Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 15 Handtökuheimildir Störf lögreglunnar eru afar fjöl- breytileg. Auk þess að sinna eftir- liti þarf hún að sinna beiðnum eða kærum fólks vegna hinna ýmsu til- vika. Dómgreind og mat Lögreglumenn hafa m.a. heimiid til að þröngva menn til hlýðni eða beita valdi til aö knýja menn til hlýðni viö lagaboð, úrskurði eða yfirvaldsboð. Aðgerðir lögreglunn- ar þurfa þá að vera nauðsynlegar og lögreglumenn mega ekki ganga lengra en efni standa til. Lögreglumönnum er rétt að taka menn fasta ef þeir standa þá að refsiverðri háttsemi, enda sæti brotið opinberri ákæru, ef uppþot veröur sem hefur í for með sér lík- amsmeiðingar eða stórfelld eignar- spjöll eða hættu á slíku. Ef ekki verður með vissu bent á hinn seka eða seku er lögreglunni heimilt að handtaka hvem þann sem nær- staddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða þátttöku í brotinu, ef það þykir nauðsynlegt grunuð- um manni eða öðrum til varnar. Framkvæmi lögreglumaður ekki handtöku við slíkar aðstæður kann hann að gera sig sekan um van- rækslu í starfi. Þegar lögreglumenn eru að störf- um reynir oft á dómgreind þeirra og heilbrigt mat á öUum aðstæðum og þeim hagsmunum sem í húfi eru og þurfa lögreglumenn oft á tíðum aö taka skjótar ákvarðanir og framfylgja þeim og bera síðan ábyrgð að lögum ef mat þeirra reynist rangt. Ef sá sem handtaka skal verst handtöku, annaðhvort með flótta eða á annan hátt, t.d. streitist á móti, má lögregla beita valdi til að yfirvinna mótstöðuna. Mörk lögmætrar valdbeitingar- heimildar lögreglu grundvallast á mörkum leyfilegs neyðarréttar. Lögreglumenn sýna jafnan festu og ákveðni við framkvæmd hand- töku en jafnframt koma þeir fram af fullri kurteisi og beita ekki meira harðræði en nauðsynlegt er til að vinna bug á mótþróa þess sem handtaka skal. Hafa ber í huga að árás á lögreglumann við skyldu- störf er jafnframt árás á opinbera hagsmuni. Og reyni t.d. þriðji mað- ur beinlínis að hindra handtöku KjaUarinn Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sakaðs manns gerir hann sig sekan um refsiverðan verknað. Lítill áhugi almennings Handtekinn maður á rétt á skip- uðum réttargæslumanni þegar eft- ir handtöku og ber þeim sem hand- töku framkvæmir að skýra honum frá þessum rétti. Skylt er að gefa sakbomingi upplýsingar um kæru- efni áður en hann er yfirheyrður út af því eða við handtöku ef til hennar kemur. Handteknum manni er heimilt eftir handtöku að hafa samband við ættingja eða aðra vandamenn, nema sérstök ástæða sé til að ætla að það muni torvelda rannsókn máls. Reynt hefur verið að upplýsa almenning um þennan rétt, en áhugi á þessu máli hefur hingað til verið lítill. Lögreglan þarf að eiga afskipti af ákaflegu ólíku fólki meö ólíkar skoðanir í mjög mismunandi ástandi, oft við erfiöar aðstæður. Það er vitað að margt af þessu fólki hefur talið sig mega aðhafast þvert á reglur og er því ósátt við afskipti lögreglu af sínum málum. Shkir einstaklingar eru margir því árlega þarf lögreglan í Reykjavík að hafa afskipti af þúsundum þeirra. Langflest mál fá ásættanlega nið- urstöðu í beinu framhaldi af að- gerðum lögreglu. Sum kalla á frek- ari málalengingar og í undantekn- ingatilvikum mikla athygli fjöl- miðla. Þá reynir sérstaklega á sannleiksást fólks sem þar starfar. Reynslan sýnir að oftar en ekki er niðurstaða einstakra mála í engu samræmi við umfjöllunina á sínum tíma, kannski sem betur fer. Lögreglan er að jafnaði undir smásjá og þarf að vera það, þar sem henni er fengið mikið og vandmeð- ferið vald. En þegar umræða er um hennar störf á hún ekki síður en aðrir rétt á aö njóta sannmælis og sanngirni, ekki síst hjá ritstjórum. Ómar Smári Ármannsson „Ef sá sem handtaka skal verst hand- töku, annaðhvort með flótta eða á ann- an hátt, t.d. streitist á móti, má lög- regla beita valdi til að yfirvinna mót- 5töðuna.“ „Hafa ber í huga að árás á lögreglumann við skyldustörf er jafnframt árás á opinbera hagsmuni," segir m.a. í greininni. Bréf til kjósenda Forsætisráðherra Davíð Odds- son og Jón B. Hannibalsson utan- ríkisráðherra og aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undanf- arna mánuði reynt með afar óábyrgum hætti og ósannindum að sannfæra kjósendur um ágæti verka ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Skoðum þetta nánar * Á kjörtímabili þessarar ríkis- stjórnar hefur halli ríkissjóðs verið á fjórða tug millj. eða hærri en nokkru sinni fyrr. * Aldrei hefur meira samfellt at- vinnuleysi mælst en sl. þrjú ár. * Aldrei hafa jafnmargir þurft aö leita fjárhagslegrar aðstoðar hjá félagsmála- og hjálparstofnunum og nú. * Aldrei hefur launamisrétti ver- ið meira. * Aldrei hafa vanskil húseigenda verið meiri hjá lánastofnunum en sl. þrjú ár né fleiri nauðungar- uppboð. * Aldrei hefur skattbyrðin verið þyngri en í tíö þessarar ríkis- stjórnar, enda hækkaði hún tekjuskatt um 6%. * Aldrei hefur ríkt meiri ágrein- ingur og ósátt um fiskveiðistjórn- Kjallariim Kristján Pétursson fyrrv. deildarstj., stjórnarm. i Jafnaðarmannafélagi íslands un, enda markvisst unnið að því að koma kvótanum á sem fæstar hendur. * Aldrei hafa skattsvik verið áætluð hærri en nú. Pólitískt siðferði Við stöndum frammi fyrir mikl- um siðferðisvanda ráðherra í ríkis- stjóminni. Það er orðin almenn skoðuh kjósenda að pólitísku siö- gæði sé mjög ábótavant. Stór hópur stjórnmálamanna hefur glatað viröingu, trúnaði og trausti kjós- enda. Fátt vekur meirir reiði og sárindi en rangar og vafasamar embættisfærslur í stjórnkerfinu. Þaö þarf að breyta stjórnsýslulög- um á þann veg að ströng viðurlög dragi menn til ábyrgðar fyrir ranga og siðlausa stjórnsýsluhætti. Þaö virðist sem geðgróin sannfæring fremur en illvilji margra stjórn- málamanna valdi því að kenna öðr- um um allt sem útskeiðis hefur far- ið fremur en axla eigin ábyrgö. Hvað er til ráða? Sú ríkisstjórn sem nú fer með völd ber fulla ábyrgð á þeirri sáru fátækt og neyð sem kveður dyra á þúsundum heimila láglaunafólks. Bihð milh ríkra og fátækra fer stöð- ugt vaxandi og á því verður engin breyting meðan auðhyggjustefna íhaldsins ræður ríkjum með til- styrk „afvegaleiddra" krata. Jafnaðarmenn undir forustu Jó- hönnu Sigurðardóttur munu bjóða fram í öllum kjördæmum í kom- andi alþingiskosningum. Þar gefst jafnaðarmönnum m.a. kostur á að grundvalla stefnumál sín í efna- hags-, jafnréttis- og mannréttinda- málum. Stefnumálin eru skýr og afdráttarlaus og munu boða m.a. afgerandi breytingar í fiskveiði- stjórnun, skatta-, launa- og kjara- málum o.fl. Að þessu sinni geta kjósendur vahð um nýtt stjómmálaafl og haft áhrif á stefnu þess og mótun. Myndum sterka breiðfylkingu með Jóhönnu. Kristján Pétursson „Það þarf að breyta stjórnsýslulögum á þann veg að ströng viðurlög dragi menn til ábyrgðar fyrir ranga og sið- lausa stjórnsýsluhætti.“ Meðog ámóti léttari naglar í nagladekk minm mengun „Á vegum norrænu ráö- herranefnd- arinnar hefur verið unnið að athugun- um á notkun vetrarhjói- barða og hvernig megi . ............ , > Arl Edwald, aösloóar- letia nagia 1 madurdómsmálarád- hjólbörðum herra. án þess að veggrip þeirra minnki. Finnar, Norðmenn og Sviar hafa síðan breytt sínum reglum og tek- iö upp léttari nagla. Á síöustu 15 til 20 árum hafa Finnar til dæmis farið úr 2,5 gramma nöglum í fóiksbílahjól- börðum, eins og við leyfum enn- þá, í 1,4 grömm. Það virðist eiga stærstan þátt í að minnka yfir- borösslit á götum um eitthvaö nálægt helmingi. Slíkur árangur hér myndi spara skattgreiðend- um tugi mihjóna árlega. Þetta er hka stórt umhverfismál vegna minni tjörumengunar og'minni saltnotkunar ef fleiri geta notað þessa umhverfisvænu nagla. Þaö á fólk eftir að sjá á skóm og tepp- um og víðar. Umhverfið veröur hreinna og snjórinn hvítarí! Hins vegar á ekki að flana að neinu og dómsmálaráðuneytið' undirbýr nú að senda drög að nýjum reglum til þeirra sem hafa látið sig þetta mál varða og við munum fara vel yfir þær ábend- ingar sem koraa fram. Ég vona hins vegar aö nýjar reglur getj tekið gildi frá og með næsta hausti.“ Aukin siysahætta „Margir hafa veriö að berjast gegn naglanotkun og auðvitaö kostar þetta sht á götum. Menn hafa fullyrt að naglar leysi Upp t)OrU í Gúmmívínnustolunnar. malbiki í þétt- býh en ég fullyrði að svo sé ekki nema í litlum mæh. Það er saltið sem leysir upp tjöruna. Við verð- um varir við þaö á dekkjaverk- stæðunum á haustin að göturnar eru tjöruhtlar þrátt fyrir að nagl- ardekk séu komin undir bílana. Um leið og byijað er að salta sest tjaran á dekkin. Þótt það kosti töluvert að halda gatnakerfmu við vegna notkunar nagladekkja þá er slysahættan miklu meiri. Aðeins eignatjónið gæti orðið til að sparnaöurinn við það aö létta naglana yrði enginn. Þá hef ég ekki enn tekið með í dæmið slys á fólki. Þótt þeir sem mæla með léttu nöglunum fuhyrði að það sé sama gagn að þeim leyfi ég mér að efa það sé tekið mið af okkar reynslu. Stærri naglar virka miklu betur en minni naglar. Á þeirri for- sendu tel ég þetta mjög hæpið þvi við keyrum við þannig aöstæður stóran hluta af árinu. Það er mik- ið um hálku sem gerir ekki boð á undan sér. Fyrstu hugrayndir manna voru þær að minnka hka naglana í dekkjum stærri bíla. Þetta getur skapað stórhættu í bröttum brekkum á þjóðvegum landsins. Menn yrðu aö setja keðjur imdir bílana og ekki batnar þá rótið í malbikinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.