Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 Fréttir Garreth Jones, 32 ára gamall Skoti, leitar sér lækninga í Bláa lóninu: Býr á tjaldstæðinu í Grindavík á meðan - líkar vistin og ætlar að dvelja þar næstu flórar vikur „Mér líkar frelsið sem fylgir því að búa í tjaldi og það fer mjög vel um mig héma. Þó napurt sé og fáir á ferli úti við hefúr mér ekki orðið kalt. Enda vel búinn, með svefnpoka sem heldur hita í allt að 20 gráöa frosti, og skotapilsið, sem ég hef með mér til halds og trausts. Ég óttast því ekki þó hann fari að snjóa," sagði Garreth Jones, 32 ára gamall Skoti, sem búið hefur í litlu kúlutjaldi á tjaldstæðinu í Grindvík frá því á fimmtudag. Garreth þjáist af psoriasis og er hingað kominn til að leita sér lækn- inga. Hyggst hann dvelja hér allt til 10. desember og vonar að þá hafi hann fengið bót meina sinna. Garreth fer í Bláa lónið á hveijum degi. Hann fær far með starfsmanni lónsins á morgnana og gengur eða húkkar far til baka. Hann fer síðan einu sinni í viku á Farfuglaheimilið í Reykjavík til að ná í póst og senda bréf. Hann dregur vistir í tjaldið, eld- ar þar og matast. Garreth er að heimsækja ísland í fyrsta skipti, kynntist Bláa lóninu og meintum lækningamætti þess við lest- ur tímaritsgreina og ferðabæklinga. „Það er afar lítið gert fyrir psoriasis- sjúklinga í Bretlandi og því ákvað ég að koma hingað. Það er mun styttra hingað en að Dauðahafinu og þar er yfirleitt meiri hiti en Skotar geta þol- Skotinn Garreth Jones býr i tjaldi á tjaldstæðinu í Grindavik og kvartar ekki þó kalt sé og napurt. Að sjálfsögðú er skotapilsið með í farangrinum. DV-mynd GVA að. Umhverfið og loftslagið hér er keimlíkt því skoska svo mér finnst ég nánast eins og heima hjá mér.“ - En finnst fjölskyldu og vinum ekk- ert skrýtið við það að búa í tjaldi í kuldanum á íslandi? „Sumum finnst ég örugglega skrýt- inn en vinir mínir og fjölskylda hafa á þessu fullan skilning. Það er ekki vegna þess að ég geti ekki búið ann- ars staðar eða hafi ekki efni á því. Ég vil einfaldlega búa í tjaldinu.“ Garreth segist hafa notað tímann milli baða til að ganga á fjöll í ná- grenninu og lofar náttúruna. Þá hef- ur hann farið á leiki Grindavíkur- liðsins í körfubolta og haft gaman af. - Hvernig taka bæjarbúar þér? „Fólk hér er mjög elskulegt. Lög- reglan heimsótti mig í fyrrakvöld til að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Það var mjög notalegt að heyra að fólki stendur ekki á sama um mann.“ Garreth hefur unnið fyrir slökkvi- lið Glasgowborgar í 12 ár. Hann lang- aði að ferðast en þar sem ferðalög' samræmast ekki starfinu ákvað hann að segja upp. Garreth verður heima í Skotlandi fram yfir áramót en þá ætlar hann leggjast í ferðalög um heiminn. Gefi bööin í Bláa lóninu góða raun ætlar hann að skrifa um þaö greinar í skosk blöð og tímarit og koma síðan aftur seinna. Félagsdómur: Kröfum Landakots hafnað „Við höldum áfram að vinna með undanþágunefnd og þurfum eflaust að skipuleggja ýmsa þætti betur. Hugsanlegt er aö við verð- um aö flytja sjúklinga til og raða hjúkrunarfræðingum betur inn á vaktimar. Þaö hefur gengið vel að vinna meö undanþágunefnd þannig að ég á eklci von á að sam- starfið verði erfitt," segir Rakel Valdimarsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri á Landakotsspítala. í gær var kveðinn upp í Félags- dómi dómur í máli Landakotssp- ítala gegn Sjúkraliöafélagi Is- lands þar sem spítalinn krefst þess að viðurkennt veröi með dómi að 44 sjúkraliðar í um 37 stööugildum beri að vinna í verk- fallinu. Félagsdómur hafnaði þessari kröfu og dæmdi spítalann tíl að greiða Sjúkraliðafélaginu 100.000 krónur í málskostnað. í dómi Fólagsdóms kemur fram að stjórnendur Landakotsspítala hafi ekki samið og birt skrá um þau störf sem ættu að vera und- anþegin verkfalli fyrir tilskildan tima eða 1. febrúar. Þá sé gert ráð fyrir samráði aðila við gerð verk- fallslista samkvæmt lögum. Ekki hafi verið farið eftir því. ^ Handtaka Lindu Pétursdóttur: Ég lagði aldrei fram kæru í málinu - segir maðurinn sem átti bíiinn sem ekið var á „Þaö var ákvörðun lögreglunnar að tala við Lindu, ég sat í lögreglu- bílnum fyrir utan heimili mitt þegar ég heyrði í talstöðinni að það segir einhver: „Þarna kemur Linda, eigum við að tala við hana?“ Ég tók það þá skýrt fram að hún tengdist ekki þessu máli. Næst heyri ég svo að ‘ þeir sögöu í talstöðina að þeir ætluðu aðeins að tala við hana. Ég lagði aldr- ei fram kæru í málinu heldur bað einungis um að kannað yrði hvar Les Robertson hefði verið á þeim tíma þegar ekið var á bíl minn. Hefði lög- reglan haldið sig viö það sem hún var beðin að gera, sem sagt að kanna fjarvistarsönnun Les, hefði málið aldrei lent í þessum farvegi," segir maöurinn sem hafði upphaflega samband við lögregluna þegar Linda Pétursdóttir var handtekin. Hann segist hafa lent í deilu við Les Robertson, mann Lindu Péturs- dóttur, fyrr um nóttina og skilið við hann í uppnámi. Klukkustund síðar hafi veriö ekið á bíl hans og hann Linda Pétursdóttir og Les Robert- son. vaknað við skarkalann. „Ég leit út um gluggann og sá þá bifreið sem líktist bifreið sem er í eigu móður Lindu. Ég sá ekki hver ók bílnum en í ljósi þess að við áttum í þessum deilum dró ég þá rökréttu ályktun vegna atburða kvöldsins að þetta gæti verið Les. Reyndar voru deilur okkar með þeim hætti að þarna var einungis um að ræða mis- skilning sem ekkert mál heföi veriö að hreinsa upp. Ég vildi einungis að það yrði kannað hvort þarna væri um að ræða bíl sem tengdist honum og í framhaldi af því yrði tékkað á fjarvistasönnun hans, hvort hann hefði verið á staðnum allan tímann eða ekki. Auðvitað átti svo grunur- inn að falla niður strax og í ljós kom að umræddur bíll fannst óskemmdur heima hjá móður Lindu," segir mað- urinn. Hann segist hafa gert lögreglunni grein fyrir því að hann hafi ekki get- að séð hver var í bílnum vegna þess hve dimmt var. Þá segir hann það vera sér óskiljanlegt að hann sitji nú uppi með ónýtan bíl sem viröist orð- ið að aukaatriði málsins. DV ræddi við Lindu Pétursdóttur í gærkvöldi. Hún var þá nýkomin frá lækni vegna áverka sinna og sagðist eiga að fara til sérfræðings í dag vegna áverka á baki og hálsi. áAlþingi „Það hefði áreiðanlega veriö lærdómsrík reynsla að taka sæti á Alþingi en niðurstaða min var sú að þaö væri ekki við hæfi vegna starfa minna á ritstjóm blaösins," segir Guömundur Magnússon, fréttastjóri DV, Guðmundur var nýverið beð- inn að taka sæti á Alþingi á ijar- veru eins af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík en hann er þriðji varaþingmaður flokksins í kjördæminu. „Þegar ég kom til starfa á DV í vor taldi ég eðlilegt að láta af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, svo sem setu í félags- málaráði Reykjavíkurborgar og formennsku í menningarmála- nefnd flokksins. Ákvöröun mín nú er í fullu samræmi við þessa afstöðu mína.“ Stuttar fréttir Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Efsvariöerjá i ýtir þú á LÍJ Ef svarið er nei 2 | ýtir þú á —J r ö d d FÓLKSINS 99-16-00 Á ríkið að greiða ferða- kostnað maka ráðherra? TölvuveiraoHiskaða Töhaiveiran J&M eyðilagði ræsikerfi í mörgum tölvum í gær. Veiran kom til íslands í upphafi ársins með feröatölvu frá Ung- vetjalandi og varð virk 1 gær samkvæmt forriti. Harkaieggagnrýni Sjálfstæðismenn í atvinnulífinu vilja sækja um aöild aö Evrópu- sambandinu. Skv. Tímanum deildu þeir harkalega á forystu flokksins í þessu máli á leyni- fundá á Hótel Örk fyrir skömmu. Markaðurinníónáð Seðlabankastjóri segir engin efnahagsleg rök fyrir vaxta- hækkun um þessar mundir. Á hinn bóginn kunni að liggja fyrir því markaðslegar ástæöur. Sjón- varpið skýrði frá þessu. Ólögleg landakort Landmælingar ríkisins reyna að koma í veg fyrir útgáfu ís- landskorta í Evrópu, en hún hef- ur lögbundinn einkarétt á slíkri útgáfu. Skv. Mbl. er um að ræða kort frá Ungverjalandi. Dæmi eru um að íslenskar fjöl- skyldur svelti og slíkum ölfellum fer fiölgandi. Sjónv. hafði þetta eftir félagsmálasfi óra Akureyrar. Aukinn rækjukvóti Hafrannsóknastofnun hefur gert tillögu um að rækjukvótinn veröi aukinn um 10 þúsund tonn á fiskveiöiárinu. Skv. Mbl. gæti þaö þýtt allt að 2 milljarða i auk- in útflutningsverðmæti. Umdeildur samningur Forsfióri Tryggingastofnunar neitaði að eiga aðild aö starfs- lokasamningi við Björn Önund- arson, fyrrv. yfirtryggingalækm. Sjónvarpið greindi frá þessu. Stjórn Kísiliðj unnar ræðir í dag tillögu um að lækka hlutafé fyrir- tækisins og greiða hluthöfunum 50 milljónir. RÚV greindi frá. Nýtt frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur: Vill stjórnlagaþing næsta sumar „Astæöan fyrir því að ég tel þörf á stjómlagaþingi er sú aö ég tel að það sé orðin nokkur hneisa fyrir Alþingi og alþingismenn að ekki skuli hafa tekist með skynsamlegum hætti að taka á kosningalögunum, ekki held- ur sfiómarskránni, þrátt fyrir að setið hafi í það minnsta fimm nefnd- ir í fióra til fimm áratugi yfir mál- inu,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður og fyrrverandi félags- málaráðherra, í samtali viö DV í gær. Jóhanna hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um sfiórnlagaþing og fmmvarp til stjórnskipunarlaga. í frumvarpinu segir að sfiórnlaga- þing skuli endurskoða sfiómar- skrána. Gert er ráð fyrir að það verði skipað 41 kjörnum fulltrúa sem kosn- ir verða persónukosningu. Allir em í framboði sem kjörgengir em nema alþingismenn. „Fyrir utan kosningalögin er hug- myndin að stjórnlagaþing fialli um ráðherraábyrgö og landsdóm sem fellur undir sfiómarskrána, sem og skráðar og óskráðar reglur sem gjlda um embættisfærslur ráðherra eða opinberra starfsmanna. Einnig um embættisveitingar í æðstu störf og ráðstöfun opinberra flármuna og hvort draga eigi úr stjórnmálalegum afskiptum," sagði Jóhanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.