarsonar, b. á Hólum, Bergssonar, ættföður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Sesselju var Guðrún, veit- ingakona í Reykjavík, Matthíasdótt- ir, b. á Fossá, Eyjólfssonar. Guðmundur er staddur erlendis. Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Birgir Andrésson Ustamaður opnaði á laugardaginn sýningu á verkum sínum í Galleríi 11. Sýningin stóð aðeins yfir í tvo daga og er jafnframt sú síðasta í þessum sýmngarsal og lýkur þar með fimm árá starfsemi gallerísins. Á myndinni eru þeir Hannes Finnsson, einn helsti hvatamað- ur, stofnandi og eigandi Gallerís 11, og listamaðurinn Birgir Andrésson. Ásta Bjamadóttir í Listasafni Kópavogs var opnuð um helgina sýning á verkum myndhöggv- arans önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur. A sýningunni éru verk sem unnin era úr íslensku grjóti og stáli og mun sýningin standa til 27. nóvember. Með Önnu á myndinni er Jóhann Einarsson. ... WL^W* ¦¦ ¦'¦ ¦ '¦¦¦¦W<;' i juiu *'¦'%' ÉÉ U WiJw ^^^mI [ """*' m^£'~' ^*( wmLf JL. Þórdís Alda Sigurðardóttir opnaði á laugardagjnn sýningu á verkum sín- um, skúlptúrum og innsetningum í Norræna húsinu. Sýningin ber heitið „Undir merkjum" og eru verkin flest unnin úr samsettum gömlum og nýjum hlutum. Á myndinni er Þórdís Alda til hægri ásamt Unni Jökuls- dóttur. Ásta Bjarnadóttír húsmóðir, Lækj- artúni 18, Hólmavík, varð sextugí gær. Starfsferill Ásta fæddist að Hlíð í Kollafirði og ólst þar upp. Er hún gifti sig hófu þau hjónin búskap í Hólum í Stað- ardal þar sem þau bjuggu 1954-56. Þá fluttu þau að Stað og bjuggu þar til 1977 er hún missti manninn. Hún flutti þá til Hólmavíkur þar sem hún hefur átt heima síðan. Fjölskylda Ásta giftist 31.12.1954 Steingrími Bergmann Loftssyni, f. 21.8.1925, d. 1977, bónda í Hólum og á Stað. Hann var sonur Lofts Torfasonar, b. í Hafnarhólum, og Hildar Gestsdótt- urhúsfreyjuþar. Böm Ástu og Steingríms eru and- vana drengur, f. 26.6.1954; Magnús, f. 24.5.1955, b. á Stað, kvæntur Mörtu Sigvaldadóttur; Bjami, f. 3.5. 1957, búsettur í Njarðvík, kvæntur Guðmundínu Láru Guðmundsdótt- ur; Kristín, f. 28.3.1962, búsett í á Hólmavík, gift Áma Magnúsi Bjömssyni; Finnbogi Guðbjörn, f. 17.7.1963, d. 13.8.1993; LofturHilm- ar, f. 17.7.1963, búsettur á Hólmavík. Seinni maður Ástu er Margeir Steinþórsson, f. 19.8.1932, bílstjóri hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Hálfsystkini Ástu, sammæðra, eru Guðfmnur Stefán Finnbogason, f. 13.2.1938; Guðný Finnbogadóttir, f. 13.10.1939; SigurbjörnFinnbogason, f.4.1.1941; Bjarney Ragnheiður Finnbogadóttir, f. 22.5.1954. Foreldrar Ástu: Bjarni Borgars- son frá Tyrðingsmýri og Guðbjörg Sigurðardóttir frá Vonarholti. Stjúpfaðir Ástu var Finnbogi Finn- bogason í Miöhúsum. Asta Bjarnadóttir. Ásta tekur á móti gestum á heim- ili sínu, Lækjartúm' 18, Hólmavík, laugardaginn 19.11. nk. eftir kl. 17. Hlhamingjumeð afmælið 14. nóvember 95 ára Kristín Tómasdóttir, Eyrarlandsvegi 25, Akureyri. 40ára Þorgeir Sigurðsson, Hrafrústu, Reykjavík. 60ára 85ára Kristín S. Jónsdóttir, Vesturbergi 138, Reykjavík. 75ára Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir, Laugarbraut 3, Akranesi. Sverrir Magnússon, Gullbrekku, Eyjafjarðarsveit. Magnús Stefánsson, Norðurgötu 15, Akureyri. Gunnar Jónsson, Sunnubraut 17, Búðardal. Finnur S. Sigurjónsson, Hátúni 10, Reykjavik, Gunnþórunn Björnsdóttir, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Hjördís Árnadóttir, Brekkustíg 16, Reykjavík. 50ára 70ára Kristján Sigurðsson, Qtratóigi 34, ReykjavÓc." Ingá Jóna Ingimarsdóttir, Akurgerði 1, Reykjavík. Þorsteinn Jónsson, Gerði, BessastaðahreppL Ingunn Ragnarsdóttir, Háaleitisbraut 19, Reykjavík. Svavar Kristinsson, Bleiksárhlíð 51, Eskifirði. Þorsteinn Oskar Johnson, Vindási 4, Reykjavík. Gttðríður Helgadóttir, Kirkjubraut 2, Njarðvík. Hánne Jeppesen, Vesturgötu 33b, Reykjavík. Svanborg Eyþórsdóttir, Skólabraut22, Akranesi. Sjöfn Sveinsdóttir, Álfheimum 72, Reykjavík. Hjðrtur Dagfinnur Hansson, BaldursgötU 16, Reykjavík. Kristín Sigurðardóttir, Fjarðarási25, Reykjavík. Kristján Haraldsson, Skipholti 22, Reykjavik: Hrönn Pálmadðttir, Stýrimannastlg2, Reykjavík. Theódóra Steinþórsdóttir, Álfatúni 7, Kópavogi. Hröfna Hrólfsdóttir, Austurbrún 34, Reykjavík. Þorgeir Magni Eiríksson, Borgargerði 10, Stöðvarfirði. KjartanBjarnason, Eyri, Höfðahreppi. Steingrimur Steingrímsson, Stuðlabergi 10, HafnarfirðL Guðmundina Sturhidóttir, Hafnargötu 123, Bolungarvik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.