Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 37 Urvals spennusaga Þaö hlýtur aö vera mjög erfitt fyrir höfund spennusögu aö halda fullkom- lega þræði við samningu bókar sem er á fjórða hundrað blaösíður. Það á ekki síst við í þeim tilvikum þar sem söguþráðurinn er mjög flókinn og margar ólikar persónur koma við sögu. Fullkomin fjarvistarsönnun er bók af þessu tagi. Hún fjallar um læknishjón í Los Angeles. Frúin hefur lent í margvíslegum per- sónulegum raunum. Fyrri maður hennar, vel metinn lögfræðingur, er látinn. Hún, Kate Bauers, er mjög vel stæð, ekki síst eftir fráfall móður sinnar. Kate hefur hafið rekstur gjafavöruverslunar ásamt vinkonu sinni, Laney, sem kemur mikið við sögu í bókinni. Það hefur greinilega góð áhrif á líf hennar og svo virðist sem það sé í þann mund að komast í nokkuð gott ástand. En börnin tvö kalla á umönnun og annir í versluninni leiða til þess að hún og Mark Bauers, maður henn- ar, ákveða að ráða til sín sviss- neska stúlku til starfa, m.a. til að annast börnin. Þar meö fara furöulegir og ógnvekjandi atburðir að ge- rast. Systir Kate, sem ekki er mjög hrifin af mági sínum, deyr á voveifleg- an hátt. Einkaspæjari, sem er aö kanna mál fyrir Laney, sem einnig hef- ur grun um að ekítí sé ailt með felldu á heimili Bauers-hjónanna, finnst látinn í íbúð sinni og dánarorsök reynist vera eitrun. Laney er ekki rótt. Hún leitar til rannsóknarlögreglumanns og sá hefur eftirgrennslan sem endar meö því að hann rannsakar hver Mark Bauers er í raun og veru, hvaðan hann sé upprunninn og hvað hafi á daga hans Bókmenntir ______________________Menning Rúna sýnir í Úmbru: Blátt land Sigrún Guðjónsdóttir er flestum listunnendum kunn enda hefur hún haldið fjölmargar sýningar, margar ásamt manni sínum, Gesti Þorgrímssyni, og þetta er líka þriðja einkasýning hennar í þessu galleríi þótt hinar tvær hafi verið haldnar þegar plássið hét Lang- brók. Rúna lærði hér heima og í Kaupmannahöfn og vann lengi við leirmunaskreytingar og hönnun fyrir postul- ínsgerð. Þessar skreytingar hennar þekkja margir en það er kannski erfiðara að henda reiður á pappírsverk- um hennar því í þeim hefur hún í raun fært skreyti- listina í eitthvert æðra veldi. „Skreyting" er stundum notað um list og þá yfirleitt í niðrandi merkingu. Það er þá líklega þannig hugsað að sumt sé list með djúpa merkingu og sögulegt mikil- vægi en annað sé bara skraut, líkt og ghngur í búðar- gluggum. En þessi aðgreining hefur aldrei verið kruf- in til mergjar og dómar sem felldir eru yfir henni eru yfirleitt frekar byggðir á fordómum en ígrunduðum skilningi. Listaverk getur vissulega stundum fjallað um eitthvaö - haft einhverja merkingarlega tilvísun - en hún þarf þess ekki. Skreyting hefur hins vegar yfir- leitt ekki sjálfstætt markmið, heldur þjónar hlutum - leirkeraskreyting þjónar leirkerinu, húsaskreyting þjónar húsinu - en myndirnar sem notaðar eru til Myndlist Jón Proppé skreytinga geta líka lifað án hiutanna sem þær annars alla jafna skreyta. Þannig rennur eitt alltaf út í annað og verður ekki sundurgreint nema í kreddubókum. Rúna hefur hafnað þessum kreddum og þorað að beita sömu aðferðum við sköpun sjálfstæöra verka og skreytinga. Hún vinnur nú á japanskan pappír með krít, bleki og pastellitum. Myndirnar sjálfar eru svo einfaldaðar að þær eru vart af neinu en þegar Rúna setur upp temasýningu eins og hún gerir núna má greina samhengið í verkunum - þau eru landslög þótt hæglega mætti greina í þeim einhvern allt annan veru- leika. En áhorfandinn finnur alltaf hve mikil hugsun og reynsla býr að baki þessum verkum; sum listaverk verða óræð af því aö listamaöurinn hefur ekki hug- mynd um hvað hann eigi að segja með verkinu en verk Rúnu eru óræð af því að hún hefur hugsað svo mikið um þau og náð að skilja hinn óræða kjarna þeirra. r Sigurður Helgason drifið. Þar með fara hlutirnir að koma í ljós og gerast. Kate á erfitt eftir fráfall systur sinnar og lokar sig af þrátt fyrir að margir reyni að hjálpa henni til að takast á við daglega lífið aftur. Höfundur bókarinnar, Rochelle Majer Krich, er greinilega laginn við að spinna söguþráö. Og fyrr en varir verður lesandinn fanginn af efninu og framvindu sögunnar og erfitt er að sleppa bókinni. Sagan er sögð með þeim hætti að lesandinn veröur aö fá að vita allan sannleikann í málinu. Og þrátt fyrir að margar persónur komi við sögu og að söguþráðurinn sé í raun mjög flókinn er stílbragðið þannig að lesandinn hættir ekki að lesa. Hugmyndaflug höfundar er líka með ólíkindum og gerir það að verk- um að aldrei er hægt að vita hvaö gerist næst. Og víst er að það er margt óvænt. Þrátt fyrir að þetta sé reyfari eru a.m.k. sumar persónurnar nokk- uð skýrt mótaðar og raunverulegar. Bókin Fullkomin fjarvistarsönnun er mjög spennandi. íslensk þýðing Ásgeirs Tómassonar er vel unnin, smekkleg og laus við alla tilgerð. Það er alveg óhætt að mæla með þessu lesefni. Krich, Rochelle Majer: Fullkomin fjarvistarsönnun. íslensk þýðing: Ásgeir Tómasson. Reykjavík, Úrvalsbækur 1994. Kirkjusöngur og djass ECM heitir þýskt tónlistarútgáfufyrirtæki með sérstakan „prófíl“. Geislaplötur þessa fyrirtækis skera sig úr, meðal annars fyrir útlitshönn- unina sem er hófstillt og stílhrein, sérstaklega hvað varðar samspil let- urs og mynda. ECM sérhæfir sig í útgáfu á tilraunatónlist af ýmsu tæi: spunadjassi, raftónlist og nútíma tónsmíðum og hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir vandaðar upptökur. Til þessa hefur þetta fyrirtæki ekki sóst eftir ofurvinsældum og því kom það forkólfi þess, Manfred Eicher, mjög á óvart þegar ein tiltekin geisla- plata fór skyndilega að seljast eins og heitar lummur. Þetta er platan Officium þar sem rómaðir túlkendur miðaldatónlistar, Hilhard-kvartett- inn, syngja spænska, þýska, ungverska, franska og enska kirkjutónlist frá 13. og 14. öld viö undirleik norska tenór- og sópransaxófónleikarans Jans Garbarek, en eins og mörgum er kunnugt er hann einn af fremstu djassleikurum Norðmanna. Út af fyrir sig er þessi plata alfarið hugarfóstur Manfreds Eichers og það sem merkilegra er, hún kom undir hér á íslandi. Að því er segir í skýringartexta var Eicher fyrir skömmu á ferð um íslensk öræfi, ók þá um hraunbreiður og svarta sanda og var ýmist með Hilliard-kvartettinn Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson eða djassleik Garbareks á spilaranum. í huga hans rann þetta allt sam- an, söngurinn, saxófónleikurinn og úfið landslagið og varð nær yfirþyrm- andi upplifun. Þegar heim kom afréð Eicher aö fá þá Hilliard-menn og - Garbareks til samstarfs um þá plötu sem hér um ræðir. Officium er sem sagt orðin „bestseller", keppir við annan mjög óvæntan „bestseller", nefnilega gregoríanskan söng munkanna frá Silos, á vin- sældalistum unga fólksins. Skal engan undra því hér er á ferðinni heil- landi tónlist, tær, upphafin og alltumfaðmandi. Krakkar sem hlustað hafa á írsku söngkonuna Enyu virðast falla fyrir henni. Hátíðlegri túlkun Hilliard-kvartettsins á tónlist Morales, Dufay, de la Rue og nokkurra nafnlausra miðaldatónskálda er á engan hátt spillt, heldur blæs Jan Garbarek tilbrigði um hana af næmi og stakri smek- kvísi, spinnur stef framan og aftan við sönginn eða leikur þýðlega undir honum. Öllu er þessu til skila haldið með bestu upptökutækni sem völ er á. Hér er örugglega á ferðinni ein af markverðari geislaplötum ársins og gott mótvægi við síbyljuna. Officium Jan Garbarek & The Hilliard Ensemble ECM 1525 Umboð á íslandi: Japis Tímarit fyrir útlenda hesta- áhugamenn vekur athygli Þörf fyrir upplýsingar um hestamennsku á íslandi varð hvati að nýstárlegri útgáfu aukablaðs Eiðfaxa fyrir útlendinga. Blaðið er nefnt Eiðfaxi International og er gefið út á ensku og þýsku. Áætlað er að gefa út fjögur blöö á ári og hafa tvö komið út þegar. „í blaðinu eru fyrst og fremst fréttir frá íslandi, yfir- leitt valdar greinar úr Eiðfaxa,“ segir Erlingur A. Jóns- son, ritstjóri Eiðfaxa. „Einnig erum við með þjóðlegan fróðleik sem tengist Túnarit Eiríkur Jónsson hestamennsku, fræðsluefni og ýmislegt sem útlending- ar hafa sýnt áhuga. Þá má búast við að í hverju blaði verði upplýsingar utan úr heimi. Við ætlum okkur að ná fiögur þúsund áskrifendum. Ef við náum góðri sölu á Norðurlöndum hyggjumst við bæta við útgáfu á sænsku. Eiðfaxi Intemational er sent til áskrifenda sem eru í öllum þeim sautján löndum sem eru aðilar að FEIF sem er félag eigenda og vina íslenska hestsins. Tilgangurinn er að efla samskipti milli íslenskra hestamanna og útlendinga. Þarna gefst íslenskum Tvö tölublöð hafa verið gefin út af Eiðfaxa Internatio- nal. DV-mynd ÞÖK hestamönnum möguleiki á aö opna markaði fyrir hross sín og ýmislegt annað sem tengist hestamennsk- unni. Blaðinu hefur verið tekið mjög vel og hefur fengið hrós í erlendum tímaritum," segir Erlingur A. Jóns- son, ritstjóri Eiðfaxa International, að lokum. SEFUR ÞÚ ILLA? VAKNARÐU ÞREYTT(UR) Á MORGNANA? ERTU MEÐ LÉLEGA RÚMDÝNU? VAKNARÐU MEÐ BAKVERK? ER DÝNAN OF HÖRÐ? LÆKNAR HAFA RÁÐLAGT BAKSJÚKLINGUM AÐ NOTA EGGJABAKKADÝNU SEM YFIRDÝNU. SJÚKRAHÚS OG HEILSUGÆSLUR NOTA ÞÆR VEGNA ÞESS AÐ ÞÆR LOFTA VEL UNDIR LÍKAMANN. DÝNAN AÐLAGAST BETUR LÍKAMANUM OG ÞÚ NÆRÐ MEIRI HVÍLD. VIÐ BJÓÐUM UPP Á ÓDÝRAR HEILSUDÝNUR SEM HAGKVÆMA LAUSN Á ÞÍNUM VANDA. INNBÚ SNIÐUM EFTIR MÁLI. ^Vatnsnesvegi 15 - Keflavík - sími 92-14490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.