Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Fréttir________________________________________________ Lægstu launin eru svipuð og atvinnuleysisbætur: Fólkið hrætt um vinnuna og þorir ekkert að segja - segir Þorsteinn Amórsson, varaformaður Iðju á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Staöa þessa fólks er þannig aö það þorir hreinlega ekki aö segja neitt um launamál sín, fólkið óttast viö- brögð atvinnuveitenda og aö missa vinnuna. Tónninn er því miður þannig aö fólki er bara sagt aö þaö geti farið annað í atvinnuleit ef það kvartar og þaö er ekki um auðugan garö að gresja á vinnumarkaönum," segir Þorsteinn Arnórsson, vara- formaður verkalýðsfélagsins Iðju á Akureyri, um launamál þeirra sem vinna á lægstu launatöxtum samn- inga Iðju og atvinnurekenda. Lægstu laun samkvæmt kjara- samningum sem greitt er eftir á Ak- ureyri eru mjög svipuð og bætur þær sem atvinnulaust fólk fær greiddar mánaðarlega. Þorsteinn segir að greitt sé samkvæmt þessum lág- markskauptöxtum, t.d. hjá Kjötiðn- aðarstöð KEA og súkkulaðiverk- smiðjunni Lindu, og iðnverkafólk sem starfar við veija- og skinnaiðnað er á svipuðum launakjörum en hefur einhvern bónus sem hækkar upp- hæðina í launaumslaginu. Atvinnuleysisbætur til þeirra sem hafa áunnið sér fullar bætur nema 46.388 krónum á mánuði en þegar greidd hafa verið 4% í lífeyrissjóð og 1% í félagsgjald eru eftir í umslaginu 44.069 krónur. Lægsti launataxti Iðju sem Þorsteinn segir að greitt sé eftir hjá Kíötiðnaðarstöð KEA er 48.816 krónur. Sem dæmi um hversu litlar starfsaldurshækkanir eru má nefna að eftir um 40 ára starf eru greiddar um 57 þúsund krónur. „Laun eru sennilega ekki lægri í bænum en í Kjötiðnaðarstöðinni og mín laun eftir 20 ára starf eru t.d. um 54 þúsund krónur," segir Arndís Sigurpálsdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks í Kjötiðnaðarstöðinni. „Yfirborgun tíðkast ekki og yfir- vinna er yfirleitt engin nema á mestu álagstímum. Þá er ekki ráðiö í stað þeirra sem hætta en þeir sem eftir eru vinna bara hraðar. Það er nóg af fólki á vinnumarkaðnum og fólk tekur ekki þá áhættu að ræða þessi launamál eða gera veður út af þeim,“ segir Arndís. EskiQöröur: Margar umsokmr um starf byggingaf ulltrúa Emií Thorarensen, DV, Eskifirði: Byggingafulltrúinn á Eskifirði, Jó- hann Kristinsson, lét nýlega af störf- um hér og er farinn að vinna hjá Hafnarfjaröarbæ. Staða bygginga- fulltrúa var auglýst og margir hafa áhuga á henni. Alls bárust 17 um- sóknir og hafa bæjarfulltrúar hér verið að kynna sér þær. Á bæjarráðsfundi 7. nóv. var felld tillaga þess efnis að bíða með ráðingu byggingafulltrúa að sinni en þess í stað teknar upp viðræður við sveit- arstjórn Reyöarfjarðar hvort hag- kvæmt gæti reynst og raunhæft að sameina skipulags- og byggingarmál þessara tveggja nágrannasveitarfé- laga á næstu vikum. Þess má geta að í drögum að starfs- ramma, sem bæjarstjóm Eskiíjarðar og sveitarstjórn Reyðaríjarðar gáfu sameiginlega út fyrir kosningar um sameiningu þessara sveitarfélaga fyrir ári, kom ótvírætt í ljós að sam- eining þessara deilda, meö einum byggingafulltrúa og 1-2 tæknimennt- uðum undirmönnum, myndi skapa möguleika til hagræðingar og um leið bættrar þjónustu við íbúana. Akranes: Brennsla spilli- ef na ógnar hags- munum H B Unnið við pökkun i Kjötiðnaðarstöö KEA. Lægstu launin þar eru um tvö þúsund krónum hærri en atvinnuleysisbætur. DV-mynd gk Akureyri: Garöar Guðjónsson, DV, Akranesi: Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna telur að Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi geti átt á hættu að verða svipt vinnsluleyfi til framleiðslu sjávarafurða veröi Sementsverk- smiðjunni veitt starfsleyfi til brennslu spilliefna. Þetta kemur fram í bréfl SH til bæjarráðs Akra- ness. Þegar bréflö var lagt fyrir bæjarráð var umfjöllun bæjaryfirvalda um máliö lokið. Bæjaryfirvöld eru um- sagnaraðih um tillögur Hollustu- verndar ríkisins að starfsleyfi. Nú hefur bæjarráö vísað máhnu aftur til umhverfis- og heilbrigðisnefndar og frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfistillögumar hefur ver- ið framlengdur. HB hf. segir í bréfi til bæjarráös aö þaö voni að engin áhætta verði tekin sem „hugsanlega geti skaöaö fiskvinnslu og útgerö á Akranesi í framtíöinni". Keflavík: Mótframboð f verkalýðsfélaginu Ægir Mér Kérason, DV, Suðumesjuin: „í einu orði sagt erúm viö mjög óánægðif meö forustuna hjá Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Þar hefur ekki verið nógu vel Unnið f launamálum okkar og heýrst hefur að menn ætli á mótframboö gegn Kristjáni Gunnarssyni, formanni fé- lagsins," sagði SvaVar Borgarsson, starfsmaður á þungavinnuvéláverk- stæði varnarhösihs á Keflavíkur- flugvelli, f samtali við DV. Nokkrir aöilar eru að undirbúa mótframboðið gégn Kristjáni en kosning verðúr eftir áramót. Kosið á 2ja ára fresti um formann. Háskólinn flytur á Sólborgarsvæðið - ákaflega spennandi, segir rektor skólans Gylfi Kristjáusson, DV, Akureyit „Þetta er ákaflega spennandi verkefni að fást við. Annars vegar erum við að nýta fjárfestingu sem ríkiö hefur lagt í áöur og hins vegar erum við að byggja upp framtíöar- svæði fyrir skólann. Það má segjá að svæöið sé landfræðilegur mið- punktur Akureyrarbæjar. Þetta er fallegt og áberandi svæði í bæjar- landinu sem býöur Upp á að byggja upp myndarlegt háskóla- og útivist- arsvæði," segir Þorsteinn GunnaTs- son, rektor Háskólans á AkUreyri, Um fyrirhugaða flutiúhga skólahS á Sólborgarsvæðið sem áht bendir til að heflist strax á næsta ári. Byggingarnar á Sólborg eru í eigu rikisins og hafa veriö í umsjá fé- lagsmálaráöuneytisins en þar hef- ur veriö rekiö vistheimih fyrir fatl- aða. Sú starfsemi er að leggjast af og þeir fötluðu einstaklingai’ sem þar hafa búið að flytja eða eru flútt- ir í annaö sambýli. Áformin ganga út á að menntamálaráðuneytiö taki við byggingunum, hluti staffsem- innar flytjist þangað strax á næsta ári og siðan verði frekari uppbygg- ing hafln á svæðinu eigi siöar ert áriö 1996 og öll stárfsemi Háskólans komin á svæöið um aldamót. í dag er starfsemi Háskólans á Akureyri á fjórum stöðum í bæn- um. Áð sögn Þorsteins fektors gera áætlanir ráð fyrir að strax á næsta ári flyfjist skrifstofur kennara, skrifstofur yfirstjómar skólans og skrifstofur deilda, félagsaðstaöa nemenda og bókasafn að Sólborg og möguleikar verða kannaðir aö innréttabráðabirgðakennslustofur og taka þær í notkun næsta haust. Áð sögh Þorstéins Standa vonir tií að strax á næsta ári verði hægt að rýma hús skólans viö Þingvalla- stræti ett það ræðst af þvf hversu tnikið fjármagn fæst til að innrétta húsnæðiö að Sólborg og flytja þann hluta starfseminnar þángað sem er við Þingvallastræti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.