Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 i Handtaka Undu Pétursdóttur: Þetta er hroða- leg aðför að mannorði mínu - segir Linda sem ætlar að berjast til þrautar i i J „Fyrst var ég ofboðslega hrædd því ég vissi ekki hvað var að gerast. Síð- an varð ég reið þegar þeir fóru að taka á mér. Ég kallaði á Les og sagði að þeir væru að meiða mig. Þeir beygðu mig fram á borðið og sneru upp á höndina á mér, ég var í stuttu pUsi og þetta var alveg hræöileg nið- urlæging. Þeir skipuðu mér að hætta að öskra og þegar ég hélt þvi áfram þá tóku þeir fyrir munninn á mér. Stuttu síðar fékk ég svo fótinn á hon- um í afturendann á mér og hann sagði að þó að ég væri Linda P. þá væri ég ekkert merkilegri en annað fólk,“ segir Linda Pétursdóttir feg- urðardrottning um aðfarir lögregl- unnar þegar hún var ásamt Les, sam- býlismanni sínum, tekin fyrir utan veitingastaðinn Marhaba í Reykja- vík og færð á lögreglustöð. Atburðir þeir sem hún lýsir þama gerðust á stöðinni eftir að komið var með hana og sambýlismann hennar hvort í sínu lagi til yfirheyrslu. Aðdragandi handtökunnar Upphaf málsins var það að Linda og Les voru ásamt samstarfsfólki og fleiri að skemmta sér á veitingastað á Rauðarárstíg að aflokinni vöru- og tískusýningu. Á veitingastaðnum sinnaöist Les við samstarfsmann Lindu, Matta Stefánsson, sem starfar sem nuddari í Baðhúsinu. Matti fór heim til sín við svo búiö og stuttu síðar heyrði hann skruðninga fyrir utan hús sitt. Þegar hann leit út sá hann að bíll var að bakka í burtu eftir að hafa ekið á bíl hans á stæð- inu. Honum flaug strax í hug aö þarna væri Les á ferð þar sem þeim hafði lent saman og þegar leiðir skildu voru báðir í miklu uppnámi. Hann hringdi því á lögregluna og bað hana að kanna hvort bifreið, sem er í eigu móður Lindu, væri skemmd og ef svo væri kanna þá fjarvistar- sönnun hans. Þær raddir heyrast að framburður Matta í málinu, þar sem hann heldur því meðal annars fram að lögreglan hafi gengið of langt, sé tilkominn vegna þess að hann er starfsmaður Lindu í Baðhúsinu. „Matti er bara mjög heiðarlegur eins og ég þekki hann. Þær staðhæfingar að hann sé í vinnu hjá mér í Baðhús- inu eiga ekki við nein rök að styðjast þar sem hann starfar i eigin fyrir- tæki innan Baðhússins. Ég leigi hon- um bara aðstöðu," segir Linda. Þrírlögreglu- bílar í málið Sú atb'urðarás sem upphófst þegar Matti hringdi í lögregluna til að til- kynna að bíllinn væri stórskemmdur eftir ákeyrslu verður aö teljast mjög sérstök. Þrír lögreglubílar eru settir í málið og alls 6 lögregluþjónar. Fjar- skipti lögreglunnar frá þessum tíma í Baðhúsinu sem Linda rekur ásamt Les. Hún gaf fyrir nokkrum vikum lögreglumönnum aðgangskort að heilsu- ræktinni svo þeir mættu gleðja konur sínar á árshátið þeirra. Á myndinni er Linda ásamt Miss World, Lisa Hanna frá Jamacia. DV-mynd GVA Á myndinni má sjá umbúðir sem Linda er með um höndina eftir átökin á lögreglustöðinni. benda ekki til þess að rétt sé með það farið eins og lögregluþjónninn held- ur fram í sinni skýrslu að Linda hafi „ruðst inn í bílinn í óþökk okkar“. í þeim upptökum sem lögreglan hefur frá þessum tíma á fjarskiptum bíl- anna kemur fram að úr bíl sem er fyrir utan Marhaba er kallað og sagt: Hún kemur þarna út líka, hún Linda. Á að taka hana? Þá svarar næsti: Ágætt hjá þér að tékka á því núna hvort þau séu búin að vera saman eða Les hafi farið einhvern tíma frá henni. Þessi orðaskipti eru skjalfest samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni. Þarna vaknar sú spurning hvort það geti átt sér stað að sú stað- reynd að þarna komu þekkt nöfn við sögu hafi ráðið því hversu mikið var viðhaft. „Þetta var vel heppnað og ég hafði átt ágæta kvöldstund. Við vorum að samfagna að aflokinni vel heppnaöri sýningu í Perlunni og það síðasta sem mér hefði dottið í hug var að nóttin ætti eftir að bera í skauti sér slíkar ógnir sem raun ber vitni,“ seg- ir hún. Allir þekkja Lindu Linda er kona sem af einni eða annarri ástæðu virðist kalla á það að fólk taki afstöðu til hennar. Það er varla til sá leigubílstjóri eða hver annar sem telur sig ekki vita nánast allt um hana. Hún er búin að ná þeim árangri að verða kosin ungfrú heim- ur og þar af leiðir að nánast hvert mannsbarn á íslandi veit á henni deili. Persónur sem eru jafn áberandi og hún verða fyrir umtali en hún hefur samt orðið fyrir óvenju miklu umtali og það hafa spunnist um hana margar kjaftasögur. „Þétta er að mörgu leyti öfund og fólk sem þrífst á því að tala illa um aðra á mjög bágt og ætti fyrst og fremst að skoða sjálft sig í þeirri við- leitni að finna hvað að er. Það vill oft verða þannig að þegar fólk nýtur velgengni komi einhverjir sem vilja rífa það niður á sama plan og viö- komandi „Gróa“ er á. Þetta á sérstak- lega við í syona litlu samfélagi eins og hér er. Ég hef þó náð að brynja mig mjög vel fyrir kjaftasögum og passa mig að taka ekki of margar þeirra inn á mig,“ segir hún. Ræturnar úti í Flatey Linda er alin upp á Húsavík og Vopnafirði. Þegar þetta viðtal er tek- ið eru sex ár upp á dag frá því að hún var kosin ungfrú heimur. Sá atburð- ur kom heimabyggð hennar, Vopna- firði, rækilega inn á landakortið og hún kom heim sem þjóðhetja. „Þegar ég kom heim tók sveitar- stjórinn á móti mér og það hafa aldr- ei verið fleiri Vopnfirðingar saman- komnir á flugvellinum. Það var bíla- lest alla leið þaðan og inn á Vopna- Öörð. Ég var hálfhissa á öllu um- stanginu. Ef ég vil fara eitthvað til LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 37 Linda og Les ásamt Gísla Gislasyni, lögfræðingi hennar, á skrifstofu Gísla. Hann rekur mál Lindu gegn lögreglunni i Reykjavík. Þarna eru þau að fara yfir gögn í máli hennar. DV-myndir BG að slappa af fer ég ekki til Vopna- fjarðar eða Húsavíkur, ég fer helst til útlanda., Annars færi ég helst út í Flatey á Skjálfanda þar sem mamma er fædd og uppalin. Þar er 100 pró- sent friður og þar finnst mér ég eiga rætur. Þar líður mér vel og ég get verið ég sjálf," segir Linda. Baðhúsið heilsulind Linda og Les eiga og reka Baðhúsið ásamt foreldrum hennar. Þau hafa rekið það fyrirtæki í rúmlega hálft ár. En hvað er Baðhúsið? „Þetta er heilsulind fyrir konur. Þar er hægt að fara í hkamsrækt, tækjasal, leikfimi, eróbikk, í pott og gufu. Þá má fara í ljós og þarna er nuddstofa og snyrtistofa. Þama er allt sem konur þurfa til að slaka á. Þetta er mjög persónulegt þama niö- ur frá og eftir aö ég lenti í þessum hremmingum við lögregluna hef ég verið að fá blóm og kveðjur frá þess- um konum. Þaö hefur hjálpað mér mikið til að komast yfir þetta. Þetta er yndislegur staður og þarna líður mér mjög vel,“ segir Linda. Það er frekar ótrúlegt að Linda, sem varla getur talist neitt vöðva- búnt, hafi lagt heilt lögreglulið að velh, eða skaðað einhverja i því svo að til refsingar þurfi að koma. Hvað er það sem gerir hana svona öfluga? Er það skapofsi sem gerir það að verkum að fílefldir lögregluþjónar réöu ekki við hana? Vissi ekki hvað var að ske „Það þarf yfirleitt mjög mikið órétt- læti til að reita mig til reiði. Yfirleitt þegi ég bara þegar fólk er eitthvað að pirra mig. Þegar þessar lögreglu- aðgerðir hófust og þessi læti greip mig alveg ofboðsleg hræösla. Ég vissi ekkert hvað var að gerast og þegar farið var að toga í hendumar á mér og fætuma þá greip mig ofsahræðsla. Það sem gerðist þarna var að Les var alveg rólegur þrátt fyrir að hann sé skapmikill. Þegar þeir hófust handa við að aðskilja okkur þá fór ég í pan- ík,“ segir hún. Kunningjum Lindu ber saman um að hún sé rólynd að eðlisfari og það þurfi mikið tii að hagga henni. Hún segir að afstaðan til lögreglunnar hafi breyst eftir þessa reynslu. Áður hafi hún fundið til öryggis að vita af lögregluþjónum í grenndinni. Núna sé svo komið að henni verði um og ó við að vita af þeim einhvers staðar. Gaf löggunni gjafir „Mér hefur í gegnum tíðina likað ágætlega við lögregluna en hef reynd- ar ekki haft mikið af henni að segja. Þó má nefna það að lögreglunienn höfðu samband við mig fyrir liklega tveim vikum og vildu að ég gæfi þeim kort í Baðhúsið. Ég tók því vel og gerði það. Ég útbjó handa þeim gjafa- bréf sem þeir komu og sóttu. Þeir notuðu þetta í einhvers konar verð- laun á árshátíð sinni til að gleðja kon- umar sínar. í dag finn ég til ótta við að vita af lögreglu nálægt, ég verð að viðurkenna það,“ segir Linda. Hún segist ekki skilja hvað vaki fyrir þeim með því að sverta mann- orð hennar og bendir á að þeir séu tvísaga í framburði sínum. Drukkin eða ódrukkin? „Fyrst héldu þeir því fram aö ég hefði verið dauðadrukkin þegar þeir tóku okkur. Svo segja þeir í skýrslu að ég hafi verið ódrukkin og engin áfengislykt af mér en þó hafi ég ver- ið undir annarlegum áhrifum. Við vomm fjögur saman og hin voru öll undir áhrifum áfengis. Það sjá það allir að þetta gengur ekki upp að ég hafi verið á einhverjum lyfjum eða í dópi, sem sagt undir allt öðruvísi áhrifum en allir aðrir, og mér er spum: af hverju í ósköpunum létu þeir þá ekki taka af mér blóðprufu? Ég skil ekki svona framkomu hjá lögreglunni. Hún er að reyna að koma því inn hjá fólki að ég sé í eitur- lyfjum. Það er verið að reyna aö sverta mannorð mitt og gera mig að einhverri ljótri manneskju sem mér finnst ég ekki eiga skilið,“ segir Linda. Það sem vekur athygli manna við þetta mál Lindu Pé er tvennt og ætti það að vekja lögregluyfirvöld til umhugsunar. í fyrsta lagi er hún saklaus af upphaflegum sakargift- um, í öðru lagi er hún með sjáanlega áverka eftir þessar aðgerðir. Hún er marin á bakhlutanum, með bólgna hönd og þarf að ganga tilsérfræðings vegna háls- og bakverkja. Það eru margir sem spyrja hvað þurfi til þess að fólk sé tekið einhvers staðar, nán- ast hvar sem er, og fært á lögreglu- stöð. Þá spyr fólk einnig hver sé ábyrgð lögreglunnar á sakborningi þegar hann er færður til yfirheyrslu, hvort ekki beri að tryggja öryggi þeirra sem eru undir handleiðslu hennar. Gísli Gíslason, lögmaður Lindu, segir að það sé aðalatriði í öllu þessu máh að horfa blákalt á staðreyndir þess. Átti að sleppa þeim „Þetta mál er allt hið undarlegasta. Það vekur furðu mína hvers vegna lögreglan greip til svo umfangsmik- illa aðgerða af jafn litlu tilefni. Þó að þurft hefði, að mati lögreglunnar, að koma til þessarar handtöku hefði það átt að gerast með miklu minni látum. Svona atburðir eiga alltaf að valda sem minnstri röskun á lífi fólks. Á þeirri stundu sem lögreglan var búin að finna það út að bíllinn, sem var meintur tjónvaldur, var óskemmdur og þau þess vegna saklaus bar henni að sleppa þeim umsvifalaust og biðj- ast afsökunar. Lögreglan heldur því fram að Linda hafi hrækt á lögreglu- mennina, sparkað í þá og misþyrmt þeim. Það kemur vægast sagt undar- lega fyrir sjónir að eitthvað skyldi ekki vera gert í því máli strax,“ segir Gísli. Hann segist ekki vita betur en að þegar slíkt kemur upp sé strax gerð skýrsla um málið og gripið í taumana og málið gert upp. Skortir heiðar- legar skýringar „Það skortir af hendi lögreglunnar heiðarlegar skýringar á þessu máli, byggðar á staðreyndum. Hafi orðið mistök eiga menn að biðjast afsökun- ar. Það er í mínum huga ljóst að í þessu máli stendur Linda ein gegn lögreglunni. Ég bendi bara á þá stað- reynd að skýrslum lögreglunnar er dreift til einstakra fjölmiðla og þetta eru skýrslur sem ég hef ekki fengið að sjá sem lögmaður hennar," segir Gísli. Linda er umtöluð og margir hafa af henni þá mynd að hún sé djörf, orðhvöt og skapstór. Er þetta rétta lýsingin eða er þetta einhver ímynd sem fólk úti í bæ hefur búið til? „Ég myndi aldrei standa fyrst upp og byrja að dansa. Kunningi minn sagði við mig að það væru til þrjár útgáfur af Lindu. Það væri Linda P. sem er sú ímynd sem fólk hefur búiö til. Svo er það Linda Pétursdóttir sem er dóttir öðlingsins hans Péturs og loks einfaldlega Linda sem er þessi rólega, venjulega týpa. Ég hugsa að þessi skilgreining hans sé ekki fjarri lagi. Það eru margir sem halda að ég sé svo villt og tryllt en það er mikill misskilningur," segir Iinda. Fékk ekki að hringja Linda dvaldi á aðra klukkustund á lögreglustöðinni meðan atburðir þeir sem hún lýsir gengu yfir. Hún fékk ekki aö hringja og henni var ekki kynntur réttur hennar. Eftir mikið þóf fékk hún loks að hringja í Gísla lögfræðing sinn sem kom ásamt föð- ur hennar og þeir fóru mað hana á slysadeild. „Ég vorkenni fjölskyldu minni mjög mikið. Mamma fór ekki til vinnu daginn eftir og pabbi fékk áfall yfir þessu máli og skildi hvorki upp né niður í því sem var að gerast. Læknirinn sem skoðaði mig og heyrði sögu mína sagði að þaö væri spurning um það hvort ég ætti ekki að leita til Stígamóta vegna þeirrar niðurlægjandi meðferðar sem ég fékk hjá lögreglunni. Maður hefði haldið að þessir menn ættu að kunna að meðhöndla fólk sem þeir hand- taka og ég hélt að þessir menn lærðu sálfræði," segir Linda. Dylgjur um dópneyslu Staða málsins í dag er sú að Rann- sóknarlögregla ríkisins er með tvær kærur til meðferðar; annars vegar kæru Lindu þar sem hún kærir lög- reglumennina fyrir meint harðræði og hins vegar kæru lögreglumann- anna tveggja sem gagnkæra Lindu fyrir ofbeldi og fleira. I skýrslum lög- reglunnar og kæru lögreglumanns- ins eru órökstuddar dylgjur um ann- arlegt ástand hennar og gefið til kynna að hún hafi verið á lyfium eða sem sagt undir áhrifum fíkniefna. „Þetta er trúlega þaö sárasta í öllu málinu að lögreglan skuli leyfa sér að ljúga blákalt upp á mig með þess- um hætti. Þetta eru mennimir sem maður vildi trúa að væru góðu gæj- arnir. Þessi hroðalega aðför að mér og mannorði mínu fær mig til að trúa því að þessu sé öðruvísi háttað. Ég mun berjast fyrir rétti mínum í þessu máli og leggja allt í sölumar," segir Linda Pétursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.