Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Spumingin Lesendur Nálgun við Evrópusambandið: Forsætisráðherra styttir tímann Kristján Kristjánsson skrífar: Fundir Noröurlandaráðs í Tromsö í Noregi hafa komiö róti á einhverja. Svo mikiö er víst aö þær fréttir sem þaöan berast eru svo kryddaðar í bak og fyrir meö uppákomum og ólík- indalátum að maður gæti haldiö aö þarna væri samkoma á borð við þá sem viss hópur heldur árlega viö Snæfellsjökul er hann væntir heim- sóknar frá öðrum hnöttum. Heimamenn í Tromsö sprengja ís- vegg og segja það táknræna aðgerð af hálfu Verkamannaflokksins norska og stór hópur hefur samein- ast í trúnni um að Guð standi með þeim í baráttunni gegn Evrópusam- bandinu. íslenskir ráðherrar á fund- inum vita lítt hvaðan á þá stendur veðrið en reyna að sýna gestgjöfum og öðrum þátttakendum á þinginu að heima á íslandi sé líka ósamstaða um ESB og þeir þurfi ekki á heilráð- um Norðmanna að halda. Skemmtilegasta fréttin frá þessum fundi Norðurlandaráðs er þó vafa- laust sú að íslenski forsætisráðherr- ann er sagður hafa mOdast í gagn- rýni sinni á Evrópusambandið. - í staðinn fyrir að segja að það verði ekki fyrr en eftir aldamót, sem ís- lendingar eigi eitthvað erindi í við- ræður við ráðamenn ESB, hefur for- sætisráðherra stytt þann tíma veru- lega og segir að hægt verði að skipta um skoðun eftir svo sem tvö ár. - Utanríkisráðherra hefur áreiðan- lega létt við þessi ummæli forsætis- ráðherrans og geta þeir því setið sátt- ir að kalla út þetta kjörtímabil. - Þetta breytir þó engu um þá stað- reynd að ESB-málið allt hlýtur að koma til umræðu hér heima. Og af fullum þunga, ekki síðar en eftir ESB- kosninguna í Noregi, og skiptir litlu hvort Norðmenn segja já eða nei. Það verður knúiö á um að fá fram öll smáatriði er varða hugsanlegan samning okkar við ESB eða á hinn bóginn þær aðstæður sem skapast ef íslendingar standa utan þessa bandalags - og þá hvort við eigum annarra kosta völ með svipuðum hætti en án stórkostlegra kvaða, t.d. á sjávarútveg og afurðasölu úr þeirri atvinnugrein. Það kann því að breyta miklu að forsætisráðherra hefur nú nálgast málið í tíma og rúmi, fært það frá aldamótaumræðu til vorra daga. Kannski þá jafngott að gera málið að kosningaumræðu fyrir næstu kosningar. Allt bendir til að ekki þurti að bíða til aldamóta ettir alvöru ESB-umræðum hér, segir hér m.a. - Frá fundi þing- manna um Evrópumál. Forsetamappan Ragnar skrifar: Eg var að sjálfsöðu búinn að heyra auglýsingamar um „forsetamöpp- una“ eða „íslenska lýðveldið 50 ára“ eins og þessi litla en smekklega bók heitir. Eg hafði samt ekki séð hana sjálfur fyrr en nú nýlega að kunningi minn var að árita hana sem gjöf til útlanda. Hver bók er á íslensku og auk þess tveimur öðrum málum, ensku og frönsku annars vegar og dönsku og þýsku hins vegar, auk ís- lensku. Ég hafði hröö handtök og hringdi til Pósts og síma til að spyrjast fyrir um bókina og hvar hún fengist. Áður hafði ég reynt í einni bókaverslun en var sagt þar að hún fengist ekki nema hjá Pósti og síma og trúöi ég því rétt mátulega. Eftir að hafa fengið samband við glöggan mann hjá Pósti og síma, sím- leiðis, hafði ég þær upplýsingar að bókin fengist einungis á pósthúsum, hún kostaði 1450 kr. en yrði að greið- ast með peningum, ekki t.d. greiðslu- korti. Að þessu loknu hraöaði ég mér á næsta pósthús og keypti tvær bæk- ur, gegn staðgreiðslu með seðlum. Ég sé ekki eftir þessum kaupum þvi bókin er falleg og eiguleg með innsettum frímerkjum af forsetun- um og því verðmæt mjög með tíman- um. Ekki síst með tilliti til þess að bókin er gefin út í takmörkuðu upp- lagi og verður ekki til sölu lengur en þetta ár, að því er mér er sagt. Póstur og sími gæti hins vegar tekiö við greiðslukortum þar sem þau eru þó orðin hluti af viðskiptum hans. Irving Oil á íslenskum markaði Pétur Ólafsson skrifar: Eins og fram kemur í fréttum er kanadíska olíufélagið Irving Oil að sækja um lóðir í Reykjavík undir einar 8 bensínstöðvar. Mörgum kem- ur á óvart 'að slíkur fjöldi olíu- eða bensínstöðva skuh vera í spilinu hjá þessu útlenda félagi. En þaö hefur áreiðanlega sínar ástæður og hlýtur að sjá möguleika á arði af sinni íjár- festingu hér úr því það sækir jafn stíft um aðstöðuna og raun ber vitni. Þá spyrja menn: Hvernig ætlar Ir- ving Oil aö ná markaðshlutdeild þar sem það verður að gangast undir sömu kvaðir og innlendir söluaðilar (gjöld ög skattar ríkisins o.fl.)? Lítið 14 og 16 -eöa skrifið Nafn og símanr. verður að fyjgja bréfum Væri ekki snjallræði að sameina rekstrartengd gjöld bifreiða í bens- verði eftir af álagningu til að láta ganga til viðskiptavina. - Auðvitað hlýtur Irving Oil að vera búið að leggja þetta niður fyrir sér. Menn þar hljóta að ætla að byggja á því einu að ná til sín viðskiptum frá þeim sem fyrir eru. En hvernig geta þeir það ef þeir ætla ekki að undirbjóða hina? Mér dettur nú t.d. í hug sú umræða sem er afar áleitin á huga fólks, að inn í bensínverð verði felld önnur gjöld, svo sem t.d. tryggingagjöld, bifreiöaskattur (þungaskattur). Úr því ríkið treystir sér til að láta olíufé- lögin innheimta lögboðin gjöld af bensíninu í dag, t.d. vegagjald o.fl., ætti að vera auðvelt að innheimta þungaskattinn sömuleiðis með bens- ínverðinu. Tryggingafélögin ættu líka að geta komið með sín gjöld þarna inn. - Kannski eru það þessi atriði sem Irving Oil hefur í huga að semja um. íslensku olíufélögin hafa ekki viljað vita af þessum möguleik- um til þessa. Kannski vakna þau nú. - Rétt eins og þau vildu aldrei vita af greiðslukortunum og töldu þau út í hött í bensínvlCoh:?:”m- Ef Irving Oil tækist að ná samningum um að tryggingar og bifreiðagjöld færu inn í bensínverðið, þá er því leikur einn að ná viðskiptum með hlutfallslega hærra bensínverði. Atlantautanog fleiri áeftir Eiríkur hringdi: Ég er þess fullviss að ákvörðun flugfélagsins Atlanta um aö yfir- gefa ísland vegna verkfallshót- ana og armarra rekstrarlegra vankanta hér rnun leiða til þess að fleiri fyrirtæki fari á eftir. Nokkuð er um íslenska starfsemi erlendis nú þegar en verra getur það orðið. Og hver trúir því að erlendir aðilar velji ísland tilfjár- festingar í atvinnurekstri úr því sem komið er? Ég held að allar bjartsýnisnefndirnar um ísland sem draumaland erlendra fjár- festa geti lagt upp laupana strax. Sjómennog sjúkraliðar Ársæll skrifar: Tvær þjóðir i einu landi, tveir hópar sem búa við andstæð kjör. Þessu hefur lengi verið haldið fram um íslendinga. Þetta er eflaust ofmælt en það segir þó sína sögu að sjómenn eru orðnir meöal þeirra fáu hálaunamanna sem rífa til sín rúma milljón krónur á mánuði ef sæmilega gengur. Sjúkraliðar sem hlynna að-þessum sömu mönnum er þeir slasast við að ná í milljónina fá svo frá 60-80 þúsund kr. á mán- uði! Vitfirringslegt þjóðfélag, ekkert minna. Eðlileg þróun Kristján S. Kjartansson skrifar: Eðlilegt er aö eignamyndun i formi skulda, miðað við hreinan hagnað, verði tekin upp, miðað við útreikninga álagningar veltu- skatts á fyrirtæki. Þaö er mjög eölileg þróun því þjóðfélaginu verður ekki haldið uppi með launasköttum einvörðungu. Ég minni og á veiðileyfagjald sem myndi rétta ríkissjóð af. Síðan, og ekki síst, á að taka upp útflutn- ingsgjald á útfluttar sjávarafurð- ir. Með tollalækkunum vegna EES-samningsins hefur aukist svigrúm til upptöku þessa gjalds. Og svo í framhaldi af því gjaldi ætti að afnema kostnaðarhlut- deild þá sera sjómenn bera nú. Aðframkalla líkamninga Jón Sveinson skrifar: Þegar að þrengir hjá alþýðu manna á tímum atvinnuleysis og kreppu bregður oft svo við að upp spretta aðilar sem kalla sig spám- iðla, heilara, transmiðla, stjöm- uspámenn og lófalesara. Til við- bótar eru svo þeir sem fást við djúpsálarfræði, nálastungur, sál- greiningu, djúpnudd og miðils- fundi. Nú tilkynna sálarrann- sóknarmenn að hingaö til lands séu væntanlegir miðlar sem framkalli líkamninga, Ekki er það fyrirbæri óþekkt hér. Fyrir allmörgum árum var kona ein (við getum kallað hana Báru mið il) dæmd í Hæstarétti fýrir svik og blekkingar. Hún notaði slæður til að búa til líkamninga. Ég vara við svona uppákomum hér. Strætóskýli í Hafnarfirði Hanne.s Jónsson skrifar: Ég ef einn að þeim öldnu sem þarf aö ferðast meö strætisvögn- um Hafnarfjarðar. Eitt af því sem allaballar mættu gera er að setja upp skýli viö biöstöðvarnar svo við þurfum ekki að híma úti í trekki, kulda og regni. Mér fannst nú ehthvern veginn bjartara og hlýrra í bænum þegar kratarnir stjórnuðu og ekki beinlínis þörf á skýlum þá. Nú er þeirra sannar- lega þörf. Og þegar við trekkinn og kuiaann DlánCaSÍ CVIT.ila.rvol- æöi sem dunið hefur á fólki er eins og myrkrið verði dimmara og hráslagalegra en áður. Hvað finnst þér um mál Lindu Pétursdóttur? Ólöf Ása Böðvarsdóttir: Það er svo erfitt að gera sér grein fyrir því hver hefur rétt fyrir sér. Margrét Guðmundsdóttir: Ég hef svo lítið kynnt mér málið en sé það satt að hún hafi hrækt á lögregluþjón þá finnst mér það fyrir neðan hennar virðingu. Katrín Sigmarsdóttir: Ég fylgist ekki með þessu máh. Þetta er ekki mitt áhugamál. Hulda Nóadóttir: Mér finnst frábært ef Linda er farin aö berja lögreglu- þjóna. Tómas Ingason: Mér finnst að hún hefði ekki átt að fara með þetta í fjölmiðla. Arnar Bjarki Árnason: Mér finnst lélegt af Lindu að kæra löggurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.