Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Útlönd Yfirvöld 1 Noregi reyna að átta sig á afleiðingum dómsins í Hágangsmálinu: Antonsreglugerðin nú eina haldreipið - segir Jörgen Kosmo vamarmálaráðherra og viH skoða gildi hennar nánar „Eftir því sem ég kemst næst er réttarstaðan nú ekki sú sama og hún var þegar Hágangsmálið kom upp. Við höfum í millitiðinni sett „Ant- onsreglugerðina" og það er viðfangs- efni Alþjóðadómstólsins í Haag að kveða upp endanlegan úrskurð um gildi hennar," segir Jörgen Kosmo, varnarmálaráðherra Noregs, um niðurstöðu héraðsdóms í Tromsö í svokölluðu Hágangsmáli. Kosmo er ekki eins herskár nú og í sumar þegar hann hvatti óspart til harðra aðgerða gegn íslenskum tog- urum á verndarsvæöinu við Sval- barða og gaf skipstjóranum á strand- gæsluskipinu Senju skipun um að skjóta á togarann. Nú er komið á daginn að þar var ekki farið að rétt- um lögum. En eftir töku Hágangs var sett ný reglugerð um veiðar á verndarsvæð- inu. Það er „Antonsreglugerðin" sem Norðmenn kalla svo og er kennd við Anton Ingvason stýrimann. Geir Ulfstein, einn kunnasti þjóð- réttarfræðingur Norðmanna, er á sama máh og varnarmálaráðherr- ann. Hann telur jafnframt að mikil óvissa hjóti að ríkja um niðurstöður dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur norska ríkinu vegna togvíra- khppinga áður en „Antonsreglugerð- in“ var sett. Ulfstein álítur á hinn bóginn að í málum, sem upp komu eftir Há- gangsmálið, hafi strandgæslan verið í fullum rétti á miðunum. Þar er átt við töku togaranna Björgúlfs og Ótt- ars Birtings. ntb Færeyjar: Lögreglan tók þrjú tonn afpappír Danska lögreglan situr uppi meö þijú tonn af pappír eftir hús- leit hjá tugum færeyskra athaíha- og stjómmálamanna nú í vik- unni. Þegar er búið að fara fram á aukinn mannafla frá Dan- mörku til að lesa úr gögnunum sem lögreglan hefur úr aö moða vepa rannsóknar á víötækum svikum viö skipasmíðar. í Færeyjum hefur almenningur tekið aðgerðunum vel og einnig er til aö mönnum þyki nóg um harkalegar aöfarir lögreglunnar. Ekki er búist við að rannsókninni ljúki á næstu vikum. Mannfall í óeirðum á Gasa í það minnsta níu menn féllu og á annað hundrað hlutu sár þegar lögregla Palestínumanna barðist við fólk í uppreisnarhug á Gasa í gær. Mikil og vaxandi ólga hefur verið á staðnum síð- ustu daga og í gær sauð endan- lega upp úr. Götuvigi voru sett upp og köst- uðu uppreisnarmenn grjóti en lögreglan svaraði með skothríö. Kveikt var í bflum og hjólbörðum og voru götur í bæjum á Gasa lík- astar vígvelh. Einkum er þaö ungt fólk sem lætur reiöi sína bitna á lögreglunni. Palestinumenn sögðu í gær að ísraelsmenn réðu gerðum lög- reglunnar þótt svo ætti að heita að hún væri undir stjórn heima- manna. RitzauogReuter Vöruverð erlendis: Hráoha á markaði í London lækk- aði á fimmtudag um tæp 5 prósent þegar tunnan seldist að meðaltali á 16,55 dollara. Mikið er keypt af hráol- íu þessa dagana enda framboð í takt við það. Bensín á Rotterdam-markaði hefur haldist svipað síðustu daga enda hafði einn markaðssérfræðingurinn á orði að markaðurinn væri „stein- dauður" um þessar mundir. Á fimmtudag seldist 92 oktana bensín á 161 dollar tonnið og 98 oktana bens- ín á 167 dollara. Svart- og gasolía hafa eilítið lækkað í vikunni. Hlutabréfaverð í helstu kauphöll- um heims hækkaði í byijun vikunn- ar en lækkaði á fimmtudag. Vænting- ar um vaxtahækkanir í Bandaríkj- unum skiptu þar mestu. Frelsið hefur fært Rússum fleira en vandræði. Skemmtanalíf er nú með fjörugasta móti í borgum landsins og standa hinir margvíslegustu næturklúbbar almenningi opnir - það er að segja ef eitthvaö er til að borga með. Hér skreytir Grigori nokkur Fydorov stúlku fyrir sýningu í einu af gleðihúsum Moskvu. Simamynd Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | =€S3M Stuttar fréttir x>v FinnariESB Finnska þingið hefur staðfest inngöngu landsins í ESB með 152 atkvæðum gegn 45 eftir mikið þóf. Berlusconi beygður Silvio Ber- lusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, varð í gær undir í at- kva-ðagreiðslu í þinginuþegar hann hugðist koma í gegn til- lögu um niöurskurð á lífeyrisgreiðslum. Stjórnarandstaöa og verkalýður réð sér ekki fyrir kæti. OvissaíAngóla Mikil óvissa ríkir í Angóla eftir að upp úr ífiðarviðræðum slitn- aði gær. Búist er við átökum. Leiðtogiíhaldi Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Nígeríu er enn í haldi. Ósk um lausn gegn tryggingu var hafnað. Sigursælir kommar Kommúnistar eru sigurvegarar í þingkosningunum í Nepal. Þeir fá þó ekki hreinan meirihuta. SlaguráTimor Námsmenn börðust í gær viö öryggislögregluna á Timor og kröföust sjálfstæðis og frelsis undan harðstjórn Indónesa. Góði drengurinn Gaddafí Mubarak Egyptalands- forseti hefur skoðun . sinni að Muhamar Gaddafí Líbýu- léiötogi sé hinn besti drengur og framvörður í baráttunni gegn bókstafstrúarmönnum. Hryðju- verkamenn munu og útlægir úr landi hans, að sögn Mubaraks. HartbaristumBihac Harðir bardagar geisuðu i gær milli Serba og múslíma um borg- ina Bihac. Staðurinn var kominn í herkví Serba í gærkvöld. Serbarnotanapaim Starfsmenn SÞ segja að Serbar noti nú napalm gegn múslímum. Serbar neita þessum áburði. SkotiðáSarajevo Serbar skutu í gær eldflaugum á Sarajevo þrátt fyrir vopnahlé. Samstaða um Bosníu Stjórnir Rússlands, Bretlands og Frakklands eru einhuga um aö ríki heims verði að vera sam- stiga i að stöðva átökin í Bosníu. Já-mennisókn Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir að fylgjendur ESB-aðildar eru í sókn og hafa bætt við sig 9% frá síðustu könnun. Biöðin höll undir ESB Naumur meirihluti norskra dagblaða og blaðamanna styður aðild að ESB. Yitzhak Rab- in, forsætisráö- herra ísraels, segir aö landar sínir þurfi ekki að óttast aö efnahagsaðstoö Bandaríkja- manna veröi skorin niöur þótt repúblik- anar fari nú með völd í báðum deildum Bandaríkjaþings. Rabin er nú á ferð vestra. Reuter og NTB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.