Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1994, Page 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6S UUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994. HöfníHomafiröi: Rjúpum stolið frá bankastjóra Talsverð ölvun var á dansleik í Sindrabæ á Höfn í Hornafirði aðfara- nótt laugardagsins. Við hliðina á Sindrabæ er útibú Landsbankans. Eftir dansleikinn brutu nokkur ungmenni rúðu í bankanum. Þau létu ekki þar við sitja heldur klifruðu upp á svahr íbúðar bankastjórans á hæðinni fyrir ofan útibúið. Þaðan voru teknar þijár rjúpur í eigu bankastjórans. Málið telst upplýst hjá lögreglunni í Höfn en bankastjórinn fékk ekki rjúpurnar sínar til baka. Þó er ekki vitað til þess að þær hafi verið ma- treiddar enn. Sauöárkrókur: Tveir „mjúkir“ bruggararteknir Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði tvo bruggara þar sem þeir voru á ferð í bíl í nágrenni bæjarins á laug- ardagskvöld. Þeir voru báðir við skál, eða „mjúkir" eins og lögreglan orðaði þaö, og voru að koma frá því að sækja sér mjöö í „bruggstöðina". Hald var lagt á 600 htra af gambra r og u.þ.b. 20 htra af landa. Eftir tíma- frekar yfirheyrslur játuöu þeir verknaöinn en grunur leikur á að þeir hafi selt eitthvað af „afurðum" sínum til Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem lögreglan á Sauðárkróki gómar umrædda menn vegna brugg- máls. Strand Faxavíkur GK: Neitaraðhafa veriðölvaður Yfirheyrslum yfir bátsverjanum á krókaleyfisbátnum Faxavík GK frá Grindavík, sem strandaði við Hóps- nesið í gærmorgun, lauk hjá rann- sóknarlögreglunni í Keflavík seint í gærkvöld. Maðurinn var einn um borð og er grunaður um ölvun. Hann neitaði viö yfirheyrslur að hafa verið ölvaður en sagðist hafa verið aö skemmta sér um nóttina. Hann lagði upp frá Grindavíkurhöfn í róður um klukkan níu í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar í Keflavík gaf maðurinn þær skýringar á strandinu að drepist hefði á bátsvélinni. Vélar- vana hefði bátinn síðan rekið upp í fjörur skammt sunnan viö Hópsnes- vita. Það er á svipuðum slóðum og skipin Eldhamar og Hrafn Svein- bjamarson strönduðu á sínum tíma. LOKI Jæja, þá er það enn einu sinni sænska leiðin, eða hvað? Fékk hálfa milMón fyrir Karlmaður á fimmtugsaldri hef- ur viðurkennt við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins skjalafals í tengslum við veðleyfi hjá tveimur hfeyrissjóðum. Máliö hefur verið sent rikissaksóknara. Um er að ræða kunningja tveggja manna sem áttu lánsrétt hjá tveim- ur lífeyrissjóðum. Hvorugur mannanna átti hins vegar fasteign eða gat útvegað sér veð sem af hálfu sjóðanna var skilyrði fyrir lánveit- ingu. Sameiginlegur kunningi mannanna vissi af þessum vand- ræðum kunningja sinna og tók að sér, gegn greiöslu, að útvega veð og veðleyfi. Fór hann á fasteigna- sölur og fékk í hendur söluyfirht eftir að hafa gert sig líklegan til aö kaupa fasteign. í söluyfirlitinu var aö finna allar þær upplýsingar sem hann þurfti á að halda. Síðan varð hann sér úti um veðbókarvottorð og endaði á því að útbúa veðleyfið. í veðleyfinu er að finna yfirlýsingu eiganda fasteignar um að hann heimili þeim sem hann nafngreinir að veðsetja eign sína til tryggingar láni að tiltekinni fjárhæð hjá til- teknum lánveitanda. í þessum til- vikum voru hins vegar ahar undir- skriftir falsaðar. Annars vegar var um að ræða lán að upphæð 700 þúsund króna lán sem tekið var í janúar síðastliðnum og hins vegar var um að ræða 1,2 mihjóna króna lán sem tekið var í maí síðastliðnum. Upp komst um svikin þegar réttir eigendur fast- eignanna þurftu sjálfir á veðbókar- vottorði að halda, þá urðu þeir þess áskynja sem gerst hafði. Maðurinn sem itm ræðir hefur áður hlotið dóm, meðal annars vegna sams konar afbrota, og tók 170 þúsund krónur fyrir að „bjarga" veði fyrir öðru láninu en 300 þúsund krónur fyrir hitt lánið. Nöfn á vottunum urðu til þess að hann var kahaður til yfirheyrslu en hvorugur lántakendanna kann- aöist við óheiðarleika í viðskiptum við manninn áöur en þeim var greint frá hverslags var. Hér má sjá krókaleyfisbátinn Faxavík GK frá Grindavík i fjöruborðinu við Hópsnesið þar sem hann strandaði í gærmorgun. Einn maður var um borð og komst hann fljótt i land með aðstoð björgunarsveitarmanna frá Þorbirni í Grindavík. Maðurinn er grunaður um ölvun en hann var á leið í róður frá Grindavik. Báturinn skemmdist töluvert og náðu björgunarsveitarmenn honum á land í gærkvöld. DV-mynd Ægir Már Veðrið á morgun: Frost á bilinu 1 til 6stig A morgun verður norðvestan strekkingur norðaustanlands en annars breytheg eða vestlæg átt, gola eða kaldi. Suðaustanlands verður nokkuð bjart veður en él í öðrum landshlutum. Frost veröur á bilinu 1 th 6 stig, kaldast í inn- sveitum norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 Stj ómarandstaðan: „Þessi úrslit verða til þess að slag-1 urinn í Noregi harðnar gífurlega. Þar verður baráttan mjög óvægin án þess, að ég geri mér grein fyrir því hvort j þeir samþykki inngöngu enda er ekki S víst að norska þingið samþykki aðhd þó að meirihluti náist. Það verður j erfiðara fyrir okkur íslendinga að fá ; viðhlítandi samninga ef Norðmenn ’ segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir hálfan mánuð,“ segir Hahdór I Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, um niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Svíþjóð í gær. . Förum ekki inn „Það kemur mér ekki á óvart hversu mjótt er á mununum því að það gat j brugðiö til beggja vona. Svíar taka þessa stóru ákvörðun með vilja I hálfrar þjóðarinnar því að það er aðeins naumur meirihluti sem sam- j þykkir aðhd. íslendingar líta fyrst I og fremst á úrshtin í Noregi þó að 1 það hafi ekki áhrif á ákvörðun ís- lendinga. Hún liggur þegar fyrir, I menn eru ekkert á leiðinni inn,“ seg- ir Anna Ólafsdóttir Bjömsson, þing- kona Kvennahstans. Hatramur hræðsiuáróður „Ég hef lengi reiknað með þessari niðurstöðu þó að andstaðan hafi ver- ið harðari en ég átti von á. Svo virð- ist sem hatramur hræðsluáróður hafi dugað til að hræöa nauman meirihluta til að samþykkja. Sænska þjóðin er þverklofin í þessu máli þrátt fyrir mikinn stuðning helstu flokka, samtaka og stofnana í þjóðfé- laginu," segir Steingrímur J. Sigfús- son, varaformaður Alþýðubanda- lags. -sjáeinnigbls.39 Grindavík: 35 ára kona 35 ára kona í Grindavík hefur kært karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað sér á heimili hennar aðfara- nótt sunnudagsins. Konan hringdi th lögreglunnar í Grindavík í gærmorg- un sem handtók síðan manninn og færði hann til yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni í Keflavík. Yfir- heyrslur stóðu enn yfir þegar blaðið fór í prentun. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar þekkti konan manninn hthlega en hann heimsótti hana um nóttina. Maðurinn var und- ir töluverðum áhrifum áfengis en konan lítið sem ekkert, að sögn lög- reglu. / Merkivélar / Tölvuvogir / Pallvogir / Pökkunarvélar FtOKRAS HF. Bíldshöfða 18 "S 671020 Ltm alltaf á Miövikudögxun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.