Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Hann er verri en ég Rétt rúmlega þriðjungur kjósenda greiddi atkvæði í kosningunum í Bandaríkjunum í síðustu viku, þótt kosið væri til margs konar embætta í sveitarfélögunum, hjá ríkjunum og til beggja deilda þjóðþingsins. Tveir af hverj- um þremur kjósendum tóku alls engan þátt í lýðræðinu. Sumir kusu ekki, af því að þeir töldu atkvæði sitt skipta svo sem engu máli. Öðrum fannst kosningabarátt- an vera of ógeðfelld fyrir sinn smekk og hjálpuðu þannig óbeint þeim, sem höfðu forustu í sóðaskapnum. Flestir eru þeir, sem hafa vanizt því að kjósa aldrei. Þetta er auðvitað áhyggjuefni, ekki bara fyrir Banda- ríkjamenn, heldur einnig fyrir aðra, af því að mörg dæmi eru um, að þjóðfélagslegar breytingar í Bandaríkjunum síist til annarra landa vegna hinna miklu og augljósu áhrifa, sem bandarískur lífsstíll hefur um allan heim. Sérstaklega er ástæða til að hafa áhyggjur af ört vax- andi sóðaskap í bandarískri kosningabaráttu. Sóðaskap- urinn kemur einkum fram í mínútubrots sjónvarpsaug- lýsingum, þar sem frambjóðendur ata hvef annan auri sem mest þeir mega og án tillits til staðreynda. Kjósendur geta að vísu komizt að hinu sanna, ef þeir fylgjast með fréttum annarra íjölmiðla, þar sem meðal annars er flett ofan af lyginni í sjónvarpsauglýsingum frambjóðenda. En kjósendur greiða ekki atkvæði gegn skítkösturum, heldur styðja þá með því að sitja heima. Lágkúran í bandarískum sjónvarpsauglýsingunum er ævintýraleg. Myndir eru falsaðar til að sýna atburði, sem aldrei hafa gerzt. Lygin er endurtekin nógu oft, unz aul- amir fara að trúa henni. Almennt má segja, að engin siðalögmál gildi um kosningabaráttu frambjóðenda. Þar á ofan þurfa frambjóðendur til þjóðþingsins að verja sem svarar hundruðum milljóna króna og jafnvel milljörðum króna til að kaupa sér þingsæti með þessum soralega hætti. Þá peninga fá þeir hjá þrýstihópum, sem síðan telja sig eiga tilkall til þingmannanna. Ástæða er til að velta því fyrir sér, hvort eitthvað af þessu muni síast til útlanda, til dæmis hingað, og hvern- ig skuh brugðizt við slíku. Það væri afar slæmt, ef íslenzk- ir frambjóðendur teldu sig verða að heyja dýra og nei- kvæða kosningabaráttu og yrðu háðir þrýsihópum. Hér er barátta í prófkjörum og kosningum fremur málefnaleg og einkum þó jákvæð, því að meiri áherzla er lögð á að hrósa sér en að lasta hina. En það er ills viti, að prófkjörsbrátta einstaklinga skuh vera farin að kosta mikla peninga, hundruð þúsunda króna á mann. Engin teikn eru á lofti um, að Bandaríkjamenn hreinsi til hjá sér á þessu sviði, jafnvel þótt sorinn og kostnaður- inn hafi stórlega dregið úr trausti almennings á mikil- vægustu stofnunum stjómmálanna. Þess vegna sökkva þeir dýpra í hverjum kosningaslagnum á fætur öðrum. Sumpart leiðir þetta til, að kjósendur em sífeht að skipta út þingmönnum. Kjósendur telja þá, sem fyrir sitja á þingi, vera gerspihta og gagnslausa, og kasta þeim út, jafnvel þótt aðrir komi í staðinn, sem fyrirfram má vita, að em enn spihtari og gagnsminni og einkum sóðalegri. Bandaríkj amönnum virðist í vaxandi mæh fyrirmun- að að velja sér umboðsmenn og aðra leiðtoga. Hver forset- inn á fætur öðrum er ímynd án verðugs innihalds, enda verða kjósendur þeirra jafnhraðan fyrir vonbrigðum með þá. Sama ghdir um þingmenn og aðra stjómmálamenn. Svo virðist líka sem gróin sjálfsánægja Bandaríkja- manna komi í veg fyrir, að þeir sjái almennt, hve alvár- legt og ólýðræðislegt ástandið er orðið í póhtíkinni. Jónas Kristjánsson Áhrif valdaskiptanna á Banda- ríkjaþingi í kosningunum í síöustu viku segja fyrst til sín í alþjóðamál- um. Sambland einangrunarstefnu og yfirgangs svífur yfir vötnunum í Washington. Fyrst fengu banda- mennirnir í NATO blauta tusku framan í sig. Svo hóta áhrifamenn í nýjum þingmeirihluta repúblik- ana að ónýta sjö ára starf heims- byggðarinnar með því að færa verulega út svið frjálsra heimsvið- skipta og fá nýrri alþjóðastofnun vald til að framfylgja þar settum reglum. Akvörðun Bills Clintons Banda- ríkjaforseta að fara að fyrirmælum þingsins og stöðva þátttöku Banda- ríkjanna í að framfylgja vopnasölu- banni Sameinuðu þjóðanna gagn- vart Bosníu var ekki aðeins tekin án samráðs við önnur ríki NATO. Þar á ofan barst stjórnum þeirra og ráði NATO fyrsta vitneskja um hana í fréttaskeytum. Með þessari ráðstöfun er hlaupist frá sameiginlegri ákvörðun NATO og neitað að fylgja eftir bindandi samþykkt Öryggisráðs SÞ sem Bandaríkin tóku þátt í. Brotthvarf þriggja bandarískra herskipa úr 13 skipa eftirlitsflota- deild NATO á Adríahafi skiptir að vísu ekki sköpum. Meiru varðar að Bandaríkjaforseti hefur stöðvað upplýsingamiölun til herskipa NATO-ríkja sem eftir verða frá bandaríska njósnakerfinu sem lyk- ur um allan heim og NATO er ger- samlega háð. Meginmálið er þó að nú er ríkjum Vestur-Evrópu sýnt fram á, svo ekki verður um villst, að banda- rískum skuldbindingum er ekki að treysta þegar stjórnmálasjónarmið heima fyrir í Bandaríkjunum blandast í mál. Rökin fyrir eflingu Vestur-Evrópusambandsins fá aukið vægi, enda ákvað fyrsti ráð- herrafundur þess eftir tíðindin að vinda bráðan bug að því að koma upp fyrir það eigin njósnakerfi. Þingsamþykktin sem Clinton framfylgdi með þessum hætti er til komin fyrir þrýsting repúblikana meðan þeir voru í minnihluta á þingi. Litið er svo á að forsetinn hafi með þessu viljað gefa þeim merki um samstarfsvilja, eftir að kosningarnar veittu þeim meiri- hluta á þinginu sem kemur saman í janúar. Þegar þinghaldi lauk fyrir kosn- ingar án þess að afstaða væri tekin til niðurstöðu Almenna samkomu- lagsins um tolla og viöskipti (GATT) um stóraukna fríverslun, meðal annars með búvörur og margs konar þjónustu, og stofnun Alþjóða viðskiptastofnunar (WTO), ákvað Clinton að kalla gamla þing- ið saman í lok þessa mánaðar til að taka það mál fyrir. Nú er komiö babb í bátinn. For- maður utanríkismálanefndar öld- ungadeildarinnar á nýju þingi Clinton Bandaríkjaforseti ávarpar bandaríska kaupsýslumenn i Jakarta i Indónesíu undir kjörorði um opnun markaða. Símamynd Reuter Bandaríkjaþings til að samþykkja samkomulagiö eða hafna því eins og það hggur fyrir án nokkurra breytinga. Auk þess sem talsmenn tiltek- inna hagsmunaaðila á Bandaríkja- þingi fetta fingur út í frjálsari viö- skipti, svo sem með búvöru og vefnaöarvöru, er öflugur hópur sem ekki má til þess hugsa að al- þjóðastofnunin WTO fái úrskurð- arvald í deilum ríkja um hvort þau haldi viðskiptareglur. Þeir kreíjast þess að Bandaríkin hafi ein sjálf- dæmi í öllum málum sem þau varða. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur á prjón- unum tillögu um valdsvið Banda- ríkjaþings í þessu efni sem hann vill að fjallað verði um samhliða GATT-samkomulaginu. Um þetta mál hefur hann samráð við Mike Kantor, viðskiptafulltrúa í ríkis- stjórn Clintons. Jesse Helms hugsar hins vegar til víðtækari atlögu gegn þátttöku Bandaríkjanna í alþjóðasamstarfi. í viðtali eftir kosningaúrshtin boð- aði hann atlögu að Sameinuðu þjóðunum, bandarískri þátttöku í friðargæslu á þeirra vegum og þró- unaraðstoð. Helms ætlar að taka forustu fyrir þeim löndum sínum sem telja skuldbindandi alþjóða- samvinnu af hinu iha. Þeim fjölgaöi á þingi í nýafstöðnum kosningum. verður erkiíhaldsmaðurinn Jesse Helms. í bréfi til forseta hefur hann nú lýst yfir að afstaða sín til sam- vinnu við stjóm hans um utanrík- ismál á komandi kjörtímabili velti Erlend tíðindi Magnús Torfi Óiafsson á því að meðferð GATT-samkomu- lagsins verði frestað þangað til það hefst. Slíkt væri að flestra dómi rothögg fyrir flókið samkomulag sem full- trúar ríkja heims voru sjö ár að smíða, ekki síst vegna þess að um áramót rennur út skuldbinding Bandarísk sér- hyggja er 1 sókn Skoðanir annarra Sjálfstæð kirkja „Kirkjuþingið í Bergen hefur lýst yfir stuðningi sínum við fmmvarpið að nýjum kirkjulögum. Það sem vakir fyrir mönnum með lögum þessum, sem Stórþingið áætlar að ræða vorið 1995, er að einfalda lagasetningu um kirkjuna. Frumvarpið hefur verið túlkað á þá lund að þjóðkirkjan sé komin á ystu nöf af því að með nýja frumvarpinu fær hún nær full- komið sjálfstæöi á öllum sviðum. Eru dagar þjóð- kirkjunnar þá taldir? Að okkar áliti væru það ótíma- bær og óæskileg endalok." Úr forustugrein Aftenposten 17. nóvember. Samningurinn við Ameríku „Repúblikanar hafa heitið því að greiða atkvæði um „samning viö Ameríku“ hundrað dögum eftir að þeir taka völdin í fulltrúadeildinni. Samningurinn samanstendur af tíu lagafrumvörpum um endurbæt- ur í stjórnkerfinu, skattalækkanir og niðurskurð á fjárlagahallanum. Newt Gingrich, sem hklega verður forseti fulltrúadeildarinnar, hefur lofað að efna það heit. Það verður auðvelt að greiða samningnum at- kvæði en það verður erfitt að greiða fyrir hann.“ Úr forustugrein New York Times 15. nóvember. Lifi seðlabankinn „Neytendur, kaupmenn, framleiðendur og verka- menn eru kannski ekkert hrifnir af hærri vöxtum en allir eru fylgjandi hagvexti og stöðugu verðlagi. Það er einmitt það sem seðlabankinn er að reyna aö ná fram meö vaxtahækkun. Og til þessa hefur þessi aðferð skilað skínandi árangri. Atvinnuleysi er 5,8 prósent, það lægsta í fjögUr ár, og verðlag, sem hækkaði að meðaltali um 4 prósent á ári á 9. áratugn- um, hefur hækkað um tæp 3 prósent 1994.“ Úr forustugrein USA Today 15. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.