Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Óli Kr. Sigurðsson sestur í forstjórastólinn í Oliuverslun íslands hf. „Þetta var eins og flugvirki hefði keypt Flugleiðir eða sjómaður Eimskip. Óli var búinn að kaupa Olís.“ DV-mynd GVA Kaflar úr ævisögu Ola Kr. Sigurðssonar: Ofurhuginn Óli í Héðinn Valdimarsson, fyrsti forstjóri Olís, var fyrirmynd í augum Óla Kr. Sigurðssonar. Hjá bókaútgáfunni Skjaldborg er komin út umdeild ævisaga Óla Kr. Sigurðssonar eftir Bjarka Bjarnason. Hér á eftir fara tveir kaflar úr bók- inni. Ávextir og dökkblár Benz örn Þorláksson segir frá: Skömmu eftir að Óli hóf rekstur Sunds h.f. sagði ég honum frá því að ég væri í tengslum við stórfyrirtæki í Hamborg sem verslaði með niður- soðna ávexti og grænmeti frá öllum helstu stórfyrirtækjum í heiminum á þessu sviði. Ég stakk upp á því við hann að við heíðum samband við það og hugsanlega gæti hann keypt af því þessi frægu merki í niðursuðugeir- anum og boðið þau á lægra verði hérlendis. Óh tók þessu fálega í fyrstu en svo var það í nóvember 1984 að hann bað mig að koma meö sér í viðskiptaferð til Þýskalands og var tilgangur ferð- arinnar m.a. að hitta aðila frá þessu þýska fyrirtæki. Ég sló til og eins og Óla var líkt var flogið út strax og lít- ill tími gafst til undirbúnings. Við höfðum samband við fyrirtækið og fengum ákveðinn tíma í viðtal en okkur var jafnframt tjáð að sennilega gæti ekkert orðið af viöskiptum því að á íslandi væri svo lítill markaður en þetta fyrirtæki seldi aðeins í gámavís til stórra verslunarkeðja og íslenski markaðurinn væri allt of dreiíður og lítíll til að uppfylla þessi skilyrði. Á tílteknum degi mættum við á staðinn og okkur var boðið inn í glæsilegt fundarherbergi með stóru maghony-fundarborði, þægilegum leðurstólum og tígnarlegum mál- verkum á veggjum frá ýmsum tíma- bilum. Útsýnið var heillandi yfir Sax- elfi og niður að höfninni. Hrím var yfir öllu og kuldalegt út að líta. Við fundum strax að ekki var búist við miklu af heimsókn okkar og frekar Utið á þetta sem kurteisisheimsókn en arðbær viðskiptí. Tveir strákar frá íslandi gátu ekki verið boðberar óvæntra tíðinda. Eftir kurteislegt kynningarhjal kom í ljós að þetta voru óbreyttír sölumenn sem voru mættir af hálfu fyrirtækisins og sýndi það enn betur hvaö það bjóst við litlu út úr þessu. Strax upphófust erfiöleikar á tungmálasviðinu því Þjóðverjamir vildu tala sitt tungu- mál, Óli vildi tala ensku en þeir treystu sér hins vegar ekki til þess og úr varð að við Óli töluðum ís- lensku okkar á milU og þeir þýsku sín á mUli og við mig þýsku sem ég þýddi svo fyrir Óla. Þetta líkaði Óla samt iUa því honum fannst hann vera utangarðs í þessu og lagði sitt til málanna á ensku líka svo úr varð hinn mesti tungumálagrautur. Þegar farið var að ræða hvað við vUdum lögðu Þjóðverjarnir strax fram verð á hinum ýmsu tegundum niðursoðinna ávaxta og grænmetis, frægustu merkjum iðnaðarins. Þá kom berlega í ljós hve Óli var glögg- ur á tölur og sá hann strax að þetta verð var engin búbót fyrir Sund h.f. Verðlagning Þjóðverjanna var miðuð við minnsta mögulegt vörumagn og útílokað virtíst að hnika henni. En í staöinn fyrir að standa upp og þakka fyrir sig og snúa sér að öðrum málum sóttí OU í sig veðrið og fór í mikinn ham. Hann sá að Þjóð- verjunum yrði ekki haggað nema hann legði eitthvað tíl málanna sem kæmi þeim verulega á óvart og úr jafnvægi. Óli settí fram ósk um tilboð í vöru- magn sem engan þarna inni hafði órað fyrir að gætí komið fram. Ég fólnaði og hugsaði með mér: „Hvað er maöurinn eiginlega að gera núna?“ Ég áttí í erfiðleikum með að koma þessu frá mér til Þjóðverjanna og þeir höfnuðu þessu strax og sögðu að þetta hlyti að vera misskUningur. Það væru ekki til nógu margir munn- ar á íslandi tU að borða allt þetta magn af niðursoðnum ávöxtum. En ÓU stóð fast á sínu og sagði staðfast- lega að honum væri fyUsta alvara og hann vildi fá tílboö í þetta magn sem hann sagðist auöveldlega geta selt heima. Upplausn varð í fundarher- berginu, Þjóðverjarnir báðu um fundarhié og buðu okkur kaffi. Þeir báru fyrir sig að þeir þyrftu að ræða við yfirmenn sína og reikna upp á nýtt út frá nýjum forsendum. Ég sat.eftír með Óla í tígnarlegu fundarherberginu og fann að hann var spenntur og órólegur eftir síö- ustu aðgerð. Ég spuröi hann aftur hvort þetta væri raunhæft og hann sagði einfaldlega: „Þetta ræðst bara af verði og ef ég næ fram töluverðri lækkun á þessu þá á ég markaðinn!" Þá sá ég enn og aftur hvað Óli var djarfur, hugumstór og óragur við að taka byltíngarkenndar ákvarðanir. Viþ ræddum þetta fram og til baka og hann setti mig inn í markaðsað- stæðumar heima á sinn ákafa hátt og nú var hann kominn á flug og þá stóðst honum enginn snúning. Við sátum drjúga stund saman þarna inni og létum fara vel um okk- ur. Við höfðum greinilega komið við- mælendum okkar á óvart og þeir gáfu sér góðan tíma til að endurskoöa stööuna. Þegar þeir birtust aftur hafði yfirmaður þeirra slegist í hóp- inn. Hann bauð Óla að fyrra bragði að tala ensku og þá naut Óli sín. Hann lýsti möguleikum sínum á til- komumikinn hátt og nauösyn þess að fá vöruna á sem allra allra lægstu verði því þetta væri hátollavara á íslandi. Nú var lagt fram nýtt verðtil- boð og öll skjöl á ensku sem sýndi aukna virðingu fyrir innkaupsaðilj- • ' 111 s anum frá íslandi. Óli sá fljótlega að þetta var ekki það sem ha'nn vildi og ýttí skjölunum kurteislega yfir borðið í átt að fram- kvæmdastjóranum og sagði að þetta væri enn þá allt of dýrt og spurði um leið hvað hann þyrftí að panta tíl viðbótar tíl að fá verðið lækkað um ákveðna hundraðshluta. Þeir ypptu öxlum og sögðu að þeirra mat væri það að ekki væri grundvöilur fyrir því að senda meira magn tíl íslands vegna smæðar markaðarins, skv. meðaltalstölum um neyslu niðursoð- inna ávaxta á Vesturlöndum. Bomba Mér fannst komið að lokum þessa fundar og bjó mig undir að ljúka honum en þá féll bomban og því gleymi ég aldrei: Óli sló fram pöntun sem nam hleðslu í átta 40 feta gáma! Alhr misstu andlitið og Óli var sem kóngur i herberginu um hríð. And- rúmsloftið var rafmagnað og smá- stund leiö þangað til einhver opnaði munninn. Það kom í hlut fram- kvæmdastjórans að tala og hann sagði eitthvað í þá áttina að nú þyrftí að reikna allt upp á nýtt, athuga greiðslur, ástand á lagerum o.fl. Hann bað um klukkustundarfrest og bauð okkur afnot af síma, telexi o.fl. ef við þyrftum, en ÓU mat það svo að við ættum að hverfa af vettvangi um stund því nú væri boltinn alfarið hjá þeim. Við fórum úr húsi og gengum með- fram Saxelfi í hausthríminu og þótti kælingin góð. Ég man að ég lýstí efa- semduvn mínum aö þetta gæti gengið í shku magni en Óli blés á það og sagði að það tryði því enginn hve markaðurinn fyrir þessar afuröir væri stór heima, sérstaklega fyrir jól og páska og útlendingar stæðu agn- dofa gagnvart því hvað unnt væri að selja heima af þessum vörum. Við gengum rösklega í tæpa klukku- stund, komum þá th baka og fengum sterkan kaffisopa. Við fundum að skammur tími var til úrslitastundar- innar og innan skamms kom heil sendinefnd inn í fundarherbergið og fremstur í flokki var forstjóri fyrir- tækisins. Hann ávarpaði okkur á ensku, bauð okkur hjartanlega vel-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.