Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 35 Meraiing Korka kemur heim Á síðasta ári kom út bókin Við Urðarbrunn eftir Vilborgu Davíðs- dóttur. Sú sagagerist um aldamót- in 900 og segir frá Korku, dóttur írskrar ambáttar og eiganda henn- ar. Ég býst við að margir sem lásu þá bók hafi beðið í ofvæni eftir framhaldinu sem nú ber fyrir augu imdir nafninu Nornadómur. Það er þó ekki nauðsynlegt að hafa les- ið fyrri bókina því söguþráður hennar er rakinn í stuttu ávarpi til lesanda í upphafi Nornadóms í lok fyrri bókarinnar skildi les- andi við Korku þar sem hún var á flótta frá Danmörku ásamt Atla Atlasyni en hann hafði gefið henni frelsi nokkru áður. í Nornadómi tekur Vilborg upp þráðinn þar sem frá var horflð og við fylgjumst með ferð þeirra skötuhjúa ásamt tíu mönnum til Suðureyja, heimkynna Atla. Þegar þangað kemur lendir hann í hálfgerðum vandræðum með Korku því hún hafði verið amhátt og stétt hans bauð ekki upp á það að hann giftist henni. Hann vill fá hana í sæng sína sem friilu en hún er ekki á því. í heilan vetur sænga þau saman án þess að hún þýöist hann en að lokum gefst hann upp, þegar hann gerir sér grein fyr- ir því að hann elskar hana, og giftist henni. Dulrænir hæfileikar Korku verða til þess að hún flyst aftur til íslands þar sem hennar er mikil þörf og ýmislegt drífur á daga hennar þar. Líkt og í fyrri bókinni heldur Vilborg sig við sögulegar staðreyndir og viðfangsefnið er hin klassíska barátta góðs og ills. Höfundur leggur mik- ið upp úr því að lýsa vinnubrögðum og lifnaðarháttum fólks á þeim tíma sem sagan á að gerast þannig að frásögnin verður mjög sannfærandi. Persónur sögunnar lifna við á blaðsíðunum og lesandinn á auðvelt með að setja sig í spor þeirra. Sagan er sögð út frá sjónarhóh Korku sem er fulltrúi hins góða í sögunni. Hún er skapmikil og sjálfstæð, sannkallaður kvenskörungur sem stendur uppi í hárinu á manni sínum ef sá gállinn er á henni. FuUtrúi hins flla í sögunni er Gunnbjörn, mágur Korku. Sú mynd sem Vilborg dregur upp af þessum manni er vægast sagt ljót. Hann er haldinn kvalalosta og á m.a. erfitt með að gagnast konum nema því tengist of- beldi. Höfundi tekst að skapa mjög sannfærandi mynd af honum og er trú lýsingum sínum allt til enda sögunnar. í heUd er persónusköpunin sterk og lesandinn hrífst auðveldlega með spennandi atburðarás sögunnar. Mér finnst söguefni Vilborgar nýstárlegt og hrífandi og ég hef litla trú á því að lesendur verði fyrir vonþrigðum, allra síst þeir sem lásu Við Urðarbrunn. Vilborg Daviðsdóttir: Nornadómur. Mál og menning 1994. Bókmenntir Oddný Árnadóttir ListasafnASI: Óhlutbundnar f antasíur - á sýningu Gunnars Kr. Jónassonar Gunnar Kr. lærði málaralist við Myndlistarskólann á Akureyri og hélt þar sína fyrstu einkasýningu fyrir ári. Nú er hann kominn suður með myndir sínar og sýnir þær í Listasafni Alþýðusambandsins. Á sýning- unni eru allmargar stórar myndir í sterkum litum, allar óhlutbundnar og flestar hugsaðar að því er virð- ist út frá hreyfingum formanna eða flæði. Titlarnir sem Gunnar hefur gefið myndum sínum styðja þessa túlkun; þær heita nöfnum á borð við „Ærsl“, „Þeyr“, „Kæti“ og „Boðafóll". Formin hverfast um myndflötinn í hnígandi spíröl- um eða fossum og myndimar eru fyrir vikið líflegar og fanga auðveldlega auga áhorfandans. Litirnir sem Gunnar velur á myndir sínar eru líka sterkir og oft glannalegir - svo mjög að í einstökum myndum er á mörkunum að litasamsetningin gangi upp. Á vissan hátt geta sterkir litir og óvæntar litasamsetningar hjálpað til við að draga fram formin í afstraktmyndum af þessu tagi, en þeir geta líka truflað ef þeim er ekki beitt markvisst til aö undirstrika víddir formanna. Það er sterkur heildarsvipur á þessari sýningu Gunnars og greinilegt að hér er málari á ferð sem kappkostar að kryfja viðfangsefni sín til mergjar. Að þessu sinni hefur honum tekist að skila vel frá sé skemmtilegum vangaveltum um hreyfingu og ólgandi form. Það verð- Eitt málverka Gunnars Kr. Jónassonar á sýningu hans i Listasafni ASÍ. DV-mynd ÞÖK MyndJist Jón Proppé ur gaman aö fylgjast meö sýningum hans í framtíð- inni. Erla Þórarinsdóttir og Andrew Mark McKenzie í Gerðubergi: Hljóðmynd í rafbláum lit í lítilli sýningarskrá frá Erlu og Andrew eru ýmsar upplýsingar sem ekki virðast tengjast sýningunni beint, að minnsta kosti er erfitt að koma auga á nokkra slíka tengingu. Þessar upplýsingar eru einkum stjarn- fræðilegar - lengd ljósárs, fjarlægð pólstjörnunnar frá jörðu og fleira þess háttar. En í skránni er líka stutt saga sem varpar nokkru ljósi á tilurð verksins á sýn- ingunni. Þar er sagt frá málningarverksmiðju í Suður- Wales. Við þessa verksmiðju „voru málningarprufur úr öllu htrófinu búnar að veðrast í sjö ár þegar þrumu- veður skah á og eldingu laust niður í verksmiðjuna". Eldingin velti um sýrutanki og allar litaprufurnar eyðhögðust utan ein. Hún var rafblá. Rafblár litur er þema þessarar sýningar. Birtan inn af sýningarsalnum er rafblá, á gólfinu eru rafblá glerbrot og á litlum hill- um á einum veggnum eru litar rafbláar glerstjörnur. Þessi htur hefur undarlega áhrif á mann, einkum þeg- ar maður gengur inn í blátt ljósið, og í glerinu hefur hann óvenjumikla dýpt, eins og horft sé djúpt inn í litinn sjálfan. Tónlistin sem ómar um sýningarplássið ýtir síðan undir þessa upplifun, svo áhorfendur falla í hálfgerðan trans. Tónlistin er falleg, en tilviljana- kennd og örlítið eins og frá öðrum heimi. Kannski tengjast stjarnfræðilegu upplýsingarnar í sýningar- skránni á einhvern hátt gerð hennar, og ef svo er hlýt- ur tónlistin að vera í einhverjum skilningi eins og Myndlist Jón Proppé ómur stjarnanna. Ef svo er þá gæti sýningin í heild verið eins konar hugleiöing um bláma stjarnanna, en það sem þessar tengingar koma ekki nema mjög óljóst fram í verkunum er erfitt að geta sér til um það hvern- ig listamennirnir hafa hugsað sér þetta. Þetta hefði þurft að draga skarpar fram til að sýningin yrði annað og meira en göngutúr í blárri birtu undir annarlegri tónlist. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 2. hæð, sem hér seg- ir, á eftirfarandi eignum: Austurberg 28, 0104, þingl. eig. Re- bekka Bergsveinsdóttir og Ólafía Sæ- unn Hafliðadóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 25. nóvemb- er 1994 kl. 10.00. Baughús 24, jarðhæð, þingl. eig. Frið- þjófur Friðþjófeson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, 25. nóvemb- er 1994 kl. 10.00. Dalhús 49, þingl. eig. Heimir Mort- hens, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Steypustöð Suðurlands hf. og Veiðþréfaviðskipti Samvinnu- bankans, 25. nóvember 1994 kl. 10.00. Efstasund 79, aðalhæð og ris ásamt tilh. sameign og leigulóðarr., þingl. eig. Karl Sigtryggsson og Kristjana Rósmundsdóttir, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Dalvíkur og tollstjórinn í Reykjavík, 25. nóvember 1994 kl. 10.00. Engjasel 68, þingl. eig. Kristján Ósk- arsson, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins, Landsbanki Islands og íslandsbanki hf., 25. nóvember 1994 kl. 13.30. Ferjubakki 16, 3. hæð t.v. ásamt tilh. sameign og leigulóðarr., þingl. eig. Hjördis Jónasdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Lífeyns- sjóður starfsmanna ríkisins, 25. nóv- ember 1994 kl. 13.30. Framnesvegur 34, rishæð ásamt tilh. sameign og lóðarréttindum, þingl. eig. Guðmundur Bjömsson og Anna H. Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendm' Byggingarsjóður ríkisins, Byggingar- sjóður ríkisins, húsbréfadeild, og Líf- eyrissjóður starísmanna ríkisins, 25. nóvember 1994 kl. 13.30. Grjótasel 1, 1. hæð og bílageymsla merkt 0102, þingl. eig. Öm Jónsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Sameinaði lífeyrissjóð- uiinn, 25. nóvember 1994 kl. 13.30. Grýtubakki 6, 3. hæð t.h., 0303, þingl. eig. Kristín Sævarsdóttir, gerðarbeið- andi Húsfélagið Grýtubakki 2-16, 25. nóvember 1994 kl. 13.30. Gyðufell 2, hluti, þingl. eig. Sigurjón Þór Óskarsson, gerðarbeiðandi Þrep hf. endurskoðun, 25. nóvember 1994 kl. 10.00.__________________________ Háholt 14, hluti, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hengill sf., gerðarbeiðandi Húsa- smiðjan hf., 25. nóvember 1994 kl. 10.00.______________________________ Hverfisgata 60A, efri hæð og ris ásamt tilh. lóðarréttindum, þingl. eig. Jens Indriðason og Guðlaug Snæfells Kjartansdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimt- an í Reykjavík, Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins og Lífeyrissjóður verslunarmanna, 25. nóvember 1994 kl. 10.00.__________________________ Kirkjugarðsstígur 8, hluti, þingl. eig. Smári Amarson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. nóv- ember 1994 kl. 10.00. Krosshamrar 20, þingl. eig. Friðgeir Indriðason, gerðarbeiðandi Fálkinn hf., 25. nóvember 1994 kl. 10.00. Krummahólar 8, 5. hæð C, þingl. eig. Sólveig Hólmfr. Sverrisdóttir og Bjöm Sverrisson, gerðarbeiðandi Húsa- smiðjan hf., 25. nóvember 1994 kl. 10.00.____________________________ Mánagata 4, íbúð í suðurhluta kjall- ara, þingl. eig. Gunnar Jósefsson, gerðarbeiðandi tollstjórinn í Reykja- vík, 25. nóvember 1994 kl. 10.00. Miðhús 2, þingl. eig. Skúh Magnús- son, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. nóvember 1994 kl. 10.00. Mótorbáturinn Hafrún RE-700, skipa- skmr. 9046, þingl. eig. Kristjón Krist- jónsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðj- an hf. og tollstjórinn í Reykjavík, 25. nóvember 1994 kl. 13.30. Nanný, seglskúta, skipaskrámúmer 2016,13,69 metrar að lengd, þingl. eig. Kristinn Pétursson, Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir og Bjartmar Pétursson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki ís- lands, 25. nóvember 1994 kl. 10.00. Nethylur 2, hluti, þingl. eig. Vellir hf., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. nóvember 1994 kl. 10.00. Norðurás 6, hluti, þingl. eig. Guð- mundur Sigurðsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Raf- kaup, 25. nóvember 1994 kl. 10.00. Óðinsgata 4, hluti, þingl. eig. Jensína Ámadóttir, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður Sóknar og íslandsbanki h£, 25. nóv- ember 1994 kl. 13.30. Rauðarárstígur 33, hluti, þingl. eig. Byggingafélagið Viðar hf., gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Landsbréf hf./Fjórðungsbr., 25. nóvember 1994 kl. 13.30. Sigtún 7,7,48%, hlutd. í sameign, vél- um, tækjum, iðnaðaráhöldum, þingl. eig. Guðmundur Breiðfjörð, gerðar- beiðendur Iðnþróunarsjóður og ís- landsbanki hf., 25. nóvember 1994 kl. 13.30.____________ Sigtún 7,9,76%, hlutd. í sameign, vél- um, tækjum, iðnaðaráhöldum, þingl. eig. Eiður Breiðfjörð, gerðarbeiðendur Iðnþróunarsjóður og Islandsbanki hf., 25. nóvember 1994 kl. 13.30. Suðurhólar 24,2. hæð 0201, þingl. eig. Evy Britta Knstinsdóttir, gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavík, Húsasmiðjan hf. og Húsfélagið Suður- hólar 24,25. nóvember 1994 kl. 13.30. Traðarland 14, þingl. eig. Sara Hjör- dís Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. nóv- ember 1994 kl. 13.30. SYSLUMAÐURINNIREYKJAVIK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Austurberg 38, 3. hæð 0303, þingl. eig. Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ííkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík, 25. nóvember 1994 kl. 15.00. Bakkasel 27, þingl. eig. Ólafur Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 25. nóvember 1994 kl. 16.00.' Fannafold 131, íbúð merkt 0101 ásamt bílskúr, þingl. eig. Sævar Sveinsson og Kristín Ösk Óskarsdóttir, gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Húsasmiðjan hf. og Landsbanki Is- lands, 25. nóvember 1994 kl. 15.30. Frostafold 22, 2. hæð 0201, þingl. eig. Margrét Hauksdóttir og Birgir M. Guðnason, gerðarbeiðendur Kredit- kort hf. og Vátryggingafélag íslands hf., 25. nóvember 1994 kl. 16.30. Vesturberg 67, þingl. eig. Ástvaldur Kristmundsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, tollstjórinn í Reykjavík og íslandsbanki hf., 25. nóvember 1994 kl. 14.30.. SÝSLUMAÐURINNIREYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.