Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Stuttar fréttir Utlönd Rúmlega 70 prósent Álendinga samþykktu aðild eyjanna að ESB í atkvæöagreiðslu í gær. Áframmeðfríðinn Bertie Ahern, væntanlegur for- sætisráðherra írlands, ætlar að vinna áfram að friði á Norður-ír- landi Ámótigeðrannsókn Lögfræðingur Susan Smith, y sem hefur verið ákærð fyrir að drekkja tveim- ur ungurn son- um sínum, seg- ir að geðrann- sókn á þessu stigi málsins mundi brjóta rétt á herrni. Sýriandskelfur Engar skemmdir og engin slys urðu í jarðskjálfta í Sýrlandi í gær. írakar vilja pumpa olíu írakar vilja að OPEC, samtök olíuríkja, heimili þeim aö fram- leiða jafn mikla olíu ogíranir eft- ir að refsiaögerðum SÞ verður hætt. Öryggisgæsla í Napóií Miklar öryggisráðstafanir eru í Napóli þar sem löggæslumenn ræða aðgerðir gegn glæpastarf- semi. UndirritaðiAngóla Stjóm Angóla og skæruliöar UNITA hafa undirritað friðar- samkomulag en landsmenn eru engu að síður varir um sig. Nýrlyfjakokteill Tilraunir raeö að blanda saman tveimur lyfjum í baráttunni við eyðni hafa gefið góða raun. Perrybýðuraðstoð William Perry, land- varnaráðherra Bandaríkjanna, hei'ur . boðiö Argentínu- :: sljórn fram að- stoð viðaðberj- ast gegn hryðjuverkamönnum og eitur- lyQasmygiurum. Hótameiríátökum Um 50 harðlínumenn innan IRA undirbúa sprengjuherferð i Bretiandi og á Norður-írlandi. Kommar kvarta Kommúnistaflokkur Nepals sakaði stjórnvöld um kosninga- svindl til aö minnka forskot kom- únista. Átökiaðsigi Mikil spenna er nú milli heit- trúaðra múslima og heimastjóm- ar Palestínumanna á Gaza vegna dráps á 13 múslímum. Clintonkomínnheím Bill Clinton Bandaríkjafor- seti er kominn aftur heim til Washington úr nokkurra daga fríi á Hawaii- eyjum þar sem hann lék golf til að búa sig undir glímuna við nýj- an þingmeirihluta. Deiltumprófkjör Franskir hægrimenn deiia nú um hugmyndir um prótkjör vegna forsetakosninga sem áttu að binda enda á innbyrðis doilur. Calloway látínn Djassleikarinn ; Cab Calloway lést á föstudagskvöld, 86 ára að aldri. ■ PNB, Reutcr Atlantshafsbandalagið er tilbúið til aðgerða í Bosníu: Loftárásir á sveitir Serba eina lausnin - segir framkvæmdastjórinn Willy Claes en SÞ eru enn hikandi Atlantshafsbandalagið (NATO) sagði í gær að það væri reiðubúið að gera loftárásir á hersveitir Serba sem hafa ráðist inn í Bihac-hérað í Bosníu frá nágrannaríkinu Króatíu en Sam- einuðu þjóðirnar hafa ekki enn farið fram á það. „Við getum ekki látið til skarar skríða ef ekki liggur fyrir samkomu- lag við SÞ og gæslusveitir samtak- anna (UNPROFOR) en ég get fullviss- að ykkur um að við erum reiðubúnir að skerast í leikinn. Við erum tilbún- ir að gera Serbum það alveg ljóst aö nú er nóg komið. Það er engin önnur lausn en loftárásir," sagði Willy Cla- es, framkvæmdastjóri NATO, í viö- tali við sjónvarpsstöðina CNN. Claes er í heimsókn í Washington. Fulltrúar SÞ í fyrrum Júgóslavíu funduðu í Zagreb í Króatíu í gær um hvernig bæri að svara hörðum árás- um Serba á múslímasvæðið Bihac í norðvesturhluta Bosníu en þeir öns- Tveir hermenn úr liði Bosníustjórnar dansa og syngja við harmónikuundir- leik á fjallstindi sem þeir náðu á sitt vald i miðhluta Bosniu. Símamynd Reuter uðu ekki kröfum Bosníumanna, Bandaríkjamanna og fleiri um að- gerðir. Þess í stað sendu þeir frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þeir hörmuðu hríðversnandi ástand mála í Bihac og fordæmdu árásir Serba yflr landamærin milli Króatíu og Bosníu. Ekki var minnst einu orði á loftá- rásir á Serba frá Krajinahéraði í Króatíu sem SÞ samþykktu á laugar- dagskvöld og Króatíustjórn hefur lagt blessun sína yfir. Fjölmiðlar múslíma sögðu frá hörðum bardögum í Bihac þar sem Serbar náðu sífellt fleiri þorpum á sitt vald. Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, sagði að skriðdrekar Serba væru að nálgast griöasvæði SÞ í bænum Bihac og bætti við: „Það þarf að grípa til aðgerða til að eyðileggja þessa skriðdreka, harðra loftárása. Reuter Dýramarkaðurinn i Peking er ailajafna með fjörugasta móti en stundum verða menn og dýr þó að hvíla sig. Ap- inn hefur komið sér makindalega fyrir á stýri þríhjóls eiganda sins á meðan húsbóndinn lætur fara vel um sig i sætinu góða. Símamynd Reuter úndívinunum áuppboði Mikil verðhækkun varð á vín- um frá Búrgúndíheraði í Frakk- landi á uppboði fyrir góðgerðar- stofnanir í gær. Það gætí þýtt að verð á vinflöskunum hækkaði eftir íjögurra ára verðlækkun. „Við erum búnir aö ná botnin- um í kreppunni," sagði Bertrand Devillard, forstjóri Antonin Rod- et vínframleiðslufyrirtækísins. Verð á uppboðinu, þar sem nokkur af bestu vínum Búrgúndí eru seld til ágóða fyrir góðgerðar- sjúkrahúsið i borginni Beaune, hækkaði um rúm fimmtíu pró- sent. Forustumenn í víniðnaðinum sögðu líklegt að verð Búrgúndí- vína mundi hækka um tíu til fimmtán prósent á þessu ári. „Neytendur þurfa ekki að óttast að verða að greiða 50 prósentum meíra fyrir Búrgúndívíniö," sagði Devillard en hann er einnig forseti samtaka vínkaupenda í héraðinu. Reuter Nei-herinn norski fylkir liði 1 miðborg Óslóar á fjölmennum útifundi: Nú sjá valdhafar hvað fólk hugsar - sagöi nei-drottningin Anne Enger Lahnstein en já-menn tala um ómerkilega skrautsýningu Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Nú geta valdhafamir séð hvað fólkiö í landinu hugsar. Þetta er stór stund fyrir hreyfingu almennings gegn yfirgangi stjórnvalda," sagði Anne Enger Lahnstein, formaður miðflokksins norska og leiðtogi and- stöðunnar gegn inngöngu í Evrópu- sambandið (ESB). Um 25 þúsund manns komu saman í miðborg Ósló- ar á laugardagskvöldið til að efla andann í andstööunni við aðild. Nei-drottningin Lahnstein fór eftir fundinn fyrir blysför um miðborgina og var mikil stemning í liði hennar. Fólkið bar spjöld með slagorðum Anne Enger Lahnstein fór fyrir ijöl- mennum mótmælafundi í Ósló. gegn ESB og drottningin sjálf brosti út að eyrum. Hún hefur ekki áður farið fyrir svo miklum fiölda fólks. Og það sem meira er, hún er líkleg til að taka við forustuhlutverki i norskum stjórnmálum verði ESB- aðild hafnað. Já eða nei þýðir líka Gro Harlem eða Anne Enger. Ekki eru allir hér í Noregi sam- mála um hversu stór stundin var í miðborginni á laugardagskvöldið. „Ómerkileg skrautsýning" er ein- kunnin sem fundurinn fær í ESB- blaðinu Aftenposten. „Sigurmars" segir Dagbladet sem enn reynir að vera hlutlaust. Hér í Noregi eru menn aðeins sam- mála um tvennt: Annað er að von- laust sé að snúa þeim sem þegar hafa tpkið afstöðu. Hitt er að hér eftir ráði rök engu. Tilfmningarnar hafa tekið völdin og einu gildir hvaða upplýs- ingar eru bornar fyrir fólk. Nýjustu skoðanakannanir sýna aö 38 prósent ætla aö velja ESB-aðild- ina. Fíörutíu og sex prósent lýsa sig andvig ESB. Slagurinn stendur því um tilfinningar 16 prósenta lands- manna og það er hart barist um sálir þeirra. Já-menn eru í sókn þrátt fyr- ir fiölmenna skrautsýningu nei-liðs- ins hér í Ósló. Nú er öllu til tjaldaö og enginn fær að vera í friði með sköðanir sínar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.