Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Fréttir Hugmyndir um forval hjá alþýðubandalagsmönnum á Reykjanesi: Suðurnesjamenn óttast samkeppni um 2. sætið kjördæmisráðsfundi frestað meðan tillögunni er aflað fylgis Talsveröur taugatitringur er í al- þýöubandalagsfólki á Suðumesjum vegna tillögu sem liggur fyrir kjör- dæmisráði Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi um að haldið verði prófkjör fyrir alþingiskosning- amar í vor. Samkvæmt heimildum DV eru margir alþýðubandalagsmenn í nýja sveitarfélaginu á Suðurnesjum mót- fallnir forvali og túlka hugmyndina sem aðför gegn Sigríði Jóhannesdótt- ur, fyrsta varaþingmanni Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjördæmi, þar sem margir muni gefa kost á sér í annað sæti á listanum verði próf- kjörið haldið. „Menn eru að hugsa um að halda prófkjör en það er í sjálfu sér of snemmt að segja að það sé titringur í flokksmönnum suður með sjó út af þessu því að engin tillaga hefur veriö samþykkt ennþá. Við tökum ákvörðun á kjördæmisráðsfundi í lok mánaðarins. Það eru engin sam- tök gegn Sigríði. Ég held að menn séu frekar hræddir um hlut kvenna mið- að við útkomu þeirra í öðrum próf- kjörum," segir Sigurður Björgvins- son, formaður kjördæmisráðsins. Fundi kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Reykjanesi, sem boð- aður hafði verið í síðustu viku, hefur verið frestað til mánaðamóta þar sem unnið er að því að afla hugmyndinni um forvcd fylgis í kjördæminu. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum DV nýtur tillagan fylgis í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarn- amesi meðan Suðumesjamenn eru andvigir forvali. Hljóti tillagan um forval hjá Al- þýðubandalaginu í Reykjanesi sam- þykki verður forvalið að öllum lík- indum haldið um miðjan janúar og hafa ýmis nöfn verið oröuð við fram- boð, meðal annars Guðný Halldórs- dóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, Hilmar Ingólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, Heiðrún Sverrisdóttir fóstra, Valþór Hlöðversson, bæjar- fulltrúi í Kópavogi, Lúðvik Geirsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og Sigríð- ur Jóhannesdóttir kennari og vara- þingmaður. Erling Ólason verkstjóri, til hægri, sýnir bæjarstjórnarmönnum á Sauðárkróki sérpakkningarnar. DV-mynd Þórhallur Fiskiðjan Sauðárkróki: Selur beint til veitingahúsa og verslunarkeðja erlendis Keflavíkurflugvöllur: Bíllinn hvarf af bílastæði Ægir Máx Káiason, DV, Suðumesjum; Hjón sem á dögunum komu heim frá Lundúnura urðu fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á Keflavíkurflugvelh. Þau höfðu við brottför skilið bíl simi eftir á bílastæði við flugstöðvarbygging- una en fundu hann ekki við heim- komuna. Leituðu lengi og vel og eigínkonan skaut á mann sinn hvort minniö væri farið að bila. Þá hugkværadist þeim að hringja í lögregluna og fengu þær upplýsingar að bíll þeirra hefði verið fjarlægður með dráttarbil. Hann hefði verið í stæði þar sem aðeins má leggja í 3 tíma og var nú í bilagæslunni á vellinum. Hjónin þurftu að borga eins og þegar bílar eru geymdir þar - auk kostnaðar við dráttinn þangað. Að sögn lögreglu kemur oft fyr- ir að farþegar á leið úr landi leggi bílum framan við flugstöðina. Þeir eru svo tjarlægðir og það hefur töluverðan kostnað í fór með sér fyrir eigendur. Ámeshreppur: Lítill af li en góðspretta Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Góö veðrátta var í aJlt sumar í Ámeshreppi á Ströndum en afar tregt fiskirí. Grásleppan gaf sig ekki heldur. Bændur voru feikilega ánægðir með grassprettuna. Hún var með því besta sem menn muna. Þeir óku svo þessu góða heyi gras- þurru og alveg óhröktu í flat- gryfiurnar sínar. Öllu fyrsta flokks. :Sllllll Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Fiskiðjan á Sauðárkróki sækir æ lengra inn á markaði með afurðir sínar. í dag eru 60% framleiðslunnar sérpakkaðir bitar er fara beint til veitingahúsa og verslunarkeðja austan hafs og vestan. Stefnt er að því að auka fullvinnslu afurða enn frekar og til að fylgja þeirri þróun eftir er reiknað með verulegri hluta- íjáraukningu í Fiskiðjunni/Skagfirð- ingi á næstu tveim árum. Mikið starf hefur verið unnið hjá fyrirtækinu í markaðsmálum á und- anfarin ár, bæði hvað varðar kaup og sölu á hráefni og sölu afurða, það er að segja þess hluta framleiðslunn- ar sem ekki er seldur í gegnum ís- lenskar sjávarfurðir. Stærstur hluti frystra afurða fyrirtækisins er seldur gegnum þau sölusamtök. Magnús Erlingsson markaðsstjóri sagði að með því að vera stöðugt með augun opin fyrir markaðnum mætti ná góðum árangri. Þannig hefði ágætis verð fengist fyrir saltfiskinn sem skipin veiddu í Smugunni í sum- ar og seldur var á hina hefðbundnu markaði í Suður-Evrópu og hráefni væri í boði víða að erlendis frá. Pósturogsími: Helgi Jónssan, DV, Ólafefiröi: „Maður hefur verið að vinna við þennan völl í 20 ár og svo koma allt i einu stórvirkar vinnu- vélar og valta yfir allt saman,“ sagði Gestur Sæmundsson, fyrr- um stjórnarmaður í Golfklúbbi Ólafsíjaröar, við DV. Nýverið fréttist að vinnuvélar írá Pósti og síma væru að skemma golfvöllinn. Gestur trúði því ekki í fyrstu en þegar hann var á leið út í Óslax sá hann slóð upp á golíVölhnn. „Þegar ég kom þangað sá ég 4 tæki á vellinum, grafandi og keyrandi um allt. Við vorum ný- búnir að gera flatir fyrir 700.000 kr. og jeppar óku á þeim. Þetta er alveg með ólíkindum." - Var ekki búið að tala við ein- hvern áður en framkvæmdir hó- fust? „Aldrei. Ég spurði formann golfklúbbsins hvort samband heföi verið haft við hann. Svo var ekki. Ekki var heldur rætt við gjaldkerann. Þá talaði ég víð Þor- stein Bjömsson bæjartæknifræð- ing. Hann sagði þetta í algjöru óleyfi, hringdi í lögreglu og síðan í sýslumann til að athuga hvort rétt væri staðið að þessu.“ Hvað sögðu menn í vinnu- flokknum? „Ég spuröi þá hvort þeir heföu leyfi. Svarið var að þeir vissu ekki annað en þeir ættu að gera þetta. Höfóu ekki hugmynd um hver hefði gefið leyfi. Þeir væru bara aö vinna.“ Þórarinn V. Þórarinsson um áhuga atvinnurekenda á umsókn um aðild að ESB Þurf um að skilgreina samningsmarkmið Fynr nokkru var haldinn fundur helstu áhrifamanna í atvinnu- og við- skiptalífinu þar sem aðild íslands að ESB var til umræðu vegna útkomu skýrslu um samskipti íslands og umheimsins. „Þetta voru stjómarmenn úr Vinnuveitendasambandinu, Versl- unarráðinu og aöildarsamtökum VSÍ. Fundurinn var haldinn í tengsl- um við útkomu áfangaskýrslu okkar um samskipti íslands við önnur lönd. Niðurstaða okkar í þeirri skýrslu er mjög ákveðið sú að við eigum aö skoða alla möguleika okkar varðandi hugsanlega aðild að ESB. Við hljót- um að velta því upp hvaða möguleik- ar séu fyrir hendi er varða tengsl viö Evrópusambandið og þá að skil- greina samningsmarkmiðin í því efni,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, við DV. Hann sagöi það ekkert leyndarmál að mjög margir í þeim hópi sem var á fundinum væru þeirrar skoðunar aö hagsmunum okkar yrði best borg- ið í samfylgd með öðrum Evrópu- þjóðum. Hann sagði að þessi skoðun hefói átt vaxandi fylgi að fagna með- al þessa hóps síðustu tvö misserin eða svo. Þórarinn sagði að það væri skoðun margra að það hefói verið umræöulítil niðurstaða stjómmála- manna að ísland ætti ekki að fylgja hinum Norðurlöndunum í umsókn- um um aðild að ESB. Víðtæka um- ræðu vantaði um það mál. Hjá því yrði ekki komist aö taka hana upp, hvað sem stjórnmálaforingjar segðu um málið. „Við höfum í efnahagslegu tilliti veriö að dragast mjög aftur úr hag- þróun annarra Evrópuríkja síðustu árin. Skiptir þá ekki máh hvort það er á kjaramælikvarða, útflutnings- mælikvaröa, eöa þjóðarframleiðslu- mæhkvarða. Ahs staðar erum við að dragast aftur úr. Við þurfum ekkert að íhuga aðild að Evrópusamband- inu nema hún henti okkur, styrki hér forsendur byggða og lífskjara. Við erum búnir að vera í samfelldri kreppu hér á landi í 7 ár og höfum dregist aftur úr hagþróun annarra ríkja. Ef mönnum þykir það ekki næg ástæða til að velta upp einhverj- um nýjum möguleikum þá er nú ekki margt líklegt til að vekja menn til umhugsunar," sagði Þórarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.