Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. NÖVEMBER 1994 Kvikmyndir______ Blóðsugnr og varúlfar Tom Cruise í hlutverki blóðsugunnar Slaters. Þá fer senn að líða að þeim atburði að kvikmyndahúsagestir fái aö beija augum nýjustu mynd írska leikstjór- ans Neils Jordans. Hún ber heitið Interview with the Vampire og er eftir samnefndri bók Anne Rice sem hún skrifaöi fyrir hartnær 18 árum. En það sem gerir ef til vill myndina mest forvitnilega er hið sérkennilega val leikstjórans á þeim sem fer með hlutverk blóðsugunnar. Sá sem varð fyrir valinu er enginn annar en Tom Cruise sem hefur gert garðinn fræg- an í myndum eins og The Firm og Rain Man. Margir hafa furðað sig á því af hveiju þekktur leikari taki að sér svona áhættusamt hlutverk. Tom Cruise hefur ekki gefið upp neina ástæðu aðra en hann langi til að tak- ast á við nýtt, bitastætt verkefni. Anne Rice brást hins vegar harka- lega við þegar hún frétti um val Cru- ise sem hún taldi alls ekki færan um leika blóðsuguna Lestat. Hún ásamt fylgismönnum sínum hefur haldiö uppi hörðum áróðri gegn myndinni sem gerði það að verkum að háifgert Umsjón Baldur Hjaltason ijölmiðlabann hefur verið í kringum gerð hennar. Hins vegar ber Neil Jordan Tom Cruise vel söguna og heldur því fram að hann fari á kost- um í myndinni. Viðamikil mynd Tom Cruise er heldur ekki einn á báti að takast á við helstu persónur hrylhngsmyndanna því um þessar mundir er verið aö frumsýna aðra hryllingsmynd um Frankenstein, þar sem Robert De Nero fer með hlut- verk hans með tilheyrandi tilþrifum. Interview With a Vampire er lík- lega viðamesta myndin sem Neil Jordan hefur gert. Jordan hóf feril sinn sem rithöfundur en árið 1981 var honum boðið starf listræns ráðu- nauts hjá John Boorman þegar hann var að gera myndina Excalibur í ír- landi. John Boorman tók Neil Jordan upp á sína arma og kenndi honum grundvallarvinnubrögðin við kvik- myndagerð. Hann telur sig enn búa að þessari reynslu. En írland varð fljótlega of lítið fyr- ir stórhuga menn eins og Jordan. Eftir að hafa leikstýrt myndinni Ang- el eftir sínu eigin handriti árið 1982 fluttist hann til Bretlands þar sem hann gerði 1985 myndina The Comp- any of Wolves sem gerði hann þekkt- an á einni nóttu. Myndin fjallaði um voveiflega atburði sem gerðust í þorpi í Bretlandi þar sem varúlfar komu m.a. við sögu. Myndin sló í gegn og þótti afburöavel gerð. Slæmur kafli Ekki minnkaði áhuginn þegar Jordan gerði Monu Lisu ári seinna sem gerðist í undirheimum Lund- únaborgar. Þetta voru litlar og nettar hstrænar myndir sem féhu í góðan jarðveg hjá Bretum en náðu aldrei að festa rætur vestanhafs. Þær beindu þó athygli fjárfesta í Banda- ríkjunum að Neil Jordan sem leiddi til þess aö hann flutti þangað og gerði þar tvær myndir, High Spirits og We’re no Angles við lítinn orðstír. Sama ghti um næstu mynd hans, Miracle, sem hann gerði að vísu í Bretlandi, eftir að hafa geflst upp á leit sinni að frægö og frama í Amer- íku. En svo kom The Crying Game sem er ein vinsælasta mynd allra tíma í Evrópu og hlaut jafnt lof gagn- rýnenda sem aðsókn áhorfenda sem ekki fer ahtaf saman. Neh Jordan var búinn aö sýna sig og sanna aftur. Mihjónir Bandaríkjamanna hafa séð þessa mynd og m.a. var hún tilnefnd th Golden Globe verðlaunanna sem besta myndin auk þess sem Jordan var thnefndur th óskarsverðlaima sem besti leikstjórinn og fékk verð- launin fyrir besta handritið á sínum tíma. Aðrar áherslur Óskarsverðlaunin voru vendi- punkturinn fyrir Jordan. Tilboðin fóru að streyma inn og menn voru búnir að gleyma gloppóttu gengi We’re no Angels og High Spirits. Einn þeirra sem hafði samband við Jordan var sjálfur David Geffen sem er með þekktari nöfnum í Hohy- wood. Hann vhdi að Jordan kvik- myndaði Interview with the Vamp- ire. Jordan fékk Geffen th að sam- þykkja að hann sjálfur skrifaði hand- ritið og að hann fengi að eiga síðasta orðið varðandi lokaútgáfu myndar- innar. Þaö var samþykkt umyrða- laust og sex vikum síöar var fyrsta uppkastiö að handritinu thbúið. Jordan segist hafa dregið dálítið úr erótíkinni í bókinni og reynt þess í stað að byggja meira á fjölskyldu- tengslum þeirra sem koma við sögu í myndinni. Þannig telur hann sig ná betri og trúverðugri persónusköp- un og meiri dýpt í myndina. Margir leikarar Interview with the Vampire íjallar um mann að nafni Louise (leikinn af Brad Pitt), sem ákveður aö gefa upp á bátinn hið veraldlega líf fyrir annars konar líf sem er utan mann- legs skhnings. Án þess að fara nánar út í efnisþráðinn koma við sögu blóð- sugur og aðrir yfimáttúrlegir hlutir. Þess má geta aö það eru ýmsir þekkt- ir leikarar sem koma við sögu eins og Christian Slater, sem varð að taka að sér hlutverk sögumannsins eftir aö River Phoenix lést skyndhega af völdum of stórs skammts af eiturlyfj- um, en hann hafði fengið hlutverkið upphaflega. Að mörgu leyti má líkja Interview with the Vampire við aðra blóðsugu- mynd sem gerði það gott fyrir nokkr- um ámm. Það er myndin Bram Stok- er’s Dracula, sem Francic Ford Copp- ola gerði. Ástæðan fyrir samlíking- unni er talin vera sú að handritshöf- undur þeirrar myndar hafi verið búinn að lesa bók Anne Rice og því megi finna milli myndanna nokkra samiíkingu. Fyrir aðdáendur hryll- ingsmynda verður Interview with a Vampire án efa alger hvalreki. Það er síðan spuming hvort myndin höfði th stærri hóps og hvort blóð- suga leikin af Tom Cruise standist samkeppnina við Frankenstein, leik- inn af Robert De Nero. Þetta verður forvitnhegur samanburður. Tom Winson ásamt handverki sínu. Meistari tækni- brellna Sá sem sér um að Tom Cruise líti sannfærandi út á hvíta tjaldinu sem blóðsuga er tæknibrellumeistarinn Stan Winson. Hann hefur ásamt að- stoðarmönnum sínum séð um tækni- lega útfærslu á tæknibrellum í fjölda mynda, allt frá því að smíöa vél- menni yfir í förðun. Hann á að baki myndir eins og Aliens, Judgement Day, Temiinator 2, Jurassic Park og svo er hann líka maðurinn á bak við brellumar í Interview with the Vampire. Hann hefur hlotið eina flóra óskara fyrir brellur sínar ásamt tvennum Emmy-verðlaunum, sem verður að teljast gott. Hann hefur þegar hafið vinnu við myndina Congo, sem er gerð eftir bók Michael Crichton og leikstýrð af Frank Mars- hah. Samvinna Áður en Winson hóf að velta fyrir sér útliti Tom Cruise sem blóðsugu settist hann niður með leikstjóran- um og sameignlega mótuðu þeir hvernig hann förðun hann ætti að fá. Þetta var hægara sagt en gert því Tom Cruise hefur ætíð haft útlit sem hæfir hinum „dæmigerða banda- ríska ungmenni” en það er langur vegur að breyta því á sannfærandi máta yfir í blóðsugu. Þetta verður líka eitt mesta vandamál myndar- innar hvort áhorfendur hreinlega sætti sig við Tom Cruise sem blóð- sugu án tillits til þess hve vel honum tekst upp. Tom Ci^uise hefur þó sýnt að hann er frábær leikari sem getur leikið ólík hlutverk eins og Born on the Fourth of July og svo myndin A Few Good Men sýna. Forvitnilegur ferill Winson leggur mikla áherslu á að það séu leikstjórarnir sem móti myndina og persónurnar og hans hlutverk sé aðeins að sjá til þess að tæknibrellurnar séu sem bestar. Hann hefur unnið með leikstjórum á borð við Tim Burton, Steven Spiel- berg og James Cameron. „Auðvitað sérðu handverk mitt í persónum eins og Penquin og Edward Scissorhands en þetta eru fyrst og fremst myndir skapaöar af Tim Burton. Við áttum gott samstarf. Þessir aðilar htu ekki á mig sem ógnun við sköpun þeirra. Leikarar verða líka að vera sáttir við hvemig þeir líta út eftir fórðun, ann- ars gengur þetta aldrei upp.“ Winson hóf feril sinn sem farðari hjá Walt Disney undir leiðsögn Bob Schiffer. Hann fékk síðan Emmy verðlaun fyrir Gargoyles, sem var fyrsta sjónvarpsmyndin sem hann vann við og síðan aftur fyrir The Autobiography of Miss Jane Pitt- man. Síðan komu verkefnin á færi- bandi. En Winson haföi alltaf haft áhuga á myndum byggöum á vís- indaskáldsögum. Hann hafði séð ungur að árum myndir eins The Cre- ature from the Black Lagoon, King Kong og The Beast from 20,000 Fat- homs. Hann tók þvi fegins hendi verkefnum eins og Áliens og Termin- ator 2 sem hann skilaði af sér með prýði. Næst fáum við aö sjá hand- bragð hans í Congo sem kemur lík- lega á hvíta tjaldiö á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.