Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 Viðskipti I j i i j |. j j j _ — _ f;0 Ma Þingvísit. hlutabr. XUXU I : i 1 1 i i 1 * * Þri MiFi Fö Má '• Þri Mi Fi Fð Má Þr Kauph. í London 3120 3100 - 3140 ■ Dollará uppleið Þorskverð á íiskmörkuðum hefur sveiflast til síðustu daga. Kílóverðið á mánudag var 127 krónur. Þingvisitala hlutabréfa náði sínu hæsta gildi í síðustu viku, 1010 stigum á fimmtudag. Á mánudag var vísitalan 1009 stig. Þegar viðskipti með ál á mark- aði í London hófust í gærmorgun var staðgreiðsluverðið 1859 doll- arar tonnið sem er svipað verð og undanfarið. Dollarinn hefur hægt og sígandi verið að mjakast upp á við síö- ustu daga. Sölugengið fór hæst í 67,80 krónur á mánudag og var 67,64 krónur í gærmorgun. Hlutabréfaverð í London hækk- aði töluvert í gærmorgun þegar FT-SE 100 fór í 3123 stig, sem er 1,6% hækkun frá sl. fóstudegi. Norræni fj árfestingarbankinn: Þrjátíu milljarða lán til íslands Norræni fjárfestingarbankinn — útistandandi lán til íslands, staöan í okt. '94 í milljónum króna — Sveitarfélög (3) 1.961 Einkatyrirtæki (9) 1.267 Ríkissjóður 4.282 Sjóöir og bankar (8) 14.494 Fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga (3) 8 207 Alls: 30.211 milljónir Verðbréfamarkaður íslandsbanka, VÍB, stóð nýlega fyrir kynningu á Norræna fjárfestingarbankanum í Finnlandi sem Jón Sigurðsson, fyrr- um seðlabankastjóri og ráðherra, veitir núna forstöðu. Jón flutti erindi um bankann auk Guðmundar Tóm- assonar aðstoðarbankastjóra og Ás- geirs Þórðarsonar frá VÍB. Á fundin- um kom fram að í október sl. hafi útistandandi lán bankans til ís- lenskra lántakenda numið um 30 milljörðum króna. Norræni fjárfestingarbankinn tók til starfa árið 1976 og er í eigu Norð- urlandaþjóðanna. í máli Jóns Sig- urðssonar kom fram að aðalhlutverk bankans væri aö hlúa að hagvexti á Norðurlöndum og stuðla að því að fyrirtæki á svæðinu tengdust í aukn- um mæh hvert öðru. Alls lánaði bankinn 318 milljarða til Norður- landanna á síðasta ári, þar af 30 millj- arða til íslands. Jón sagði að hlutur íslands, um 9%, væri verulegur mið- að viö stærð hagkerfisins. Guðmundur Tómasson sagði að ís- lenskum lántakendum hefðu boðist hagstæðari vaxtakjör hjá bankanum en öðrum sambærilegum lántakend- um. Lánveitingar bankans yrðu hins vegar að rúmast innan tiltekins ramma því bankinn tæki enga áhættu. Þátttaka bankans í hveiju verkefni takmarkast við 50% hlut- dehd. Afkoma Hlutabréfasjóðsins: 54,6 milljóna hagnaður Samkvæmt uppgjöri Hlutabréfa- sjóðsins hf. fyrir fyrstu 9 mánuði ársins var hagnaður félagsins 54,6 miUjónir. Góö afkoma er rekin til þeirrar almennu verðhækkunar sem orðiö hefur á hlutabréfum á árinu. Félagið á hluti í 16 félögum og hluta- bréf eru 2/3 hlutar eigna þess. Þriðj- ungur eigna er skuldabréf ýmiss konar. Hlutabréfasjóöurinn hóf starfsemi á árinu 1986. Hluthafar eru tæplega 2 þúsund og eigið fé félagsins er nú 558 milljónir. Gengi hlutabréfa fé- lagsins hefur hækkað um 24% frá áramótum. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum eru einkum einstakhngar sem hafa nýtt sér heimild í skattalögum til þess að lækka skattgreiðslur sínar með hlutabréfakaupum. Megintilgangur félagsins er að dreifa áhættu þeirra sem fjárfesta í íslenskum hlutabréf- um. Þær breytingar hafa orðið á frá- dráttarbærni kaupverðs hlutabréfa frá skattskyldum tekjum einstakl- inga að í næsta framtah verður heim- ilt að draga frá 80% þeirrar fjárhæð- ar sem keypt er fyrir. Frádrátturinn getur hæstur orðið 100 þúsund hjá einstakhngi og 200 þúsund hjá hjón- um. Þrír togarar seldu 1 Þýskalandi: Átta prðsenta verðlækkun Óvenju mikil skipasala fór fram í Þýskalandi í síðustu viku. Þrír togar- ar seldu afla sinn fyrir alls 35 milljón- ir króna. Meðalverð þessara togara er 8 prósentum lægra en fékkst í Þýskcdandi í vikunni áður en lan^- mest seldist af karfa. Engey RE seldi 147 tonn fyrir 13,8 mihjónir, Sólberg ÓF fékk 10,5 mihj- ónir fyrir tóep 110 tonn og Dala-Rafn VE seldi tæplega 117 tonn fyrir 10,8 mihjónir. Sólberg náði hæsta meðal- verði á hvert kfió eða 96 krónum. Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku námu aUs tæpum 24 milljónum króna. Þar af seldust hlutabréf Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað fyrir 7 milljónir, Ohufélagsins fyrir 5,5 milljónir og íslandsbanka fyrir tæp- ar 2 milljónir. Mesta breyting á verði hlutabréfa varð hjá Haraldi Böðvars- syni hf. en þar lækkaði verð um 14,2% mhh vikna. Hlutahréf Flug- leiða hækkuðu um fimm punkta í vikunni en Eimskipsbréfin lækkuðu um sex punkta. Eins og fram kemur hér tíl hhðar náði þingvísitala hlutabréfa sögu- legu hámarki í síöustu viku, eða 1010 stigum. Af þeim hlutabréfum 14 hlutafélaga sem viöskipti urðu með í vikunni hækkaði verð í 8 tilvikum. Óveruleg viðskipti fóru fram með hlutabréf á mánudag, eða fyrir 1,2 miUjónir. Viðskipti gærdagsins lágu ekki fyrir þegar þetta var ritað. Útflutningsafurðir, gjaldmiðlar og verðbréf DV Iðntæknistofnun ogHansPeter- sen verðlaunuð Iðntæknistofnun og Hans Pet- ersen hf. fengu hvatningarverö- launin 1994 sem Gæðastjórnun- arfélag íslands afhenti með viö- höfh í Árbæjarsafni sl. fimmtu- dag. Þetta or í annaö sem verö- launin eru afhent en i fyrra fóru þau tU Lýsis hf. Núna var sú nýjung uppi aö verðlaunum var skipt í tvo flokka, annars vegar fyrirtæki í einkarekstri og hins vegar fyrir- tæki í opinberri þjónustu. Iðn- tæknistofnun og Hans Petersen voru valin úr hópi fjölda fyrir- tækja og stofnana sem voru tíl- nefnd tU verölaunanna. Flutningsmiðlun lækkarflugfrakt í fréttatilkynningu frá Flutn- ingsmiðlun hf. kemur fram að fyrirtækið segist bjóða allt að 50 prósenta lægra fraktverð með fiugi frá Evrópu tíl íslands en hstaverö hljóði upp á. Þetta segir Steinn Sveinsson hjá Flutningsmiölun að hafi tekist með hagstæðum fraktsamning- um við Flugleiðir í krafti þess magns sem fyrirtækið flytur með flugi til landsins, eða um 600 tU 800 tonn á ári hveiju. Söluaukning kjá Steinullarverk- smiðjunni ÞórhaHur Asmundss., DV, Sauðáifccóki: Sala Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki fyrstu 10 mánuði ársins nam 384,6 mifijónum króna sem er 15,5% aukning mið- að við sama tímabU i fyrra. Salan innanlands nam um 236 mUljón- um sem er 6% aukning milli ára en verðmæti útflutnings hefur aukist úr 111 miUjónum 1993 1 148,8 mUljónir í ár. Stærstu út- flutningsmarkaðirnir eru Bret- land og Þýskaland. Samkvæmt 8 mánaða uppgjöri var 3 miljjóna hagnaður af rekstri fyrirtækisins í samanburði við 66,4 mUljóna tap á sama tíma í fyrra. Afkomubatann má þakka aukinni sölu, einkum á útflutn- ingsmörkuðum, auk þess sem gengisþróun hefur verið fyrir- tækinu hagstæö. Einar Einars- son, framkvæmdastjóri SteinuU- arverksmiðjumiar, segist von- góður um aö reksturinn veröi í jafhvægi um áramót og útkoman nálægt núUi. Skagfirðingur stefniráVerð- bréfaþingið Þórhalhir Asmundss., DV, Sauöárkróki: Samkvæmt uppgjöri á rekstri útgerðarfélagsins Skagfirðings fyrir fyrstu níu mánuði ársins er 37 mUljóna hagnaður á félaginu. Þetta er fyrsta endurskoðaða uppgjöriö er litur dagsins Ijós eft- ir að Skjöldur hf. sameinaðist Skagfirðingi um síðustu áramót. Fjármimamyndun í rekstrinum hefur verið 115 miUjónir á þessu tímabih. Framlag tfl afskrifta og íjár- magnskostnaðar hefur einnig aukist, er 152 miHjónir miðað við 141 miUjón aUt árið í fyrra. Eigið fé Skagfirðings er nú 325 mUljón- ir og veltufjárhlutfaU 1,15. Núver- andi hlutafé Skagfirðings er 343 miUjónir. Heimfid er fyrir 380 milljónum í hlutafé og er ætlunin að auka það í 400 milljónir á næst- unni. Skagfirðingur er opið félag sem stefifir að skráningu á Verð- bréfaþingi fyrir iok næsta árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.