Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 27 komna til þeirra og sagöist sannar- lega vonast eftir að af þessum stór- viöskiptum gæti orðið. Hann gaf framkvæmdastjóra sínum fullt vald til að ákveða verð og skilmála til Óla og síðan kvaddi hann okkur með virktum. Nú var sest að borðinu aft- ur og nýtt tilboð lagt fram. Ég sá strax á svip Óla að honum bkaði þetta betur og ég beið spenntur eftir næsta leik. Óli dró á langinn að segja ábt sitt og þögnin var hálfvandræða- leg. En svo kom að þvi að Ób lýsti yfir því að hann vildi fá 5% lægra verð og það ætti að afskipa þessu öllu í einu lagi í íyrsta skip sem færi frá Hamborg tb íslands. Hann hafði hugboð um aö þeir ættu þetta kannski ekki allt á lager og ef hann þyrfti að bíða eftir afgreiðslu þá gæti hann pínt þá meira. Ób sagði mér eftir á að hann hefði tekið áhættuna af þessu og sýndi það enn og aftur hve snjall hann var í samningum. Þetta gekk eftir. Þeir treystu sér ekki til að afgreiða þetta mikla magn fyrr en eftir 14 daga og gengu að óskum Óla um lækkun. Sæst var á 4% verð- lækkun og síðan skrifað undir. Albr virtust kátir og Þjóðverjarnir sérlega unörandi á þessum kraftmikla djarf- huga frá íslandi sem hafði skrifað undir samning við þá um kaup á svo miklu magni af niðursoönum ávöxt- um aö það nægði til þess að sérhver íslendingur fengi að minnsta kosti eina niðursuðudós. Að þessu loknu fórum við Ób heim á hótel og ég fann að hann var ánægður meö daginn. Við fórum síð- an út að borða um kvöldið og í göngu- ferð um miðborg Hamborgar bar okkur að bbasölu sem seldi notaðar Mercedes bifreiðar. Þar kom Ób auga á gullfabegan dökkbláan Benz 280 SE og sagði: „Þennan bíl ætla ég að kaupa!“ Strax morguninn eftir fórum við á bílasöluna og gengiö var frá kaupunum eftir mikið þjark og þref eins og Ób naut sín svo vel í. Flugið okkar frá Hamborg tb Lon- don var síðar um daginn og notuðum við tímann fram að því tb að kíkja í búðir. Óli var ákaflega hress og kát- ur, við fórum inn í herrafataverslun í dýrari klassanum þar sem hann kom auga á sérlega fallega, dökkbláa ubarfrakka og sagði við afgreiðslu- manninn, sem bukkaöi sig og beygði, að við vildum máta slíka frakka. Þeir pössuðu vel og var mikill klassi yfir okkur þegar við spígsporuðum í versluninni fyrir framan speglana. Þá sagði Ób skyncblega: „Onni, ég ætla bjóða þér upp á frakkann, sem þú ert í, og fá mér einn sjálfur. Þeir passa svo helvíti vel við Benzinn!" Þannig var Ób: ákaflega þakklátur og gjafmildur þegar eitthvað var vel fyrir hann gert. Ég leit á þetta sem virðingarvott viö mig vegna samningsins sem mig óraði ekki fyrir á þeirri stundu að ylh slíku markaðsróti sem raun bar vitni en það er önnur saga. Stjómandinn Óli ICr. Óli Kr. Sigurðsson hafði mjög sér- kennhegan stjórnunarstb innan Olís sem er löngu landsfrægur. Hann skipti sér af öllu innan fyrirtækisins en hafði lengi vel ekkert fast starf þótt hann væri titlaður forstjóri. Á tímabbi hafði Ób enga skrifstofu heldur holaði sér niður þar sem eitt- hvert pláss var fyrir hann, t.d. ef ein- hver starfsmaður var veikur eða í fríi, og átti það tb að bjóða fyrir- mönnum inn á slíkar „skrifstofur." Óli skipti sér af því sem honum sýnd- ist hverju smni, og hann átti það til að yfirtaka einhverja debd ef þannig stóð á. Einu sinni yfirtók hann til dæmis rekstrardeildina og stjómaði henni einhverja mánuði og í annað skipti fór hann í innheimtumar og hamaðist þar um hríð. Hann stakk sér niöur þar sem hann taldi vera þörf fyrir sig. Það var ekki einungis í bækistöðv- um Olís í Laugamesi sem hann lét tb sín taka. Hann þeyttist um abt og fylgdist náið með hverri einustu bensínstöð um gjörvallt landið og gat átt það tb að afgreiða bensín á ein- hverri Obs-stöðinni. Það vakti að sjálfsögðu mikla athygb að sjá úlpu- klæddan forstjórann afgreiða bensín og sagt var frá því í sjónvarpsfrétt- um. í annað skipti var hann á ferð með Gými Guðlaugssyni, trúnaðarmanni Dagsbrúnar hjá Olís. Þeir stönsuðu í söluskála Obs við Ferstiklu í Hval- firði og pöntuðu máltíð. Á meðan þeir biðu eftir matnum sáu þeir út um gluggann aö bensínafgreiðslan gekk ekki sem skyldi. Ób spratt á fætur og byijaði að dæla bensíni á bíla. Hann var þama við afgreiðslu- störf í tæpan klukkutíma en á meðan sat Dagsbrúnarverkamaðurinn að hann þar sem menn hópuðust saman og spjallaði við þá þar sem þeir stóðu eða sátu, hvort sem það var úti í porti eða í matsalnum - hvar sem var. Abir staðir gátu verið „fundar- staðir". Hann átti það jafnframt tb að nota það herbragð að espa menn upp með öllum tbtækum ráðum og reita þá tbreiði þar tb þeir létu ýmis- legt fjúka sem þeir hefðu annars þag- ekkert vera að slíku. Þannig gat hann spillt fyrir þeim sem yfirmönnum því svo sagði afgreiðslumaðurinn kannski: „Hann Ob sagði mér að gera þetta.“ Ób Kr. Sigurðsson var á yfirborðinu mjög grófur, hijúfur og hispurslaus. Hann reykti ótæpilega aba tíð, tvo-þrjá pakka á dag og ein- göngu fílterslausar Camel-sígarett- ur. Þá drakk hann kafíi þindarlaust Oli Kr„ Gunnþórunn og Ragnhildur, móðir Óla. Myndin er tekin austur í Miðdal. snæöingi inni hlýjunni. Matur for- stjórans varð hins vegar kaldur. Til eru fleiri áþekkar sögur af Óla Kr. Sigurðssyni. Ekkert starf innan fyrirtækisins var merkilegra en ann- að. Eitt sinn var Olís að opna bensín- stöð á Dalvík og þá fór Ób Kr. norður skömmu fyrir opnun og vann með verkamönnunum að því sem gera þurfti síðasta sólarhringinn. Ób opn- aði alltaf nýjar bensínstöðvar á fóstu- dögum. Þá var hentugur tími til að hafa einhvern fögnuð - og helgin fram undan. Hann átti það meira að segja tb aö birtast á leiguflugvél viö sbk tækifæri þótt hann væri að vísu mjög flughræddur. Ób fór hægt í sakirnar sem for- stjóri, hann var ekki með neinn fyrir- gang og reyndi að gera vel viö starfs- fólkið. Allt gekk vel í.fyrstu og lítið var um árekstra milb Óla og ann- arra. Albr sem einn fylktu sér að baki honum og mönnum þótti það vera stórkostiegt ævintýri sem þeir voru að taka þátt í og voru tilbúnir í abt. Hann var hetja í augum margra innan Otis í þessari baráttu fyrir tb- veru fyrirtækisins en hann spilaði dálítið á það að hann væri litb mað- urinn sem væri að beijast við banka- risann og Kolkrabbann. Honum tókst að hrifa fólkið með sér, bæði starfsfólk og allan almenning. Fólk flykktist á Olís-stöðvamar því marg- ir vbdu sýna Óla Kr. stuðning sinn. Innan fyrirtækisins tóku albr þátt í rekstri þess af hebum hug og var það mikb breyting frá því sem verið hafði. Ef hægt var að hagræða og gera hlutina betur þá var það gert. Óli hlustaði jafnt á alla, jafnt háa sem lága. í huga hans höfðu þeir jafnmik- ið vit á verkinu verkamaðurinn, sem gróf skurðinn, og verkfræðingurinn sem „hannaði" þennan skurðgröft. Ób var hins vegar ekkert fyrir að halda starfsmannafundi heldur kom að yfir. Hann beitti þessu bragði sínu einnig gegn umboðsmönnum Obs úti á landi þegar hann heimsótti þá. Meö nefið niðri í öllu Ób réð marga kunningja sína úr Knattspyrnufélaginu Þrótti í vinnu tb sín. Einn þeirra lýsir honum þannig sem stjórnanda: „Ób sýndi marga góða takta sem stjórnandi. Hann náði góðu sambandi viö hinn almenna starfsmann innan fyrirtæk- isins og fór oft á dag niður í „port“ tb að tala við starfsmenn og gerði þá að vinum sínum. Hann gat talað um hvað sem var og náði gríðarlega mikbb samúð meðal fólksins fyrir það hvað hann var alúðlegur. Það sér maður ekki í dag hjá stórfyrirtækj- um þar sem topparnir brynja sig inni á skrifstofunum. Hann var óskaplega glöggur á abt ef þaö var ekki eins og það átti að vera, t.d. ef menn voru að svíkjast um. Hann kom mér alveg gríðarlega á óvart hvernig hann hafði fingurinn á slagæðinni innan fyrirtækisins í sambandi við alla verklega þætti. Hann var með nefið niðri í öbu og það var með ólíkindum hvað hann var naskur á abt sem var að gerast. Það var eins og hann væri með einhvem radar. En hann gekk náttúrlega of langt í því að skipta sér af ýmsum smámálum sem komu honum ekki beinlínis við. Þó var honum þetta nú allt fyrirgefið og flestum þótti vænt um hann.“ Ób Kr. var nánast einræðisherra innan fyrirtækisins sem treysti fáum og þurfti helst að setja fangamark sitt á það sem var gert og virti ekki abtaf boðleiðir. Hann gat komið inn á bensínstöð og sagt einhverjum af- greiðslumanni þar að gera einhveija hluti en honum datt ekki í hug að tala við stöðvarstjórann. Hann mátti og þótt merkilegt megi virðast notaði hann oft frekar smágeröa bolla. Hann var smekkmaður í klæða- burði, haföi klæðilegan líkama og var alltaf mjög snyrtilegur. Hann gat verið klæddur í gallafatnað einn dag- inn með opið í hálsinn. Svo gat hann hinn daginn verið í fínustu gerð af jakkafötum og hvítri skyrtu með bindi. Það var algjör regla hjá honum að vera í vel burstuðum skóm, það brást aldrei. Hann hafði aldrei tölvu á borðinu hjá sér enda kunni hann ekki á slík tæki og notaöi reiknivél btið. Á tíma- bib var lítb vasareiknivél á borðinu hjá honum inni í Olís og hann átti það tb að slá á hana einstaka sinnum. Yfirleitt var hann meö skrifblokk fyrir framan sig sem hann krotaði í þegar hann var aö tala í síma. Ób Kr. Sigurðsson reiknaði gróft og var ekki mikih nákvæmnismaður í tölum og mjög óskipulagður að vissu leyti. Tölur og útreikningar fóru fyr- ir ofan garð og neðan hjá honum og hann var bara mataður á sbku. Papp- írar máttu ekki koma nálægt honum því hann gat týnt þeim umsvifalaust. Skrif'stofan var alltaf opin hjá honum og hver sem var gat gengið þangaö inn á skítugum skónum í orðsins fybstu merkingu. Stundum var þetta meira en góöu hófi gegndi því hann lét hvern sem var ónáða sig og vbdi alltaf afgreiða hlutina strax. Það var aldrei bunki af skbaboðum á borðinu hjá Óla Kr. Sigurðssyni. Hann var gjarnan með kabtæki, sem heyrðist í yfir allt portið í Olís, og hann gat átt það tb að kaba í það ef honum mislíkaði eitthvað sem hann kom auga á. Stundum fór hann út á svalir fyrir framan skrifstofuna og sendi starfsmönnum tóninn. Hann lá aldrei á skoðunum sínum og gat jafnvel rekið menn tvisvar sama daginn. Hins vegar átti hann erfitt með að víkja starfsfólki úr vinnu fyrir fullt og abt. Hann gat veriö bráður í skapi en reiðin rauk fljótt úr honum og eftir skamma stund vissi hann ekki hvers vegna hann hafði verið að æsa sig en hann fékk ekki móral. Hann virtist vera of harðskeyttur tb þess. Ób Kr. átti alla tíð tvær hböar. Hann gat verið alúðlegur og alþýð- legur og ekki var tb í honum neitt sem kabað er snobb. Hann átti tb aö greiöa götu einstakra starfsmanna og jafnvel lána þeim fé ef iba stóð á. En á hinn bóginn gat hann talað mjög harkalega tb starfsfólks. Hann var stundum eins og tveir gjörólíkir menn. Starfsmenn Olís bera honum misjafnlega söguna því hann tók ekki ahtaf á þeim með neinum sbkihönsk- um. Einn þeirra, sem ekki vbl láta nafns síns getið, lýsir honum á þessa leiö sem stjórnanda: „Hann var óhugnanlega grófur tb Óli Kr. í erli dagsins. orðs og æðis þannig aö hann fór oft út fyrir öb velsæmismörk. Munn- söfnuðurinn var með ólíkindum og hann gat kabað fólk öllum ihum nöfnum. Hann hafði bara ekki ahtaf stjóm á skapi sínu og gat veriö svo ómyrkur í máb og ósanngjarn á stundum að mér fannst það ekki taka neinu tab. Hins vegar gat hann í hina röndina verið mjög alþýðlegur og spjallað við kallana um abt og ekki neitt. Þá gat verið mjög gaman að spjalla við Óla því þá gaf hann sér góðan tíma og þá var líka eins og maður væri að tala við allt aðra per- sónu. Hann verkaði stundum á mig eins og hann væri bara hreinlega manískur. Hann var mjög sveiflu- kenndur. Stundum var eins og það væri einhver hjúpur í kringum hann og manni leið bara iba í návist hans. Þá mælti hann ekki orð af munni og heilsaði ekki einu sinni frekar en að maður væri ekki tb. Hinn daginn ætlaði hann aö éta mann.“ (Ath.: Millifyrirsagnir eru blaðsins.) reica Group TEKA AG Heimilistæki á kynningarverði Nú er lag! Endurnýjaðu gömlu tækin med glæsilegum og vönduð- um TEKA heimilistækjum, meðan þessi hagstæðu kynn- ingarverð bjóðast. Innbyggingarofnar, efri og neðri ofnar. Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 17.950 Helluborð Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál með eða án takkaborðs. Steyptar hellur verð frá 11.900 Keramik hellur verð frá 24.350 Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 6.890 Stjórnborð Litir: hvltt eða brúnt Verð frá 3.250 Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 iaugard. 10-14 Verslun fyrir alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.